Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ TIM ROBBINS telst miðlungsleikari, en samt kostar tugmilljónir að fá hann til að leika í kvikmynd. HáBORG GRÆBGMNAR Kvikmyndagerð í Hollywood verður æ dýr- ari og peningarflæðið óstöðvandi. Ami Matthíasson seffir frá fjáraustrinum í Holly- wood og í hvað peningamir fara. FRAMMÁMENN Paramount leyndu ekki andúið sinni á kvikmyndinni Forrest Gump og sýndu leikstjóra myndarinnar og aðalleikara fulla fyrirlitningu, en þeir þurftu meðal annars að leggja út fyrir ýmsum kostnaði. Þegar myndin rokgekk voru þeir aftur á móti ekki lengi að koma með útréttan lófann. JIMMY CAGNEY er einn áhrifamesti leikari kvikmyndasögunnar, en fyrsta ár sitt hjá Warner Bros. lék hann í sex kvikmyndum og þótti ekki mikið. KVIKMYNDIN Forrest Gump er eflaust flestum minnis- stæð, enda margverðlaunuð metaðsóknarmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Myndin var gerð eftir samnefndri bók eftir Winston Groom. Þegar samið var um hand- ritið var afráðið að hann fengið vænan skerf af hagnaði myndarinn- ar, en þegar hann kom til kvik- myndaversins að sækja milljónirnar var honum heldur kuldalega tekið og bent á að enn væri bullandi tap á myndinni og ekki víst að hún myndi nokkurn tímann skila hagn- aði. Þegar Groom fór svo að rýna í reikingana sá hann að það var laukrétt, sérstaklega í ijósi þess að kvikmyndafyrirtækið tók sjálft um- talsverða þóknum fyrir smáræði eins og að ljá myndinni nafn sitt og að skoða myndina og svo mætti lengi telja; tugmilljónir fyrir verk sem flestir teldu á verksviðið þeirra. Þannig tók kvikmyndaverið til að mynda um 35% af heildarkostnaði myndarinnar í dreifingarkostnað. Sagan af Forrest Gump er ekki einsdæmi í Hollywood, háborg græðginnar, þar sem ekki virðist lengur vera hægt áð kvikmynda fyrir minna en 7—10 milljónir króna á dag. Þannig hefur kostnaður hlaupið upp úr öllu valdi vegna ásælni þeirra sem að myndunum koma, þeir eru margir að safna sér fé til elliáranna, og einnig vegna skiplagsleysis og bruðls stjórnenda kvimyndaveranna. Sex myndirá árí Á fjórða og fimmta áratugnum var málum svo háttað í Hollywood að stjörnumar þurftu svo sannar- lega að vinna fyrir kaupinu sínu; Jimmy Cagney lék þannig í sex kvikmyndum fyrsta árið sem hann var á samningi hjá Warner Bros. í dag þykir allgott ef leikari lýkur einni mynd á tveggja ára fresti, eða eins og einn frammámaður hjá Paramount kvikmyndaverinu lýsti því: Fyrir tuttugu árum gerðu fimm menn tuttugu og fimm myndir á ári, en nú ráða fimm hundruð ekki við tíu myndir. Sivaxandi kostnaður liggur ekki síst í verkefnum sem fæstir höfðu velt fyrir sér forðum, eins og hand- ritinu og stöðugt berast fregnir af því að þessi og hin bókin hafi verið keypt fyrir stjarnfræðilegar upp- hæðir. Að sögn kunnugra er því betra að vera handritshöfundur sem færri myndir eru gerðar eftir handritun- um; greiðslan hækkar fyrir viðvikið eftir því sem fleiri myndir komast ekki á tjaldið, en þó er best að fara ekki yfir 200.000 dali, um 15 millj- ónir króna, fyrir handriti því þá gætu menn farið að spyrja um myndirnar. Að sögn er þetta vegna þess að forsvarsmenn veranna geta ekki hugsað sér að eitthvert annað kvikmyndaver ráði til sín höfund sem þeir hafi hafnað og því borga þeir möglunarlaust fyrir hvert handritið af öðru sem síðan fer i glatkistuna. Eftir nokkur ár er síð- an skipt um toppana eins og venju- lega og þá er hægt að byija á öllu upp á nýtt. Þeir sem ná árangri í handrita- smíð fá síðan öllu hærri upphæðir, allt upp í tvær milljónir dala, um fimmtán milljónir króna, fyrir mynd, og stundum er meira að segja nóg að skila uppkasti; Joe Eszter- has, sem samdi handritið að Basic Instinct, fékk hálfa þriðju milljón dala, um átján milljónir íslenskra króna, fyrir fjögurra síðna uppkast að handriti á síðasta ári. Eftirsótt- ustu handritshöfundar Hollywood eru þó þeir sem gera við handrit annarra, menn eins og William Goldman og Robert Towne, sem fá að meðaltali sjö milljónir króna á viku, allt árið. Dýrirtónar í réttu hlutfalli við gróðafíkn annarra hafa tónlistarhöfundar sí- fellt krafist stærri sneiðar af kök- unni. Á árum áður sömdu menn eins og Korngold og Newman kvik- myndatónlist fyrir eins og hálfa til tvær milijónir á mynd, en í dag telst það vel sloppið ef tónskáldið tekur innan við 30 milljónir króna fyrir, en þá er ótalinn ýmis kostnað- ur sem verin greiða, sem gjarnan er í kringum 10 til 15 milljónir. Síðan þarf að kaupa sæg af popp- lögum til að geta sett saman kvik- myndaplötur og þegar upp er stað- ið nálgast kostnaður við tónlistina eina gjarnan 300 milljónir króna. Stjörnurnar eru orðnar svo dýrar að jafnvel stórfyrirtækjunum þykir nóg úm. Þar á bæ er algengt að greidd séu hundruð milljóna fyrir myndina, jafnvel áður er búið að setja saman handritið, og smáfugl- arnir fylgja í kjölfarið; fyrir leikara eins og Joe Pesci, Tim Robbins eða Nick Noite er alvanalegt að greiða á þriðja tug milljóna, þó þeir verði seint taldir með helstu reikistjörn- um Hollywood. Stórstjörnurnar kunna líka að semja, því þær láta ekki plata sig eins og Winston Groom, því þær semja um sneið af brúttótekjum myndarinnar, óháð því hver endanleg niðurstaða verð- ur. Sumir vilja kenna umboðsmönn- unum um hvernig komið er fyrir Hollywood, en þar hafa stórar um- boðsskrifstofur náð til sín öllum helstu stjörnunum og ráða því nán- ast verðinu. Þannig er alsiða að umboðsfyrirtæki setji saman „pakka“ fyrir kvikmyndaver; stjörnu, handrit og leikstjóra, og verið getur ekki annað en tekið boðinu, vilji það á annað borð fá stjörnuna til liðs við sig. Lengt í óllnni Það hefur lengt í ólinni hjá kvik- myndarisunum að brakúnar virðast missa sjónar á markmiði fjárfest- inga þegar þeim býðst að leggja fé í kvikmynd eða kvikmyndaver. Þannig hafa japönsk stórfyrirtæki tapað gríðarlegu fé á að fjárfesta í Hollywood, milljörðum króna, en samt sem áður er alltaf einhver með ávísanaheftið á lofti. Smám saman virðist. þó sem við- skiptamennirnir séu að sjá að sér og margir spá því að gósentíð Holly- wood sé senn á enda, því þegar menn fari að gera kröfur um hagn- að, bókhald og annað eins, sem er eitur í beinum Hollywoodstjóra, harðnar á dalnum. Leikstjórar og leikarar, sem hafa tekið þátt í hrunadansinum af engu minni áhuga en aðrir, kveina nú sem mest þeir mega yfir því að peninga- menn séu að eyðileggja kvikmynda- listina með kröfum um hagnað, en halda má fram að þeir hafi safnað glóðum elds að höfði sér með græðginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.