Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLADIÐ t, VIÐSKIPTI Evrópskir hluthafar í uppreisnarhug Vjerulegar breytingar eru að verða á valdahlutföllun- um í evrópsku atvinnulífi og líklegt að niðurstaðan verði bandaríska kerfið, sem gerir kröfu til meiri upplýsinga og meiri arðsemi UM síðustu mánaðamót til- kynntu ítölsku stórfyrir- tækin Fiat, Pirelli, Assicuarzioni Generali og hinn voldugi banki, Mediobanca, að fjárfestingarfyrirtækið Gemina myndi taka við eignum Ferruzzi- samsteypunnar, sem nú er gjald- þrota. Gemina átti með öðrum að verða á einni nóttu önnur stærsta fyrirtækjasamsteypa á ítalíu þar sem stórkarlar á borð við þá Agnelli-bræð- ur réðu ríkjum. Hér var á ferðinni stórfrétt úr viðskiptalífínu en það stóð þóekki til að segja meira um það. í þetta sinn, aldrei þessu vant, vildu menn þó fá meira að heyra. Litlir hluthafar, forstöðumenn sjóða jafnt á ítalíu sem erlendis og sér- fræðingar í viðskiptalífinu brugðust ókvæða við og sögðu Gemina-samn- inginn lykta af baktjaldamakki og feluleik. Sögðust litlu hluthafarnir hafa verið meðhöndlaðir eins og hverjir aðrir áhorfendur í þessu máli. Hugsast getur, að stóru karlarnir í evrópsku viðskiptalífi verði að búa sig undir meiri hávaða af þessu tagi. Það er ekki víst, að þeir geti öllu lengur samið sín í milli um framtíð fyrirtækjanna án þess nokkur láti í sér heyra. Talsmenn venjulegra hlut- hafa eru nú farnir að þrýsta á um aukinn hagnað, að slæmir stjórnend- ur verði reknir og samningum um laun forstjóra og annarra frammá- manna í fyrirtækjum verði sagt upp séu þeir ekki bundnir við frammi- stöðu þeirra. Þá hafa verið settar upp eins konar vamarnefndir til að berjast fyrir réttindum hluthafa frammi fyrir dómstólunum. Réttindalitlir hluthafar Þessi þróun er meira en tímabær í Evrópu. Hluthafar í minnihluta njóta fárra réttinda, ¦ eignir eru bundnar í illa reknum fyrirtækjum, þeir hafa engin áhrif á tilraunir ann- arra til að kaupa fyrirtækin og ár- skýrslur fyrirtækjanna eru oft mjög óljósar ef ekki beint villandi. Atkvæð- isréttinum er þannig komið fyrir, að topparnir geta sofið rólegir. Þeir vita, að meirihlutinn er í öruggum höndum. Hvað sem þessu líður hefur litlu hluthöfunum orðið nokkuð ágengt. Gérard Worms, forstjóri Compagnie de Suez, var látinn fara í júlí og Marc Fournier, stofnandi og forstjóri MARKADSSETNING ERLENDIS Ríkisstjórnin veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sértækra markaðsaðgerða á eftirfarandi sviðum: ATAKSYERKtFNI OG RAÐGJOF MARKAÐSRANN5PKNIR OG ÞEKKINGAROFLUN FRAMKVÆMD MARKAÐSAÆTLUNAR Um styrki geta sótt fyrirtæki og einstaklingar með skráð lögheimili á íslandi. Umsækjendur skulu leggja fram umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Útflutningsráði íslands. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti að jafnaði numið um þriðjungi af skilgreindum kostnaði hvers verkefnis, þó aldrei meira en helmingi. Umsækjendum ber að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. Nánari upplýsingar um reglur vegna markaðsstyrkja fylgja umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 25. október n.k. og umsóknum skal skilað til Utflutningsráðs Jslands, Hallveigastíg 1, sími 511 4000, bréfasími 511 4040. . UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ & UTFLUTNINGSRAÐ ÍSLANDS Navigation Mixte í 26 ár, tók pokann sinn í júní. Hefur þetta orðið til að hleypa baráttumönnum hluthafa kapp í kinn og nú er talað um, að næstir á dagskrá verði meðal annarra þeir Hilmar Kopper hjá Deutsche Bank, Enrico Cuccia hjá Mediobanca, Mic- hel Pébereau hjá Banque Nationale de Paris og Iain Vallance hjá British Telecommunications. Nýir fjárfestar Þessi hreyfmg getur haft mikil áhrif á valdahlutföllin í evrópsku atvinnulífi og meðal annars vegna þess, að fram á sjónarsviðið er að koma ný tegund fjárfesta, sem fyr- irtækin verða að taka tillit til. Ein- stakar ríkisstjórnir og fjármálastofn- anir í Evrópu anna ekki lengur fjár- þörf fyrirtækjanna og því eru þau farin að bera víurnar í lífeyrissjóði á borð við California Public Employe- es' Retirement System en hann ákvað nýlega að auka fjárfestingu sína í evrópskum verðbréfum úr átta milljörðum dollara í 11. Af þeim 500 miHjörðum dollara í hlutbréfum, sem einkavæddu fyr- irtækin í Evrópu hafa gefið út, hafa bandarísk fyrirtæki og fjármála- stofnanir keypt um 20% og þau gera miklu strangari kröfur um upplýs- ingar og arðsemi en gerðar hafa verið í Evrópu. Upp úr einkavæðingu síðustu ára hefur svo líka sprottið upp hópur innlendra fjárfesta, sem eru fyrst núna að læra að vinna sam- an að hagsmunamálum sínum. Út- koman verður því sú, að bandaríska kerfið verður tekið upp í Evrópu.. Það er í Frakklandi, sem mest hefur gengið á í þessum efnum að undanförnu. Á síðasta áratug hafa ^^*-s . tök ríkisins á atvinnulífinu minnkað verulega þótt kerfið geti ekki ennþá kallast kapitalískt nema að hálfu. leyti. Stórfyrirtækin hafa enn meirihlutaítök hvert í öðru og yfir öllu saman trónir síðan lítill hóp- ur stjórnenda. I Frakklandi er fátt um stóra lífeyris- og verðbréfasjóði og því hefur meirihluti hlutafjár í ríkisfyrirtækjunum verið seldur eignarhaldsfélögum atvinnulífsins í því skyni að fyrirtækin verði áfram í franskri eigu. Þetta kerfi virðist nú vera að bresta. Hluthafar hafa sameinast um að stugga burt forstjórum, sem hefur dagað uppi í stólunum sínum, og þess sjást nú merki, að jafnvel harði kjarninn, meirihlutamenn, sem hing- að til hafa staðið vörð um stjórnend- urna, sé farinn að rumska. Annars flokks borgarar í Þýskalandi er einnig mikil um- ræða um þessi mál og ekki um þörf- ina á breytingum, heldur hve hraðar þær eigi að vera. Þar í landi má líka með sanni segja, að litlir hluthafar séu annars flokks borgarar lögum samkvæmt. Það sýndi sig á síðasta ári þegar Márz-samsteypan, næst- stærsta bruggfyrirtækið í landinu, seldi brugghús í Hamborg fyrir 528 dollara hvern hlut. Litlu hluthafarnir fengu þó aðeins 396 dollara fyrir hlutinn vegna þess, að í skýrslu enbd- urskoðandans sagði, að hann væri 25% minna virði en fyrir hann fékkst. í Þýskalandi eru stjórnir stórfyr- irtækjanna einnig undir smásjánni, til dæmis eftirlitsstjórnirnar, sem skipaðar eru fulltrúum fyrirtækja, banka og verkalýðsfélaga. Þær skipa aðalframkvæmdastjórann og eiga að fylgjast með rekstraráætlunum fyrir- tækisins og fjárfestingum. Þær koma hins vegar ekki saman nema árs- fjórðungslega og verða þá að reiða sig á upplýsingar frá framkvæmda- stjórninni. Margir segja, að þetta kerfi sé með öllu ótækt og telja, að til þess megi rekja ýmis stórhneyksli á síð- ustu árum, t.d. gífurlegt tap Met- allgesellschafts í olíuviðskiptum. Varð fyrirtækinu ekki bjargað nema með 2,5 milljarða dollara bankaaðstoð. Að margra áliti er sökudólgurinn í þessu máli voWugasta stofnunin í Þýskalandi, sjálfur Deutsche Bank. Hann var helsti lánardrottinn Met- allgesellschafts og einn af yfirmönn- um bankans, Ronaldo H. Schmitz, var formaður eftirlitsstjórnar MG. Þar við bætist síðan hjá bankanum uppákoman hjá Daimler Benz en í júní sl. voru hluthafar í fyrirtækinu búnir undir mikið tap á þessu ári, aðeins fjórum vikum eftir að framtíð- in hafði verið máluð rðsrauðum litum á ársfundinum. Þessi áföll hafa þó orðið til þess, að Deutsche Bank er farinn að end- urskoða ítök sín í ýmsum fyrirtækj- um, þar á meðal í Daimler Benz, og samráð við hluthafa er miklu nánara en verið hefur. ítalir á eftir í Bretlandi, sem ruddi raunar brautina fyrir auknum rétti hluthafa, eru stærstu málin mikil laun forstjór- anna, sem oft eru ekki í neinu sam- ræmi við gengi fyrirtækjanna, en á ítalíu er miklu minna um að vera. Þar er hinn leyndardómsfulli banki, Mediobanca, og stjórnandi hans, hinn 87 ára gamli Enrico Cuccia, sagðir standa í vegi fyrir umbótum. Mediobanca er burðarásinn í hinu mikla veldi ítölsku iðnaðarfjölskyldn- anna í norðurhluta landsins. Hann á hlut í stærstu fyrirtækjunum og þau aftur í honum og þessi þröngi hópur stendur síðan um saman um ákvarð- anir, sem oft geta verið mjög afdrifa- ríkar fyrir ítalskt atvinnu- og efna- hagslíf. Þeir, sem harðast gagnrýna Mediobanca, segja, að hann hafi komið í veg fyrir, að ítalir hafi feng- ið að njóta ávaxta einkavæðingarinn- ar. í stað þess, að sala banka hafi leitt til dreifðari eignaraðildar, hafi þeir safnast saman á einni hendi hjá Mediobanca. Baráttan fyrir auknum réttindum hluthafa er aðeins hluti af barátt- unni fyrir nýrri ímynd Evrópu. Spurningin er sú hvort velferðarkerf- ið geti haldið áfram að hlífa fyrir- tækjum og fólki við fullum áhrifum markaðsaflanna. Þeir, sem fara fremstir í flokki fyrir réttindum hlut- hafa, telja, að Evrópa hafí ekki leng- ur efni á slíkri verndarstefnu. Ársskýrsla Alþjóðabankans birt Skilvirkni og minni stjórnunar- kostnaður forgangsverkefni KaupmannahSfn. Morgunblaðið. ÞÓ LANUM frá Alþjóðabankanum sem flokkuð eru sem vandamál hafi fjölgað lítillega milli ára, hefur vandinn minnkað á erfiðasta lána- svæði bankans, Afríku. Þetta kem- ur fram í nýrri ársskýrslu Alþjóða- bankans. Megin verkefni bankans er að gera lánastarfsemina skilvirk- ari og draga úr kostnaði, auk þess sem James D. Wolfensohn, nýr bankastjóri bankans, álítur aðstoð við Afríku brýnasta verkefnið. Á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn sagði Nicholas van Praag yfir- maður Evrópudeildar bankans í við- tali við Morgunblaðið að áhrif Norðurlandanna í stjórn bankans væru langt umfram framlag land- anna, því þau stæðu vel saman og rækju sín mál vel. Af 1762 afgreiðslum á síðast- liðnu ári eru 15,2 prósent flokkaðar sem vandamál og er það aukning úr 13,9 prósentum 1993. Af af- greiðslum til Afríku hefur vandinn minnkað um tvö prósent, úr 21 prósenti í 19. Af lánasvæðum bank- ans er Afríka langverst stæð og þvf er uppbygging þar brýnasta viðfangsefni bankans. Stjórn bankans er einnig umhug- að um að draga úr stjórnunarkostn- aði og gera starfsemina skilvirkari. Eftir skýrslu 1992, þar sem sýnt var fram á að eftirliti með verkefn- um sem lánað er til væri mjög ábótavant, hefur stjórn bankans tekið þau mál föstum tökum. Van Praag sagði að slíkt eftirlit væri nú forgangsverkefni i bankanum, auk þess að skera niður stjórnunar- kostnað. Ætlunin er að minnka hann um tólf prósent á næstu tveimur árum. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um félagslega þróun hvöttu Danir til að bankinn gæfi eftir lán til landa sem auðsýnt er að geti ekki greitt lánin til baka, en fengu litlar undirtektir. Van Praag sagði þetta vera viðkvæmt mál. Innan bankans væri álitið að reyna ætti að hjálpa þessum löndum, sem eru um fjörutíu talsins. Hins vegar þætti vafasamt að gefa lánin eftir, þar sem þau lönd fengju þá að vissu leyti umbun, meðan önnur lönd, sem hefðu lagt harðar að sér við hagstjórnina fengju enga umbun fyrir að standa sig vel. Einnig gæti slík stefna komið öllum við- skiptavinum illa, því með eftirgjöf væri sennilegt að bankinn yrði lægra metinn á lánamörkuðum, sem hækkaði vexti á lánum til bankans og þar með á útlánum hans. Van Praag sagði að Norðurlönd- in væru veigamikil í stjórn bank- ans, þó framlag þeirra væri lítið. Þau ynnu skipulega saman í gegn- um fulltrúa sinn í bankastjórninni og væru fulltrúar þjóða, sem fylgd- ust vel með, svo afskipti þeirra skiluðu hámarksáhrifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.