Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JW«0«#M>il> 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER BLAÐ C Skaginn úr leik SKAGAMENN eru fallnir úr Evrópukeppni félagsliða eftir 1:0 sigur á Raith Rovers frá Skot- landi á Skipa- skaga í gær. Skotarnir sigr- uðu 3:1 í fyrri leiknum og komust því áfram á saman- lagðri marka- tölu, 3:2. Leik- menn ÍA sóttu svo til látlaust í gær en vörn Skqta var sterk og ÍA tókst ekki að skora nema einu sinni og geta Skotar þakkað mark- verði sínum, Scott Thomson, að þeir eru enn með í keppninni en hann varði in.jög vel í leikn- um. Hér má sjá Bjarka Gunn- laugsson í bar- áttunni, en hann átti meðal ann- ars mjög fast skot sem rétt snerti þver- slánna, öfugum megin. Kjartan tekur við Keflvíkingum KJARTAN Másson var í gærkvöldi ráðinn þjálf- arí 1. deildarliðs Keflvíkinga. Hanntekur við af Þóri Sigfússyni, sem var með liðið í sumar. „Það yerður gaman að takast á við þetta verk- efni. Ég er búinn að vera í frí frá þjálfun í tvö ár eftir að hafa þjálfað nær óslitið síðan 1974. Nú finnst mér vera kominii timi á að takast á við þjálfarastarfið aftur. Ég þekki vel til hjá Keflavíkurliðinu og veit að hverju ég geng," sagði Kjartan, sem sagði að það væri spennandi timi framundan hjá Keflavík þvi margir ungir og efnilegir strákar væru farnir að banka á dyrnar. Ágúst Gylfason í úrslit í Noregi ÁGÚST Gylfason og félagar í Brann í Noregi eru komnir í úrslit í bikarkeppninni þar í landi. Brann sigraði 4:1 í síðari leiknum gegn Lil- leström, en tapaði þeim fyrri 1:3. Urslitaleikur- inn fer fram 29. október og Brann mætir þar Rosenborg. Patrekur meidd- ist í Rúmeníu PATREKUR Jóhannesson meiddist á æfingu í gærkvöldi, tognaði á lærvöðva. „Ég fann fyrir eymslum fyrr á æfingumú, en svo gerðist þetta allt í einu þegar ég var að skjóta," sagði Patrek- ur, en hann hafði setið á bekk og hvílt sig um stund áður en hann tók umrætt skot. Jakob Gunnarsson, sjúkraþjálfarí landsliðsins, sagði að ekki værí hægt að segja að svo stöddu hvort að Patrekur gæti leikið, en úr því fengist skoríð um hádegið í dag. Einar Gunnar Sigurðsson snéri sig á ökkla á æfingu á sunnudag, en sagði í gærkvöldi, að hann fyndi ekki mikið fyrir meiðslunum, en þá helst í hliðarhreyfingum. Nær sólarhring á ferðalagi LANDSLH) íslands og Rúmeniu fá litla hvöd eftir Evrópuleikinn í kvðld — piltarnir fá að sofa til klukkan hálf tvö i nótt að íslenskum 1 íma, skönunu síðar verður lagt af stað í rútu tíl Búkar- est, þaðan verður flogið tíl London, þar sem hóparnir verða að bíða í átta túna eftír flugi tíl íslands, verða komnir tíl Keflavikurflugvallar skðnunu fyrír miðnættí á morgun og þaðan verð- ur haldið tíl Reykjavíkur. Liðin mætast aftur í Kaplakríka á sunnudagskvðld. i¥ bs rl 9d SigurðurJóns- son á leið til Englands? SIGURÐUR Jónsson, sem átti stórleik með íslandsmeisturum í A gegn Raith Rovers í gær, gæti verið á leið aftur í atvinnu- mennskuna. Hann sagðist hafa frétt af áhuga liða í Eng- , landi, en vildi ekki segja hvaða lið þetta væru. „Eg vil ekki tjá mig um þessi mál á þessu stigi málsins. Þetta skýrist á næstu vikum. Auðvitað hef ég áhuga á að leika erlendis, ég tel mig enn eiga nokkur ár eftir í boltanum. Ég á eitt ár eftir að samningi mínum við ÍA og það gæti alveg eins orð- ið ofan á að ég verði hér áfram og verji titilinn enn eitt árið," sagði Sigurður. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Þjálfarinn í hlutverki leikstjórnanda Jón Kristjánsson, þjálfari íslands- meistara Vals, byrjar sem leik- stjórnandi íslenska landsliðsins gegn því rúmenska í kvöld. Júlíus Jón- asson verður skytta vinstra megin, Olaf- ur Stefánsson hægra megin, Geir Sveinsson á línunni, Gunnar Beinteinsson í vinstra horn- inu, Valdimar Grímsson í því hægra og Guðmundur Hrafnkelsson verður í markinu. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi, Steinþór Guðbjartsson skrifar frá Rúmeniu að leggja ætti áherslu á agaðan sókn- arleik, en öflugur varnarleikur gæfi móguleika á hraðaupphlaupum. „Það verða leikmenn að hafa hugfast." „Til að byrja með verður ekki um að ræða skiptingu manna í vðrn og sókn — byrjað verður að Ieika'fimm einn vörn, eins og gert er ráð fyrir að Rúmenar leiki. Gunnar Beinteins- son verður fremstur í byrjunarliðinu, Jón verður í vinstra horninu, síðan koma Júlíus, Geir, Ólafur og Valdi- mar. Fyrir aftan þá verður Guð- mundur í markinu. A bekknum byrja Bergsteinn Bergsteinsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Einar Gunnar Sigurðsson og Sigurð: ur Sveinsson, en þeir sem hvíla eru Páll Þórólfsson og Róbert SighvatSr son. Ef Patrekur getur ekki leikið mun Páll taka stöðu hans. „Við byrjum svona og sjáum svo til," sagði Þorbjörn eftir æfingu landsliðsins í gærkvöldi. „Við verð- um að byggja á traustum varnarleik og keyra í hraðaupphlaup, því að stuttar sóknir eru veikleiki Rúmena: þeir eru seinir að hlaupa aftur." ¦ Átta „útlendingar" / C3 HESTAR: ÍSLENDINGAR ÓKRÝNDIR KONUNGAR SKEIÐMEISTARAKEPPNINNAR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.