Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hefur EES-samningurinn, sem átti að afnema viðskiptahindranir, kallað yfir okkur nýjar þeirra í stað? UM ÁRAMÓT rennur út sá aðlögunartími sem innflytjendur matvæla frá löndum utan evr- ópska efnahagssvæðisins hafa haft til þess að samræma merkingar á þessum vörum reglugerðum Evr- ópusambandsins. Þessar reglur eru um margt frábrugðnar reglum annarra landa, t.d. Bandaríkjanna. Það er því ljóst að innflytjendur þessara vara eru að falla á tíma hvað aðlögun að breytingunum varðar. Ýmsir innflytjendur hafa þegar breytt merkingum í samræmi við þessar reglur og má þar nefna t.d. innfiytjendur Kellog’s og Cheeri- os. Aðrir segja það hins vegar vera nær óframkvæmanlegt að breyta þessum merkingum sökum þess kostnaðar sem því fylgir, t.d. þegar um sé að ræða mörg afbrigði af sömu vörutegund. Svo er á komið með innflutning á Gerber bamamat, en það er fyrirtækið íslensk-amer- íska sem flytur hann inn. Greg Betz, markaðsstjóri Gerber í Evrópu var hér á ferð fyrir skömmu og segir hann að ef engar breytingar verði gerðar á þessum reglum geti það gert innflutning á þessari vömteg- und nær ómögulegan. Blæbrigðamunur á merkingum Orsök vandans liggur í þeim blæbrigðamun sem er á reglum um vörumerkingar á evrópska efnahagssvæðinu annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar. Pál- ína Magnúsdóttir, markaðsstjóri hjá íslensk ameríska, segir rætur vandans að finna í tveimur atrið- um. „Reglur Evrópusambandsins krefjast þess að upplýsingar um næringarinnihald vörunnar miðist við hveija 100 ml. eða 100 gr. en Gerber hefur miðað næringarinni- hald við skammtastærðir. Þá er þess einnig krafíst að heimilisfang framleiðanda eða dreifíngaraðila í þessu tilfelli, sé skráð innan evr- ópska efnahagssvæðisins. Það þarf því að setja okkar heimilis- fang á þessar umbúðir." Ekkert með gæði að gera Betz segir þessi merkingar- vandamál ekkert hafa með gæði vörunnar að gera. Gerber hafí unnið mikið starf í rannsóknum og vöruþróun á bamamat undanf- Bamamatur lendir í lireninungnin Breyttar reglur um vörumerkingar í tengslum við samninginn um EES kunna að valda verulegum tæknilegum hindrunum á innflutningi frá löndum utan EES-svæðis- ins. Eitt þeirra fyrirtækja sem telja sig verða fyrir barðinu á þessum breytingum er Ger- ber, þekktur framleiðandi á bamamat. Þorsteinn Víglundsson ræddi við forsvarsmenn fyrirtækisins og fleiri aðila sem að málinu koma og komst að því að þessar breytingar geta haft verulegar verðhækkanir í för með sér. arin ár og því sé ekkert að vörum þess að fínna hvað gæðin varði. „Gerber hefur framleitt bamamat allt frá árinu 1927 og í dag höfum við náð u.þ.b. 70% markaðshlut- deild á Bandaríkjamarkaði. Auk barnamats höfum við farið út í framleiðslu á öðmm barnavörum svo sem ýmis konar öryggisbún- aði. Gerber er leiðandi í öllu rann- sóknar- og þróunarstarfí sem við kemur barnamat og næringu ung- bama og fyrirtækið hefur komið sér upp stórri rannsóknarmiðstöð í Michican þar sem fyrirtækið er.“ Hann segir fyrirtækið hafa ver- ið að færa út kvíarnar og sé nú farið að selja afurðir sínar í Mið- Ameríku og Mið- og Austur-Evr- ópu svo dæmi séu nefnd. í Pól- landi hafí verið komið á fót verk- smiðju og sé markaðshlutdeild fyr- irtækisins þar í landi nú um 60%. Hvað varðar lönd innan Evrópu- sambandsins segir hann hins veg- ar að fyrirtækið hafi lítið sinnt þeim markaði, m.a. vegna sterkrar stöðu þeirra evrópsku fyrirtækja sem fyrir era á markaðnum auk þeirra fyrirstaðna sem felist í reglugerðum sambandsins. Betz segir mikla áhersiu vera lagða á gott vöraúrval í ölium löndum sem Gerber sé selt enda stæri fyrirtækið sig af miklu vöru- úrvali og fjölþrepa næringarferli fyrir ungbörn. „Gerber er eitt af fáum fyrirtækjum á þessum mark- aði sem býður upp á þrjú þrep í barnafæði sem miða að því að auka við þær fæðutegundir sem baminu er boðið upp á eftir því sem það eldist.“ Vöruúrvalið veldur vandræðum Það er einmitt mikið vöruúrval fyrirtækisins sem veldur mestu vandræðunum hvað varðar reglu- gerðir Evrópusambandsins um merkingar á þessum vörum að sögn Betts. „Ástæða þess er sú að það er ekki fýsilegur kostur fyrir okkur að fara út I endurmerk- ingar fyrir íslandsmarkað á öllum þessum vörategundm vegna þess gríðarlega kostnaðar sem slíkum endurmerkingum myndi fylgja. Við höfum náð lægsta framleiðslu- kostnaði á barnamat í heimi og ein helsta ástæða þess er sú að við framleiðum u.þ.b. 3-4 millj- arða krakkna af bamamat árlega fyrir Bandaríkjamarkað. Ein keyrsla í verksmiðju okkar nemur u.þ.b. 50.000 krukkum og það er lágmarksframleiðsla hjá okkur af hverri tegund. Þetta myndi þýða meira en eins til tveggja ára birgðir fyrir íslands- markað af hverri tegund þrátt fyrir góða sölu hér á landi. Það væri því ekki mögulegt fyrir okkur að framleiða sérstaklega fyrir ís- lenska markaðinn." Betts segir aðeins einn annan kost vera í stöðunni og hann sé að merkja umbúðimar upp á nýtt hér á landi. „Við höfum rætt þann möguleika og teljum að ef sú leið yrði farin myndi það þýða 25-30% verðhækkun á vörunni í hillum verslananna. Þetta myndi hins vegar ekki einungis hafa áhrif á verðið heldur einnig á það vöruúr- val sem hér yrði á boðstólunum. Vegna kostnaðarins við endur- merkingarnar yrði að draga veru- lega úr því og Gerber yrði aldrei ánægt með þá stöðu vegna þeirrar næringaráætlunar sem við byggj- um vörur okkar á. Afleiðing alls þessa yrði síðan minnkandi áhugi Gerber á íslenska markaðnum sem þýddi minni vilja til að leggja hér til fé til kynninga og markaðssetn- ingar, sem hefur á undanförnum árum aðallega byggt á kynningum fyrir foreldra og heilsugæslu. Það er einnig athyglisvert að barnamatur er mun dýrari í Evr- ópu en í Bandaríkjunum. Ef við tökum Bretland sem dæmi þá er verð barnamats úr hillum verýlana allt að 100% hærra en í Bandaríkj- unum. Það er því ljóst að það er ekki heldur hagkvæmt að flytja vöruna inn annars staðar frá og afleiðingar þessara reglugerða því fyrst og fremst hærra verð til neytenda. Ég veit að tilgangur þeirra í upphafí var að styðja evr- ópskar vörur en spurningin er hvort menn séu tilbúnir til þess að láta neytendur borga a.m.k. 25-30% hærra verð fyrir vörur sínar til þess að þau markmið náist,“ segir Betz. Stórkaupmenn vilja úrbætur Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir að þar á bæ sé verið að vinna að fullum krafti í þessum málum en lítið hafí þó þokast. „Við gildistöku þessarar reglugerðar munu fjölmargar bandarískar vörategundir sem vin- sælar eru hér á landi hugsanlega detta af markaðnum. Þetta eru vörur sem eru keyptar frá Banda- ríkjunum, annaðhvort vegna þess að þær era ekki framleiddar í Evrópu, eða þá að þær era hrein- lega ódýrari í innkaupum frá Oracle Workgroup/2000 Oflugur hugbúnaöur til upplýsingavinnslu Personal Oracle7™ Or<ide7 gagnagrunnur fyrir Windows, Windows 95, Macintosh og OS/2 Warp. Hentar einkum forriturum og notendum sem þurfa sjálfstæban og öflugan töflugagnagrunn fyrir gagnavinnslu. Oracle Objects™ for OLE Einstakt klasasafn sem veitir einfalda, örugga og jafnframt hraövirka tengingu viö Oracle7 gagnagrunnsmiölara frá Microsoft C++, Visual Basic, Excel, Access og öbrum OLE 2.0 virkum hugbúnabi. Hentar forriturum og notendum sem vilja einfaldari, öruggari og öflugri abgang ab gögnum meb Oracle Objects for OLE. Oracle Power Objects™ Einstakt í sinni röb og er fulltrúi næstu kynslóbar h'utbundinna þróunarumhverfa sem eykur til muna framleiöni í hugbúnabargerb. Hentar forriturum og notendum sem vilja þróa upplýsingakerfi betur, aubveldar og hrabar en ábur hefur þekkst. Oracle7 Workgroup Server™ Oracle7 Workgroup Server er búinn afköstum og getu hins markabsleibandi Orade7 Server. Oracle7 Workgroup Server hentar fyrirtækjum sem nota Netware, Windows NT, OS/2 eba sambærileg netstýrikerfi á Intel örgjöfvum. Hátækni til framfara Oracle Workgroup Tæknival Skeifunm 17 - 8lmi 568-1665 - Fax 5664)664 Viðurkenndur söluaöili Oracle Workgroup/2000 Þér eru allir vegir fcerir Tæloiival sýnir Oracle Workgroup/2000 ó sýningunni „Tækni & tölvur" í Laugardalshöll 28. september til 1. október. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.