Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 B ;3 FISKVEIÐAR Sviss er þekktara fyrir annað en fískveiðar. Þar hafaþó277Svisslend- ingar fiskveiðar að aðal- starfí. Anna Bjarna- dóttir brá sér í róður á Ztirich-vatn með einum þeirra. Svissnesku kant- ónurnar eiga fískinn í svissneskum vötnum. Það er þeirra að sjá til að hann lifí og dafniog rétt sé staðið að veiðum. Það veiddist illa síðast- liðin tvö ár, 1.548 tonn árið 1994 og 1.832 árið þar á undan en fyrir tíu árum veiddust samtals 3.200 tonn af vatnafísk- um í Sviss. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir ÞAÐ ÞARF að vi^ja hvítfisknetanna fyrir allar aldir af því fiskur- inn þolir ekki mikinn hita. Á egliveiðum með Urs Baumler á Zíirich-vatni Verður að finna á sér hvar fiskurinn leynist + FISKVEIÐAR eru aðalstarf 277 Svisslendinga. Það er of langt fyrir þá að sækja sjóinn svo 'að þeir láta sér nægja að renna fyrir fisk í sviss- neskum ám og vötnum. Urs Bauml- er er einn þeirra. Hann er að verða sextugur og hefur haft áhuga á fiskveiðum allt frá barnsaldri. Draumur- inn um að verða at- vinnuveiðimaður rætt- ist fyrir þremur árum þegar hann fékk eitt af 12 atvinnuveiðileyf- um í Ziirfch-vatni, varð sér úti um bát og bryggju og breytti bíl- skúrnum heima hjá sér í fiskverkunarher- bergi. Svissnesku kantónurnar eiga fiskinn í svissneskum vötnum. Það er þeirra að sjá til að hann lifi og dafni og rétt sé staðið að veiðum. Það veiddist illa síðastliðin tvö ár, 1.548 tonn árið 1994 og 1.832 árið þar á undan en fyrir tíu árum veidd- ust samtals 3.200 tonn af vatnafisk- um í Sviss. Morandl af egll Kantónurnar setja sínar veiði- reglur sjálfar og þær eru jafn mis- jafnar og kantónurnar eru margar. Veiðimálastjórinn í Ziirich þykir sérstaklega strangur og fylgist vel með. „Fiskar voru ekki skapaðir til að veiðimenn gætu veitt þá," sagði hann. Hann hefur yfirumsjón með fiskum í 8.136 hekturum af ám og vötnum. Þar voru samtals 164 tonn veidd veiðiárið 1993/1994. Felchen, hvítfiskur af laxaætt, veiddist best eða 35 tonn. Það veiddist næst mest, 32 tonn, af flussbarsch. Það er vatnafiskur sem er kallaður egli í Sviss og nýtur gífurlegra vin- sælda. Veiðimenn í Norður-Þýska- landi og Hollandi selja sinn egli til Sviss þegar þeir fá yfir 50 kg. Þeir fá gott verð fyrir hann þar, eftir- spurnin eftir egli er hvergi meiri en í Sviss. Ziirich-vatnið er nú morandi af egli. Hann er ránfískur og étur eig- in smáfiska og annarra. Það er þvi slæmt fyrir alla fiskstofna þegar eglistofninn verður of stór. Egli nær um 18 til 22ja cm lengd á þremur árum. Yfirleitt. má ekki veiða smærri en 18 cm fiska með 28 mm netum. En veiðimálastjóri hefur nú EGLI, vinsælasti fiskurinn í Sviss. sett nýjar reglur. Það má veiða 15 cm langa fiska með 24 mm netum fram í marslok. Verður að flnna hvar fiskurinn leynlst Svissneska netagerðin, sem er við Bodensee, átti ekki svona fín net á lager svo að það tók veiði- mennina við Ziirich-vatn nokkrar vikur að fá ný net til að leggja fyr- ir egli. Baumler fékk sannarlega færri egli en hann hafði vonað þeg- ar blaðamaður fór út með honum að vitja um netin. Hann leggur þau um kvöldmatarleytið og athugar hvað hann hefur fengið í bítið morg- uninn eftir. Bryggjan hans leynist inn á milli verksmiðju- og skrif- stofubyggingar í bænum Kiisnacht um 5 km frá Ziirich. Úti fyrir hvíla seglbátar við akkeri. Báturinn er gamall, sjaldgæfur Ziirich-fiskibát- ur. Báumler er með annan bát inni í Zurich og notar hann fyrir netin sem hann leggur þar. Netin leggur hann eftir tilfinningu: „Maður verð- ur að finna á sér hvar fiskurinn leynist," sagði hann og snerti nef- broddinn á sér með löngutöng. At- vinnuveiðimennirnir við Ziirich- vatn hafa skipt vatninu, 6.001 ha, í mesta bróðerni á milli sín. Sport- veiðimennirnir eru þeirra sameigin- legi óvinur. Þeir geta verið að veið- um allan daginn og mega veiða allt upp í 50 egli á dag. Atvinnu- veiðimönnunum líkar það ekki og gruna þá um að selja aflann á svört- um. Báumler er samtals með átta net. Hann sækir fyrst hvítfisksnet- in. Hvítfiskurinn er við- kvæmur og verður að komast í hús áður en það verður of hlýtt. Sólin kemur upp þegar hann er að draga inn þriðja netið yfir rúllu sem hann hefur útbúið sjálfur. Veiðin er ágæt. Hann leggur hvítfisk- inn á ís en konan hans hreinsar úr honum heima í bílskúr á meðan hann vitjar netanna inni í Zúrich. Þar var líka minna um egli en hann hafði vonað. „Þeir synda yfir netin," sagði hann. Lítið fiskbragð Egli er með hvassa ugga og auð- velt að skera sig á þeim. Það getur verið erfitt að ná honum úr netinu. En hann er með lítil og lin bein og þess vegna auðvelt að borða hann. Það er lítið fiskbragð af honum og hann er ekki síst þess vegna vin- sæll. Flökin af honum eru best létt- steikt í smjöri en þau eru líka vin- sæl djúpsteikt. Það er einnig hægt að djúpsteikja hann í heilu lagi og borða hann þannig. Svissneskir atvinnuveiðimenn vinna sinn fisk og selja hann sjálf- ir. Baumler flakar aflann síðdegis og selur hann á hótel í nágrenninu eða viðskiptavinum sem koma heim til hans og kaupa beint af honum. Kíló af egli kostar 50 franka, 2.750 ísl. kr. og af hvítfiskflökum 30 franka, 1.650 ísl. kr. Veiðimennirn- ir geta unað sínum hag vel þegar aflinn er góður en þeir geta átt erfitt uppdráttar þegar illa veiðist. Þeir eru sjálfstæðir og fá enga hjálp frá hinu opinbera. Flestir hafa alist upp í veiðimannafjölskyldum en aðrir sækja í þetta starf af hreinum áhuga og þörfinni af að vera sjálfs síns herra. Þeir þurfa að vera í læri hjá veiðimanni í tvö ár og sækja tíma í fískiskóla í Þýskalandi áður en þeir fá atvinnuveiðileyfí. Fræðslan forðar mönnum frá slysum 870 sjómenn á skólabekk SVFÍ ÞAÐ HEFUR verið sett í lög að til þess að fá lögskráningu á skiþ- um um áramótin verði sjómenn að hafa lokið grunnöryggisfræðsíu námskeiðum. Um áramótýi 1996-97 verða svo allir sjómenn að hafa lokið þessum námskeiðum. Hilm- ar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, er ánægður méð þessa lagabreytingu, en telur þó að ýmsu sé ábótavant varðandi enduj-- menntun sjómanna. Verið náði tali af Hilmari Snorrasyni skólastjóra þar sem hann var að kenna á námskeiði fyrir Verkmenntaskólann á Akur- eyri og sjómenn á skipum við Eyjafjörð. Hversu margir hafa sótt nám- eru menn sem auðvitað hafa mjöig skeið.á þessu ári? sterkar skoðanir á björgunar- ög „Það sem af er árinu hafa um öryggismálum um borð í skipum. 870 manns sótt námskeið. Það er meira en tíðkast hefur undanfarin ár. Hluti af skýringunni er að nú fer að styttast í að menn verði að hafa lokið námskeiðum til að öðlast lögskráningu. Námskeið forsenda lögskránlngar - Núna um áramótin er sú krafa í lögskráningariögum sjómanna að allir skipstjórnarmenn verði að hafa lokið grunnöryggisfræðslunám- skeiðum til að fá lögskráningu og um áramótin 1996-97 er þessi krafa gerð til allra sjómanna." Er þetta ekki jákvæð þróun? „Vissulega er það besta mál að tryggja að allir fái öryggisfræðslu. Aftur á móti finnst mér að það sama eigi að gilda um endurmennt- un. Öryggisfræðsla er ekki eitthvað sem þú lærir bara einu sinni, held- ur þarftu stöðugt að viðhalda henni. Það er nú svo að skipstjórnar- og vélstjórnarmenn verða að end- urnýja réttindaskírteini sín á fímm ára fresti og mín skoðun er sú að . samskonar krafa eigi að vera uppi varðandi öryggisfræðslunámskeið fyrir alla sjómenn." I hverju felast námskeiðin? „Þau felast í fræðslu um björgunar- og öryggisbúnað skipa, jafnframt því sem fyrirbyggjandi þátturinn er allsráðandi hjá okkur. Einnig er á námskeiðunum endur- lífgun og viðbrögð við ofkælingu, sem ekki eru beint öryggismál skipa, heldur varða líf og heilsu sjómanna. Nokkrar tegundir námskelða Við erum með nokkrar tegundir af námskeiðum til þess að mæta bæði þörfum og kröfum sjómanna, sem og annarra sem vinna við sjó og vötn. Við erum til dæmis með sérstök námskeið fyrir smábátasjó- menn, námskeið um öryggi hafna, eldvarnarnámskeið, leiðbeinenda- námskeið, námskeið í meðferð slas- aðra og lyfjakistu skipa, og ýmis önnur sérnámskeið." Hversu löng eru námskeiðin og gera þau miklar kröfur til þátttak- enda? „Lengstu námskeiðin hjá okkur spanna fimm daga og svo fara þau alveg niður í tvo daga, til dæmis sérnámskeið og smábátanámskeið. Þau felast í bóklegri og verklegri fræðslu. Það er mismunandi eftir námskeiðum hver hlutföllin eru. Á grunnnámskeiðunum er námið að mestu bóklegt, en á sérnámskeið- unum er það meira verklegt." Hvemig er að kenna sjómönn- um? „Það er mjög skemmtilegt. Þetta Kennslan er oft æði lífleg hjá oklf- ur, þar sem að menn koma hér af miklum eldmóði og áhuginn er mjög mikill. Oftar en ekki skapaét fjörugar umræður og andinn er alltaf léttur." Þekkið þið einhver borðleggjandi dæmi um að námið hafi nýst sjó- mönnum? „Já, við höfum ótal borðleggj- andi dæmi. Svo er hitt sem við fréttum miklu minna af, þar sem sú fræðsla sem menn hafa fengið hér, hefur forðað mönnum frá slys- um og óhöppum. Ég er ekkií nokkrum vafa um það, og við höf- um heyrt það við skólann, að marg- ir þakka þeirri kennslu sem þeir hafa fengið hér að þeir geti ennþá stundað sjómennsku." Er nokkuð að frétta úr starfi skólans? Námskelð fyrir skipstjórnarmenn „Já, ég vil vekja athygli á nám- skeiðum í meðferð slasaðra og lyfjakistu, sem rúmlega sjötiu skip- stjórnarmenn hafa sótt til þessa. Þau eru haldin til að mæta þörfum skipstjórnarmanna á endurmennt- un á því sem þeir lærðu í Stýri- mannaskólanum. Læknar úr þyrlu- deild landhelgisgæslunnar kenna á námskeiðunum, þannig að þarna fá skipstjórnarmenn fræðslu frá þeim mönnum sem þeir munu hafa beint samstarf við ef eitthvað bját- ar á. Þá bjóðum við skipstjórnarmönn- um upp á námskeið í desember til að aðstoða þá við neyðarráðstafan- ir og skipulagningar um borð, ásamt því að halda æfingar. Ástæðan er sú að við höfum orðið varir við þörf skipstjórnarmanna á aðstoð við að koma skipulagi á öryggismálin. Einnig erum við að undirbúa námskeið í meðferð „maður fyrir borð-báta". Það er mjög aðkallandi að menn kunni skil á notkun þess- ara báta, þar sem þeir eru notaðir þegar menn falla fyrir borð og jafn- framt mikið við að ferja menn milli skipa á hafi úti. Við reynum alltaf að mæta þeim þörfum sem fyrir hendi eru, svo að sem mest öryggi verði tryggt um borð í hverju skipi. En eitt verð- ur þó að hafa í huga að þrátt fyrir að sjómenn komi á námskeið þá byggjast öryggismálin alltaf á þeirra aðgerðum um borð og þeirri þekkingu sem þeir viðhalda eftir námskeiðin hjá sjálfum sér ög áhöfninni með æfingum. Þeir ¥á ekki öryggisstimpil sem þeir geta veifað og haldið að ekkert kofni fyrir bara af því að þeir fóru1 á námskeið." Ráðstefna um stöðu skipstj órnarmenntunaf RÁÐSTEFNA um stöðu skip- stjórnarmenntunar á vegum Far- manna- og fiskimannasambands Islands verður haldin næstkom- andi laugardag að Borgartúni 18. Á meðal dagskrárliða verður nefndarálit um endurskoðun skip- stjórnarnáms á Dalvík, skipstjórn- armenntun í ljósi þarf ar fiskiskipa- útgerða og kaupskipaútgerða, stefna hins opinbera í menntun skipstjórnarmanna og samanburð- ur á menntun skipstjórnarmanna á íslandi og í nágrannaríkjunum. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.