Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 D 3 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir iér atlögu að marki Stjörnunnar en Herdís Sigurbergsdóttir, Inga einsdóttir eru tll varnar. Arna Steinsen reynir að losa sig á línunni. Aldrei gefist upp í Vilcea MENN sætta sig almennt ekki við að tapa en samt getur ís- lenska landstiðið íhandknatt- leik nokkuð vel við unað að hafa aðeins tapað með tveggja marka mun fyrir Rúmenum í fyrri leik liðanna í Evrópukeppn- inni að þessu sinni. Heimamenn unnu 21:19 íVilcea ígærkvöldi, en með aðeins betri leik og góðum stuðningi eiga íslend- ingar hæglega að geta sigrað með meiri mun í Kaplakrika á sunnudagskvöld. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, sagði við strákana á fundi fyrir leik að það væri ömurleg tilfínn- BBBBHBB ing að fara í bælið Steinþór meo< Þa^ a bakinu að Guðbjartsson hafa ekki gert sitt skrifar besta. „Við verðum fráRúmeníu að fórna okkur hundrað prósent", sagði hann og piltarnir tóku þjáífarann á orðinu; börðust allir sem einn og gáfust aldr- ei upp. Þegar níu mínútur voru til leiksloka var útlitið svart hjá strák- unum, í stöðunni 20-15, fyrir heima- menn, en íslensku víkingarnir gáfu ekkert eftir og fyrir vikið tókst þeim að saxa á forskotið áður en yfir lauk. Reyndar höfðu Rúmenar yfírleitt yfirhöndina þótt litlu munaði lengst af. íslendingar komust í 7:5 eftir 22 mínútna leik, en Rúmenar voru 2 mörkum yfir í hálfleik, 11:9, og komust í 15:10 eftir að hafa spilað í 6V2 mínútu eftir hlé. Óþarfi Þegar á heildina er litið var óþarfi að tapa þessum leik, strákarnir fengu tækifæri til að gera betur í fyrri hálfleik, en þá tókst Valdimar ekki að skora úr tveimur vítaköstum og Sorin Toazsen, markvörður Rúm- ena, varði glæsilega eftir hraðaupp- hlaup Gunnars og Valdimars. Auk þessara fjögurra góðu marktæki- færa, misstu strákarnir boltann nokkrum sinnum klaufalega, einkum eftir slæmar sendingar. Þá reyndist Toazsen sóknarmönnunum oft erfið- ur en hann varði alls 20 skot og hélt 17 sinnum. Það var hraustlega tekist á án þess að menn væru beint grófir en dómararnir leyfðu mikla hörku og hentaði það Islendingunum betur. Rúmenar gerðu 7 mörk eftir hraða- upphlaup gegn 5 slíkum mörkum íslendinga en heimamenn komust ekki áleiðis á línunni eða í hornunum nema einu sinni. Styrkur þeirra fólst fyrst og fremst í frábærri mar- kvörslu. Frábær varnarleikur 5-1 varnarleikur íslenska liðsins gekk mjög vel. Gunnar truflaði stöð- ugt spil mótherjanna og stríddi þeim en fyrir aftan hann var þéttur múr þar sem mest mæddi á Geir, Júl- íusi, Ólafi og Patreki. Þeir vörðu mörg skot og í raun stóðu allir sig vel í vörninni en allir tólf leikmenn- irnir tóku virkan þátt í leiknum. Sóknarleikurinn var frjáls en ekki kerfisbundinn og gekk oft vel. Mörg marktækifæri sköpuðust en stund- um varð keppnin meiri en forsjáin og mistökin kostuðu sigurinn. Valdi- mar og Ólafur fundu sig ekki og meiðsl Patreks háðu honum í sókn- inni. Þorbjörn sagði strákunum að halda leiknum í 40-45 sóknum á lið og þeir voru nálægt því. Með ámóta varnarleik og agaðri sóknarléik í Hafnarfírði á markmiðið að nást - að standa betur að tveimur leikjum loknum. Júlíus Jónasson var ódrepandi í vörninni Júlíus Jónasson var bésti leikmað- ur íslenska liðsins, var ódrep- andi í vörninni og frábær í sókn- inni, var með 100%o skotnýtingu í seinni hálfleik þegar hann gerði 5 mörk og alls var hann með 8 mörk úr 10 skotum. „Ég er aidrei ánægður með að tapa en það var mjög gott að breyta stöðunni í 21:19 eftir að hafa verið 20:15 undir, sagði hann við Morg- unblaðið í höllinni eftir leikinn. „Við spiluðum ekkert sérstaklega vel í fyrri hálfleik, menn voru of taugaspenntir og gerðu of mörg mistök, en Rúmenarnir voru á sama plani. Þeir voru góðir í heimsmeist- arakeppninni á íslandi í vor og ekk- ert kom okkur á óvart enég er óhræddur við seinni leikinn. í sjálfu sér held ég að við getum verið ánægðir með tveggja marka tap hérna því ef hugarfarið hjá okkur verður rétt í Hafnarfirði eigum við að geta sigrað þetta lið með meiri mun". Gátum sigrað Geir Sveinsson, fyrirliði, var mjög góður í vörninni og stóð fyrir sínu í sókninni, en fékk ekki úr miklu að moða. Hann skoraði úr báðum góðu sendingunum en fékk eina slæma að auki, náði ekki almenni- legu taki á boltanum og skotið var varið. „Ég er nokkuð sáttur við úrslitin því það er ekki slæmt að tapa með tveimur mörkum gegn Rúmenum á útivelli í Evrópukeppni. Hinsvegar hefðum við getað gengið út með bæði stigin en við nýttum ekki dauðafærin, vörnin gekk mun betur SÓKNAR- NÝTING Evrópukeppni landsliða 11 25 44 Rh 9 25 36 10 24 42 S.h 10 23 43 21 49 43 Alls 19 48 40 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Una Vítl en í heimsmeistarakeppninni og frjálsi sóknarleikurinn kom vel út en við getum lagað ýmislegt fyrir seinni leikinn. Ef við fáum fullan Kaplakrika og mikla stemmningu er ég mjög bjartsýnn." Erf itt að byrja Bergsveinn Bergsveinsson lék fyrstu 35 mínúturnar í markinu og varði alls 7 skot. „Það var erfitt að byrja því fyrstu 10 mínúturnar eða svo fóru í að lesa mótherjana. Vörn okkar var svakalega góð en skotin komu snöggt og yfirleitt af stuttu færi qg maður varð að vera viðbúinn. Ég átti að taka tvö til viðbótar en annað var ég nokkuð sáttur við." JÚLÍUS Jónasson átti frábæran leik gegn Rúmeníu. Rúmenía - ísland 21:19 íþróttahöllin í Viicea í Rúmeníu, Evrópukeppni landsliða, miðvikudagur 27. septem- ber 1995. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 5:5, 5:7, 9:7,11:9.13:9,15:10,15:12, 20:15, 20:18,21:19. Mörk Rúmeníu: Apovpvci 6/2, R. Licu 6, P. Prisacaru 4, C. Besta 2, I. Radu 1, E. Voica 1, P. Pop 1. Varin skot: S. Toacsen 20/3 (Þar af þrjú skot sem fór aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Mörk ísl.'iuds: Júlíus Jónasson 8/3, Ólafur Stefánsson 3, Valdimar Grimsson 2, Gunnar Beinteinsson 2, Geir Sveinsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Patrekur Jóhannes- son 1. Aðrir leikmenn: Jón Kristjánsson, Dagur Sigurðsson, Einar Gunnar Sigurðsson. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 7 (Þar af fimm sem knötturinn fer aftur tilk mótherja), Guðmundur Hrafnkelsson 5 (Þar af tvö til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gian Pireomasi og Piero Di Piero frá Italíu, sem dæmdu vel, en leygðu of mikla hörku. Áhorfendur: Um 2.500. íslendingar komu til að sigra DORU Simion, þjálfari Rúmen- íu, var ánægður með sigurinn én dáðist að íslenska liðinu og sagðist óttast að það sigraði með mikium mun í Hafnarfirði. „Styrkleiki íslenska iiðsins kom mér á óvart, það kom ákveðið til leiks og ekki fór á milli mála að í slcndingar kqmu hingað til að sigra, barátta ís- lendinga og reyndar allra iiða á N orður 1 iind u m er aðdáunar- verð, og sérstaklega gerðu Geir og Júlíus okkur lif i ð leitt með fráfoærum varnarleik. Við gerð- um mðrg mistök eí'tir að hafa komist í 20:15 og ég óttast stór- an sigur íslendinga í Hafnar- firðiþóégvoniaðviðnáum . jafntefli. Dómararnir voru siakir og það er aðfinnsluvert að láta ítalska dómara dæma svona mikilvægan leik i Evr- ópukeppni. Ég er ekki ánægður með leik minna manna en það var slæmt að fáekki hópinn saman fyrr en tveimur dögum fyrir leik. Égnotaði 7 leik- menn, sem spila með erlendum liðum, en ísland var aðeins með tvo slíka. Það er erfitt að ná samstiga liði þegar allir koma úr sitthverri áttínni rétt fyrír leik en vonandí náum við að stilla strengina betur fyrir sunnudaginn." ¦ JAKOB Gunnarsson sjúkra- þjálfari handknattleikslandsliðsins telur nær öruggt að Patrekur Jó- hannesson verði alveg búinn að ná sér fyrir leikinn á sunnudaginn. ¦ JÚLÍUS Jónasson gerði 8/3 mörk úr 10/3 tilraunum, þrjú mörk með langskotum, tvö með gegnum- brotum og þrjú úr víti. ¦ GEIR Sveinsson gerði tvö mörk af línunni en hann skaut þrívegis að marki. ¦ GUNNAR Beinteinsson gerði tvö mörk úr hraðaupphlaupum en hann átti fimm skot að marki. ¦ VALDIMAR Grímsson gerði tvö mörk, annað úr hraðaupphlaupi, hitt úr horninu. Hann átti alls sjö skot að marki, þar af tvö vítaköst sem misfórust. ¦ ÓLAFUR Stefánsson gerði þrjú mörk úr sjö tilraunum, eitt úr hraða- upphlaupi og tvö með langskoti. ¦ PATREKUR Jóhannesson gerði. eitt mark úr þremur tilraunum. Mark-' ið skoraði hann með skoti frá eigin punktalínu og yfír markvörðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.