Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 7

Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 7
6 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 B 7 VIÐSKIPTI Eru vextírá íslandi of háir? Fjármál á fimmtudegi í viðskiptalöndunum hafa vextir lækkað á árínu og horfur eru yfírleitt bjartar, skrifar Signrður B. Stef- ánsson. Á íslandi hafi staðan í þjóðarbúskapnum breyst talsvert á síðustu mánuðum. VEXTIR á verðbréfamarkaði á íslandi eru hærri nú á haustmánuðum en sam- bærilegir vextir eru í ná- grannalöndunum. Þetta á bæði við um skammtímavexti og vexti af skulda- bréfum til langs tíma. Markaðsvextir hafa raunar ekki breyst mikið í sumar. Þeir lækkuðu lítillega í sumarbyrjun en hafa hækkað aftur með haustinu. Vextir af ríkisvíxlum í viðskiptum á Verðbréfaþingi íslands hafa verið um 7,3% að jafnaði í september og vextir af verðtryggðum spariskírteinum ríkis- sjóðs eftir sömu skráningu um 5,7% í september. Markaðsvextir af húsbréf- um eru lítið eitt hærri og hafa verið um 6 til 6,10% að jafnaði síðan í apríl sl. (sjá myndir af ávöxtun ríkisvíxla og spariskírteina og húsbréfa á Verð- bréfaþingi á meðfylgjandi myndum). Lækkandi vextir í viðskiptum með skuldabréf á alþjóðlegum markaði Um þessar mundir leikur því ekki vafi á því að vextir á íslandi eru hærri en sambaerilegir vextir í viðskiptalönd- unum. Á myndunum er sýnd þróun skammtíma- og langtímavaxta í Bandaríkjunum og í Þýskalandi frá janúar 1990 til september 1995. í Bandaríkjunum eru skammtímavextir um 5,7% núna en vextir af tíu ára ríkisskuldabréfum eru aðeins 6,15%. í báðum tilvikum er um að ræða óverð- tryggða vexti þar sem verðtrygging er undantekning í fjármálaviðskiptum annars staðar en á íslandi. Verðbólga í Bandaríkjunum er liðlega 3% á árinu 1995 en búist er við 3,5% verðbólgu á árinu 1996. Raunvextir á skamm- tímamarkaði í Bandaríkjunum eru því um 2,7% og raunvextir af skuldabréf- um til tíu ára eru líka um 2,6-2,7%. I Þýskalandi eru skammtímavextir 4,1% en vextir af ríkisskuldabréfum til tíu ára eru 6,36%. Verðbólga sam- kvæmt nýjustu mælingum er innan við 2% og raunvextir á skammtíma- markaði eru því um 2,1% og raunvext- ir af tíu ára ríkisskuldabréfum um 4,3%. I Japan eru vextir mun lægri og verðbólga er engin. Vextir á skammtímamarkaði eru 0,5% og vext- ir af tíu ára ríkisskuldabréfum eru rétt yfir 3%. Verðmæti skráðra skulda- bréfa í þessum þremur löndum er yfir 70% af heildarverðmæti skuldabréfa á markaði í 22 stærstu ríkjum heimsins samtals en verðmæti alira skráðra skuldabréfa á markaði þar nam 18,5 þúsund milljörðum Bandaríkjadollara í lok ársins 1994. Bandaríkjamarkaður var þá um 43% af heimsmarkaði, hlut- fall Þýskalands var 10% og hlutdeild Japansmarkaðs var um 20%. Vaxta- myndun í þessum þremur ríkjum hefur því rík áhrif á þróun vaxta í heimsvið- skiptum almennt og einnig innanlands í mörgum öðrum ríkjum. Raunvextir á íslandi 1,5 til 2,5% hærri en í iðnríkjunum núna Á íslandi er ekki erfitt að reikna raunvexti af ríkisskuldabréfum til nokkurra ára. Eins og fyrr segir eru raunvextir af spariskírteinum nú um 5,7% og raunvextir af húsbréfum lið- lega 6%. Ef miðað er við að verðbólga sé 2% eru raunvextir af ríkisvíxlum á skammtímamarkaði nú 5,1%. Þannig munar 1,5 til 2,5% á raunvöxtum af ríkisskuldabréfum á verðbréfamarkaði á íslandi núna og sambæriiegum vöxt- um í stærstu iðnríkjunum þremur. Vextir annarra lántakenda byggjast á vöxtum af ríkisskuldabréfum í þvetju landi og því eru aðrir vextir á íslandi hugsanlega einnig sem þessu nemur hærri en sambærilegir vextir eru ann- ars staðar núna. Þess má geta að heildarverðmæti innlendra skulda í íslenska lánakerfinu nam 542 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs 1995. Hvert prósent í vöxtum kostar því lántakendur 5,42 milljarða króna á ári (ath. hér eru erlendar skuldir ekki taldar með). Það eru hvorki meira né minna en 1,2% af landsframleiðslu eða, til að taka gerólíka viðmiðun, um fimm þúsund krónur á mánuði á hvert heimili sem skuldar sex milljónir króna. Óyggjandi er að markaðsvextir á íslandi eru hærri en í iðnríkjunum haustið 1995. Þess er þó skemmst að minnast að staðan var þveröfug. Síð- sumars árið 1994 voru skammtíma- vextir á íslandi aðeins liðlega 4% (sjá mynd af ávöxtun ríkisvíxla á Verð- bréfaþingi íslands). Verðbólga var inn- an við 2% og raunvextir því rétt um 2% og líklega hvergi lægri en á ís- landi þá nema í Japan. Þá voru skammtímavextir í Bandaríkjunum og Þýskalandi um 5% en verðbólga 2% í Bandaríkjunum og 2,3% í Þýskalandi. Langtímavextir voru mun hærri en skammtímavextir í báðum ríkjum eða um og yfir 7%. Raunvextir af skulda- bréfum til langs tíma voru því svipað- ir og á íslandi eða rétt rúmlega 5%. Mikil hækkun á hlutabréfum í flestum löndum í sumar Af þessum samanburði má draga þá ályktun að vextir á íslandi aðlagist seint breytingum vaxta á alþjóðlegum markaði. Við öðru er naumast að bú- ast því að enn eru ekki liðin tvö ár frá því að viðskipti með verðbréf við útlönd voru gefin algerlega frjáls í ársbyijun 1994. Enn hefur ekki tekist að laða erlenda fjárfesta til viðskipta með íslensk verðbréf svo að heitið geti. Áður en lengra er haldið út í samanburð á innlendum vöxtum og erlendum er fróðiegt að bera saman hvað gerst hefur á hlutabréfamarkaði í viðskiptalöndunum og á íslandi í sumar. Skemmst er frá því að segja að verð á hlutabréfum hefur farið hækkandi í allt sumar í næstum öllum löndum. Mest er hækkunin í Bandaríkjunum og Svíþjóð eða um 24% frá áramótum til 12. september sl. Síðan koma Bretland (15%), Sviss (14%), Ástralía og Spánn (12%), Holland (11%) og Þýskaland (8%). Raunar ætti ísland að vera í röð- inni næst á eftir Bandaríkjunum og Svíþjóð því að hér hafa hlutabréf skráð á Verðbréfaþingi íslands hækkað um 21% frá síðustu áramótum. Það er ailtaf erfitt að skýra ástæður verðbreytinga á hlutabréfum en þó er skárra að reyna að túlka þær eftir á en segja til um þær fyrir fram. Allt árið 1995 hafa vextir verið að lækka í stærstu iðnríkjunum (sjá mynd af vöxtum í Bandaríkjunum og Þýska- landi). Það er næstum því óbrigðult að lækkandi vextir (hækkandi verð á skuldabréfum) hafa áhrif til hækkunar á verð á hlutabréfamarkaði. En ýmis- legt fleira kemur þó til. Þótt nú séu liðin fjögur ár frá því að framleiðsla tók að aukast við upphaf núverandi hagsveiflu í Bandaríkjunum er ekkert lát á velgengni fyrirtækja þar og verð- bólga bpfíjr ekki aukist mikið. Þýski og bandaríski seðlabankinn leggja grundvöll að stöðugleika Vaxtahækkanir árið 1994 undir stjórn Alan Greenspan seðlabanka- stjóra þykja hafa verið rétt tímasettar og nákvæmar (sjá skammtímavexti árið 1994 á mynd af vöxtum í Banda- ríkjunum). Þær hægðu á framleiðslu- aukningunni og hafa aukið líkurnar til muna á því að Bandaríkjamenn geti notið hagvaxtar í nokkur ár enn áður en kemur að næsta samdráttar- skeiði. í ár er reiknað með nærri 3% hagvexti í Bandarikjunum og árið 1996 með um 2,5%. Hagnaður fyrir- tækja er góður og hefur náð að standa undir nærri fjórðungs hækkun hluta- bréfa án þess að hlutföll hafi raskast til muna. Svipaða sögu er að segja frá Þýska- landi. Þar hafa bankastjórar Bundes- bank full tök á peningamálastjórn og verðbólgu að því er virðist. Hagvöxtur í austurhluta landsins er yfir 10% og þótt framleiðsla þar vegi aðeins um 5% af heildarframleiðslu í Þýskalandi gerir hún sitt til að auka hagvöxt í landinu sem nú er um 2,5%. Árið 1996 er reiknað með 2,5 til 3% hagvexti. Verðbólga í Þýskalandi hefur þó verið að minnka, úr 3% árið 1994 í um 2% árið 1995 og búist er við svipuðum verðhækkunum á næsta ári. Árangur- inn af peningamálastjórn Bundesbank þykir því ekki síður góður en banda- ríska seðlabankans. Auk þess hafa Þjóðveijar nú náð fullum tökum á út- gjöldum ríkissjóðs eftir ,jarðskjálft- ana“ í ríkisfjármálum sem fylgdu í kjöifar sameiningar ríkjanna í október 1990 en ríkishallinn verður kominn niður í 2-3% á næsta fjárlagaári Um 21% hækkun hlutabréfa á íslandi frá síðustu áramótum Japan er eina stórveldið þar sem þjóðarbúskapur Stendur ekki í blóma á þessu ári. Eins og fyrr segir er verð- bólga þar engin og raunar er talið að verðlag fari lækkandi án þess að það komi beint fram í mælingum vegna gamals framfærslugrunns í vísitölu- mælingum. En framleiðsluaukning er ekki teijandi heldur. Mikil hækkun á gengi jensins fyrr á árinu leiðir til hækkunar á verði á japönskum vörum annars staðar í heiminum en auk þess eiga Japanir í síharðnandi samkeppni frá iðnríkjum Vesturlanda á markaði fyrir margar af helstu útflutningsvör- unum. Japanir eiga því enn í harðri baráttu vegna eftirkasta ofþenslu- skeiðsins undir lok níunda áratugarins og gera ekki miklu betur þessi misser- in en halda framleiðslu sinni óbreyttri. í þessum hremmingum í þjóðarbú- skapnum hefur hlutabréfaverð í Japan lækkað um 6% frá síðustu áramótum en þó hækkað um 24% í sumar. Það er því við afar hagstæðar aðstæður á hlutabréfamarkaði víða um heim á árinu 1995 sem bjartsýni í hlutabréfa- viðskiptum á íslandi hefur leitt til 21% hækkunar frá áramótum eins og fyrr greinir og þar af er ríflega helmingur nú yfir sumarmánuðina. Eins og víða annars staðar gengur rekstur fyrir- tækja sem skráð eru á hlutabréfa- markaði hér yfirleitt vel. Hagnaður af rekstri þeirra ætti nokkurn veginn að standa undir þeirri hækkun sem orðið hefur á verðmæti hlutabréfa á árinu og gæti orðið jafnmikill á árinu 1996 og í ár eða jafnvel meiri. Það eina sem skyggir á í bjartsýninni er óttinn við verðbólgu. Verðbólga er enn lifandi á Islandi og kraumar undir Það væri freistandi að álykta að verðbólga sé um það bil að hverfa fyrir fullt og allt vegna þess hve lítil hún hefur verið síðustu misseri bæði í viðskiptalöndunum og á íslandi. Þeg- ar til lengri tíma er litið er verðbólga háð aukningu peningamagns í hveiju þjóðarbúi. Að hluta til er því lág verð- bólga um þessar mundir að þakka styrkri peningamálastjórn í seðlabönk- um stærstu iðnríkja og ábyrgum stjórnvöldum víða um lönd. Eftir verðbólguumrót áttunda og níunda áratugsins hafa menn sann- færst um að hagvöxtur og aukin vel- megun verða ekki byggð á öðru en stöðugu verðlagi og festu við stjórn ríkisfjármála og peningamála. Seðla- bankar hafa víða verið gerðir óháðari í störfum sínum og ákvörðunum og á þá er lögð sú ábyrgð að stýra peninga- málum til þess að verðbólga sé undir tilteknu hámarki, t.d. 2% eða 2,5%. Enginn vafi leikur á því að litla verð- bólgu í iðnríkjunum þessi árin er að hluta að rekja til frábærs árangurs við peningamálastjórn bæði í Banda- ríkjunum og í Þýskalandi. Enginn vafi leikur þó á því heldur að verðbólga er enn lifandi og kraumar undir. Á íslandi er eins og tilvist henn- ar hafi gleymst þrátt fyrir að aðeins þurfi að fara aftur til áranna 1991, 1990, 1989 og 1988 til að finna 7,5% verðbólgu, 15,5%, 18,3% og 23,4% verðbólgu (í þeirri röð). Snemma á ár- inu 1995 var skrifað undir kjarasamn- inga milli ASÍ og VSÍ þar sem lagður var grundvöllur að áframhaldandi stöð- ugleika með raunhæfum launahækkun- um. Þar var reynt að skipta réttlátlega því sem til skiptanna var og ekki meiru. Síðar á árinu hafa kjarasamningar margra launþegahópa verið leiddir til lykta með kauphækkúnum sem eru töluvert hærri og jafnvel eru dæmi um 20% launahækkun. Töluverð aukning innlendrar eftirspurnar á árinu 1995 Stöðugleiki er þó áfram hornsteinn í efnahagsstefnu stjómvalda. Stöðug- leiki krefst þess að gengi krónunnar sé óbreytt gagnvart öðrum myntum og verðbólga má því ekki verða hærri hér en hún er í viðskiptalöndunum eða að jafnaði um 2 til 2,5%. Kjarasamning- ar sem fela í sér launahækkun um 15-20% geta á engan hátt samrýmst stöðugu verðlagi jafnvel þótt hækkunin dreifíst á tvö ár. íjóðartekjur á mann minnkuðu um 5,4% og 2% árin 1992 og 1993. Árið 1994 jukust þær aftur um 2,8%, í ár er reiknað með um 2,1% aukningu á mann og árið 1996 gæti útkoman orðið áþekk. Ef verðbólga er um 2-2,5% á ári eru u.þ.b. 4 til 5% á ári til skiptanna, alls ekki 12%, 15% eða jafnvel 20% á tveimur árum. Ef til vill hefur launaþróun síðustu mánuði leitt til þesá að nú er búist við meiri verðbólgu á næstu misserum og ef til vill hafa óverðtryggðir vextir á skammtímamarkaði ekki lækkað eins og í öðrujn löndum í sumar af þeim ástæðum. Ef til vill skynja menn að eftirspurn hefur farið hratt vaxandi jnnanlands á árinu og telja að fram- undan sé vaxandi hætta á þenslu og meiri verðbólgu. Hækkun launa eða vöru og þjónustu um tugi prósenta gengur ekki upp núna Hagstærðir sýna að eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu hefur aukist mikið árin 1994 og 1995. Á tólf mánuðunum til miðs árs 1995 er aukning á almennum innfiutningi um 12 til 13% miðað við tólf mánuðina þar á undan og enn virðist vera að herða á aukningunni. Útflutningur hefur líka aukist verulega eða um 10 til 11% á tólf mánuðunum til miðs árs 1995 m.v. tólf mánuðina þar á undan. Mismunurinn er þó sá að nú er farið að hægja á aukningu vöruútflutnings. Viðskiptajöfnuður (sem nær til vöru- og þjónustuviðskipta) var jákvæður um 4,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins 1994 en á sama tíma árið 1995 var afgangurinn kominn niður í 2,5 milljarða króna. Innflutningur og útflutningur eru ekki nema hluti af framleiðslu og við- skiptum landsmanna en þessar stærð- ir hafa oft reynst vísa veginn hvað varðar framvindu í þjóðarbúskapnum á liðnum árum. Greinilegt er að megin- viðfangsefni við stjórn efnahagsmáia á árinu 1996 verður að hemja eftir- spurn innanlands. Allir verða að skilja að hækkun launa um 15% eða 20% til tveggja ára eða þjónustugjalda um 100% er óhugsandi þegar verðbólga er 0 til 2% og framleiðsluaukning á mann er svipuð. Með allt þetta í huga er vafamál hvort vextir á íslandi geta talist „of háir“ núna. Jákvætt svar við spurning- unni fæli í sér að ástæða eða þörf væri á því að lækka vexti. Það virðist þó afar varhugavert vegna þess að töluverð hætta er á því að verðbólga á árinu 1996 verði meiri en í ár og líka vegna þess að afgangur í viðskipt- um við útlönd virðist nú fara hratt minnkandi. Það er dýrt í krónum að búa við háa vexti en margfalt dýrara að glata ávinningnum af áframhald- andi stöðugleika á næstu árum. í þessu ljóst er torvelt að skilja vaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku um 0,5% í viðskiptum hans við aðra banka. Svo virðist sem Islendingar verði að sættast á það um sinn að verða af þeirri vaxtalækkun sem margar aðrar þjóðir hafa notið á þessu ári jafnvel þótt þær séu komnar lengra í núverandi hagsveiflu en við. Vonandi tekst á næstu mánuðum að ná fullum tökum á launamálum, verðhækkunum og ríkisfjármálum þannig að við getum verið samstíga nágrannaþjóðunum við að halda verðlagi stöðugu og festu í peningamálum. Það er eina leiðin til þess að vextir geti lækkað á íslandi til samræmis við aðrar þjóðir. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslandsbanka hf. VIÐSKIPTI Nýjasta þjófavörnin SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu Smi*juv«(iwr 70, 200 KOfmvogw Simar: 5W 1740,802 4170, Fax: 554 176» SAMHÆFÐUR HUGBÚNAÐUR gn KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Tölvur brenni merktar ÞJÓFNAÐUR á tölvum og öðr- um dýrum tækjum hefur aukist nýög hérlendis á síðustu misser- um. Tilkynntir tölvuþjófnaðir til Rannsóknalögreglu ríkisins það sem af er þessu ári eru vel á ann- að hundrað tals- ins og ekkert Iát virðist ætla að verðaáþeiin. Securicode ís- land ehf. er nokk- urra mánaða gamalt fyrirtæki, sem tekur að sér að merkja tölvur og skyldan búnað með sérstökum hitamerkingum. Ekki er hægt að ná merkingunum af nema það sjáist með áberandi hætti og er til- gangurinn sá að fæla þjófa frá því að stela búnað- inum. Guðmundur Lýðsson, fram- kvæmdastjóri Securicode íslands, segir að merkingin sé brædd á fínlegan hátt í viðkomandi búnað. í henni er símanúmer Securicode og raðnúmer fyrirtækisins, sem varðveitt er í skrám þess. „Tölva, sem merkt er á þennan hátt, ætti ekki að freista þjófa enda ættu þeir erfitt með að selja hana. Þótt þjófnum tækist að selja merkta tölvu væri samt afar óþægilegt fyrir kaupand- ann að sifja uppi með hana. Hann gæti hvenær sem er átt á hættu að upp um hann kæmist og gæti til að mynda ekki farið með tölvuna á viðgerðarverk- stæði. Þá auð- velda merking- arnar lögreglunni að sanna þjófnað og koma fundnu þýfi til réttra eig- enda,“ segir Guð- mundur. Afsláttur af iðgjöldum? Að sögn Guð- mundar hefur það færst í vöxt að fyrirtæki og stofnanir tryggi tölvur og önnur skrifstofutæki sérstaklega. „íslensk trygginga- félög hafa verið sérstaklega áhugasöm um þessa nýju tækni og hafa mörg lýst yfir vilja til þess að veita þeim, sem merkja tæki sín með þessum hætti, sér- stakan afslátt af iðgjöldum.“ PAT Anderson, fram- kvæmdasljóri Securicode International, var staddur hér á Iandi fyrir skömmu og hér brennimerkir hann reiknivél. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd 'brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. o LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Viðsldptavinurinvi ætti ekki að þurfa að segja þér fréttirnar...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.