Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bandaríkjunum, m.a. vegna stöðu dollars á síðustu misserum. Við höfum óskað eftir því að hér verði settar reglur sem myndu rúma samhliða EES-reglurnar og þær bandarísku. Hvort að svigrúm sé til þess er það sem menn hafa verið að velta fyrir sér. í fljótu bragði virtist þetta ekki vera mik- ið mál þar sem fyrstu 24 kaflar tollskrárinnar, þ.e. matvörurnar, eru ekki hluti af EES-samningn- um, en málið er því miður ekki svo einfalt og hafa ýmsar tækni- legar lagaflækjur gert mönnum erfitt með kveða þar upp úr, af eða á. Við höfum hins vegar verið að skoða þessi mál í nágrannalönd- um okkar og sjáum að þar er fjöldi bandarískra vörutegunda á mark- aðnum sem ekki uppfylla þessar merkingarreglur. Löndin virðast því nokkuð misjafnlega . á vegi stödd hvað þetta yarðar. Við telj- um hins vegar að íslendingar eigi hér meiri hagsmuna að gæta en- aðrar Evrópuþjóðir þar sem við erum auðvitað mun háðari milli- ríkjaverslun. Þar að auki eigum við líklega meiri viðskipti við Bandaríkin, hlutfallslega, en aðrar Evrópuþjóðir." Stefán segir að Félag íslenskra stórkaupmanna hafi tekið saman tölur um innflutning frá Banda- ríkjunum og þær sýni að hann sé mjög mikill, auk þess virðist sem hann sé oft á tíðum hagkvæmari en innflutningur frá Evrópu. Þá sé stór hluti margra vörutegunda fluttur inn frá Bandaríkjunum og því geti þessar reglur leitt til um- talsverðra verðhækkana til ís- lenskra neytenda. Fjölskyldubrajrur á stórfyrirtæki Það vakti athygli mína hversu óvenjulega umgjörð Gerber hefur. Fyrirtækið er sprottið upp af niðursuðuverksmiðju spm Gerber- fjölskyldan kom á fót. í tímans rás hefur það vaxið og í dag er það orðið að stórfyrirtæki á alþjóðleg- an mælikvarða, sém árlega veltir milljörðum dollara. Þrátt fyrir þetta virðist það hafa haldið ýms- um blæbrigðum fjölskyldufyrir- tækisins. Betz segir ástæður þessa m.a. vera að finna í uppruna og umgjörð fyrirtækisins. „Gerber er í Fremont, Michican, sem er mjög lítill bær með aðeins um 5.000 íbúa. Flestir þeirra ýmist vinna Banka- þjónusta gegnum bílalúgu LANDSBANKINN opnar á morg- un nýtt útibú á Fjallkonuvegi 1 í Grafarvogi. Þar verður í boði öll almenn bankaþjónusta en að auki geta viðskiptavinir sinnt bankaer- indum beint úr bílnum sínum í gegnum lúgu. Utibússtjóri Grafarvogsútibús- ins er Guðbjörg Gísladóttir. Á laugardag ætlar Landsbankinn að bjóða öllum íbúum Grafarvogs til sérstakrar fjölskylduskemmtunar í tilefni af opnun útibúsins. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINOOWS FRABÆR ÞJONUSTA BKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 hjá Gerber eða einhverjum sem vinnur fyrir fyrirtækið. Ástæða þess að fyrirtækið er með alla starfsemi sína í svo litlum bæ er fyrst og fremst sú að þær landbún- aðarafurðir sem notaðar eru við framleiðsluna eru ræktaðar í ná- grenninu og þessi staðsetning hef- ur gefið fyrirtækinu tækifæri til þess að vinna með bændum í ná- grenninu að því að tryggja eins mikil gæði og mögulegt er á afurð- um þeirra. Að auki var bændum og starfsmönnum fyrirtækisins oftsinnis greitt í formi hlutafjár í fyrirtækinu og þessi nálægð hefur leitt til þess að bæjarbúar hafa verið mjög stoltir yfir gengi þess, að því ógleymdu að margir þeirra hafa auðgast verulega eftir því sem gengi hlutabréfanna fór hækkandi." , Yfir 70 ferðir í viku til áætlunarstaða beggja vegna Atlantshafsins. Tengiflugum allan heim. Flugfrakt gerir heiminn að heimamarkaði FLUGLEIÐIR F R A K T sími5050401 --------------------------...... „__.--------._--------------------------- . ..------ .. _------------------------------------.-—... á ÓSKAÍF LÍFEYRIR OSKALIFEYRIR - ALVEG EFTIR ÞINUM ÞORFUM Óskalífeyrir sameinar fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar og skipu- legan sparnab. Sameinaba líftryggingarfélagib starfar á íslandi sem gerir þab aubvelt ab ná til félagsins án milliliba og öll þjón- usta er innan seilingar. í Óskalífeyri getur þú m.a. tekib líftryggingu ásamt útborgun við tiltekinn aldur. í þyí felst m.a. að: • Umsækjandi ræbur heildarinnborgun fyrir líftryggingu og sparnaö. Lágmarksupphæb er 3.000 kr. á mánuoi. • Sparnabur ásamt verðtryggingu og vöxtum er greiddur út í einu lagi á umsömdum tíma. • Útborgub fjárhæb er skattfrjáls. • Félagib ábyrgist lágmarksávöxtun. Árib 1994 var raunávöxtun Óskalífeyris 7,1%. • Látist sá tryggbi fyrir umsaminn útborgunardag er líftryggingar- fjárhæbin greidd út auk sparnabarins. • Innifalinn getur verib réttur til bóta vib skerta starfsorku, svoköllub Afkomutrygging. Bætur eru greiddar mánabarlega til 60 eba 65 ára aldurs. Dœmi umfólk sem tekur tryggingu 27 ára: Mánabarlegt ibgjald 10.000 kr. til 65 ára aldurs.................................................Samtals 4.560.000 kr. Líftrygging frá 27-65 ára................................Fjárhæb á fyrsta ári er 6.000T000 kr. Emgreiðsla til 65 ára tryggingar- taka, mibað við 4% ávöxtun á ¦ Karl: 8.959.402 kr. samningstíma...................................................Kona: 9.332.260 kr. SMfi Sameina&a líftryggingarfélagið hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík Sími 569 2500 Yf í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamiðstöovarinnar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.