Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 ÚRSLIT MORGUNBLAÐIÐ ÍA - Raith Rovers 1:0 Akranesvöllur, Evrópukeppni félagsliða, síðari leikur í 1. umferð, þriðjudaginn 26. september 1995. Aðstæður: Norðan gola og sól, 8 stiga hiti gott knattspyrnuveður miðað við árstíma. Völlurinn góður. Mark ÍA: Arnar Gunnlaugsson (52.) Gult spjald:Zoran Miljkovic (90.) - fyrir brot. ftonnie Coyle (85.) - fyrir að tefja. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Roelof Luinge frá Hollandi. Hafði mjög góð tök á leiknum. Línuverðir R.J.M. Brekelmans og H.A.S.A. Merks. Áhorfendur: 2.900. Lið í A: Þórður Þórðarson — Pálmi Haralds- son, Zoran Miljkovic, Ólafur Adolfsson, Sig- ursteinn Gíslason — Ólafur Þórðarson, Alex- ander Högnason, Sigurður Jónsson, Harald- ur Ingólfsson (Dejan Stojic (77.) — Bjarki Gunnlaugsson, Arnar Gunnlaugsson. Lið Raith Rovers: Scott Thomson — Ste- ven McAnespie, Shaun Sennis, Ronnie Co- yle, Davie Sinclair — Davie Kirkwood, Ja- son Dair (James Mcnally 88.), Colin Camer- on, Julian Broddle — Steve Crawford (Barry Wilson 77.), Danny Lennon. Evrópukeppni U-16 ára Dublin, íríandi: írland - ísland........................................0:3 ¦Næsti leikur íslands er gegn Norðmönn- um á morgun. UEFA-keppnin Fyrsta umferð, seinni leikir: Prag, Tékklandi: Slavia Prag - Freiburg..........................0:0 9.328. •Slavia vann samanlagt 2:1. Lyon, Frakklandi: Lyon - Farense (Portúg.)......................1:0 Jean-Luc Sassus (48.). 15.000. •Lyon vann samanlagt 2:0. LiIIeström, Noregi: I.illest röm - Bröndby............................0:0 1.090. •Bröndby vann samanlagt 3:0. Liege, Belgía: Standard Liege - Guimaraes (Port.) ....0:0 12.000. •Guimaraes vann samanlagt 3:1. Plovdiv, Búlgaríu: Botev - Sevilla........................................1:1 Roumen Ivanov (69.) — Ramon Monchu (57.). 10.000. •Sevilla vann samanlagt 3:1. Minsk, Hvíta-Rússlandi: Dinamo Minsk - FK Austria..................1:0 Belkevich (90.). 12.000. •Dinamo Minsk vann samanlagt 3:1. Moskva, Rússlandi: Lokomotiv - Bayern MUnchen..............0:5 -Klinsmann 2 (26., 35.), Herzog (39.), Scholl (45.), Strunz (78.). 22.000. •Bayern vann samanlagt 5:1. Róm, ítalíu: AS Roma - Neuchatel (Sviss)................4:0 Abel Baldo (26., 35.), Daniel Fonseca (32.), Rueda (49. - sjálfsm.). 15.000. •Roma vann samanlagt 5:1. Nicosía, Kýpur: Omonia - Lazíó......................................1:2 Panikos Xiourouppas (68.) — Casiraghi Pi- erluigi (15.) Di Vaio Marco (74.). 3.000. •Lazíó vann samanlagt 7:1. Nottingham, Englandi: Nott. Forest - Malmö FF.......................1:0 Bryan Roy (69.). 23.817. •Jafnt var 2:2. Forest komst áfram á marki skoruðu á útivelli. Liverpool, Englandi: Liverpool - Vladikavkaz (Rússl.)..........0:0 35.042. •Liverpool vann samanlagt 2:1. Manchester, Englandi: Man. Utd. - Rotor Volgugrad (Rússl.) ..2:2 Paul Scholes (59.), Peter Schmeichel (89.) — Vladimir Nidergaus (16.), Oleg Veretenn- ikov (24.). 29.274. •Jafnt 2:2. Volgugrad vann á mörkunum skoruðum á útivelli. Leeds, Englandi: Leeds - Mónakó.....................................0:1 - Anderson (23.). 24.501. •Leeds vann samanlagt 3:1. Riga, Lettlandi: RAFRiga-Chisinau(Moldavfu)...........1:2 Modris Zuyev (76.) — Vladislav Gavriluk 2 (5., 25.). 300. •Zimbrau Chisinau vann samanlagt 3:1. Auxerre, Frakklandi: Auxerre - Viking Stavanger.................1:0 Franck Silvestre (48.). 10.000. •Auxerre vann samanlagt 2:1. Eindhoven, Hollandi: PSV Eindhoven - Mypa-47 (Finnl.).......7:1 Ronaldo 4 (15., 45., 73., 83.) Wim Jonk 2 (57., 71.), Peter Hoekstra (66.) - Mauri Keskitalo (16.). 10.800. •PSV vann samanlagt 8:2. Kaiserslautern, Þýskalandi: Kaiserslautem - Bratislava..................3:0 Wegmann 2 (27., 56.), Wollitz (38.). 20.000. •Kaiserslautern vann samanlagt 4:2. Silkeborg, Danmörku: Silkeborg - Sparta Prag.......................1:2 Christian Duus (52.) — Vratislav Lokvenc (21.), Jozef Nemec (51.) - 5.200. •Jafnt 2:2. Sparta Prag vann á mörkum skoruðum á útivelli. Ljubljana, Slóveníu: Olimpija - Roda......................................2:0 Bozgo (37. - vítasp.), Zulic (74. - vítasp.). 2.500. •Roda vann samanlagt 5:2. Mílanó, ítaliu: Inter Mílanó - Lugano (Sviss)...............0:1 Eduardo Carrasco (85.). 10.000. •Lugano vann samanlagt 2:1. Lodz', Póllandi: Widzew - Odessa (Úkraínu)..................1:0 Andrzej Michalczuk (80.) 13.000 ¦Odessa vann 6:5 í vítaspyrnukeppni en fyrri leiknum lauk með 1:0 sigri Úkraínu- manna. Lissabon, Portúgal: Benfica - Lierse (Belgiu).......................2:1 Joao Pinto (24.), Daniel Kenedy Santos (60.) - Nico Vanderckoven (34.) 40.000 ¦Bénfica vann samanlagt 5:2 Barcelona, Spáni: Barcelona - Hapoel (ísrael)..................5:0 Josep Guardiola (12.), Gheorghe Hagi (27.), Toni (51.), LLuis Carreras (61.), Guillermo Amor (65.) 27.000 ¦Barcelona vann samanlagt 12:0. Seville, Spáni: Real Betis - Fenerbahce (Turkey)........2:0 Alexis Trujillo (21. vsp.), Juan Canas (37.) 39.000 ¦Betis vann samanlagt 4:1 Maribor, Sióveníu: Branik - Olympiakos (Grikkl.)..............1:3 ¦Olympiakos vann samanlagt 5:1. Aalst, Belgíu: Aalst - Levski Sofia (Búlgaríu).............1:0 Olivier Lamberg (59.) 7.500 ¦Aalst vann samanlagt 3:1 Lubin, Póllandi: Zaglebie - AC Mílan...............................4:1 Stefanio Eranio (51.) Marco Simone (63.) Zvonimir Boban (86., 90.) - Jaroslaw Krzyz- anowski (73.) 15.000 ¦AC Mílan vann samanlagt 8:1 Körfuknattleikur Breiðabliksstúlkur urðu Reykjanesmeistara í gærkvöldi með því að vinna Keflavík 88:47. Hestar Alþjóðlega skeiðmeistaramótið haldið í Vil- helmsborg í Danmörku 22. til 24. september A-flokkur gæðinga 1. Huginn frá Kjartansstöðum, knapi Sig- urður Matthíasson, ísl., 8,53. 2. Náttar frá Miðfelli, knapi Ragnar Ólafs- son.ísl. 3. Blær frá Minniborg, knapi Hinrik Braga- son, ísl. 4. Bokki frá Akureyri, knapi Sveinn Ragn- arsson, ísl. 5. Kári frá Ási, knapi Charlotte Baunhöj, Danmörku. 6. Galsi frá Skarði, knapi Jóhann G. Jóhann- essqn, Isl. 7. Álmur frá Sauðárkróki, knapi Andreas Trappe, Þýskal. 8. Svaðilfari frá Heager, knapi Dorte Stou- gaard, Danm. 9. Kolskeggur frá Hveragerði, knapi Nina Keskitalo, Svíþj. Skeiðmeistarakeppni 250 metrar 1. Höskuldur Aðalsteinsson Ísl./Brýnir frá Kvíabekk, 13. 2. Hinrik Bragason Ísl./Eitill frá Akureyri, 9. 3. Claas Dutilh Holl./Trausti frá Hall, 8. 4. Lothar Schenzel, Þýskal./Gammur frá Krithóli, 4. Skeið 250 metra 1. Claas Dutilh Holl., á Trausta frá Hall, 22,7 sek. 2. Höskuldur Aðalsteinsson ísl., á Brýni frá Kvíabekk, 23,2 sek. 3. Hinrik Bragason ísl., á Eitli frá Akur- eyri, 23,3 sek. 4. Lothar Schenzel Þýskal., á Gammi frá Krithóli, 23,4 sek. 5. Styrmir Árnason Isl., á Sindra frá Karl- ungen, 23,5 sek. Skeiðmeistarakeppni 150 metrar 1. Jóhann G. Jóhannesson ísl., Ægir frá Störtal, 10. 2. Magnús Benediktsson ísl., Óttar, 8. 3. Magnús Skúlason ísl., Sigla frá Eyrar- bakka, 6. 4. Herbert Ólason ísl., Gagarín, 6. Skeið 150 metrar 1. Magnús Benediktsson ísl.,Óttar, 14,7 sek. 2. Nina Keskitalo Svíþj., Kolskeggur frá Hveragerði, 14,9 sek. 3. Magnús Skúlason ísl., Sigla frá Eyrar- bakka,. 15,2 sek. 4. Jóhann G. Jóhannesson ísl, Ægir frá Störtal, 15,2 sek. 5. Herbert Ólason ísl., Gagarín, 15,4. Gæðingaskeið 1. Hinrik Bragason ísl., Eitill frá Akureyri. 2. Einar Öder Magnússon Isl., Árvakur frá Hofsstöðunx 3. Styrmir Árnason Isl., Nótt frá Hlemmi- skeiði. 4. Ragnar Hinriksson ísl., Djákni frá Efri- Brú. 5. Einar Hermannsson ísl., Torfi frá Hjarð- arhaga. Slaktaumatölt 1. Jóhann G. Jóhannesson ísl., Blesi frá Störtal. 2. Ylva Hagander Svíþj., Mökkur frá Varmalæk. 3. Bjarne Forrand Nor., Sómi frá Forrand. 4. Marion Heib ÞýskaL, Kvika frá Dæli. 5. Piet Hoyos Austurr., Bessi frá Stóra-Hofi. Stigasöfnun 1. Hinrik Bragason IsL, Eitill frá Akureyri. 2. Uli Reber ÞýskaL, Sif frá Hóli. 3. Herbert Ólason ísl., Spútnik frá Hóli. KIVIATTSPYRIUA Ikvöld i_ 20 Handknattleikur Meistarakeppni kvenna: Ásgarður: Stjarnan - Fram... Knattspyrna: Bikarúrslit 2. flokks: Valbjarnarv.: Breiðab. - Valur.. 16.30 ¦Liðin skildu jöfn 2:2 í fyrri úrslita- leiknum og nú á að reyna aftur. Verði jafnt eftir framlengingu verður vítaspyrnukeppni. Þakka Thomson markverði - sagði Jimmy Nicoll, þjálfari Raith Rovers Jimmy Nicoll, þjálfari Raith Ro- vers, var ánægður þegar flautað var til leiksloka. „Það var mikil pressa á okkur í lokin og það má þakka Scott Thomson markverði okkar að við héldum þetta út. Hann átti stórleiki í markinu. Við vorum ákveðnir í að verjast og ætluðum okkur ekki að fá á okkur mark. En eftir að þeir náðu að skora í upphafi síðari hálfleiks var þetta orðið mjög erfitt og tvísýnt. Það gekk vel í fyrri hálfleik, en ég var orðinn ansi hræddur um í síðari hálfleik að þeir næðu að skora eitt í viðbót. Akranesliðið er mjög gott og nú sé ég hvers vegna það hefur ekki tapað á heimavelli." - Telur þú Skagamenn vera með það gott lið að það myndi sóma sér vel í skosku úrvalsdeildinni? „Já, það hugsa ég. Það eru fjórir til fímm leikmenn sem myndu sóma sér vel í skosku deildinni. Leik- mennn liðsins eru tekniskir og leika vel án bolta, mikil hreyfing á leik- mönnum. Sigurður Jónsson var besti leikmaður liðsins og ég vildi hafa hann í mínu liði," sagði Nicoll. Sjaldan haft meira að gera Scott Thomson, markvörður Ra- ith Rovers, var hetja liðsins. „Ég er ánægður með að vera kominn áfram. Þetta var erfiður leikur og ég hef sjaldan haft eins mikið að gera í markinu og í síðari hálfleik. Vörnin stóð sig vel fyrir framan mig og það sem fór í gegn náði ég sem betur fer að verja. En það var erfitt að spila undir þessari miklu pressu og ég hefði ekki viljað sjá boltann öðru sinni í netinu því þá væri Evrópudraumurinn á enda." -Æ Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson LEIKMENN Raith Rovers fagna í leikslok á Akranesl. ARNAR Gunnlaugsson gat fagna síðari hálfleik. Þrátt fyrlr stansla áfram í aðra umferð Evrð Ekki alltaf nóg að i Þolinmæði Raith Rovers bar árangur á Akranesi ÞRÁTT fyrir að hafa knöttinn nær allan leikinn og ráða gangi hans að mestu tókst Skagamönnum ekki að komast í aðra um- ferð Evrópukeppni félagsliða. Skoska liðið Raith Rovers lék af mikilli skynsemi og gætti sín vel á að sækja ekki og voru ávallt fjölmennir ívörninni. Þetta dugði Rovers til að komast áfram, Skagamenn skoruðu eitt mark en það dugði ekki. Síðasta mark- ið sem Skotarnir gerðu á sínum heimavelli, og var algjör óþarfi að fá á sig, sá til þess að Skaginn er úr leik. Rovers komst áfram 3:2 samanlagt. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Skagamenn byrjuðu mun betur og voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik en Skotarnir voru varkárir, héldu fjórum mönn- um í vörninni og auk þess var McAnespie eins og límdur á Arn- ar Gunnlaugsson og fylgdi honum hvert fótmál. Skaga- menn héldu aðdáunarverðri ró og þolinmæði, héldu boltanum langtím- um saman á miðjunni og biðu og biðu. Nokkrum sinnum bar það árangur þó ekki tækist þeim að skora. Þó var of mikið um að sendar væru háar sendingar inn í vítateiginn þar sem Skotarnir réðu ríkjum í há- loftunum. Sérstaklega var Pálmi gjarn á slíkar sendingar. En Skotarn- ir pössuðu sig vel í vörninni og létu ekki glepjast langt út úr henni þó svo Skagamenn væru með boltann á miðjum vallarhelmingi þeirra. 1* Í^Haraldur Ingðlfsson ¦ %Jrtók hornspyrnu frá hægri á 52. minútu. Alexander Högnason skallaði boltann að marki og Arnar Gunnlaugs- son, sem var staðsettur við markteig, fylgdi vel á eftir og skallaði í netið. Ólafur Þórðarson fékk ágætt færi á 5. mínútu en skotið fór í varnar- mann og heimamenn fengu horn- spyrnu og úr henni skallaði Ólafur Adolfsson en boltinn fór í Arnar Gunnlaugsson í markteignum og ekkert varð úr. Alexander Högnason átti gott skot á 11. mínútu frá víta- teig en yfir og mínútu síðar gaf Haraldur góða sendingu fyrir frá vinstri. Arnar kastaði sér fram og skallaði en rétt framhjá stönginni. Mikill hamagangur var á síðustu mínútum hálfleiksins. Fyrst komust Skotar í ágæta sókn sem hófst með hörkuskoti McAnespie af 30 metra færi. Skagamenn sneru vörn í sókn sem endaði með horni og upp úr því skaut Sigurður Jónsson, hitti illa og Alexander fékk boltann skyndilega við fjærstöngina en lagði hann fram- hjá. Pálmi átti síðasta orðið, neglu frá vítateigshorni en í varnarmann og framhjá. Stórskotahrið og eitt mark Eftir markalausan fyrri hálfleik hófu Skagamenn stórskotahríð um leið og flautað var til síðari hálf- leiks. Sigurður Jónsson átti neglu rétt framhjá og á 52. mínútu skoraði Arnar fyrir Skagann og kom markið á besta tíma, eða svo héldu menn. Mikil barátta var í leikmönnum ís- landsmeistaranna en Skotarnir pöss- uðu sig mjög vel í vörninni og létu ekki draga sig fram á völlinn. Haraldur átti gott skot rétt fram- hjá, og tvívegis var bjargað á línu, fyrst frá Sigurði Jónssyni eftir horn- spyrnu og síðan frá Stojic og mark- vörður Rovers varði tvívegis meist- aralega. Fyrst átti Ólafur Þórðarson gott skot sem markvörðurinn rétt náði að koma fingurgómunum í og Sigurður tók aukaspyrnu sem hann varði enn betur. Bjarki Gunnlaugs- son átti síðan þrumuskot sem rétt sleikti þverslánna. Mikil pressa heimamanna síðustu tíu mínúturnar dugði ekki til að skora og þar með var draumur Skagans og íslenskra knattspyrnuáhugamanna, um að ÍA kæmist í aðra umferð, úti. Sigurður Jónsson var besti maður vallarins, tapaði varla návígi og byggði upp flestallar sóknarlotur Skagans. Alexander var einnig sterk- ur en skilaði knettinum ekki nógu vel frá sér. Bjarki vann mjög vel en Arnar fékk lítinn tíma til athafna því McAnespie límdi sig á hann. Vörn ÍA var örugg enda ekki oft sem þeir voru ónáðaðir af mörgum sóknarmönnum gestanna. Haraldur lék vel i síðari hálfleik og Sigursteinn átti fínan leik. Hjá gestunum var Scott Thomson markvörður bestur, mjög öruggur og yfirvegaður. McA- nespie gætti Arnars mjög vel og í hejld lék liðið mjög skynsamlega. Það er oft sagt að þolinmæði sé dyggð og það.átti við í gær, en því miður ekki fyrir Skgagamenn, þeir voru þolinmóðir og biðu eftir að Skot- arnir gæfu færi á sér. Leikmenn Raith Rovers voru líka þolinmóðir, í vörn- inni, og fyrir þá var þolinmæðin dyggð. ¦ í J h si sl h v S v 1 s í I n C s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.