Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 10
10 B. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samsvörunina má fínna í hefðbundnum verslunar- miðstöðvum, þar sem neyt- andi getur verslað í hópi verslana. Það sem er frábrugðið við Heimakringluna samanborið við hefðbundnar verslunarmiðstöðvar er eins og nafnið vísar á, að verslun á sér stað í heimahúsi og verslun- armiðstöðin er í raun rafræn eftirlík- ing af frummyndinni. Verslun á Internetinu Verslun á Internetinu hefur verið í stöðugri sókn þrátt fyrir þá stað- reynd að ekki hefur verið til staðar eiginlegur verslunarrýnir (shopping browser). Hafa menn notast við upplýsingarýna eins og Netscape til verslunar, þrátt fyrir að hðnnun þeirra byggi á upplýsingaleit en ekki verslun sem Iýsir sér helst í því að verslunarhugtök eins og inn- kaupakarfa, þjónustufyrirspurn og reikningur hafa verið þung í með- höndlun auk þess sem greiðslumiðl- un með því að gefa upp kortanúmer hefur verið ábótavant. Með því að setja upp verslun á vefsíðu má stofna tölvuverslun á mjög einfaldan hátt. Slíkt hafa nokkur fyrirtæki nú þegar gert og má þar nefna bókaverslanirnar Framtíðarsýn og Bóksölu stúdenta. Þessar verslanir nýta sér upplýs- ingatæknina til að fá pantanir frá notendum, en vinna síðan pöntunina handvirkt, þ.e. það hefði ekki breytt neinu fyrir þessi fyrirtæki hvort pöntunin kæmi sem tölvupóstur eða fax. í báðum tilfellum er pöntunin slegin handvirkt inn í viðkomandi kerfi til afgreiðslu. Heimakringlan fer þá leið að byggja alfarið á Internetinu og þeim samskiptastöðlum sem þar eru not- aðir. Notendum er gefmn valkostur á að nota hefðbundna leið til versl- unar á Internetinu sem byggir á vefsíðum, eða nota sérhannaðan verslunarrýni, sem byggir alfarið á þeim verslunarhugtökum sem mönnum er tamt að nota s.s. körfu, búðarkassa, reikningi, gengistöflu, þjónustufyrirspurn og aðstoðar- manni. Báðir valkostir eru hannaðir með það í huga að einfalt og fljót- legt sé að versla, þó svo að sér- hæfði verslunarrýnirinn gangi lengra og leyfi mönnum meira, s.s endurnýta eldri körfur, fylgja eldri pöntunum eftir og aukið öryggi. Einföld vefsíðuverslun hentar vel í þeim tilfellum að verið er að kaupa eina vörutegund og greiðsla fer fram með póstkröfu. Ef hins vegar verið er að tala um rekstrarvörur, s.s. rftatvörur og skrifstofuvörur þar , sem tína þarf fjölda af vörum ofan í körfu, gegnir öðru máli. I slíku tilfelli skiptir sjálfvirknin í bak- grunnsvinnslunni ekki síður máli en viðmót notandans og sá hraði sem kaupandi nær við að framkvæma endurpantanir. Nýta þarf upplýs- ingatæknina bæði til að framkvæma pöntun, búa til innkaupalista í réttri röð, framkvæma heimildarleit fyrir greiðslu og útbúa farmbréf til út- sendingar vörunnar. Hér er um flókna vinnslu að ræða, þar sem margir aðilar koma að málum. Það má því segja að heimaverslun með tölvum sé keðja með mörgum hlekkjum, einn hlekkurinn stendur fyrir vörulistann, annar fyrir vöru- : dreifmgu, sá þriðji fyrir greiðslu- miðlun, sá fjórði fyrir viðmót kaup- enda, sá fimmti markaðssetningu og sá sjötti fyrir upplýsingavinnsl- una sem tengir þessa _______ þætti saman og tryggir þjónustu við kaupandann. Aðeins ef allir hlekkir keðjunnar eru styrkir má vænta árangurs í heima- verslun með tölvum. í stað þess að fara út í smáatriði um hvernig notendaviðmót Heimakringlunnar vinnur er mönnum bent á heimasíðu Heimakringlunnar: http://www.mmedia.is/heima- kringlan/ Einnig geta menn sem Ieggja leið sína í Laugardagshöllina um helgina á sýninguna Tölvur & tækni skoðað Heimakringluna. Uppbygging Heimakringlunnar Heimakringlan er í eðli sínU versl- unarmiðstöð eins og áður hefur Húsa smiðjan Tölvur Bónus birgja TölvupósturX. >"HEDI HeiiTiakrtoerlart .O ... Nevtendur Mynd 1: Santstarfsaðöar Heimakrin^unnar Skrffstofu- vörur íslands banki Biengluö pöntun Heimakrínglan Siónarhorn í fyrri greinum sínum um heimaverslun hefur Stefán Hrafnkels- son fjallað um heimaverslun almennt og öryggi Internetsins til viðskipta. í þessari síðustu grein er fjallað um Heimakringluna, rafræna verslunarmiðstöð á Internetinu sem Margmiðlun hf. hefur þróað og nú er veríð að opna. Heima- kringlan er versiunar- miðstöð komið fram, sem rekur ekki eigin verslanir heldur þjónust- ar þær verslan- ir sem þar vilja stunda sín við- skipti. Sam- hliða þessari þjónustu hefur Heimakringlan leitast við að byggja upp samstarf vegna vörudreifingar og greiðsl- umiðlunar sem nýst gætu öll- um þeim sem bjóða vörur sín- ar í Heimakringlunni. Mynd 1 sýnir uppbyggingu Heimakringlunnar og hvernig hinir ýmsu hlekkir keðjunn- ar eru tengdir saman. Verslunarferlið Við skulum líta á ferli verslunar frá því vörulisti er búinn til og þar til kaupandi fær afhenta vöru. Ferl- inu má skipta í eftirtalin þrep: ------------ • Vörulisti búinn til • Vara skoðuð • Vörur tíndar í körfuna og pöntun framkvæmd • Pöntun send til birgja • Tiltekt á vörum og heimildarleit e Vörudreifing e Þjónusta Vörulisti búinn til Fyrsta verkið sem þarf að fram- kvæma ef hefja á tölvuverslun er að útbúa rafrænan vörulista. Í til- felli Heimakringlunnar hefur verið lögð mikil áhersla á að viðhald vöru- listans sé í hefðbundnu birgðakerfi birgisins til að tryggja að ekki þurfi að halda við vörulistum á tveim stöð- um. Vandamálið er að upplýsingar í rafrænum vörulista þurfa oft að vera muh meiri en hefðbundnum vörulista og má nefna sem dæmi að mjög oft er lýsingu vöru ábóta- vant og einnig vantar myndir í þá sem nýst geta í rafrænum vörulista. Til að tryggja að hægt sé að nýta upplýsingar í hefðbundnum vöru- lista hefur verið þróaður vörulista- ritill sem hægt er að flytja upplýs- ingar inn í beint úr hefðbundnum vörulista. Síðan má bæta við upplýs- ingum, s.s. myndum, markhópi sem varan tilheyrir, þyngd og rúmmáli til að reikna flutningskostnað svo eitthvað sé nefnt. Þegar búið er að bæta við öllum nauðsynlegum upplýsingum í vöru- Iistann er síðan hægt að búa til Heimakringlu-vörulista sem notað- ur er þegar verið er að versla í Heimakringlunni. Þennan vörulista, sem er í raun gagnagrunnur, má síðan nota óbreyttan til að versla í Heimakringlunni jafnt á vefnum sem í sérhæfðum verslunarrýni Heimakringlunnar. Vörulisti skoðaður Til að skoða vörulista í Heima- kringlunni þarf neytandi annaðhvort að skoða viðkomandi vörulista sem vefsíðu eða opna vörulistann í Heimakringlunni. Til þess að geta opnað vörulista í Heimakringlunni þarf notandi að hafa verslunarrýni Heimakringlunn- ar og vörulistann eða sækja_ af Internetinu. I báð- um tilfellum getur neytandi síðan skoðað vörulist- ann, borið saman verð og fengið margmiðlunar- upplýsingar um vöruna. Vörur tíndar í körfuna og pöntun framkvæmd í tilfelli vefsíðuverslunar þarf að skrá sig sem viðskiptavin Heimakringlunnar áður en verslun hefst. Eftir að verslun hefst er einfalt að tína vörur í körfuna og framkvæma síðan pöntun þegar karfan er full. Einnig byggir slík verslun á því að kaup- --------- andi sendir greiðsluupp- lýsingar á Internetið sem ekki eru brenglaðar, þannig að kortaupplýs- ingar eru ekki varðar utanaðkomandi aðilum. "~™^~ Ef verslunarrýnirinn er notaður er einfalt að tína vörur í körfuna, endurnýta gamlar körfur og skoða innihald körfunnar, allt hlutir sem eru fljótvirkir og handhægir. Þegar búið er að tína hluti í körfuna er farið með hana að búðarkassanum þar sem reikningur er búinn til. Aðeins þarf að skrá inn upplýs- ingar um neytanda í fyrsta skipti sem verslað er, en eftir það er hægt að endurnýta upplýsingarnar. Flutningsmáta þarf þó alltaf að velja, og gefur forritið upp kostnað við hvern flutningsmáta, auk þess áætlaðan afhendingartíma. Pöntun send til birgja Pöntun er móttekin af Heima- kringlunni í báðum tilfellum, og fer þá af stað vörpun á pöntuninni yfir á það form sem birgirinn kýs að fá. Þannig getur birgir valið um að fá pöntunina á EDI-formi, sem símbréf eða sem tölvupóst. Velji hann EDI- form getur hann móttekið pöntunina inn í sitt pantanakerfi sjálfvirkt án þess að mannshöndin komi þar nærri. Tiltekt á vörum og heimildarleit Þegar pöntun er komin til birgis er það á hans valdi að ákveða hvern- ig pöntunin er unnin. Alltaf þarf að taka til vöruna, en eftir eðli greiðslumátans þarf hugsanlega að afla heimildar fyrir úttekt. Tiltekt vöru ef verið er að selja eina tegund er oftast ekki tiltöku- mál, en ef verið er að afgreiða matarkörfu getur slík tiltekt kostað mikla vinnu. Ljóst er að innkaupa- listi, sem er búinn til sérstaklega til að einfalda tiltekt þar sem vörun- um er raðað eftir hillum og búið er að taka út vörur sem ekki eru til, geta skipt sköpum. Að tiltekt lokinni veit birgirinn nákvæmlega hversu reikningurinn er hár, og getur í þeim tilfellum gengið frá greiðslu reikningsins, hvort heldur er með debetkorti eða kreditkorti. Þessar greiðslur má inna af hendi alfarið sjálfvirkt, án þess að mannshöndin komi þar nærri. Vörudreifing Þegar heimild er komin fyrir greiðslu er hægt að senda vöruna til kaupanda. Hingað til hafa fyrir- tæki í heimaverslun mikið nýtt sér póstkröfu til að afhenda viðskipta- vininum vöruna. Heimaverslun hefur einnig oft beinst að þeim þáttum verslunar þar sem viðskiptavinir geta sætt sig við afhendingu vöru síðar og er þá ver- ið að tala um tvær til þrjár vikur (erlendir vörulistar). í mörgum til- fellum er slík vörudreifíng ásætt- anleg, en ef nota á heimaverslun til að gera matarinnkaupin vilja menn vita nákvæmlega hvenær þeir eiga von á vörunni og þeir vilja að sá tími sem þeir vænta vörunnar stand- ist. Einnig er það orðið óásættanlegt að hafa mikið fyrir því að sækja vöruna. Þjónusta í Heimakringlunni geta menn sent þjónustufyrirspurnir til birgja með tölvupósti. Þarna gefst kaup- endum tækifæri til að láta skoðanir sínar í Ijós, hvort heldur verið er að kvarta, eða biðja um aukið vöru- úrval. Með þessum hætti gefst birgi tækifæri á að vera í lifandi sam- skiptum við viðskiptavininn og tekið púlsinn. Lokaorð Rafræn heimaverslun er enn í bernsku. Tíminn einn verður að skera úr um það hvernig móttökur slík verslun fær hjá neytendum. Vissulega eru þröskuldarnir margir, en að mínu mati er enginn þeirra mjög hár. Rafræn heimaverslun jafnvel þó í bernsku sé, er að kom- ast á skrið og það verður erfitt að stöðva þá þróun sem nú er rétt að - byrja, þróun sem mun gjörbylta versluri í heim- inum. Hvatar slíkra breyt- inga eru margir, en þeir helstu verða lægra vöru- ^-^- verð vegna stærri mark- aða og færri milliliða, meira vöru- úrval vegna þess að landfræðileg lega neytanda skiptir ekki lengur máli og oft á tíðum hentugri versl- unarmáti þar sem verslun má framkvæma úr.heimahúsi og tekur mun styttri tíma en hefðbundin verslun. Það er ekki lengur spurning um hvort rafræn heimaverslun nái fót- festu og góðri markaðshlutdeild, heldur hvenær. Rafræn heimaversl- unerenní bernsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.