Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ferða- gleðin ’95 um helgina „FERÐAÞJÓNUSTAN það erum við“, er slagorð upp- skeruhátíðar ferðaþjónustu á Islandi, „Ferðagleðinnar ’95“, sem hefst á morgun, laugardag 30. september, kl. 18 og lýkur aðfaranótt mánudags kl. 3 Uppskeruhátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra en í fréttatilkynningu segir að „Ferðagleðin ’95“ verði stærri í sniðum. Auk þess að hafa skemmtanagildi sé hátíðin liður í að bæta sam- skipti innan ferðaþjónustu í framtíðinni þar sem allir sem að ferðaþjón- ustu starfi fái tækifæri til að hittast og kynnast. Dagskrá hátíðarinn- ar hefst með skemmtun á Hótel Islandi þar sem nokkrir félagar í ferðaþjón- ustu verða heiðraðir. Af- hjúpuð verður styttan Ferða Langur eftir Hauk Halldórsson, en afsteypur hennar verða síðar notaðar sem nokkurs konar Óskars- verðlaun ferðaþjónustunn- ar. Á eftir þrírétta máltíð og á undan dansleik verður hlýtt á Björgvin Halldórs- son, en allt kvöldið verða dregnir út happdrættis- vinningar. Á sunnudeginum verður skemmtuninni haldið áfram á Fjörukránni í Hafnar- firði. Veislustjóri verður Egill Ólafsson. Boðið verð- ur upp á skemmtiatriði, veitingar, ferð í Bláa lónið og dansleik um kvöldið. Ymsir sérleyfishafar bjóða ókeypis akstur til hátíðarinnar og frá henni hvaðan sem er af landinu. Flugleiðir og íslandsflug bjóða 75% afslátt fyrir gesti hátíðarinnar og nokkur hótel á Reylqavíkursvæðinu bjóða gistingu ásamt morg- unverði með afslætti. I fréttatilkynningu segir að ýmsir innan ferðaþjón- ustunnar styrki Ferðagleð- ina með því að gefa happ- drættisvinninga, lána að- stöðu o.fl. ■ FERÐALÖG Ráðstefnulandið Island barf alvnni ráðstefnuhús RÁÐSTEFNU SKRIFSTOFA ís- lands var stofnuð vorið 1992. Upp- haflega var starfstiminn þrjú ár, en þegar svo staðan var tekin síðastliðið vor var ákveðið að fram- lengja starfsemina- um óákveðinn tíma. Nú í haust verða ákveðin tímamót í starfi skrifstofunnar þegar framkvæmdastjórinn til þriggja ára, Ársæll Harðarson, hættir og tekur við nýju starfí sem forstöðumaður á markaðssviði Flugleiða. Það þótti við hæfi að spjalla við hann um starf Ráð- stefnuskrifstofu íslands. „Stofnun Ráðstefnuskrifstofu íslands á sér langan aðdraganda,” segir Ársæll. „Ýmsir höfðu bent á nauðsyn málsins, meðal annars erlendir ráðgjafar. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1992 að Ferðamálaráð íslands, Flugleiðir og Reykjavíkurborg tóku sig sam- an og gerðu samning um stofnun sérstakrar skrifstofu þar sem til- gangurinn væri að markaðssetja Island sem ráðstefnuland. Ástæð- an var helst sú að það vantaði hér tilfinnanlega fleiri ferðamenn utan hefðbundins annatíma og það var vitað að ráðstefnur eru almennt haldnar á vorin og haustin." Ráðstefnuskrifstofa íslands var því sett á laggirnar vorið 1992. Stofnendur fengu til liðs við sig 20 aðila sem allir áttu hagsmuna að gæta, svo sem stærri hótel, ferðaskrifstofur sem skipuleggja ráðstefnur og samtök eins og Sam- tök veitinga- og gistihúsa og Félag íslenskra ferðaskrifstofa. „Menn ákváðu að veija talsvert miklu fé í að gera þetta almenni- lega. Við byijuðum á því að velja okkur markaði til að vinna á er- lendis og framleiða kynningarefni sem hafði verið mikill skortur á. Þar var um að ræða óháða kynn- ingu á íslandi sem ráðstefnulandi, við kynntum landið sem áfanga- stað fyrir fundi, kynntum aðstöð- una o g gerðum grein fyrir því hvað væri í boði hér fyrir ráðstefnu- og fundarhald," sagði Ársæll. „Við bjuggum líka til bæklinga og myndbönd og tókum þátt í sér- hæfðum sýningum, auglýstum í tímaritum og fleira." „Það var tekið eftir okkur“ Ráðstefnuskrifstofa íslands er aðili að alþjóðlegum samtökum á Fjöldi erlendra ráðstefna Árið 1990 vom haldnar óvenju margar norrænar ráðstefnur á íslandi. reynslu í slíkri vinnu; Ferðaskrif- stofa íslands, Úrval-Útsýn, Sam- vinnuferðir-Landsýn og Ráðstefn- ur og fundir. „Þessir aðilar eru með obbann af öllum ráðstefnum á Islandi og eru allir í náinni sam- vinnu við okkur,“ sagði Ársæll. Ráðstefnuskrifstofa íslands vinnur líka náið með hótelum og fundarstöðum. „Við tókum upp gæðaeftirlit, mætum á ráðstefnur, tökum gestina tali eftir ákveðnu kerfi og spyijum þá út í gæðin og gang ráðstefnunnar almennt. Við höfum getað nýtt okkur niðurstöðu þeirrar vinnu bæði til að bæta þjón- ustu og til að sjá hvar við stöndum í samanburði við aðra,“ segir Ár- sæll. Fleiri lagt hönd á plóginn - Er árangurinn af starfi Ráð- stefnuskrifstofu íslands mælanleg- ur? „Það er erfitt að mæla þann árangur sem náðst hefur. Hann kemur á löngum tíma, en það er ljóst að ráðstefnuhald á Islandi hefur aukist verulega undanfarin ár. Sá árangur sem náðst hefur er auðvitað langt frá því að vera 'eingöngu okkar starfi að þakka. Það hafa fleiri lagt hönd á plóg- inn, ferðaskrifstofur, hótelin, Flug- leiðir og fleiri. Þar má til dæmis nefna að hótel og aðrir fundarstað- ir hafa bætt aðstöðu sína veru- lega.“ „í upphafi var markmiðið ekki sett fram í tölum. Menn gerðu sér grein fyrir því að það tæki tíma að markaðssetja íslands sem ráð- stefnuland, en ég sé ekki betur en Ráðstefnuskrifstofa íslands hafi uppfyllt þær væntingar sem gerðar voru.“ - Hvernig sérðu þróunina fyrir þér næstu árin? „Ég vona að menn haldi þessari vinnu áfram með myndarlegum hætti. Ef ekki, þá fækkar fundun- um aftur í beinu framhaldi. Jafn- framt þarf að bæta aðstöðuna. Ég er þeirrar skoðunar að ef við fáum ekki alvöru ráðstefnuhús á íslandi kemur að því, fyrr en seinna, að við munum ekki Jengur geta aukið þessi viðskipti. Ég spái því að ef við tökum ekki ákvörðun um slíka byggingu fyrir aldamótin verði það tímapunkturinn.“ ■ þessu sviði þar sem aðgangur er að margvíslegum upplýsingum um ráðstefnur. Þá er Reykjavíkurborg aðili að Alþjóðasambandi ráðstefnuborga og það samband veitti Ráð- stefnuskrifstofu Is- lands verðlaun fyrir gerð myndbands um ráðstefnumöguleika á íslandi. „Það var eftir okkur tekið þegar við geystust fram á mark- aðinn,“ segir Ársæll. „Við nutum í raun góðs af því að vera síðast Norðurland- anna til að hefja þetta starf.“ Ársæll segir Ráð- stefnuskrifstofuna hafa notað fleiri að- ferðir en þær hefð- bundnu sem raktar eru hér að framan. „Svo- kölluð „gestgjafa- aðferð“ hefur til dæm- is gefist okkur vel. Við reyndum að gera okk- ur grein fyrir því hvar íslendingar væru í samvinnu við alþjóð- legar stofnanir og hvar íslendingar væru að vinna í sambandi við útlönd. Síðan höfð- um við samband við þessa aðila og skýrðum fyrir þeim hversu mikilvægt það væri að menn tækju sig saman og byðu til fundar á íslandi. Það var mikill skortur á efni sem þeir gætu sýnt erlendum sam- starfsaðilum til að sannfæra þá um að Islendingar gætu skipulagt hér ráð- stefnur og fundi. Við framleiddum þetta efni og útbjuggum líka handbók þar sem við útskýrðum hvaða að- stoð þeir gætu fengið við slíkt ráðstefnu- og fundahald. Þetta hefur gefist mjög vel og menn hafa tekið þetta að sér í auknum mæli.“ Gæðaeftirlit á ráðstefnum Ráðstefnuskrifstofa íslands hefur að sögn Ársæls átt náið sam- starf við þær íslensku ferðaskrifstofur sem taka að sér skipulagn- ingu ráðstefna. „Við skipuleggjum ekki ráðstefnur sjálf, held- ur reynum að afla þeirra og svörum fyr- irspurnum. Síðan taka sérhæfðar ferðaskrif- stofur við vinnunni. Aðspurður sagði Ársæll að í reynd væru aðeins fjórar ferðaskrifstofur á landinu sem hefðu verulega í haustverða ókveðin tíma- mót hjó Róð- stefnuskrif- stofu íslands þegar fram- kvæmdastjóri hennar til þriggja óra, Ársæll Harðar- son hættir. Lítið inn og spyrjið eftir Kolbrúnu. Ráðgjöfum jurtir og vítamín Kolbrún Björnsdóttir hefur útskrifast með dip. phyt. frá School of Herbal Medicine í Sussex í Englandi og er félagi i bresku jurtalækningasamtökunum (Member of the National Institute of Medical Herbalists). Kolbrún verðurtil ráðgjafar um næringu, jurtir og bætiefni í Heilsuhúsinu í Kringlunni á þriðjudögum frá kl. 14-18. L^hEÍIsuhúsið Kringlunni, s. 568 9266, Skólavörðustíg, s. 552 2966. 12233 UM HELGINA Útlvlst Sunnudaginn 1. október næst- komandi hefst ný raðganga Útivistar, Forn frægðarsetur. Gengið verður í áföngum annan hvern sunnudag til 25. nóvember og farið eftir gömlum alfaraleiðum frá sögu- frægum býlum. Afhent verða göngukort og þau stimpluð í hverri ferð. Næstkomandi sunnudag verður farið um bæjar- stæði víkur í Reykjavík. Mæt- ing er klukkan 10.30 á Ingólfstorgi og verður far- ið þaðan út á bæjarstæðið. Ekkert þátttökugjald er í þessum fyrsta áfanga raðgöngunnar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.