Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 FRETTIR TROLLIÐ TEKIÐISMUGUNNl Morgynbláðið/ðmar Össoraraon Gott hal, 15 til 18 tonn, tekið í gloríutrollíð í Smugunni. Góðar horfur á síldarsölu í haust „Horfur á sölu síldar á komandi vertíð eru mjög góðar," segir Víkingur Gunnarsson hjá íslenskum sjávar- afurðum. „Það er næg eftirspurn eftir síld á hefðbundna markaðinum. Það sem veldur okkur áhyggjum er að menn fari með síldina í bræðslu. Bræðslurnar virðast vera að eltast við kvótann og ef það gengur eftir náum við kannski ekki að uppfylla alla okkar samninga." ÍS með samninga á svipuðu verði og í fyrra Víkingur segir að ÍS sé búið að gera fyrirframsamninga um sölu á frystri síld og verðin séu mjög svipuð og í fyrra. „Það er auðvitað mjög misjafnt eftir mörkuðum, en í heild- ina litið eru verðin mjög svipuð frá 1994. Pundið hefur þó heldur lækkað óg við vonumst eftir hækkun sem samsvarar því til Bretlands. Aðrir markaðir eru svipaðir." '•' Menn eru almennt bjartsýnir á komandi síldarvertíð að sögn Víkings. „Við reiknum með að þeir sem fram- leiði síld fyrir okkur ætli sér að fram- leiða síld til manneldis, enda búnir að sérhæfa sig í því. Það er því fuli ástæða til bjartsýni og við ætlum að auka við okkur frá því í fyrra." Næg eftirspurn „Undirbúningur síldarvertíðar er í gangi núna og sölumenn okkar er- lendis eru í viðræðum við kaupend- ur," segir Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna. „Á þessu stigi viljum við ekki tjá okkur meira um stöðuna, en við reyn- um að standa eins vel að undirbún- ingi síldarvertíðar og við höfum gert á undanförnum árum." Gylfi segist ekki sjá ástæðu til að gefa upplýsingar um verðþróun, því 0 Sala / þjónusta Skiparadíó hf Fiskislóð 94 Sími 552 0230 það sé margt sem spi.li inn í þau mál þegar nær dregur vertíðinni sjálfri og lokastigi samninga. „Við teljum eftirspurn vera næga," segir Gylfí. „Á síðasta ári framleiddum við tæp 9 þúsund tonn af síld hér innanlands og um 3 þús- und tonn af síld og makríl í erlendum fískiskipum og við vonumst til að innanlandsframleiðslan verði ekki minni en hún var í fyrra." Óvissa um A. Evrópu-markað „Við höfum gengið frá sölu nú þegar á um 50 þúsund tunnum til Skandin- avíu og svo vinnum við að frekari samningum bæði þangað og á aðra markaði," segir Gunnar Jóakimsson hjá Síldarútvegsnefnd. Hann segist vona að Síldarvinnslan nái að standa við gerða samninga, en segist þó hafa áhyggjur af mikilli ásókn í kvót- ana til bræðslu. „Við erum að vonast til að vera a.m.k. með svipað magn á vestræna markaðinn og í fyrra. Hins vegar náðum við að selja töluvert til Austur Evrópu, í fyrra og árið þar áður, en það er erfitt að segja til um hversu mikið það verður í ár, vegna slæms ástands í þessum löndum og mikils framboðs á frystri og saltaðri síld. Auk þess hækkuðu innflutningsgjöld þangað í vor." Gúnnar segir að meira framboð á síld en eftirspurn hafi áhrif á verð og haldi þeim niðri. „Eins setur inn- ganga Finnlands og Svíþjóðar í ESB okkur í vanda, en það eru mjög mikil- vægir markaðir. Inngangan þýðir háa tolla á saltsíld og saltsíldarflök, bæði krydd- og edikverkuð flök sem eru mikilvægustu afurðirnar bæði hvað magn og verð varðar." Atján skip fá að yeiða á Flæmska hattínum Enn óljóst hvernig 1.200 veiðidögum verður skipt milli rækjuskipa 1ATJAN íslenzk físki- skip fá að stunda rækjuveiðar í um 1.200 daga á Flæmska hatt- inum á næsta ári sam- kvæmt nýgerðu sam- komulagi aðildarþjóða NAFO, fiskveiðinefndar Norðvestur-Atlantshafs. Fjöldi skipa og veiðidag- ar byggjst á sókn okkar á þessi mið nú í ár, en þá hefur sóknin verið mest frá upphafi. Þetta svarar til rúmlega tveggja mánaða veiði að meðaltali á skip miðað við að öll stundi þau veiðar. Enn er óákveðið hvert fyrirkomu- lagið verður, hvort skipin fái úthlutað dagafjölda miðað við sókn og hvort ný skip fá aðgang að veiðunum eða ekki. Tillaga um veiðistjórnun með þessum hætti var lögð fram af Dön- um fyrir hönd Færeyinga og Græn- lendinga, Eistlandi, Lettlandi, Lithá- en og Noregi, en áður hafði verið hafnað tillögu íslands um kvóta og tillögu um veiðbann. Til þessa hafa rækjuveiðar á Flæmska httinum verið öllum heimilar án takmarkana. Skylda að nota fiskiskiiju Samkvæmt tillögunni verður lág- marks möskvastærð við rækjuveiða rá þessu svæði 40 millimetrar á næsta ári. Notuð skal fiskiskilja með 22 millimetra mesta bili á milli rimla. Fari meðafli af botnfiski, sem fiskveiðistjórnun á svæðinu tekur til, yfir 5% í holi, skal þegar haldið á önnur mið í að minnsta kosti 5 sjómílna fjarlægt til að forðast frek- ari meðafla. Sérhvert aðildarríki skal tak- marka fjölda skipa, sem veiðarnar stunda á næsta ári við þann fjölda skipa, sem veiðarnar stundaði á tímabilinu 1. janúar 1995 til 31. ágúst 1995. Veiðidagar takmarkaðir Sérhvert aðildarríki skal tak- marka fjölda veiðidaga á svæðinu Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson Skylda verður að nota fiskiskilju við rækjuveiðarnar á næsta ári. við fjölda veiðidaga skipa sinna á einu af árunum frá og með 1993 til og með 31. ágúst yfirstandandi árs. Ríki sem eiga aðild að samkomu- laginu og hafa engar rækjuveiðar stunda á Flæmska hattinum, mega stunda veiðar á næsta ári á einu skipi í 100 daga. Sama á við þær þjóðir sem lágmarks reynslu hafa af þessum veiðum. Hvert aðildarríki skal tilkynna NAFO fyrir 1. desember 1995 hver fjöldi fiskiskipa frá því verður á næsta ári. Byrjað verður að telja veiðdaga við komu skipa inn á veiði- svæði og talningu lýkur við brottför af því. Stundi skipin bæði veiðar á rækju og botnfiski í sömu veiðiferð- inni, teljast aðeins dagar við rækju- veiðarnar. ¦- Veiðunum stjórnað í samvinnu við útgerðarmenn Að sögn Arnórs Halldórssonar, lögfræðings í sjávapítvegsráðuneyt- inu og fulltrúa íslands á fundi NAFO, er enn óá- kveðið hvernig veiðum íslenzku skipanna verður stjórnað innan þessara marka. Hann segir, að sú vinna hefjist brátt og verði hún í sam- vinnu við útgerð- armenn. Skipin hafa mjög mismikla reynslu af þessum veiðum. Sum hafa verið þar mánuð- um saman í nokk- ur ár, en önnur mun skemur. Óljóst er hvort skipunum verður úthlutað dagafjölda í samræmi við úthaldsdaga þeirra á þessu ári. Einnig er óljóst hvort nýjum skipum verður heimilað að koma inn í veið- arnar. Loks kemur til greina að úthlutaður dagafjöldi verði fram- seljanlegur, þannig að útgeðir geti bæði selt eða keypt dagafjölda af öðrum, hluta dgafjöldans eða dag- ana alla. Aðeins er miðað við fjölda skipa innan ársins og þarf þar ekki að vera um sömu skip að ræða og hafa stundað veiðarnar áður. „Þetta er fáránlegt, hreinlega klikkun" „Menn eru miklu meira en óánægðir," segir Snorri Snorra- son, útgerð- armaður á Dal- vík, um viðbrögð útgerðamanna yið nýlegri samþykkt á ársfundi NAFO, Fiskveiðiráðs Norður-Atlantshafs. Þar segir að taka eigi upp sóknarstýringu á Flæmska hattinum og að íslendingar skuldbindi sig til að hafa ekki fleiri en 18 skip við veiðar þar. Snorri Snorrason andvígur veiðitakmörkunum á Flæmska hattinum „Þetta er fáránlegt, hreinlega klikkun," segir Snorri.^ „Menn voru alveg óundirbúnir. LÍÚ var aðeins látið vita klukkan þrjú á föstudegin- um að málið yrði borið upp á fundin- um. Það eru spánný vinnubrögð að láta hagsmunasamtök aðeins vita klukkutíma fyrir lokun á föstudegi, þegar málið er tekið fyrir á mánu- degi." Snorri segist gjarnan vilja fækka í öðrum sendinefndum erlendis, fyrst hægt sé að senda aðeins einn mann á svona stóran fund: „Það hefði ekki átt sér stað ef fundurinn hefði verið um Síldarsmuguna eða Smuguna." Lifum ekki á sjentilmennskunnl einni saman Það sem Snorra fmnst kostuleg- ast er að samkvæmt sínum upplýs- ingum hafi tillagan verið samþykkt mótmælalaust: „Það voru ekki greidd um hana atkvæði, sem þýðir að allar þjóðir hafa 60 daga frest, ef þær vilja mótmæla. En Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, virðist ætla að samþykkja þetta. Það finnst mér óskiljanlegt. Hann segir að ísland hafi lagt til að tek- inn yrði upp kvóti, en sóknarstýring hafi orðið fyrir valinu, sem hann telji ekki fullnægjandi sjálfur, en samt ætlar hann ekki að gera neitt. Málið snýst ekki um hagsmuni Kanada sem strandríkis Hjá minni útgerð lifum við ekki á sjentilmennskunni einni saman. Við þurfum aura líka, og þeirra þurfum við að afla með einhverju móti. Samþykktin hefur í för með sér dauðadóm fyrir mig og mína líka. Það mun koma til uppsagna sjómanna svo tugum skiptir. Við töldum okkur hafa a.m.k. tvö ár til að safna veiðireynslu í Flæmska hattinum, en núna verða það aðeins tveir mánuðir. Nú getum við aðeins veitt í tvo mánuði á næsta ári, en bjuggumst við að geta veitt allt árið. Ef á að senda einn mann undir- búningslaust á svona fundi getum við alveg eins látið borðfána fylgja með þar sem stendur: við samþykkj- um allt sem þið segið." Eitt finnst Snorra stórkostlegt bíó í þessu máli:,, Það var ekki ver- ið að þjóna hagsmunum Kanada sem strandríkis, heldur kemur til- lagan frá Danmörku fyrir Færeyjar og Grænland, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Noregi. Þetta eru þau ríki sem hafa trúlega mesta veiði- reynslu. Þau eru að reyna að bjarga sínum hag, en ekki Kanadamanna, sem hafa tiltölulega litla veiði- reynslu á þessum slóðum. Þarna eru góðir vinir okkar að svína á okkur og beinlínis útiloka okkur eins og hægt er frá veiðum þarna." Að sögn Snorra komu tíðindin svo flatt upp á hann að daginn áður en hann heyrði tíðindin í sjón- varpinu hafði hann staðfest kaup á tækjabúnaði í skipið upp tuttugu milljónir: „Skipstjórinn á Klöru Sveinsdóttur, sem líka var keypt í því skyni að veiða á þessum mið- um, var alveg jafn undrandi. Auk þess veit ég að formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis og fleiri þingmenn heyrðu tíðindin fyrst í sjónvarpinu." Noregur ekki undirritað Hafrettarsáttmálann Snorri segist ekki vita til að Noregur sé búinn að undirrita Ha- fréttarsáttmálann: „Ef þeir ætla að geta treyst á eitthvað af þessari ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York, væri kannski eðlilegra að þeir byrjuðu á að skrifa undir Hafréttarsáttmálann, því sam- þykktirnar eru að veruiegu leyti byggðar honum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.