Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 3
—f- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 C 3 KNATTSPYRNA Stutt gaman Morgunblaðið/Kristinn agnað um tíma í gær eftir að hann skoraði eina mark leiksins snemma í anslausa sókn tókst ÍA ekki að skora annað mark og þvi komust Skotarnlr Evrópukeppni félagsliða, en Skagamenn sitja eftir með sárt ennið. ráða ferdinni Schmeichel skoraði, United er úr leik FOLK ¦ RAITH Rovers leikur venjulega í svarbláum búningum en í gær lét Jimmy Nicol þjálfari liðið leika í. hvítum búningum, en það var einu sinni aðallitur félagsins og að sögn skoskra útvarpsmanna var það happalitur. ¦ SKAGAMENN sóttu mjög stíft í gær og þeir fengu fimm horn- spymur í Ieiknum, þrjár í fyrri hálf- leikog tvær i þeim síðari en Skot- arnirfengu eina horspyrnu. ¦ SA leikmaður á vellinum sem var einna mest með boltann, ef Sigurður Jónsson er undanskilin, var markvörður Skotanna, Scott Thomson, en hann tók allar mark- spymur liðsins og þær voru ófáar í gær. ¦ SKIPTA varð um knött á 65. mínútu eftir þrumuskot Bjarka Gunnlaugssonar sem rétt sleikti slánna. Knötturinn sprakk! ¦ DANIR urðu um helgina heims- meistarar í handknattleik U-21 árs kvenna en leikið var í Brasilíu. í öðr sæti varð Rúmenía og Norð- menn í því þriðja. ¦ ÞÓRIR Hergeirsson hand- knattleiksþjálfari hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gjerpen í norsku fyrstu deildinni, en liðið er eitt það sterkasta í Noregi. ¦ ÞÁ þjálfar Örn Ólafsson lið Oppsal í 2. deild karla. MANCHESTER United féll út í Evrópukeppn- inni í gærkvöldi eftir að hafa gert jafntefli við Rotor Volgorgrad, 2:2, á Old Trafford. Fyrri leik liðanna í Rússlandi lauk með markalausu jafntefli og komust Rússarnir áfram á mörkum á útivelli. Danski landsliðsmarkvörðurinn Peter Schmeichel, sem lék í sókninni síðustu fímm mínútur leiksins, gerði jöfnunarmark United og kom þannig í veg fyrir að United tapaði fyrsta heimaleiknum í Evrópukeppni í 39 ár. Rússarnir, sem voru með fimm leikmenn yngri en 21s árs í liði sínu, komust í 2:0 eftir aðeins 24 mínútur með mörkum frá Vladimir Nidergaus og Oleg Veretennikov. United tók á öllu sínu eftir þetta áfall og skall oft hurð nærri hælum við mark Rotor. Tvisvar small knötturinn í marksúlunum og nokkrum sinnum var bjargað á línu. En inn vildi boltinn ekki fyrr en varamaðurinn Paul Scholes kom inn á og minnkaði muninn á 59. mínútu. Undir lok- in var Schmeichel farið að leiðast þófíð og brá sér í sóknina og gerði jöfnunarmarkið með skalla eftir hornspyrnu. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit," sagði Alex Ferguson, þjálfari United eftir leik- inn. „Okkur var refsað rækilega fyrir þessar 20 mínútur sem við lékum illa í fyrri hálfleik. Við náðum að taka leikinn í okkar hendur í síðari hálfleik og vorum óheppnir að komast ekki áfram." Um markið sem Schmeichel gerði sagði hann: „Hann verðskuldaði markið því hann reyndi allt sem hann gat. Hann á eftir að tala um þetta mark sitt næstu mánuði." Bayern Miinchen, sem tapaði fyrri leiknum gegn Lokomotiv 1:01 Moskvu, sýndi sínar bestu hliðar I Munchen í gær og sigraði 5:0. Jiirgen Klinsmann gerði tvö fyrstu mörk Bay- Heppnin ekki með okkur - sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna LOGI Ólafsson, þjálfari Skagamanna, erekki ánægður með að liðið hans skuli hafa fallið úr keppni. „Ég held að við höfum spilað nægilega vel íþessum leiktil aðfara áfram íþessari keppni og því svekkjandi að vera úr leik. Það kom íljós að við töpuðum þessu úti í Skotlandi þar sem við fengum á okk- ur þrjú mörk sem er of mikið. Að vísu voru færi fyrir hendi í þessum leik til að klára þetta og komast áf ram, en heppnin var ekki með okkur." Jónatansson skrífar Logi sagði að þessi slysalegu mörk á útivelli hafi ráðið úr- slitum. „Ég er ekki tilbúinn að kaupa það að við spiluðum vitlausa ^¦¦¦¦¦B taktik á útivelli, það ValurB. er að segja varnar- leik. Eins og ég sagði, þá náðum við að skapa okkur fullt af færum I þessum leik og hefðum átt skilið að komast áfram því þeir voru nánast með allt sitt lið í vörn og komu varla skoti á mark okkar." Fengum f ullt af færum Arnar Gunnlaugsson var í strangri gæslu allan leikinn en náði þó oft að rífa sig lausan og skapa hættu og skoraði eina mark leiksins. „Það var ömurlegt að þurfa að bíta í það súra epli að komast ekki áfram. Við fengum fullt af færum en heppnin var ekki með okkur í dag. Ég var með yfirfrakka á mér allan leikinn en þá losnaði ágætlega um aðra í liðinu. En svona er þetta, við þurftum annað mark - en þeir náðu að halda. Við töpuðum þess- ari rimmu á stuttum leikkafla í Skotlandi." Aldrei verið eins svekktur Sigurður Jónsson var besti leik- maður vallarins á Akranesi. Stjórnaði leik liðsins eins og hon- um einum er lagið. „Ég hef aldrei verið eins svekktur á knattspyrnu- ferlinum og eftir þessa tvo leiki við Raith Rovers. Við lögðum okk- ur allir hundrað prósent fram og fengum mörg færi til að klára þetta, en það vantaði þessa heppni sem oft þarf til." „Við ætluðum okkur áfram og það er sorglegt miðað við þessa miklu vinnu, sem við höfum lagt í þetta, að komast ekki áfram. Þeir áttu ekkert einast skot á markið hjá okkur í öllum leiknum, en við kannski 20 skot. Það var agalegt að geta ekki nýtt færin betur. Ég er enn sannfærðari um það eftir þennan leik að við áttum að komast áfram, við vorum miklu betri en þeir og hefðum haft meira erindi í aðra umferð," sagði Sig- urður. Sorglegt „Það var sorglegt að tapa þessu því við áttum allan Jeikinn frá fyrstu mínútu," sagði Ólafur Þórð- arson, fyrirliði Skagamanna. „Þetta var góður leikur og við getum verið sáttir við það en það er svekkjandi að vera dottnir út. Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi í fyrri hálfleik — vorum ekki nógu mikið inni í boxinu hjá þeim. En það lagaðist í síðari hálfleik og þá bjargaði markvörðurinn þeim. Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að liggja svona í vörn í leiknum úti, heldur spila okkar leik.eins og hér upp á Skaga. Það má segja að við höfum tapað þessu í Skotlandi." Þjóðverjar sækja um HM 2006 RÍKISSTJÓRN Þýskalands hefur ákveðið að styðja um- sókn þýska knattspy rnusani- bandsins, sem ætlar að sækja um að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu 2006. Þjóðverjar hafa einu sinni áður haldið HM — það var 1974, þá urðu Þjóðverjar heimsmeistarar á Ólympíu- leikvanginum í Miinchen, þar sem þeir lögðu Hollendinga að velli, 2:1, í sögufrægum leik. Suarez byrjaði ekki vel hjá Inter SPÁNVERJINN Luisito Su- arez stjórnaði Inter Mílanó gegn Lugano í UEFA-keppn- inni í gærkvöldi — og ekki er hægt að segja að hann hafi byrjað vel. Lugano vann óvænt í Mílanó, 0:1, og komst áfram á samanlagðri markatöku 1:2. Suarez tók við stjórninni tíl að byrja með, þegar Ottavio Bianchi var rekinn á mánudag- inn, eftir slæmt gengi. Lítið hefur komið út úr leik Inter og hafa milh'ónarmennirnir Paul Ince, sem var keyptur frá Manchester United og Brasil- íumaðurinn Roberto Carlos ekki náð sér á strik. Suarez lék með Inter upp úr 1960 sem miðvaUarleikmaður — var einn besti knattspyrnumaður heims. S(jórn félagsins er byrj- uð að leika að nýjum þjálfara og hafa þrír menn verið orðað- ir við Inter — Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Sviss, Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United og Urugu- ay-maðurinn Oscar Tabarez, sem var þjálfari Cagliari sl. keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Atta „útlendingar" með Rúmenum EVRÓPUKEPPNIN í handknattleik hefst með leik Rúmena og íslendinga í Vilcea í Rúmeníu ídag. Doru Simion, þjálfari Rúmen- íu, sagði íviðtali við Morgunblaðið, að hver leikur íriðlinum væri mjög mikilvægur því að öll liðin fjögur, Rúmenía, ísland, Rússland og Pólland, ættu möguleika á því að komast í úrslita- keppnina á Spáni. Steinþór Guðbjartsson skrífar frá Rúmeníu Við-vitum, eins og íslendingar, að sæti í úrslitakeppninni á Spáni getur gefið sæti á Ólympíu- leikunum í Atlanta og heimsmeistara- keppninni í Japan, og því er til mikils að vinna. Hver leik- ur er eins og úrslitaleikur, því að öll liðin standa jafnt að vígi og eiga jafna möguleika á að vera í tveimur efstu sætunum, sem gefur rétt á Spánarför. Þess vegna er hvert mark mikilvægt og hvert mark telur," sagði Simion. Rúmenska liðið dvelur á sama hóteli og íslenski hópurinn. Aðstæð- ur og aðbúnaður eru ekki eins og íslendingar eiga almennt að venj- ast, en Rúmenamir hafa engin for- réttindi fram yfír íslendingana og liðin fara síðan saman til Islands í nótt. Rúmenarnir hafa ekkert verið saman síðan í HM á Islandi og sagði Simion að undirbúningurinn væri alltof lítill, en hópurinn kom saman í fyrradag. „Það er ekki nóg að vera saman í tvo daga fyrir svona mikilvægan leik, en vandamálið er að við fáum leikmennina, sem leika með erlend- um liðum, ekki lausa rétt eins og er með Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson." Átta leikmenn rúm- enska liðsins, sem mætir íslending- um, leika með erlendum liðum; þrír í Frakklandi, þrír í Þýska- landi, einn í Ungverjalandi og einn á Spáni. Rúmenar voru lengi stórveldi í handknattleik — fjórfaldir heims- meistarar, en þjóðfélagsástandið olli niðursveiflu og að sögn Simi- ons er verið að reyna að hefja íþróttina til vegs og virðingar á ný. „Við höfum átt erfitt uppdrátt- ár en hefðin er rík og við viljum komast á fyrri stall. Það er reynd- ar erfitt og oft er það svo að leik- menn hugsa meira um að standa sig með félagsliðuiíi sínum en landsliðum. Hugarfarið verður að vera rétt til að ná árangri og ég held að við sjáum baráttuleik í Vilcea, en umfram allt góðan leik," sagði Simion, landsliðsþjálf- ari Rúmeníu. Ekki gleymt síðustu Evrópukeppni Síðustu daga hafa leikmenn ís- lands horft á myndbönd frá leikjum Rúmena og Þjóðverja og gegn Egyptum í heimsmeistarakeppn- inni á íslandi og ættu þeir leikir að gefa þeim vísbendingu um hvað í vændum er. Geir Sveinsson fyrir- liði sagði að menn hefðu heldur ekki gleymt að í síðustu Evrópu- keppni gerðu íslendingar jafntefli við Finna í Finnlandi í fyrsta leik. „Við ræddum mikilvægi leiksins á vídeófundi dagsins og hömrum á því aftur á fundi fyrir leik," sagði Geir, leikreyndasti maður hópsins. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af varnarleiknum, en hann gekk vel á æfingu og smellur vonandi sam- an í leiknum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.