Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skjáfax Tölvusamskipta hlýtur viðurkenningu Annað besta faxið í úttekt BYTE Helgi Baldursson Þróaði nýja aðferð til varðveislu kennslu- gagna HELGI Baldursson, viðskipta- fræðingur og kennari við Versl- unarskóla Islands, ákvað að taka málin í sínar eigin hendur fyrir um tveimur árum þegar honum fannst skorta á að kennslugögn væru varðveitt með nægilega skipulögðum hætti í skólum. Hann hóf að þróa nýja gerð af möppu með sérstökum flipa úr gegnsæju plasti fyrir verkefni, minnispunkta, kennsluleiðbein- ingar og lausnir, bæði á pappírs og glæruformi. Helgi hefur nú tryggt sér einkaleyfi á hugmynd sinni sem hann kallar kennaravasann. Hann samdi við Múlalund um að annast framleiðslu og er varan nú að koma á markað. Hann telur kennaravasann góða lausn á viðfangsefni kenn- ara sem þurfi að útbúa góð kennslugögn og varðveita þau með skipulögðum og aðgengileg- um hætti. Það sé ekki síst mikil- vægt í skólum þar sem kennara- skipti séu tíð og algengt að nýr kennari þurfi að eyða alltof mikl- um tíma í undirbúning fyrir kennsluna. Hið nýja fyrirkomu- lag sé sveigjanlegt og henti fyrir allar kennslugreinar, hvort sem um sé að ræða tungumál, stærð- fræði eða matreiðslu. Einnig hafa kennarar sem semja kennsluefni til dreifingar sýnt kennaravasanum áhuga og hugmyndir eru uppi um að semja sérkennsluefni til útflutnings. Á NÆSTU vikum verða nokkrar breytingar á markaðssviði Flug- leiða í Skandinavíu auk þess sem nýir menn taka til starfa í Boston, Massachusetts og Halifax, Nova Scotia, sem verða nýir viðkomu- staðir Flugleiða næsta vor. Knut Berg, svæðisstjóri Flug- leiða í Skandinavíu og Finnlandi, flytur bækistöðvar sínar frá Stokk- hólmi til Óslóar og tekur jafnframt við sölustjórn í Noregi. Knut Berg hefur starfað hjá Flugleiðum frá árinu 1968. Hann hefur meðal annars verið svæðisstjóri í Amer- íku og nú síðast í Skandinavíu og Finnlandi frá árinu 1992. Janne Lundbladh, sem verið hefur deildarstjóri upplýsingamála í Skandinavíu, verður nú umdæ- misstjóri félagsins í Svíþjóð. Hann hefur starfað fyrir Flugleiðir frá árinu 1984, fyrst sem ráðgjafi í almannatengslum í Svíþjóð og frá árinu 1985 hefur hann verið deild- arstjóri almannatengsla í Skandin- avíu. Hans Indriðason, umdæmisstjóri Flugleiða í Noregi, tekur brátt við starfi sem sölustjóri Flugleiða í Kanada með aðsetur í Halifax í Nova Scotia, Hans hefur starfað hjá Flugleiðum og Loftleiðum áður frá árinu 1962. Eftir stofnun Flug- SKJÁFAX Tölvusamskipta var val- ið annar besti faxhugbúnaður fyrir netkerfi í októberhefti hins þekkta tölvutímarits, BYTE. Skjáfaxið kom næst á eftir FACSys frá Optus og var tekið fram að lítill munur væri á gæðum þessara tveggja for- rita. Alls bar tímaritið saman sex mismunandi faxforrit ætluð fyrir tölvunet og voru helstu kostir Skjá- faxins sagðir vera hversu einfaldur þessi hugbúnaður væri í uppsetn- ingu í samanburði við hin forritin fimm. Þá var Skjáfaxið sagt búa yfir besta notendaviðmótinu af þeim öllum. Með notendaviðmóti er átt við skjámyndir forritsins. Hallgrím- ur T. Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Tölvusamskipta, segir þetta MEÐ ENDURKOMU Sir Freddie Lakers inn á flugmarkaðinn má vænta harðnandi samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, hyggst Laker halda uppi áætlunar- flugi frá Orlando og Fort Lauder- dale til London, Glasgow og Manch- ester, í slagtogi við Oscar S. Wyatt Jr., stjórnarformann bandaríska ol- íufyrirtækisins Coastal corp. Jafn- framt er búist við því að hið nýja flugfélag muni bæta við áætlunar- flugi til Berlínar og Mílanó í beinu framhaldi. Hörð samkeppni framundan? Áætlanir Laker Airways gera ráð fyrir því að 3 DC-10-30 vélar frá McDonnel Douglas verði notaðar í flugið til að byija með og er það haft eftir Laker í Wall Street Journ- al síðastliðinn þriðjudag að hann óttist ekki að stærri flugfélög á þessum flugleiðum muni reyna að kaffæra flugfélagið í fæðingu. Hins vegar hefur blaðið það eftir sér- fræðingum í flugmálum að þeir leiða var hann forstöðumaður í farþegaþjónustudeild frá 1974- 1980, þá varð hann forstööumaður söludeildar Flugleiða á Islandi. Hans var hótelstjóri á Esju og síð- ar Loftleiðum á tímabilinu 1985- 1992 o g síðan umdæmisstjóri Flugleiða í Noregj frá 1992. Pétur Ómar Ágústsson, sölu- stjóri Flugleiða á Islandi, verður sölufulltrúi félagsins í Boston, Massachusetts. Pétur hefur starfað hjá Flugleiðum frá árinu 1971. Hann var lengst af flugþjónn, en frá árinu 1988 hefur hann starfað á markaðssviði, fyrst sem deilar- stjóri í farþegaþjónustudeild og frá árinu 1993 sem deildarstjóri í sölu- deild og markaðsdeild. Mannabreytingar á íslenska sölusvæðinu Þá segir í frétt frá Flugleiðum að félagið hafi ákveðið nokkrar mannabreytingar á sölusvæði fé- lagsins á íslandi. vera mikilvæga viðurkenningu fyrir fyrirtækið og skipta miklu máli í markaðssetningu Skjáfaxins. „í fyrra urðum við í fyrsta sæti í sam- anburði PC Magazine og nú lendum við í öðru sæti hjá BYTE. Maður stefnir að sjálfsögðu alltaf að fyrsta sæti en þetta staðfestir engu að síður að staða okkar er góð.“ Lítil ógn af Windows95 Hallgrímur segir að stöðugt sé unnið að þróun og endurbótum á forritinu auk þess sem aukin út- breiðsla þess tryggi það að forritið verði traustara í notkun. „Við höf- um verið að þróa þessa vöru í nokk- uð mörg ár og sú vinna er að skila sér smám saman." Framleiðendur tölvufaxhugbún- Flugleiðir sjá ekki fram á nein straumhvörf á flugleiðinni aðilar sem fyrir eru á markaðnum muni varla halda að sér höndum þegar nýir aðilar bætist við á þess- um leiðum, og því megi búast við því að samkeppnin fari harðnandi. Leikir gat sér frægðar á sínum tíma fyrir gríðarlega lág fargjöld. Hann hefur hins vegar vísað því á bug að um svipaða verðlagningu verði að ræða nú heldur sé áherslan nú lögð á góða þjónustu og því verði fargjöldin ekki endilega þau lægstu á markaðnum. Flugleiðir hafa um nokkurt skeið verið með áætlunarflug til Orlando Lítil áhrif á Flugleiðir Flugleiðir hafa um nokkurt skeið verið með áætlunarflug til Orlando en Einar Sigurðsson, forstöðumað- Þannig verður Arnar Ómars- dóttir, sölufulltrúi í markaðsdeild, sölustjóri Flugleiða á íslandi. Arna hefur starfað hjá Flugleiðum frá 1984, fyrst í farskrárdeild en frá 1990 í tekjustýringardeild og síð- an sem sölufulltrúi í markaðsdeild. Birgir Ólafsson, yfirmaður sölu- skrifstofunnar að Laugavegi 7, verður deildarstjóri í hlutabréfa- deild féiagsins. Birgir kom fyrst til starfa hjá Flugfélagi Islands árið 1956. Hann hefur frá upphafi starfað á og stýrt eistu söluskrif- stofu félagsins í miðborginni. Hann tekur við af Viggó Einars- syni, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Viggó hefur starfað hjá Flugleiðum og áður Flugfélagi íslands og Loftleiðum frá því árið 1946, fyrst sem flugvirki en síðar sem skipulagsstjóri_og deildarstjóri skipulagsdeildar. Árið 1993 tók hann við starfi deildarstjóra í hlutabréfadeild. Guðrún Jóhannsdóttir, deildar- aðar hafa beðið með nokkurri eftir- væntingu eftir útgáfu Windows95 þar sem Microsoft boðaði tilkomu innbyggðs tölvufaxhugbúnaðar í nýja stýrikerfinu. Hallgrímur segir þennan hugbúnað þó ekki valda miklum áhyggjum, a.m.k. ekki hvað varðar tölvufax fyrir net- kerfi. „í nýlegri grein sem byggð er á umfjöllun Computer Shopper, og birt var á alnetinu nýlega, er það haft eftir einum af forstöðu- mönnum Microsoft að faxbúnaður Windows95 dugi ekki fyrir stærri fyrirtæki og því þurfi þau eftir sem áður að notast við utanaðkomandi hugbúnað. Það er einmitt sá mark- aður sem við erum að keppa á þannig að þetta eru góðar fréttir fyrir okkur.“ ur upplýsingadeildar fyrirtækisins, segir að tilkoma Lakers á þennan markað muni þó ekki hafa nein afgerandi áhrif. Á þessum markaði sé mjög hörð samkeppni fyrir og fargjöld almennt mjög lág enda fljúgi fjöldi evrópskra leiguflugvéla þangað og rekstrarkosthaður þeirra sé almennt mjög lágur. Þá segir Einar að þetta sé vaxandi markaður og því líklegt að rými sé fyrir fleiri á honum. Að sögn Einars er einnig útlit fyrir að Laker Airways muni gera út á önnur svæði í Evrópu en Flug- leiðir. „Mér sýnist að Laker ætli að fljúga frá Flórída til Bretlands og svæða sunnar í Evrópu á meðan að okkar markaður er fyrst og fremst í Skandinavíu, Þýskalandi og Hollandi, þannig að hann er ekki að vinna á sömu markaðssvæð- um. Hann er hins vegar að koma þarna inn á mjög mikinn samkeppn- ismarkað og ég á ekki von á að tilkoma hans muni valda neinum straumhvörfum á þessum mark- aði.“ stjóri söludeildar Flugleiða, tekur við stjórn söluskrifstofu félagsins á Laugavegi 7 með starfsheitinu þjónustustjóri. Guðrún kom fyrst til starfa hjá félaginu 1970, og hefur m.a. starf- að hjá innanlandsflugi og í farskrá sem nú ber nafnið söludeild en henni hefur hún stýrt frá árinu 1988. Kristín Guðmundsdóttir, yfir- maður söluskrifstofunnar í Kringl- unni, verður deildarstjóri söludeild- ar Flugleiða. Hún hóf störf í farskrá félags- ins 1973, starfaði síðan á sölu- skrifstofu félagsins í Lækjargötu en hefur frá árinu 1988 veitt sölu- skrifstofunni í Kringlunni for- stöðu. Hólmfríður Júlíusdóttir, sem hefur verið sölumaður á'söluskrif- stofu félagsins á Hótel Esju, tekur við stjórninni í Kringlunni með starfsheitinu þjónustustjóri. Hólmfríður kom til starfa hjá Flugfélagi íslands á Reykjavíkur- flugvelli 1972. Hún hefur m.a. starfað hjá Verkfræðideild Flug- leiða og hjá Ferðaskrifstofu stúd- enta og Ferðaskrifstofunni Atl- antik. Arið 1992 hóf hún störf á söluskrifstofunni á Hótel Esju. Högg hf. haslar sér völlí Þýskalandi LÍTIÐ ísienskt byggingafyrir- tæki, Högg hf., hefur að und- anförnu verið að hasla sér völl í Þýskalandi. Þegar hafa sjö trésmiðir verið ráðnir til starfa hjá fyrirtækinu og stendur fyr- ir dyrum að bæta við fleiri starfsmönnum, en auglýsing þar um birtist í Mórgunblaðinu á þriðjudag. Hreiðar Örn Gestsson, fram- kvæmdastjóri Höggs hf., starf- aði í Þýskalandi á árunum 1991-1992 en flutti síðan heim og hóf rekstur hér á landi. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að í kjölfarið á gildis- töku EES-samningsins í byrjun árs 1994 hefði kviknað sú hug- mynd að ieita eftir verkefnum í Þýskalandi. Það hefði hins vegar verið mikil þrautaganga að finna réttu leiðina inn á markaðinn i Þýskalandi en nú hefði tekist að yfirstíga helstu hindranir. Fyrirtækið hefur einkum fengið verkefni við almenna tré- smíði. Hreiðar segir að vegna aukinnar eftirspurnar vanti nú góða handverksmenn með reynslu af innanhússvinnu. Ekki sé skilyrði að menn tali þýsku þótt það sé æskilegra. Hreiðar naut stuðnings skrifstofu Útflutningsráðs í Berlín en hefur einnig átt sam- vinnu við þýska aðila. * Astralskur ráðgjafi á námstefnu Loftleiða HÓTEL Loftleiðir, efnir til námstefnu með ástralska markaðsráðgjafanum Max Hitchins undir yfirskriftinni „Hagnýt ráð um fullnýtingu markaðstækifæra" á morgun föstudaginn 29. september klukkan 13.00-15.00. Námstefnan er haldin í til- efni upphafs ráðstefnuvertíð- arinnar og er öllum fyrirtækj- um og samtökum sem átt hafa viðskipti við Hótel Loftleiðir á liðnu ári boðið að senda fulltrúa á námstefnuna. Max Hitchins rekur ráðgjaf- arfyrirtækið Hitchins Marketins í Sydney í Ástralíu. Hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að fýrirtækjum í þjónustugreinum og ritað nokkrar bækur. Alumax býðurí pólskt álver Varsjá. Rcuter. ALUMAX-fyrirtækið í Banda- ríkjunum á í samningaviðræð- um um 75% hlut í stærsta ál- veri Póllands, þar sem það og pólskt fyrirtæki komu með hag- stæðustu tilboðin samkvæmt heimildum í pólskum áliðnaði. Nefnd frá Alumax kynnir sér um þessar mundir starfsemi álfélagsins Huta Aluminium Konin SA í Mið-Póllandi sam- kvæmt heimildinni. Talsmaður einkavæðingar- ráðuneytis Póllands staðfesti að samningaviðræður við er- lendan samstarfsaðila stæðu yfir, en neitaði að staðfesta að Alumax ætti hlut að máli. Starfsmenn Konin eru 2.100 og verið vinnur um 50.000 tonn af áli á ári úr um 100.000 tonn- um _af súráli, sem er flutt inn frá írlandi og Spáni. Nýir yfirmenn hjá Flugleiðum Veldur Laker aukinni samkeppni í Atlantshafsflugi? Fargjaldastríð óliklegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.