Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 8

Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 8
GOLF / RYDER-BIKARINN Spennandi lokadagur Evrópubúar sigruðu í Bandaríkjunum EVRÓPUBÚAR sigruðu Bandaríkjamenn í keppninni um Ryder- bikarinn sem fram fór á Oak Hill vellinum í Bandaríkjunum. Þetta var ein mest spennandi keppni sögunnar og aðeins í annað sinn sem Evrópu tekst að leggja Bandaríkjamenn á þeirra heima- velli. Spennan var mjög mikil ílokin því Bandaríkjamenn náðu þriggja stiga forystu snemma síðasta daginn en Nick Falddo kom Evrópu yfir og írski nýliðinn Philip Walton gulltryggði Evrópu sigur, 14,5 gegn 13,5. Leikmenn Evrópu gátu þvífarið með Conc- orde til Evrópu með góðri samvisku og í einu sætinu var það sem allir vildu taka með yfir hafið — Ryderbikarinn. Bandaríkjamenn leiddu með níu vinningum gegn sjö áður en kapparnir hófu holukeppnina á sunnudeginum. Bandaríkjamenn byijuðu síðan betur og Tom Lehman vann Seve Ballesteros 4:3 en Mark James lagaði stöðuna á ný með því að vinna Jeff Maggert, einnig á 15. holu. Staðan 8:10. Davis Love vann Constantino Rocca í þriðja leiknum, 3:2 og höfðu nú 8:11 yfír. Það var þó huggum harmi gegn að staðan var vænleg úti á velli. Howard Clark vann Peter Jacobsen á 18. holu og Ian Woosnam og Fred Couples skildu jafnir. Staðan því 9,5:12,5, enn mun- aði þremur vinningum og sjö riðlar enn að spila. Colin Montgomerie vann Ben Crenshaw á 17. holu og David Gil- ford vann Brad Faxon á síðustu holu. Bandaríkjamaðurinn Corey Pavin lagaði stöðuna fyrir sína menn með því að vinna Bernhard Langer á 16. holu en Sam Torrance jafnaði með því að vinna Loren Roberts 2:1. Þrír riðlar erftir úti á velli og staðan jöfn, 12,5:12,5. Faldo bjargaði málunum Nick Faldo, sem hafði leikið fjóra leiki og tapað þremur, var tvær hol- ur undir þegar hann og Curtis Strange komu á 16. teig. Bn með gríðarlegu keppnisskapi og útsjóna- semi tókst Faldo að vinna allar þijár holurnar og koma Evrópu yfir í fyrsta sinn síðanfyrsti leikurinn var leikinn á föstudaginn. Hann rak niður met- ers pútt á síðustu og sigurinn var í höfn. „Þetta var mesta pútt sem ég hef tekið um æfina,“ sagði Faldo um leið og félagar hans fögnuðu honum innilega og það var ekki laust við að þessi hávaxni Breti táraðist, en Faldo hefur löngum verið talinn allt að ómannlegur vegna þess hversu einbeittur hann er þegar hann leikur golf. Nýliðinn Philip Walton náði síðan að gulltryggja sigurinn er hann vann Jay Haas á síðustu holu og það skipti ekki máli þó Svíinn Per-Ulrik Johans- son tapaði fyrir fyrrum skólafélaga sínum Phil Mickelson í síaðsta leikn- um. Evrópa vann 14,5:13,5. „Þegar ég var að leika 18. brautina hélt ég að fæturnir myndu ekki hafa að bera mig alla leið, þeir skulfu svo rosa- lega,“ sagði hinn 32 ára gamli Du- blinarbúi. Það var gríðarleg spenna þegar Faldo undirbjó púttið enda mikið í húfi. Strange hafði mistekist rúm- lega tveggja metra pútt sem hefði jafnað leikinn og sett mikla pressu á þá fjóra sem eftir voru. „Það skalf allt nema pútterinn minn,“ sagði Faldo sem einbeitti sér rosalega við púttið, lokaði augunum og gaf sér góðan tíma. „Við ræddum ekkert um það fyrir síðasta daginn að við vær- um tveimur stigum undir. Menn vissu hvað þurfti að gera. Vinna, vinna og vinna, það var það eina sem komst að í hausnum á okkur. Það kann að vera að það hafí verið af hinu góða að vera undir því þá var ekki eins mikil pressa á okkur. Við höfðum í sjálfu sér engu að tapa og urðum að leika til sigurs. Allir," sagði Faldo, en hann tapaði einmitt fyrir Strange á Oak Hill vellinum árið 1989 í Opna bandaríska mótinu, í 18 holu umspili. Strange var að vonum vonsvikinn. Hann hefur ekki sigrað í móti síðan á Oak Hill 1989 og það vakti því nokkra furu þegar Lanny Wadkins valdi hann í liðið. „Sveiflan, sem ég er búinn að vinna í í þijú ár, var ekki til staðar í dag og ég veit ekki hversu lengi ég á að þijóskast við að reyna að breyta henni. Andlega var ég tilbúinn í slaginn en sveiflan hélt ekki. Það eina sem ég get hugað mig við var að tapa fyrir Nick, því hann er einn albesti kylfingur sem uppi hefur verið,“ sagði Strange. Hann sagðist eiga von á að vera tekinn í gegn af fjölmiðlum, en hann tapaði öllum þremur leikjum sínum. „Það skiptir ekki máli hversu harka- lega ég verð tekinn í gegn, það kemst Reuter BERNHARD Langer slær upp úr glompu, en hann sigraði í tveimur leikjum og tapaði þremur í keppninni að þessu slnni. aldrei í hálfkvist við hvernig ég mun taka sjálfan mig í gegn. Ég vil ekki trúa því að höfum tapað.“ Gallacher snjall Bernard Gallacher, fyrirliði Evr- ópuliðsins, var snjall þegar hann rað- aði liði sínu út síðasta daginn. Hann fór þá óvenjulegu leið að hafa reynslumestu leikmenn sína um mið- bikið og láta síðan tvo nýliða í síð- ustu tvo riðlana. Þetta gekk eftir, því Evrópa fékk 5,5 vinninga á móti 1,5 úr úr þeim reynslumiklu. „Ég er svo sannarleg ánægður með hvemig dróst í riðla í dag, nákvæmlega eins og ég vildi. Það tók mig reyndar nokkuð langan tíma að sannfæra sjálfan mig um að Philip [Walton] og Per-Ulrik Johansson myndu ekki fá neina pressu þó þeir væru í síð- ustu riðlunum — og ég hafði hér um bil rétt fyrir mér. Ég vil ekki taka neinn leikmann útúr, þeir léku allir frábærelga í dag og Philip var dá- samlegur." Gallacher var gagnrýndur fyrir tveimur árum fyrir að vinna ekki bikarinn þá og menn voru í vafa um hæfileika hans til að stjóma liðinu. „Ég hef alltaf sagt að fyrirliðastarfið er ofmetið. Menn hafa sagt að eng- inn geti verið fyrirliði nema hafa si- garð á hinu eða þessu mótinu, en ég er ósammála því og ég get ekki fallist á að fyrirliðinn hlusti ekki á aðra. Ég hlusta á aðra og tek síðan mína ákvörðun, og sé ekkert athuga- vert við það og er ánægður að ég sannaði það í dag,“ sagði fyrirliðinn. Seve er enn hetja ÞRÁTT fyrir að leika aðeins þijá leiki og vinna einn þeirra er Spánverjinn Severino Bal- lesteros enn helja Evrópu í Ryderkeppninni. Enginn hefur fengið eins mörg stig í gegnum árin, hann hefur 19 sinnum sigr- að, fimm sinnum gert jafntefli og tíu sinnum tapað. „Þetta var erfið vika, ég fékk bara að leika þijá hringi og hitti bara þijár brautir. Eg er búinn að slá niður allt röffið á vellinum og hér á enginn eftir að týna bolta á næstunni," sagði Ballesteros hinn kátasti eftir sigurinn. „Segðu fólkinu líka frá hinum vilta lífi sem þú sást þegar þú varst út um allt,“ sagði Faldo og skýrskotaði til þess að Bal- lesteros var alltaf út í móum. Þrátt fyrir slakt gengi núna sagði Bernard Gallacher, fyrir- liði um hann: „Hann var mjög mikilvægur fyrir liðið og allir töldu sig þurfa að gera eitthvað fyrir Seve því hann hefur gert svo mikið fyrir golfið í Evrópu.“ Undir þetta tóku allir liðsmenn Evrópu með því að standa upp og klappa fyrir honum. Tveir fóru holu í höggi TVEIR kylfingar fóru holu í höggi í Rydernum að þessu sinni. Constantino Rocca gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og fór holu í höggi á sjöttu braut, sem er 153 metra löng og á sunnudaginn skellti Howard Clark sér holu í höggi á 176 metra langri 11. brautinni, en hann lék við Peter Jacobsen og vann á síðustu holu. Þýðingar- mikil hola í höggi. Hinn litríki ítali fagnaði ógurlega á laugar- daginn, hoppaði um og Sani Torrance, félagi hans í fjór- leiknum, faðmaði hann að sér og lyfti honum enda voru þeir félagar komnir með fjögurra holna forystu eftir sex holur. Menn telja að aðeins hafi fjór- ir kylfingar farið holu í höggi í Ryder. Peter Butler gerði það árið 1973 á Muirfield og Nick Faldo á Belfry árið 1993. Sjötta holan á Oak Hill er vinsæl til að fara holu í höggi á því á Opna bandaríska árið 1989 fóru fjórir holu í höggi á innan við tveimur klukkustundum á örð- um degi mótisns. Þetta voru Doug Weaver, Mark Wiebe, Jerry Pate og Nick Price. ÞUNGU fargi var létt af Phllllp Walton sem hér faðmar Bernard Gallacher fyrirliði. BALLESTEROS faðmar Faldo eftir að hann hafði gefið Evrópu tóninn á lokasprettinum. WSm pJiorðimtliMiiiíi Árangurinn Árangur kylfinganna var misjafn eins og gengur og gerist. Hér fer árangur hvers og eins: Evrópa: Seve Ballesteros 1-0-2, Howard Clark 1-0-1, Nick Faldo 2-0-3, David Gilford 3-0-1, Mark James 1-0-1, Per-Ulrik Johansson 1-0-2, Bernhard Langer 2-0-3, Colin Montgomerie 2-0-3, Costantino Rocca 3-0-2, Sam Torrance 3-0-2, Philip Walton 1-0-1, Ian Woosnam 1-1-1. Bandaríkin: Fred Couples 2-1-1, Ben Crenshaw 0-0-3, Brad Faxon 1-0-2, Jay Haas 1-0-3, Peter Jacobsen 1-0-2, Tom Lehman 2-0-1, Davis Love 3-0-2, Jeff Maggert 2-0-2, Phil Mickelson 3-0-0, Corey Pavin 4-0-1, Loren Roberts 3-0-1, Curtis Strange 0-0-3. ENGLAND: 122 212 1 X X 1112 ITALIA: 1X1 X21 11X X22X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.