Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA II KNATTSPYRNA 1995 FIMMTUDAGUR28. SEPTEMBER BLAÐ Maxwell frá ; Rockets til 76ers VERNON Maxwell, fyirum bakvörður hjá Houston Rockets, gerði á þriðjudaginn samn- ing við Philadelphia 76ers en ekki var getið um innihald samningsins. „Mad Max“, eins og hann er jafnan kaUaður, er 193 sentimetrar á hæð og vegur 86 kíló og var látinn fara frá Rockets í fyrra og vann meistaratitilinn án hans. Maxwell líkaði ekki vel að þurfa að sitja mikið á bekknum eftir að Rockets keypti Clyde Drexler á miðju síðasta tímabili og var forráða- mönnum liðsins mjög erfiður. 76ers krækti sér í annan frábæran leikmann í gær er liðið gerði samning við Jerry Stack- house, en hann var valinn þriðji í síðasta vali. Hann er 198 sentimetrar á hæð og 99 kíló og getur leikið bæði sem framheiji og skotbak- vörður og hann stóð sig mjög vel með Norður- Karolínu skólanum, 19,2 stig að meðaltali, tók 8,2 fráköst og átti 2,7 stoðsendingar auk þess sem hann stal boltanum að meðaltali 1,5 sinn- um I leik og varði 1,7 skot. Bullets krækti í Ras- heed Wallace WASHINGTON Bullets gerði í gær samning við framheijann Rasheed Wallace, en hann var fjórði í röðinni í valinu fyrir þetta timabil, á eftir Joe Smith frá Maryland, Antonio McDy- ess frá Alabama og skólafélaga sínum úr Norð- ur-Karolínu, Jerry Stackhouse. Wallace lék sem miðheiji í skólaliðinu en mun vera notaður sem framheiji hjá Bullets með þeim Chris Webber og Juwan Howard. Hann er 208 sentimetrar á hæð og vegur 102 kíló en þykir mjög snöggur og hlaupalag hans er alls ekki í samræmi við hæð og þyngt, hann er miklu líkari litlum bakverði þegar hann er kominn á ferðina. Bibercic undir smá- sjá hjá Everton? BHIAJOLO Bibercic, Serbinn í liði KR, verður undir smásjámii hjá Everton í leiknum gegn KR á Goodison Park í Liverpool í kvöld, að sögn KR-inga. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, sagðist hafa heyrt af áhuga Everton á Bi- bercic. „Þeir segjast hafa áhuga á að skoða hann betur. Viljajafnvel fá á hann til reynslu ef hann stendur sig eins vel i leiknum í kvöld og hann gerði í fyrri leiknum,“ sagði Guðjón. Bibercic lék nyög vel í fyrri leik liðanna og skoraði auk þess bæði mörk KR úr víta- spyrnum. Guðjón segir að leikurinn I kvöld skipti miklu máli fyrir Bibercic og það væri einnig lykilatriði fyrir KR að hann léki vel. Everton hefur ekki unnið leik síðan þeir mættu KR á Laugardalsvelli. Enn tapar Blackburn BLACKBURN hefur ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni það sem af er hausti og sömu sögu er að segja um gengi liðsins í meistara- deild Evrópu, en þar tapaði Iiðið öðru sinni í gær. Ensku meistararn- ir héldu til Þrándheims í Noregi og mættu þar Rosenborg sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 2:1 en Mike Newell gerði mark Blackburn Rovers. Þetta var önnur umferð deildarinnar og fyrir hálfum mán- uði tapaði Blackburn í Moskvu og er nú neðst í B-riðli. Á myndinni má sjá Alan Shearer skjótast fram- hjá Stale Stensás, varnarmanni Rnunxhorg, en allt kom fyrir ekki. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Þorbjörn Jensson eftir tveggja marka tap í Rúmeníu Getum unnið þetta upp orbergur Jensson stjórnaði landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti og var ánægður eftir leikinn þrátt fyrir tapið, 21:19, fyrir Rúmeníu í Evrópukeppni landsliða í Vilcea í gærkvöldi. „Rúmenar eru engir aukvisar í handbolta og ég vissi að þetta gæti farið svona, það verður að hafa í huga að við vorum að spila á þeirra heimavelli og úr því sem komið er er ég bara ánægður með að hafa ekki tapað með meira en tveggja marka mun. Langtímum saman vorum við að skapa færi en við klikkuðum á tveimur vítum og fiögur hrað- aupphlaup fóru í súginn. Það er ekki hægt að spila villulausan leik og mér leist ekki á blikuna þegar þeir voru fimm mörkum yfir en það er ekki slæmt að tapa með tveimur mörkum hérna og láta Rúmena aðeins skora tuttugu og eitt mark. Ég er nokkuð sáttur við spilið þó menn hafí verið frekar gráðug- ir á stundum og vörnin var ákveð- in. Með tilliti til mistaka okkar, sem við eigum að geta lagað, finnst mér að við eigum að geta sigrað með meira en tveimur mörkum heima.“ ■ Gífurleg... / D3 KÖRFUKIMATTLEIKUR: ÍSLANDSMEISTARARIMIR MÆTA NÝLIÐUM BREIÐABLIKS / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.