Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA INtoc&mb^ib 1995 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBBR BLAÐ c PAUL Rideout, sóknarlelkmaður Everton, sœklr að markl KR-lnga á Goodison Park — Brynjar Ounnarsson er tll varnar. 18.422 áhorfendur sáu Evrópuleiklnn, sem Everton vann 3:1. Elnar Þór Daníelsson skoraðl fyrsta mark leiksins á 22. mín. Guðjón á förum til ÍA íslandsmeistaramir hafa boðið Guðjóni Þórðarsyni fjögurra ára óuppsegjanlegan samning Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, verður næsti þjálfari íslands- meistara Akurnesinga í knatt- aEHHHHi spyrnu, samkvæmt VaiurB. áreiðanlegum heim- Jónatansson ildum Morgunblaðs- skrifarfrá jns. Hann mun að Uverpool ÖMm h'kindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið eftir helgina. Guðjón hefur þjálfað KR síðustu tvö keppn- istímabil og hefur liðið orðið bikar- meistari undir hans stjórn bæði árin. Guðjón, sem lék um árabil með Skagamönnum, þjálfaði lið ÍA áður en hann fór yfir til KR; tók við ÍA í 2. deild 1991, stýrði því upp í fyrstu deild og gerði liðið að ís- landsmeistara 1992 og 1993. KR- ingar hafa lagt áherslu á að halda Guðjóni í Vesturbænum, en heimild- ir herma að af því verði ekki því tilboð Skagamanna sé það gott. Það spilar einnig inn í ákvörðun Guðjóns að hann á einbýlishús á Akranesi, sem hefur staðið autt. Hann hefur líka verið á hrakhólum með húsnæði í Reykjavík síðan hann tók við KR — hefur þrisvar þurft að skipt um íbúð þessi tvö ár. Heimildir blaðsins herma að Skagamenn hafi rætt við Guðjón strax í ágúst. Fari Guðjón upp á Akranes, eins og allt bendir til, set- ur það KR-inga í mikinn vanda því þeir hafa verið ánægðir með störf hans í Vesturbænum. Ekki er hægt að sjá ífljótu bragði hver er hugsan- legur arftaki hans í starfi hjá KR, og gæti þurft að leita út fyrir land- steinana eftir þjálfara. Eins er talið víst að ef Guðjón fer frá KR muni hann taka með sér tvo leikmenn, Steinar Adolfsson, sem ávallt hefur dreymt um að leika við hlið bróður síns, Ólafs í Skaga- vörninni, og Guðmund Benedikts- son. Eins er líklegt að Mihajlo Bi- bercic verði ekki áfram hjá KR og hann hefur reyndar lýst því yfir að ef hann spili áfram á íslandi verði það undir stjórn Guðjóns. Guðjón sagði við Morgunblaðið eftir leikinn í gær að hann vildi ekki tjá sig mikið um þessi mál á þessu stigi. „Ég er samningsbund- inn hjá KR fram yfir Evrópukeppni og því ekki tímabært að gefa neitt út á þessari stundu. Ég neita því ekki að Skagamenn hafa boðið mér fjögurra ára samning. KR-inga hafa rætt við mig tvisvar um áfram- hald en ekki lagt fram neitt borð- leggjandi. Þetta skýrist allt á næstu dögum þegar við komum heim," sagði Guðjón. Kolbrún nálgast 600. leikinn KOLBRÚN Jóhanns- dóttír, markvðrður Fram í handknattleik, mun að öllu m lí kindum leika tímamótaleik í næstu viku, þegar hun leikur sinn sex hundr- aðasta leik í handknatt- ieik, en enginn annar íþróttamaður á íslandi hefur náð svo mörgum leikjum. „Mig minnir að ég hafi fyrst spilað á ú timó ti á Húsavík fyrir tuttugu og tveimur árum," sagði Kolbrún í gær, „maður gerir sér varla grein fyrir breytingunum þó að þær séu alltaf einhverjar. Ég ætla að reyna að þrauka veturinn en veit ekM hvort það gengur upp. Þetta er auðvitað stór áfangi en breytir litlu, það bætíst bara við einn leikur tíl við- bótar og skemmtílegast ef maður nær að standa sig almennilega. Annars I ít ég bjðrtum augum á framtíðina hjá okkur í Fram, við hðfum nægan mannskap í vetur en eigum bara eftír að fínpússa liðið saman," bættí Kolbrun við. 1.500 stúku- miðar til Tyrklands ÍSL AND og Tyrkland mæt- ast í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum 11. október. Mikill áhugi er fyr- irleiknum í Tyrklandi og hefur Knattspyrnusamband ísiands sent út 1.500 stukum- iða tíl Tyrklands. Þá hefur ferðaskrifstofa í Englandi óskað eftír að fá 200 til 300 stukumiða tíl umráða. Vegna fyrirspurna um miða hefur KSÍ ákveðið að hefja forsölu á miðum á leikinn í dag og verða þeir seldir hjá Islenskum getraunum, í verslunum Eymundsson og í Spðrtu á Laugarvegi. Verkfall set- ur strik í reikninginn ÍÞRÓTTALÍF í Svíþjðð er að lamast vegna verkfalls starfsmanna sveitarfélaga. Ekki er ástandið reyndar svo slæmt í ðllum sveitarfé- lðgum, en þegar hefur tveimur knattspyrnuleikj- um, sem eru á sænsk- íslenska getraunaseðlinum um helgina, verið frestað vegna verkfalls hinna ýmsu vauarstarfsmanna. Það eru leikir númer 2 og 3, annars vegar Norrkðping - Deger- fors oghins vegar Trelle- borg -Oster. Dregið verður um táknin sem verða á get- raunaseðlinum, og eru mest- ar Iíku r á að um heimasigur verði að ræða. Farið er eftir getspá tíu sænskra blaða þegar tákiiiu eru sett í pott, og eru þau 7 heimasigrar 2 jaf ntefli og 1 útisigur í fyrri leiknum og 6-3-1 í þeim seinni. Reuter KÖRFUKNATTLEIKUR: TIIMDASTÓLL VANIM ÍR ÓVÆIVIT í ÚRVALSDEILDINNI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.