Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 6

Morgunblaðið - 27.09.1995, Side 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MARKAÐURINN MORGUNBLAÐIÐ 'áavTáTTvm70 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja "!f Alls fóru 49,313 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 14,8 tonn á 107,27 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 18,6 tonn á 123,05 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 15,8 tonn á 115,84 kr./kg. Af karfa voru seld alls 9,5 tonn. í Hafnarfirði á 67 kr. (0,41) og á 73,12 kr. (9,11) á Fiskimarkaði Suðurnesja. Af ufsa voru seld alls 34,5 tonn. í Hafnarfirði á 65,53 kr. (21), á Faxagarði á 56 kr. (11) og á 74,12 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (31,51). Af ýsu voru seld 74,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 94,39 kr./kg. Fískverá ytra Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Haukur GK 25 seldi 126,8 tonn á 108,29 kr./kg. Þar af voru 97,8 tonn af karfa á 108,86 kr./kg og 2,1 tonn af ufsa á 104,66 kr./kg. KrAg 180 160 140 120 100 80 60 40 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 182,1 tonn á 129,25 kr./kg. Þaraf voru 16,8 tonn af þorski seld á 117,17 kr./kg. Af ýsu voru seld 62,7 tonn á 119,35 kr./kg, 32,3 tonn af kolaá 173,54 kr./kg og 20,7 tonn af karfa á 79,61 kr. hvert kíló. Góðæri í veiðum og vinnslu á rækju og þokkalegt útlit í síld Heildarfískafli tt x * 1 3 1 / • 1 r i , lendinga á fískveið- Verð a loðnulysmu hatt og iánnu sem íauk 31. mjölverð svipað og í fyrra S sem er nálægt með- altali heildarafla síðustu fjögurra fískveiðiára. En þessar tölur segja ekki alla söguna. Á síðasta ári má segja að sfldveiðar utan lögsögunnar hafí gert það að verkum að samanlagður heildarafli á loðnu og síld var nálægt meðaltali síðustu þrjú fískveiðiár eða 939 þúsund tonn skv. bráðabirgðalög- um Fiskifélags íslands. Aftur á móti var þorskafli í algjöru lágmarki, eða 162 þúsund tonn upp úr sjó, og annar botnfískafli er áætlaður 302 þúsund tonn. Veiðar á rækju og hörpudiski gengu vel en humarafli dróst verulega saman. Heildaraflinn af þessum tegundum var um 81 þúsund tonn á fisk- veiðiárinu. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram í skýrslu formanns Sam- taka fiskvinnslustöðva, Amar Sigur- mundssonar, að aðalfundi SF í lok síðustu viku. Hér á eftir verður birt- ur kafli skýrslunnar um veiðar og vinnslu á skelfiski, síld og loðnu og. markaði fyrir afurðirnar: Rækjuveið- ar gengu vel á árinu 1994 og eins nú í ár. Aflaheimiidir úthafsrækju á síð- asta kvótaári voru samtals 63.000 tonn auk 2.600 tonná sem flutt voru af heimildum fyrra kvótaárs. Afla- heimildir innfjarðaveiða voru um 9.600 tonn. Alls veiddust 72.000 tonn af rækju á árinu 1994 og hefur rækjuveiði við ísland aldrei verið meiri. Aflaheimildir nýhafíns kvóta- árs eru 63.000 tonn af úthafsrækju og 6.200 tonn af innfjarðarækju. Aflaheimildir eru því svipaðar og á síðasta ári. Stærstu framlelðendur skel- flettrar kaldsjávarrækju Framleiðsla skelflettrar rækju var einnig meiri en áður hefur verið. Alls nam útflutningur 21.600_ tonn- um af skelflettri rækju og eru Islend- ingar nú stærstu framleiðendur skel- flettrar kaldsjávarrækju á norður- slóðum með 35-40% heildarfram- leiðslunnar. Rækjuverð náði sögulegu lág- marki í apríl 1994 en hefur hækkað umtalsvert síðan. Telja verður að afurðaverð é. skelflettri rækju sé nú viðunandi. í því sambandi er vert að minna á að það er engu að síður innan við 70% af því sem það komst hæst árið 1986. Þrátt fyrir góða veiði hefur baráttan um hráefnið milli rækjuvinnslu aldrei verið harð- ari. Því miður hefur borið á því að rækjuvinnslur teygi sig lengra, þegar boðið er í hráefni, en afurðaverð gefur forsendur til. Slíkt er að sjálf- sögðu afar óæskilegt og rýrir grein- ina möguleikum til eðlilegra rekstr- arskilyrða. Evrópa Loðnuveiðamar á árinu 1994 gengu þokkalega vel og veiddust um 765 þúsund tonn af loðnu til bræðslu. Á vetrarvertíðinni var aflinn til bræðslu 521 þúsund tonn og á sum- ar- og haustvertíðinni 244 þúsund tonn. Að auki bræddu verksmiðjurn- ar um 100 þúsund tonn af síld á vertíðmni sem stóð fram yfír ára- mót. Á árinu 1994 voru alls fram- leidd um 178 þúsund tonn af mjöli og_94 þúsund tonn af lýsi. í könnun sem SF vann fyrir 12 loðnuverksmiðjur kom í ljós að hagnaður var hjá sex verksmiðjum, en hinar sex voru reknar með halla. Þessar 12 verksmiðjur tóku á móti um 70% af allri loðnu og síld sem fór til bræðslu á síðasta ári. Niður- staðan í þessari afkomukönnun sýndi að verksmiðjurnar voru reknar með 0,7% hagnaði í heild á síðasta ári, sem er heldur lakara en árið á undan. Mikil verðhækkun á lýsi Á vetrarvertíðinni 1995 veiddust 475 þúsund tonn af loðnu til bræðslu og á sumar- og haustvertíðinni, sem hófst 1. júlí sl., hefur verið landað um 87 þúsund tonnum til bræðslu. Engin loðnuveiði hefur verið að und- anförnu og lítið kom út úr nýlegum leitarleiðangri loðnuskipa. Þrátt fyrir lélega byijun í sumar- og haustver- tíðinni gefa upplýsingar fískifræð- inga þokkalegar vonir um framhaldið á næstu misserum. Verð á loðnumjöli er svipað og á síðasta ári. Aftur á móti varð mikil hækkun á lýsi í lok síðasta árs en það hafði verið í lágmarki um mitt síðasta ár. Erfítt er að meta fram- haldið í lýsisverðinu þar sem nær engin framleiðsla er nú í gangi í bræðslunni. Loðnufrysting gekk vel Loðnufrysting og loðnuhrogna- vinnsla gekk mjög vel á síðustu ver- tíð. Þokkalegt verð fékkst fyrir af- urðirnar og hjálpaði hátt gengi yens- ins þar töluvert til. Það er ekkert vafamál að frysting loðnu og loðnu- hrogna hefur skipt sköpum fyrir mörg fiskvinnslufyrirtæki, þó svo að síðasta vertíð hafí ekki gefíð sömu afkomu og á vertíðinni 1994. Á sama hátt skiptir síldarfrysting töluverðu máli fyrir nokkur fyrirtæki og veitir mikla atvinnu meðan hún stendur yfír. Mlklð saltað af síld Á síðustu síldarvertíð var saltað í tæplega 140 þúsund tunnur, sem er um 45% aukning frá vertíðinni á undan, og rúmlega tvöfalt meira en saltað var fyrir tveimur árum. Þá var saltað í rúmlega 61 þúsund tunn- ur. Aukningin er að stórum hluta komin til vegna þess að tekist hefur að komast inn á markaðinn í Rúss- landi á nýjan leik, en sem kunnugt er lögðust viðskiptin við Sovétríkin af eftir hrun þeirra. Með auknu magni hefur afkoman í síldarsöltun- inni einnig batnað, samkvæmt könn- um sem náði til fyrirtækja sem fram- leiddu um 80% þeirrar síldar sem söltuð var á síðustu vertíð. Fiskneysla eykst í ESB MARKAÐUR fyrir fisk í ríkjum Evrópusambandsins, ESB, er nú um sjö milljónir tonna, fimm milljónir af bol- og flatfiski og tvær millj. af skelfiski, en búist er við, að hann verði kominn í 7,7 millj. tonna 1997. Þá er einnig gert ráð fyrir, að fiskframleiðsla ESB-ríkjanna aukist eitthvað dálítið fram til aldamóta vegna betri stöðu sumra fiskstofna og aukins fiskeldis. Markaðsrannsóknir benda til, að fisksala í Þýskalandi verði 10% meiri 1997 en 1992 og verði aukningin mest í skelfiski eða 34%. Meðalfiskneysla á mann í Þýskalandi er nú um 15 kg. Spáð er verulegri aukningu í sölu fisks í brauðdeigi og flakasala og reyktra afurða er einnig talin verða góð. Efgtirspurn eftir fersk- um fiski mun líka aukast samkvæmt þessum spádómum og mun það koma sér vel fyrir fiskeldisstöðvarnar, sem eiga auðveldara með það en fiskiskipin að koma fiski á markað þegar óskað er. Verðbreytingar á helstu vinnsluafurðum 130 120 Mældar / SDR, sept. 1994 = 100 Mjöl og lýsl PllluB rmkja 110 Landfrysl Saltfiskur O N D -199«* Ö F M A M J J Á 1 995 Breytingar á gengi nokkurra gjaldmiðla ECU SDR Ráðstöfun Ráðstöfun botnfiskafla * 1986 - 1995 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 :(vw Sífellt minna óunnið utan RÁÐSTÖFUN botnfiskaflans undanfarin ár hefur markazt töluvert af auknum hlut vinnslu- skipa. Hlutur þeirra var nánast enginn fyrir um 10 árum, en er nú rúmlega 20%. Landanir innan lands hafa aukizt á ný og sé miðað við afla úr eigin lögsögu, afla erlendra skipa og afla ís- Ienzkra skipa utan lögsögu er hlutfallið 71% en 64% afla innan lögsögunnar var landað til vinnslu heima. Útflutningur á óunnum fiski hefur að sama skapi minnkað töluvert. Þegar hann var í hámarki, fóru 18% botnfiskaflans óunnin utan, en fyrstu 7 til 8 mánuði þessa árs, er það hlutfall komið niður í 8%. Af heildarafla vinnsluskipa er um þriðjungur veiddur utan fisk- veiðilögsögunnar. Útflutningur á ísuðum fiski fyrstu 8 mán. árs 30.000 20.000 21.000 24.000 22.000 20.000 12.000 10.000 0.000 0.000 ÚTFLUTNINGUR á óunnum þorski er orðinn hverfandi lítill. Fyrstu átta mánuði þessa árs fór aðeins um 1% af þorskaflanum óunnið utan. Þá hefur nær alveg tekið fyrir útflutning á óunnum ufsa. Utflutningur á óunnum karfa hefur minnkað um fjórð- ung, en minna hefur dregið úr sölu ýsu á erlendum ísfiskmörk- uðum. Innflutningur af fiski til vinnslu hérlendis er nú orðinn þrisvar sinnum meiri en útflutn- ingur á óunninni ýsu og þorski.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.