Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 B 7 KNATTSPYRNA Leiftur missti móðinn - í lokaleiknum gegn FH-ingum ísnjónum á Olafsfirði Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Ólafsfirði NÝLIÐAR Leifturs stóðu sig vel í 1. deildinni en döluðu þó mjög ísíðustu leikjunum og misstu af sæti í Toto-keppninni með því að tapa 1:2 fyrir fallliði FH í Ólafsfirði á laugardaginn. Segja má að hringurinn hafi lokast því líkt og í fyrstu um- f erð var allt hvítt í kringum grænan knattspyrnuvöllinn, en með því að nota skóflur og hríf ur tókst vöskum mannskap að koma vellinum í leikhæft ástand. Snúum okkur þá að knattspyrn- unni, sem reyndar var lítið augnayndi. Heimamenn voru að berjast fyrir mikil- vægu sæti sem hefði fært þeim leiki. við erlend félagslið en svo virtist sem áhugi leikmanna væri í lágmarki. Leiftur sótti þó meira fyrstu 10 mínúturnar en FH-ingar fengu fyrsta færið þegar Hrafnkell komst í gegnum vörnina a 11. mín. en Þorvaldur bjargaði meistaralega. Eftir þetta komust gestirnir meira inn í leikinn og spiluðu ágætlega. Mark Leifturs var köld vatngusa sem FH-ingar hristu fljótt af sér. Þeir jöfnuðu og áttu þrjú hættuleg færi áður en dómarinn flautaði til leikhlés, fyrst Hlynur og síðan Lúðvík í tvígang. Leiftursmenn hresstust nokkuð í seinni hálfleik. Baldur Bragason komst einn í gegn eftir langt út- spark Þorvaldar á 54. mín. en Stef- án markvörður FH varði í horn. Stefán varði einnig skot Páls á 20. mín. og nú dofnaði aftur yfir heima- mönnum og það nýttu FH-ingar sér. Síðustu 10 mínúturnar lögðu Leiftursmenn allt kapp á sóknina og opnaðist leikurinn þá mjög. Sóknirnar voru þó ákaflega bit- lausar og helst Páll Guðmundsson sem reyndi að skjóta á markið. Vörnin var götótt en fremsti maður Morgunblaðið/Stefán Sæmundsson Klappstýrur í snjónum! ÞAÐ var frekar kuldalegt um að litast á Ólafsfirðl er heima- menn tóku á móti FH í síðustu umferð á laugardaginn. Klapp- stýrur Ólafsfirðinga létu snjóinn ekki hafa áhrif á sig. FH, Hörður Magnússon, var of seinn_ og þungur til að nýta sér það. Á 44. mín. fékk hann sendingu inn fyrir vörnina og dauðafæri blasti við en tveir varnarmenn náðu að loka hann af og leikræn tilþrif Harðar í vítateignum voru aðeins verðlaunuð með gulu spjaldi. Á síð- ustu mínútu komst hann einn í gegn en Þorvaldur bjargaði stórvel með úthlaupi. Gunnar Óddsson, fyrirliði Leift- urs, kunni engar skýringar á doða leikmanna. Hann sagði menn hafa stefnt að umræddu Toto-sæti en eins og í mörgum undanförnum leikjum hefðu þeir gloprað öllu úr höndum sér. „Það var dapurt að geta ekki klárað þetta," sagði Gunnar. Hann átti frekar slakan dag eins og aðrir í Leiftursliðinu en FH-ingar voru öllu sprækari og spiluðu oft lipurlega. Þeir voru fyr- ir nokkru fallnir í 2. deild og léku mun betur eftir það spennufall og uppskáru tvo sigra í lokin. 1'ii'4%Á 21. mínútu leiks- ¦ Mins fékk Jón Þór Andrésson knöttinn utarlega í vítateig FH, sneri sér laglega og skoraði með góðu skoti í bláhornið; 1m 4t Eftir snarpa sókn ¦ I FH á 28. mínútu og góðan samleik komst Hlyn- ur Eiríksson ! gegn hægra megm í vítateig Leifturs og skoraði með fö'stu skoti í horn- ið fjær. 1B^*Hörður Magnússon ¦ ádskaut hðrkuskoti að marki Leifturs á 76. mínútu eftir varnarmistök en Þorvald- ur Jónsson varði með tilþrif- um. Hann hélt þó ekki boltan- um sem datt fyrir/ætur Dav- íðs Ólafssonar sém átti ekki ¦í erfiðleikum með að skora frír á markteig. Mörk, mörk og aftur mörk Kunnir kappar geystust um ensku vellina eins og hríðskotabyssur ÍÞRÚIIIR FOLK ¦ SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Pontus Kámark hefur gengið til liðs við Leicester, sem borgaði IFK Gautaborg 840 þús. pund fyrir hann. Kámark er 26 ára varnarleikmaður. ¦ QPR keypti fyrir helgina sókn- arleikmanninn Mark Hateley frá Glasgow Rangers á eina millj. punda. Hateley, sem er fyrrum c- landsliðsmaður Englands, hefur skorað yfir 100 mörk fyrir Rang- ers, sem keypti hann frá Mónakó 1990. ¦ ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, sagðist reikna með að Erie Can- tona leiki sinn fyrsta Ieik með liðinu gegn Liverpool á laugardaginn kemur, daginn eftir að sex mánaða keppnisbann hans rennur út. ¦ JÚRGEN Klinsmann skoraði sigurmark Bayern Miinchen, 1:0, gegn Leverkusen úr vítaspyrnu, sem liðið fékk gefins frá dómara leiksins á 89. mín. Bayern hefur unnið sjö fyrstu leiki sína í þýsku 1. deildarkeppninni, sem er mét í Þýskalandi. Besta byrjun liðsins áður var 1984, þegar það vann fimm fyrstu leiki sína. ¦ SVO gæti farið að endurtaka þyrfti leik St Pauli og Rostock vegna þess að þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var kastað táragasi inná völlinn og annar línu- vörðurinn og markvörður St Pauli urðu áð fara til búningsherbergja vegna þessa. Málið hefur verið kært. ¦ INTER Mílanó tapaði, 1:2, i Napolí. Þetta var fyrsti sigur Náp- olí gegn Inter á heimavelli síðan 1988, þegar Diego Maradona lék með liðinu. ¦ ÞESS má geta að Napolí var nær gjaldþrota sl. sumar og fyrir keppnistimabilið náði liðið aðeins að selja 16.000 ársmiða, en 75.000 áhorfendur mættu á leikinn gegn Inter og fögnuðu áhorfendur hinu unga liði Napolí geysilega í leiks- lok. ¦ PAOLO Di Canio skoraði eitt af mörkum AC Milan gegn Atal- anta, 3:0. Þess má geta að Di Canio, sem hefur verið óánægður hjá liðinu, hefur verið orðaður við Blackburn. ENSKI landsliðsmaðurinn Les Ferdinand var hetja Newcastle, sem iagði Chelsea 2:0 á St. James Park — þar með tók lið- ið aftur forustuhlutverk sitt, eftir að Manchester United, sem gerði jaf ntef li 0:0 við Sheff. Wed., hafði verið á toppnum ísólarhring. Newc- astle lék án Peter Beardsley, sem verður f rá í mánuð vegna hnéaðgerðar, og þá fór Frakk- inn David Ginola af leikvelli fljótlega, meiddur. Leikmenn Chelsea léku sterkan varnarleik — fimm manna vörn undir stjórn Ruud Gullit. Ferdinand, sem Kevin Keegan borgaði QPR sex millj. pund fyrir, náði að brjóta Lundúnarliðið á bak aftur og skora rétt fyrir Ieikhlé og í seinni hálfleik bætti hann öðru marki við; hans ellefta marki fyrir Newcastle. Það voru aðrir kunnir kappar á skotskónum í Englandi. Dennis Bergkamp skoraði sín fyrstu tvö mörk fyrir Arsenal, eftir að hann kom frá Inter Mílanó á 7,5 millj. pund — það tók hann tíu og hálfa klukkustund til að skora. Geysilegur fögnuður brautst 'út á Highbury, þegar hann braut ísinn á sautjándu mín. — skoraði eftir sendingu landa síns Glenn Helder — gegn Sout- hampton og aftur þegar hann skor- aði, 3:2, með glæsilegu skoti af 25 m færi — knötturinn hafnaði efst upp í markhorninu, án þess að Dave Beasant ætti möguleika á að verja. „Þessi mörk léttu pressu af mér. Reuter IAN Wrfght, hinn marksœkni lelkmaður Arsenal (t.h.), bendir á félaga slnn Dennis Bergkamp, eftir að hann hafði skorað fyrsta mark sitt fyrir félagið. Við höfum ekki verið að Ieika nægi- lega vel fyrir utan leikinn í dag, en höfum náð að tryggja okkur stig," sagði Bergkamp. Robbie Fowler skoraði fjögur mörk gegn Guðna Bergssyni og fé- lógum hjá Bolton, þegar Liverpool vann stórsigur 5:1. Fowler skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins — á 11., 30., 46. og 67. mín. Þáð varð ekkert úr draumi leikmanna Bolton að vinna sinn fyrsta sigur á Anfield Road síðan 1954. Alan Shearer skoraði þrennu þeg- ar meistarar Blackburn lögðu Co- ventry 5:1 — fyrsta markið var hans 100. mark fyrir Blackburn, sem vann sinn fyrsta sigur frá því í fyrstu umferðinni. Ghanamaðurinn Antony Yeboah skoraði þrjú mörk fyrir Leeds gegn Wimbledon, 2:4. Þetta var önnur þrenna Yeboah á stuttum tíma og var hans annað mark afar glæsilegt — hann stakk sér fram hjá varnar- manni Wimbledon og hamraði knöttinn af 30 m færi; knötturinn hafnaði á þversánni, þeyttist þaðan niður á völlinn og upp undir þaknet- ið. „Þetta var stórkostlegur leikur og það hefði ekki verið óvænt ef leikurinn hefði endað 8:5," sagði Howard Wilkinson, framkvæmda- stjóri Leeds. Akranesvöllur Evropukeppni félagsliða í A - Raith Rovers þriðjudaginn 26. september kl. 16.00. Ath. Breyttar ferðir Akraborgar á leikdag. Frá Reykjavík kl. 14.30. Frá Akranesi kl. 18.15. ÖÖbúnaðarbankinn v-/ AKRANESI KNATTSPYRNUFÉLAG - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.