Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 B 3 VIÐSKIPTI Hof sf., eignarhaldsfélag Hagkaups, opnar matvöruverslun á alnetinu Býður sama verð ogíHagkaup NETKAUP er nafn nýrrar póst- verslunar sem hyggst hefja sölu á matvöru á alnetinu á næstu vikum. Verslun þessi er rekin af Hofi sf., sem meðal annars er eignarhaldsíé- lag Hagkaups og IKEA. Að sögn Sigurðar I. Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Netkaupa, hefst starfsemi þessarar netverslunar lík- lega strax í næsta mánuði. Unnið hafi verið að því að prófa kerfið síðan í júlí og hafi fyrirtækið verið með 70 manns á sínum snærum í þeim tilgangi sem pantað hafi vörur í gegnum kerfið. Ýmislegt hafi kom- ið í ljós sem betur hafi mátt fara og nú sé unnið að því að ganga frá kerfinu með tilliti til þeirra tillagna sem þessir tilraunanotendur hafi haft fram að færa. Lítill sem enginn aukakostnaður Meðal þeirra atriða sem voru endurbætt var öll grafík á síðum verslunarinnar og var það gert til þess að búnaður sem blindir nota til að lesa upplýsingar af netinu nýttist sem skyldi. Sigurður segir að viðskiptavinir verslunarinnar geti pantað vörur sín- ar í gegnum netið og fengið þær sendar heim, ef þeir búa á höfuð- borgarsvæðinu. Aðgangur verði öll- um opinn og engan hugbúnað þurfi umfram þann búnað sem notaður er til þess að komast inn á alnetið. Hann segir að líkast til verði ekkert gjald tekið fyrir þessa heimsending- arþjónustu ef keypt er fyrir meira en 4.000 krónur. Annars verði heim- sendingargjald líklega í kringum 300 krónur fyrir hvetja sendingu. Þetta eru þó ekki endanlegar tölur en Sig- urður segir þær gefa góða mynd af því hver raunin verði. Dýr kostur fyrir landsbyggðina Sigurður segir það óljóst hvernig hægt verði að sinna landsbyggðinni með góðum hætti vegna þess hve dýrt það sé að senda vörur út á land. „Við viljum gjarnan geta sinnt landsbyggðinni en flutningskostn- aðurinn út á land er hins vegar svo ofsalega hár að ég get ekki séð að slíkt borgi sig nema með einhveijum sérstökum tilfæringum, t.d. að nokkrar fjölskyldur taki sig saman um innkaup.“ Pantanir fara sem fyrr segir fram ■ í gegnum netið. Þegar viðskiptavinur pantar í fyrsta sinn þarf hann að skrá nafn sitt, heimilisfang og síma inn á kerfið svo hægt sé að senda honum vöruna. Síðan er hægt að kalla upp lista með þeim vörum sem í boði eru og getur viðskiptavinurinn sett saman lista með þeim vörum sem hann kaupir reglulega, sem síð- an er pantað af. Þannig má gera pantanir auðveldari og fljótlegri. Verðlag hjá Netkaupum verður til að byija með það sama og í versl- unum Hagkaups en Sigurður segir það þó ekki útilokað að boðið verði upp á hagstæðari kjör þar í framtíð- inni, t.d. ef kaupendur óski eftir því að kaupa vörur í stærri pakkningum en þeim hefðbundnu sem boðið er upp á í verslunum. Þá mun ætlunin ver að bjóða upp á fleiri vörutegundir en mat í fram- tíðinni og segir Sigurður að þegar hafi verið ákveðið að selja tölvur í netversluninni. €jg| Háskóli fslands Endurmenntunarstofnun Endurgerð fyrirtæja -,,Reenginering“ • Endurgerð hugmyndafræði sem ryður sér til rúms við þróun fyrirtækja. Hún byggist á því að hugsa starfsemi og skipulag frá grunni, skilgreina vinnuferla í fyrirtækinu og skipuleggja þá þannig árangur verði sem mestur. • Guðjón Guðmundsson, rekstrarráðgjafi og lektor við HÍ. • 4. okt. kl. 13.00-18.00. Hagnýt og fræðileg hagfræði Allt sem þú vildir vita, en. • Ymis grundvallaratriði í hagfræði, hagnýtar upplýsingar um helstu atvinnugreinar landsmanna, búskap hins opinbera, peninga- og gengismál, samhengi helstu þjóðhagsstærða og vísitölur. • Mán. og fim. 2. okt. - 9. nóv. kl. 17-19.30. Gæðastjórnun í fyrirtæki þínu Grunnnámskeið í þremur sjálfstæðum þáttum • I hverju námskeiði fer saman efnisleg umfjöllun og verkefnavinna þátttakenda með eigin fyrirtæki sem viðfangsefni. 1. Grunnur að gæðastjórnun og mótun gæðastefnu: • Davíð Lúðvíksson, verkfr., Samtök iðnaðarins. • 13. okt. kl. 8.15-12.30. 2. Gæðakerfi - ISO 9000: • Pétur K. Maack, próf., og Kjartan Kárason, Vottun hf. • 16.-17. okt. kl. 8-13 og 27. okt. kl. 13-18. 3. Gæðastjórnun - stöðugar framfarir með aðfer- ðum altækrar gæðastjórnunar: • Höskuldur Frímannsson, Ráðgarði hf. og lektor HI. • 30. okt. og 6. nóv. kl. 8.15-13.00. Skráning og nánari upplýsingar í síma 525 4923. Fax: 525 4080. Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is Talnakönnun kaupir tímaritið Frjálsa verslun ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Fróði hf. hefur selt tímaritið Frjálsa verslun til Talnakönnunar hf. sem tekur við rekstri þess og útgáfu frá og með næstu ára- mótum. Frjáls verslun er eitt af elstu tímaritum sem út koma hér á landi en það hóf göngu sína árið 1939 og stóð þá Versl- unarmannafélag Reykjavíkur að útgáfu þess. Blaðið var síðan selt Frjálsu framtaki árið 1967 og var fyrsta tímarit þess fyrirtækis. Arið 1990 tók Fróði við útgáf- unni og mun sjá um hana út þetta ár. „Meginástæð- an fyrir sölu á blaðinu er tap- rekstur á íslenskri tímaritaútg- áfu almennt og erfiðleikar út- gáfunnar á undanförnum árum sem við höfum ekki farið varhluta af,“ sagði Magnús Hreggviðsson, stjórnarfor- maður Fróða hf. í samtali við Morgunblaðið. „Á árunum 1990-1993 varð samdráttur á markaðnum sem leiddi af sér taprekstur. Við náðum að vinna okkur út úr því og koma jöfnuði á í rekstri. Þegar virð- isaukaskatturinn var lagður á árið 1993 lenti hann með full- um þunga á tímaritunum þar sem útgefendur veltu honum ekki út í verðlagið. Hann hefur valdið áframhaldandi tap- rekstri sem sýnir sig í því að flestir í þessari grein, aðrir en við, eru orðnir gjaldþrota. Við höfum átt því láni að fagna að hafa sterka eiginfjárstöðu því eigið fé Fróða um þessar mundir er á annað hundrað milljónir króna. Engu að síður töldum við nauð- synlegt að draga úr greiðslubyrði skulda, afla fjár- magns og minnka fyr- irtækið í þessu umhverfi. Mér er ekki nokkurlaunung á því að það er eftirsjá að Frjálsri verslun hjá okkur í Fróða en það gerir okkur auð- veldara að sjá á eftir blaðinu að það fer í hendur mjög trausts og hæfs einstakl- ings, Benedikts Jóhannesson- ar, hjá Talnakönnun." Sérhæfir sig í útgáfu fyrir viðskiptalífið Talnakönnun hefur að und- anförnu sérhæft sig í útgáfu fyrir viðskiptalífið. Fyrirtækið hefur um skeið gefið út ritin íslenskt atvinnulíf og vikuritið Vísbendingu, auk þess að stunda ráðgjafarþjónustu. Jón G. Hauksson, viðskipta- fræðingur, sem verið hefur ritsljóri Frjálsrar verslunar undanfarin ár, mun gegna rit- stjórastarfi tímaritsins áfram. Alls fækkar stöðugildum um þrjú hjá Fróða við sölu tíma- ritsins. 3J ATVINNLIREKSTRA RTRYGGIN runatryggmg lausafja nnbrotsþjófnaðartrygging lausa IsQmspRlinRUSmn Almenn slysatry ferðarofstryggin Glertrygging • K æli- og frystivöru élatrygging • Rekstr- öðvunartryggmg vego vélarbilunar • Rafei Rafeindatækjat Aukakostnaða spuming um rekstraroryggi Atvinnurekstrartryggingin er margþætt trygging sem hægt er að laga að þörfum hvers atvinnu- rekanda. Mörg hundruð fyrirtæki búa nú við það rekstraröryggi sem tryggingin veitir. Er þitt fyrirtæki meðal þeirra? Ráðgjafar okkar vcita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SIOVAairrALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á! 6oe-sep9m vjs/noinv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.