Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 Sjávarútvegurinn afar mikilvægur innan ESB SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG Vönduð vinnubrögð • SKIPIÐ Hannover liggur við Ægisgarð um þessar mundir, en í bígerð eru umfangsmiklar breytingar á skipinu. Óhætt er að segja að skipið eigi langa sigl- ingu að baki til íslands, en það er gert út í Namibíu af Sea Flow- er Whitefish Corporation og ís- lenskum sjávarafurðum. Hlöðver Haraldsson skipstjóri segir að sá kostur hafi verið tekinn, því hér sé besta reynslan og vinnubrögð- in. „Það er verið að setja nýjar vinnslulínur á millidekkið fyrir lýsingsvinnslu," segir hann. „Það þarf að breyta öllu og selja flæð- ilínur til að skipið geti afkastað 80 tonnum á sólarhring." Hlöðver býst við að viðgerðirn- ar taki fjórar til sex vikur. Hann segir að komið hafi verið með skipið til íslands því hér sé besta reynslan og vönduðustu vinnu- brögðin. Hann segist binda mikl- ar vonir við RSV-sjókælikerfi sem er í skipinu og notað er í móttöku- og geymslukörun vegna þess að yf irborðshiti sjáv- ar við Namibíu sé 16-18 gráður. „Þetta munar því að hægt er að geyma fiskinn mun lengur án þess að of mikill hiti hlaupi í hann. Eg vonast til að hægt verði að geyma hann óskemmdan í tólf til fjórtán tíma. Okkar reynsla er sú að þegar við höfum verið að setja niður fiskinn á togaranum Rex hefur 16-18 gráðu heitur fiskur verið að fara niður í lest eftir eins og hálfs til tveggja tíma geymslu í móttök- unni.“ Hlöðver segist ekki gera sér grein fyrir hvað breytingarnar komi til með að kosta, en hann er ánægður með framkvæmdirn- ar: „Þegar við komum á þessu skipi til Luderits munu sjómenn- Morgunblaðið/Ásdís HLÖÐVER Haraldsson um borð í Hannover. irnir þar sjálfsagt halda að þetta sé fljótandi hótel, því aðbúnaður- inn er svo góður og skipið lítur það vel út. Auk þess séu 90 manns í áhöfn.“ Hann segir að nyölvinnsla sé í skipinu, þannig að enginn úr- gangur fari í sjóinn. „Það sem ég kvíði mest fyrir er að reyna að fylla lestina á þolanlegum tíma, því hún tekur um 900 tonn af flökum. Hann segir að verið sé að bjóða verkið út og það komi væntanlega í ljós í næstu viku hver verði ráðinn til starf- ans. FÓLK Óbreytt stjóm áfram hjá FS • ENGAR breytingar urðu á stjóm Samtaka fiskvinnslu- stöðva á aðalfundi samtak- anna síðastaliðinn föstudag. Kjörtímabili 9 manns var lok- ið, en þeir vora allir endur- kjörnir, en alls sitja 17 manns í stjórninni. Amar Sigur- mundsson var endurkjörinn formaður samtakanna. Stur- laugur Sturlaugsson verður Arnar Signr- mundsson varaformað- ur áfram og Konráð Jakobsson ritari. Auk þeirra sitja í stjóm SF þeir Adólf Guðmunds- son, Björgólfur Jóhanns- son, Einar Oddur Kristjáns- son, Gunnar Tómasson, Kristinn Pétursson,Krist- ján Guðmundsson, Ólafur B. Ólafsson, Pétur Reim- arsson, Róbert Guðfinns- son, Sigurður Viggósson, Einar Svansson, Svanbjörn Stefánsson, Svavar Sva- varsson og Teitur Stefáns- son. Merking eykur söluna HERFERÐ, sem farin hefur verið gegn færeyskum fiski í Bretlandi, hefur hugsanlega haft þveröfug áhrif við.það, sem að var stefnt, en tilgang- urinn með henni var að mót- mæla grindhvaladrápi Færeyinga. Það eru umhverfis- verndarsamtökin Environ- mental Investigation Ag- ency, EIA, sem hrundu henni af stað og fengu strax til liðs við sig þijú fyrirtæki, Safeway, Co-op og Iceland. SH sýnir STÆRSTA matvælasýning í heimi, Anuga, verður haldin í Köln frá 30. sept. til 5. okt. nk. Icelandic Freezing Piants Handels GmbH, sem er dótturfyrirtæki SH í Ham- borg, verður eini íslenski full- trúinn sem sýnir vörur sínar á sýningunni én fyrirtækið hefur verið sýnandi á Anuga síðan 1987. Á Anuga 1993 komu tæp- lega 200.000 gestir og talið er að sýningin nú verði álíka fjölsótt. Alls er gert ráð fyrir því að 6.000 fyrirtæki verði á sýningunni núna frá u.þ.b. 100 löndum og mun sýning- arsvæðið spanna 260.000 fer- metra. Sýningarsvæðinu verður skipt upp eftir vöru- tegundum og verður sú nýj- ung í ár að einn stór sýning- arsalur er fyrir frystar fiskaf- urðir. Af hálfu Icelandic í Ham- Þau hafa ekki færeyskan fisk á boðstólum en Marks & Spencer, Tesco og Sainsbur- y’s ákváðu að láta neytend- um eftir að taka ákvörðun. Þess vegna merktu þau vel allan færeyskan fisk. Talsmenn EIA eru mjög óánægðir með þetta og segja, að fólk átti sig ekki á merk- ingunni og haldi, að með henni sé verið að segja, að færeyskur fískur sé bestur. Merkingin hafi því aukið söl- una en ekki dregið úr henni. á Anuga borg hefur undirbúningur fyrir sýninguna staðið yfir í tvö ár. Fyrirtækið hefur á síðustu árum lagt áherslu á sölu sérunninna flakastykkja fyrir stórnotendur og veit- ingahúsamarkað og byggt upp markaðsáætlun í tengsl- um við vöruflokk sem ber á ensku nafnið „Portion control fish“ en það eru nákvæmlega stærðarflokkuð flakastykki ýmissa fisktegunda. Áætlun- in hefur vakið athygli og fengið jákvæða umfjöllun í ýmsum fagblöðum. Nýlega fór fyrirtækið að kynna vörur frá íslenskt- franskt hf., sem líta má á að sé enn frekari útvíkkun á vöruframboði Icelandic í „Portion control físh“. Á An- uga verða þessar nýjungar kynntar og gestum gefst færi á að smakka á afurðum fyrir- tækisins. Pastaskrúfur með reyktum laxi og þurrkuðum tómötum í HINU tæknlvædda nútímaþjóðfélagi virðist allt snú- ast um hraða og því eiga pasta og aðrir fyótlegir rétt- m ir up? á pallborðið hjá fólki. Þormóður ““**^*® Guðbjartsson, matreiðslumaður á Smiðjunni/Bautánum, leggur lesendum Versins til fiskiuppskrift sem er hvort tveggja í senn fljótleg og kræsileg. í hana þarf: SJÁVARÚTVEGUR vegur ekki þungt í þjóðarfram- leiðslu Evrópusambands- ríkjanna, ESB, en tölur yfír framleiðsluverðmæti segja þó langt í frá alla söguna um mikilvægi hans. Um hálf milljón manna hefur framfæri sitt af því að sækja sjóinn en vinnslan, skipasmíðar og viðhald fimm- falda síðan þá tölu. Þá ber líka þess að geta, að á sumum svæðum, einkum þeim afskekktari, er sjávarútvegur aðalatvinnugreinin. ESB-flotinn landar árlega 10% heimsaflans Sjómenn í ESB-ríkjunum landa ár- lega um sjö milljónum tonna af físki, skelfiski og krabbadýrum en það svar- ar til 10% af heimsaflanum. Það má því segja, að ESB sé fjórða mesta fisk- veiðirikið á eftir Japan, Rússlandi og Kína. Danir efstir Rúmlega þrír fjórðu aflans eru tekn- ir í Norður-Evrópu og eru Danir þar fremstir í flokki með um tvær milljón- ir tonna, að stórum hluta bræðslufísk. Næstir koma Spánveijar og Bretar, sem eru miklu stærri en Danir í neyslu- fiski. Mest af þessum fiski fer á mark- að í ESB-ríkjunum en auk þess verður sambandið að flytja inn mikið af físki og verður sá viðskiptajöfnuður æ óhagstæðari með hveiju ári sem líður. Fiskiskipastóll ESB-ríkjanna er gíf- urlega stór, um 100.000 skip og um 200.000 rúmlestir og jókst verulega með inngöngu Spánar og Portúgals í sambandið. Eru flest skipanna smá eins og tölurnar gefa til kynna. Vaxandi fiskeldi Árið 1989 var fiskeldisframleiðsla í ESB 925.000 tonn eða 8% af öllu fiskeldi í heiminum. Bera Asíuríkin höfuð og herðar yfír aðra í því efni með 84% framleiðslunnar. Á þessu ári var fiskeldið mest á Spáni, 265.000 tonnj og því næst í Frakk- landi, 229.000 tonn. Á síðustu árum hefur laxeldið verið að aukast, einkum í Skotlandi, en silungseldið er enn verulega meira. Var það 161.000 tonn 1989 og mest í Frakklandi. Af öðrum eldistegundum má nefna karpa, ál og skelfisk. 400 gr ósoðið pasta 250 gr reyktan lax 8-12 stk. sólþurrkaða tómata í sósuna þarf: 1/2 lítri rjóma 1/4 gráðost 1 msk kjúklingakraft salt pipar aromat Hafður er sá háttur á að sjóða pasta og þegar það er rétt tæplega tilbúið er það kælt og skolað. Hellt er rjóma á heita pönnu og látið sjóða með gráðostin- um. Það er kryddað og pastað látið út í. Reyktur lax er skorinn í þunna strimla, pasta sett á 4 diska og laxinn settur ofan á ásamt tómötunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.