Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 9

Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 B 9 VIÐSKIPTI Sameining danskra banka aftur á dagskrá Ný hrina í augsýn ? FUNDUR framundan! Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. TÍMI bankasamruna í danska bankaheiminum virðist ekki liðinn, þrátt fyrir nokkra slíka undanfarin ár. Þegar ríkið selur hlut í Girobank á næstunni þykir líklegt að Nykred- it kaupi hann og að Girobank og Bikuben verði lagðir saman. Af- koma ýmissa millstórra banka hefur verið slök undanfarið og því þrálát- ur orðrómur um samruna þar. Með- al litlu bankanna er fréttum um samruna og stærri banka tekið með fögnuði, því reynslan sýnir að sam- runi skilar viðskiptavinum til þeirra. Einstaklingar og lítil fyrirtæki kjósa fremur viðskipti með persónulegum brag við litlu bankana en ópersónu- leg samskipti við stóru bankana. Girobank var áður hluti af póst- kerfínu, en hefur verið einkavædd- ur. Nú er búist við að ríkið muni selja sinn hlut, sem er 49 prósent. Söluverðið er að öllum líkindum á þriðja milljarðatug íslenskra króna, svo varla er um marga mögulega kaupendur að ræða. Sennilegast er að Nykredit, sem er mjög vel stæð húsnæðislánastofnun, muni kaupa hlutinn og að það hafi þegar verið undirbúið áður en ríkið ákvað að selja hlutinn. Nykredit á þegar stór- an hlut í Bikuben, sem er gamall sparisjóður. Rekstur Bikuben hefur gengið illa undanfarið og líkum að því leitt að Bikuben og Girobank verði sameinaðir. Þar með kemur fram á sjónarsviðið enn einn stór- banki við samruna, en fyrir eru Den Danske Bank og Unibank, sem báð- ir urðu til við samruna. Samruni vatn á myllu litlu bankanna Samruni gæti ýtt við öðrum bönk- um og leitt til samruna millistórra banka. í nýlegri skýrslu Finanstilsy- net, danska fjármálaeftirlitsins, er bent á mjög tæpa stöðu nokkurra millistórra banka, meðal annars Amagerbank, Sydbank, Salling Bank, Forstædernes Bank og Spar Nord, auk Bikuben. Þessir bankar væru því líklegir til að freista sam- runa. Athyglin beinist helst að Syd- bank, fímmta stærsta bankanum, sem var stofnaður í fyrra eftir sam- runa Vardebank og Aktivbank. Rekstur hans hefur gengið illa, en sama var reyndar með stóru bank- ana Den Danske Bank og Unibank, sem ekki fóru að skila ágóða fyrr en nokkrum árum eftir samruna, en ganga nú mjög vel. Sydbank gæti hugsanlega gengið í eina sæng með Bikuben. Belgískt tilboðíhol- lenzk blöð Amsterdam. Reuter. TVÖ belgísk fyrirtæki og þrír hol- lenzkir samstarfsaðilar hafa blandað sér í samkeppni um kaup á hollenzka blaðaforlaginu Dag- bladunie, eign ensk-hollenzka út- gáfufyrirtækisins Reed Elseviers. Belgísku fyrirtækin eru Gevaert Holding NV og útgáfufyrirtækið VUM. Dagbladunie gefur út NRC Handelsblad, áhrifamikið blað, Algemeen Dagblad, sem er alþýð- legra, og landshlutablöð. Hlutur Gevaert og VUM í tilboð- inu er 25% og ekki er látið uppi um hvaða hollenzka samstarfsað- ila sé að ræða. Dagbladunie var auglýst til sölu í júní og salan er liður í fyrirætlunum Reeds Elsevi- ers um að losa sig við rit fyrir almenna lesendur. Gevaert á 25% í Vlaamse Uitge- vers Maatschappij (VUM), sem gefur út áhrifamesta dagblaðið á flæmsku, De Standaard Slæm afkoma millistóru bank- anna hefur leitt til vangaveltna um að bankamir þurfi annaðhvort að vera mjög stórir, eða litlir til að skila ágóða. Aðeins stóru bankamir geti sinnt stómm fyrirtækjum, með- an lítil fyrirtæki og einstaklingar kjósi litla banka og þersónúlega þjónustu þeirra. A móti er bent á að í Danmörku séu flest fyrirtæki méð- alstór og lítil, svo óþarfí sé að hafa marga stóra banka. Millistórir bank- ar ættu að höfða til margra fyrir- tækja, þó rekstrartölur þessa mán- uðina sýni annað. í kjölfar fyrri samrunanna hafa litlir bankar feng- ið flóðbylgjur viðskiptavina, því reynslan sýnir að bæði einstaklingar og lítil fyrirtæki kjósa persónulega þjónustu og að þekkja starfsfólk, fremur en stóra banka og ópersónu- lega ásýnd þeirra. Á þeim bæjum bíða menn því spenntir eftir fleiri samrunum, sem gætu skilað sams- konar viðskiptaaukningu þeirra og áður. Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANPIC LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 Ný siglingaáætlun innanlands MFrá og meö 28. september breytist siglingaáætlun Mælifells, strand- ferbaskips Samskipa. Mælifellið siglir þá vestur meb landinu en ekki í austurátt. Samfara þessari breytingu mun Faroe Line hætta áætlunarsiglingum á Austfirbi. Mælifellib mun áfram sinna sömu áætlunarhöfnum. Meb þessari breytingu stíga Samskip enn eitt skrefib í átt til meiri og betri þjónustu. SAMSKIP iNNANLANDS Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.