Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER1995 B 5 Alvarlegur aflabrestur á yfirstaðinni humarvertíð Það olli vonbrigðum að aðeins 1000 tonn veidd- ust á yfirstaðinni humar- vertíð, en veiðar voru heimilar á 2200 tonnum. Pétur Blöndal ræddi við útgerðarmenn, sölu- fyrirtæki og Hafrann- sóknastofnunina. „HUMARVERTÍÐIN var mjög slæm hjá okkur," segir Ágúst Sigurðsson, framleiðslustjóri Borgeyjar hf á Höfn • í Hornafirði. Hann segir að alls hafi veiðst um 72 tonn af humri. Ágúst segist ekki geta gert sér grein fyrir hvað hafi haft úrslita- áhrif varðandi dræma veiði á humri. Hann segist þó gera ráð fyrir að það hafi verið samspil margra þátta. „Það má gera ráð fyrir að nokkur tonn hafi tapast vegna verkfallsins. Þá hafa menn talað um að það hafí haft slæm áhrif á veiðina þegar sjáv- arútvegsráðherra seinkaði vertíðinni um viku, því besti tíminn til humar- veiði sé þegar svifþörungagróður sé mikill, sem sé fyrstu vikurnar í maí." Ágúst nefnir líka að óvenju mikið af þorski hafi verið á miðunum fyr- ir austan, sem geti ef til vill haft áhrif á afkomu humarsins: „Það aflaðist minna af fiski með humrin- um fyrir sunnan, enda var veiðin betri þar." Hann segir að sjálfsagt komi ofveiði inn í þetta líka, en humar sé þó þannig tegund að hún sé ekki veidd í torfum. Ofveiðar taki því langan tíma. Hljóta að leita annað Að sögn Ágústs hefur aflabrest- urinn komið illa við fyrirtækið, hvað varðar skuldbindingar erlendis: „Við gátum ekki staðið við neina samn- inga, nema að litlu leyti, þannig að ég býst við að okkar seljendur á humri erlendis séu mjög sárir. Þeir hljóta að leita annað næst til að fylla þetta tómarúm á markaðnum, ef það er hægt." Hann segir að það hafi ekki haft góð áhrif á afkomu fyrirtækisins að tapa humarvertíðinni. Málin hafi þó þróast þannig að meiri áhersla hafi þá verið lögð á aðrar tegundir í staðinn, þ.e. frystan kola og salt- aðan ufsa og þorsk. Þetta eigi sér- staklega við um söltunina. „Menn ráða ekkert við náttúruna, en það er vonandi að veiðin verði í lagi á næsta ári," segir Ágúst. „Það hefur áður komið fyrir að veiðin hafi verið dræm, og þá veiddist ágætlega árið eftir." Þetta gekk vonum framar „Humarvertíðin gekk nú bara vonum framar," segir Hjörleifur Brynjólfs- son, framkvæmdastjóri Humar- vinnslunnar í Þorlákshöfn. „Ef miðað er við þessar þrjár vikur sem fóru í verkfallið og leiðinlegt tíðarfar seinnipart sumars er maður ekkert ósáttur. Unnið magn frá okkur varv aðeins 10 prósent minna en í fyrra. Menn ráða ekki við náttúruna Það voru reyndar tveir bátar í viðbót sem lögðu upp hjá okkur, þannig að það var minni afli á hvern bát." Hjörleifur telur að engar áhyggj- ur þurfi að hafa af því að um of- veiði sé að ræða. Hann kennir að- stæðum í sjónum frekar um, enda hafi sjórinn verið mjög kaldur í sum- ar. „Það er búið að stýra þessum veiðum svo lengi, að það væri afar einkennilegt ef stofninn færi að hrynja allt í einu núna." Hjá Humarvinnslunni komu 55 tonn í halaígildum á land eða 180 tonn. í fyrra veiddust 60 tonn í halaígildum. „Við stefndum að því að ná meiri afla, af því að skipum hafði fjölgað, en viðskiptavinir okk- ar hafa sýnt þessu máli skilning. Við lögðum okkur alla fram til að standa við gerða samninga, vertíðin var lengd um hálfan mánuð, en allt kom fyrir ekki. Það var einfaldlega ekki hægt að gera betur." 55% samdráttur í útf lutningi „Þetta hefur komið mjög illa við okkur. Það má segja að samdráttur í magni sé um 55 prósent, en í út- flutningsverðmætum eru það tæpar 200 milljónir," segir Aðalsteinn Gottskálksson, framkvæmdastjóri framleiðslu- og þjónustusviðs hjá íslenskum sjávarafurðum hf. „Hornafjörður, sem virðist hafa komið verst út úr þessu, er einn af okkar aðalframleiðendum, eins og Vestmannaeyjar, þar sem áraði líka illa. Við höfum hins vegar reynt að halda okkar viðskiptamönnum upp- lýstum um stöðu mála og ég held - að þeir muni sýna því skilning að þetta var eitthvað sem við réðum ekki við. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en við göngum til samninga á næstu vertíð." Að sögn Aðalsteins hefur þetta haft þau áhrif að verð hafi í öllum tilfellum verið betri en í fyrra, þrátt fyrir til dæmis gengislækkun doll- ars: „íslendingar eru samt ekki einu frambjóðendur á humri, þannig að aðrir hafa getað fyllt í skarðið." Hann segir að fyrirtækið hafí verið búið að gera töluvert af fyrir- fram samningum sem það hafi ekki getað staðið við: En nú vonum við að sagan endurtaki sig ekki og þrátt fyrir kvótaskerðingu getum við þjónað viðskiptavinum okkar betur á næsta ári." Á sama tíma og samdráttur var í humarútflutningi hjá íslenskum sjávarafurðum var aukning á öðrum sviðum, þannig að í heildina er fyrir- tækið því með aukningu í útflutn- ingi. „Þetta bitnar því líklega verst á útgerðunum sjálfum," segir Aðal- steinn. „Við fórum mjög varlega af stað í upphafi vertíðar með samningagerð, mikið tii vegna yfirvofandi verkfalls sjómanna og óvissu vegna þess," segir Elísabet Hjaltadöttir, mark- aðsstjóri skelfískdeildar Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna. „Við náðum því að standa að mestu leyti við alla þá samninga sem við gerðum cg fórum ekki illa út úr þessu. Það var þó slæmt að magnið var jafn lítið og raun ber vitni, því við hefðum viljað sinna kaupendum okkar mun betur." Elísabet segir að þótt framboð íslendinga á humri hafi minnkað, hafí það haft hverfandi áhrif á verð- myndunina. Til þess séu íslendingar ekki nógu stórir á markaðinum. Hún segist ekki halda að markað- ir hafi tapast vegna minna framboðs en áður: „Það er ekki fyrirsjá- anlegt. Okkur fyrirgefst ein slæm vertíð, en ef humarskorturinn verð- ur viðvarandi er hætta á því. Sölum- iðstöðin hefur náð sterkri stöðu á markaðinum og skapað sér sess sem útflytjandi hágæðavöru. Það hjálpar mikið þegar tímabundið vandamál kemur upp á að hafa þannig sér- stöðu á markaðinum." Margar tilgátur um af hverju af labresturinn stafi „Við þurfum að koma með ráðgjöf ár fram í tímann," segir Sólmundur Einarsson fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknastofnuninni. „Aðstæður voru þannig að eftir að við fórum í humarleiðangurinn í vor lögðum við fram tillögu um lægri bráða- birgðaheimildir fyrir næsta ár eða 1500 tonn og fór Sjávarútvegsráðu- neytið eftir þeim tillögum." Þegar fjallað er um aflabrest í sumar segir Sólmundur að það verði að taka tvennt með í reikninginn: „í fyrsta lagi hófust veiðarnar viku seinna en venjulega vegna þess að skólum var ekki lokið og gefa átti skólafólki færi á að komast á vinnu- markaðinn. Síðan skall á verkfall tíu dögum eftir að veiðar hófust sem stóð yfir í þrjár vikur. Þar með var besti veiðitíminn á austursvæðunum liðinn, því venjulega veiða þeir þar allt að helming af humarkvótanum fyrir sjómannadag. Það má segja að þessi tvö atriði hafi verið af mannavöldum." En fleira virðist vera að: „Við fengum minni afla en undanfarin ár á árlegri yfirreið okkar og það gefur til kynna að eitthvað sé að. Það var ástæðan fyrir því að við töldum rétt að leggja fram tillögu um lægri bráðabirgðaveiðiheimild en verið hafði. Við vitum ekki hverj- ar orsakirnar eru, en tilgáturnar RÆKJUBATAR [ 1 1 í Mata FENGSÆLL GK062 MÁNIGK 257 tuaro 56 Afll 3 " Flaaur O " »1*« 1 Londunarat. Grindavík 72 3 0 1 Grindavík ÓLAFUR OK 33 51 6 0 1 Grindovík GUÐFINNUR KE 19 30 179 3 0 1 Sandgerði ERLINQ KB 140 5 0 1 Koftovík 1 [ í L [ GEIRFUGL GK 66 HRINGVR GK 18 148 151 2 2 2 Koflav.k 1 8 4 Hafnarfjöröur HAMAR SH 224 OARBAft IISH IS4 235 4 b 2 Rif 142 7 1 2 úhl'.wii. FANNEY SH 24 GRUNOFIRÐINGURSHlZ 103 103 5 1" 1 0 1 1 2 Grundarfjörður Grundarfjöröur j SÖLÉÝSHÍ24 KRISTINN FRIBRIKSSON SH 3 144 8 2 Grundarfjöröur 104 * t 1 Stykkishólmur j SVANUR SHI1I 138 6 2 1 ~ 1 Stykkishólmur HAFBERGGK377 189 25 0 Bolungarvík HEIÐRÚNIS 4 294 348 391 297 32 O 1 Boíungarvik [ WmWN !'; ;>.'. 37 22 0 1 Botungarvttí j ! SÚLAN EA 300 VINURlSS 0 0 1 • 1 Botungarvík Bolungarvfíc J i í VIKURBERG GK 1 328 266 37 17 0 1 BolungarvEk BERGURVE44 0 t Isafjöröúr SIGHVATUR BJARNASON VE 81 STURLA GK 12 370 30 0 1 Isafjörður 297 26 0 1 ísafjörður SÆFELL IS 820 162 11 0 1 Isafjöröur \ ÓSKAR HALLÐÓRSSON RE 157 241 19' t2 2 ísafiörður { HAFFARIIS 430 K0FRHS41 227 301 36 30 0 0 1 1 Súöavik SúSavík JÖFURIS 172 2Ú4 44 0 1 Hvainmstanyi RÆKJUBATAR Nafn 'SieORBÖRGVÉiíí LÓMUR HFI77 SIGRÓRÞH IOO HAFÖRN SK 17 JÖKULLSKS3 ptatr* 220 GUBMUNDUR ÓLAFUR ÓF ~9~i ' ! ARNÞðR'EAje____'' "'hÁFÖRNÉÁ 955......................~ [ HAUOÓR JÓNSSON SH 2í? 'naústavIkea 151...... [ 'OTVREA (62 STBfXnROGNVALDS. EA345 | STOKKSNES-EA 410 ' sv'anurea "i'4...... SMÞÓR EA frJI ". ___ SÓLRÚNEÁ351....... [ VI0IRTRAUSTIEA5Í7 'ÍÓRBUR JÓNASSON EA350 " ; SIÖFNÞH14S ÁLDEÝÞHUO' I BJÖRG JÓNSOÚTTIR II ÞH 320 KRISTBJÖRG ÞH 44 GÉSTURSU15S JON KJARTANSSON SU 111 ( ÞÓRIRSF77 BRIMIRSU383 Flakur| LoiMjunarst. Hyammatongi Skagaströnd Skagosltöiid ^auðárkrókur Stiiiðjrkrqkur Ólafsfjörður Oaivik Oalvík Oalvik Dalvík Dalvik Dalvik Dalvik Dalvík Oalvik Dalvik Dalvik Akureyri Granivik Húsavik Húsavík Húsavík Eskifíörður Eskífjörður Eskifjörður Ojúpivogur hafa verið margar. Við héldum meðal annars fund með humarveiðimönnum í Vest- mannaeyjum og á Höfn í Horna- firði. Þá kom í ljós að Vestmannaey- ingartelja að aflabresturinn sé vegna breytinga á umhverfisaðstæðum, en Hornfirðingar sögðu að of mikilli veiði og of mikilli sókn mætti alfarið kenna um. Þeir vildu meina að það þyrfti að svæðisbinda veiðarnar, til þess að koma í veg fyrir of mikla sókn á einstaka svæðum. En það hefur eitthvað komið fyr- ir, ef til vill margir samverkandi þættir. Nefndir hafa verið þættir eins og veiðitilhögun, léleg nýliðun og of mikil sókn, röskun vegna veið- arfæra og stöðug áreitni, ásamt breytingum á umhverfisþáttum og afráni. Við getum einfaldlega ekki bent á neitt ákveðið í þessum efn- um, en gerum ráð fyrir að kanna öll tiltæk gögn með þessi atriði í huga þegar endanleg tillaga um aflamark verður lögð fram." RAÐSTEFNA UM ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA föstudaginn 29. september Sjómenn, útgerðarmenn og áhugamenn um öryggismál sjómanna! Ráðstefna um öryggismál sjómanna verður haldin í Borgartúni 6 föstudaginn 29. september nk. kl. 09.00 RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Islands. FUNDARRITARI: Harald Holsvik, loftskeytamaður, Pósts og síma. DAGSKRÁ: 0830-0900 SKRÁNING ÞÁTTTAKENDA. 0900 SETNING RÁÐSTEFNU: Ragnhildur Hjalladóttir skrifstofustjóri samgönguráðuneytinu. 0905 ÁVARP SAMGÖNGURÁÐHERRA Halldórs Blöndal. 0915 ÖRYGGI SMÁBÁTA a) Réttindamál: Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum b) Þekking sjómanna, reynsla og vélfræðsla: Sigfús Tómasson, sjómaður. c) Slys um borð í smábátum: Erlendur Hákonarson, nemandi í stýimannaskólanum í Reykjavík. d) Hönnun báta stöðugleiki hleðsla: Gunnar Tryggvason, skipaverkfræðingur. 1005 Kaffi 1025 e) Vélbúnaður skipa, öryggi sjómanna: Haukur Óskarsson, kennari, Vélskóla íslands. Umræður - ll35 ÖRYGGISFRÆÐSLA a) Nýliðafræðsla Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnarskóla sjrjmanna. Karel Karelsson, skipstjóri. 1215.1315 Matarhlé 13l5 b) Öryggismál frá sjónarhóli sjómanns: Lúðvík Friðbergsson, sjómaður, nemandi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. c) Vaktstaða um borð í skipum: Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari í Stýrimannakólans í Reykjavík. Umræður 14^° Rannsókn sjóslysa a) Rannsókn sjóslysa: Hvernig er rannsókn sjóslysa framkvæmd í dag? Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, samgönguráðuneyti. b) Forvarnir - slysaskráning: Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir, Borgarspítalanum. c) Upplýsingarkerfi um veður og sjólag fyrir sjófarendur: Gísli Viggósson, forstöðumaður rannsóknadeildar Vita- og hafnarmálastofnunar. 1530 -1550 Kaffihlé. d) Hvernig má fækka slysum til sjós? SigmarGíslason, skipstjóri, Vestmannaeyjum. Umræður 1800 Slit ráðstefnu Skráning þátttakenda í síma 552-5844, hjá Siglingamálastofnun ríkisins og á ráðstcfnustað í Borgartúni 6 frá kl. 08.30 ráðstcfnudag. Þátttökugjald kr. 3.000, ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffí innifalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.