Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 C 3 Morgunblaðið/Sverrir ir körfunni og til varnar eru KR-ingarnir Atli Einarsson og Jonat- Bow fyrir aftan Guðmund. Keflavík slapp með skrekkinn gegn Haukum Björn Blöndal skrifar frá Keflavík að lið 86:80 hans gær. ftað hefði ekki verið nema sann- " gjarnt að þeir hefðu jafnað þarna undir lokin miðað við hvernig við lékum síðustu mínúturnar,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmað- ur Keflvíkinga, eftir hafði sigrað Hauka Það mátti þó litlu muna því Haukum tókst á ótrúlegan hátt að vinna upp 13 stiga forskot Keflvíkinga á síðustu mínútunum og höfðu boltann er 10 sekúndur voru eftir og staðan 82:80. En þeim mistókst þó í upplögðu færi og á eftir fylgdu brot og tæknivilla sem kostuðu 4 vítaskot sem Keflvíking- ar skoruðu úr. Leikur var í heildina ekki sérlega vel leikinn en þó mátti sjá góðar glefsur sem gætu boðað gott hjá báðum liðum. Keflvíkingar léku sér- lega vel á fyrstu 5 mínútunum og komust þá í 20:4. Haukarnir máttu eiga það að þeir gáfust ekki upp og með smáheppni hefðu þeir allt eins getað farið með öll stigin frá Keflavík. „Ég er náttúrlega óánægður með að tapa en það ánægjulega var að við gáfumst aldrei upp og að vinna í tvígang upp gott forskot Keflvíkinga var jákvætt. Annars var ég óánægður með að við skyldum ekki fá dæmda villu á síðustu sekúndunum því það var auðsjáanlega brotið á okkar manni undir körfunni,“ sagði Reyn- ir Kristjánsson, þjálfari Hauka. Bestu menn Keflavíkur voru Lenear Burns, Guðjón Skúlason, Davíð Grissom, Falur Harðarson og Albert Óskarsson en hjá Haukum þeir Jason Wilford, ívar Ásgríms- son, Bergur Eðvarðsson, Jón Arnar Ingvarsson og Sigfús Gizurarson. Munurinn of mikill í hálfleik KR-ingar fóru illa að ráði sínu í fyrri hálfleik gegn Grindvík- ingum í gær og þrátt fyrir að taka sig verulega á í þeim Skúli Unnar síðari töpuðu þeir Sveinsson 82:91. Grindvíkingar skrifar þurftu ekki að sýna stórleik til að vera 19 stigum yfir í leikhléi, 39:57, því KR-ingar voru hræðilega Iélegir. Lítil hreyfing var á mönnum í sókn- inni og skot í tíma og ótíma úr ómögulegum færum rötuðu að sjálf- sögðu illa í körfu mótheijanna. í vörninni voru KR-ingar heldur ekk- ert að þvælast of mikið fyrir Grind- víkingum. Allt annað var að sjá til KR eftir hlé, barátta og ágætis vörn á köfl- um, dró mesta kraftinn úr Grinda- víkurliðinu, en KR komst aldrei nær en fimm stig, 79:84, þá fóru þeir aftur á skotæfingu sem gekk ekki upp. Það munaði miklu fyrir KR að Bow fékk ekki rnarga bolta inn í teiginn. Lárus Árnason gerði þijú stig og Hermann Hauksson var held- ur ekki í stuði. Atli Einarsson átti hins vegar ágætan leik og í síðari hálfleik var Ingvar Ormarsson ágæt- ur, Óskar grimmur í vörninni og Ósvaldur Knudsen fór á kostum. Myers, erlendi leikmaðurinn hjá Grindavík, er öflugur framheiji/ miðheiji sem á eftir að nýtast vel í vetur. Annars léku Grindvíkingar ágætlega og liðið er mjög jafnt og á eftir að komast langt í vetur. IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Keppni í fyrstu deild kvenna hefst í kvöld Stjömunni spáð meistaratitlinum KEPPNI í 1. deild kvenna í handknattleik hefst íkvöld með leik Hauka og ÍBA í Hafnarfirði en á morgun, laugardag eru fjórir leik- ir, KR fær ÍBA í heimsókn í Austurbergið í Breiðholti, FH tekur á móti Víkingum í Kaplakrika, Valur fær Fylki að Hlíðarenda og Vest- mannaeyingar fá bikarmeistara Fram til Eyja. í gær var fréttamanna- fundur HSÍ þar sem kynnt var 1. deild kvenna og einnig var spáð í úrslit deildarinnar. Þjálfarar og fyrirliðar voru látnir spá um röð og var spáin kynnt í lok fundarins en þar var Stjarnan efst á blaði. að kemur ekki á óvart að Stjörn- ustúlkum úr Garðabæ skuli spáð efsta sæti deildarinnar í vor. Þó liðið missi tvo leikmenn hefur það á að skipa mörgum reyndum leik- mönnum og mun leikreynslan eflaust fleyta þeim langt í byijun. „Ég vona að spáin gangi eftir en reikna með að fjögur efstu liðin muni slást um sigur. Það er helst að Framstelpurn- ar verði ofar en þær eru óþolandi skynsamar í sínum leik!“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Stjörnunn- ar. „Minnstar breytingar hafa orðið hjá okkur og Fram, við misstum til dæmis Erlu Rafnsdóttur og Kristínu Pétursdóttur og það er óvíst um hvort Laufey Sigvaldadóttir megi spila. Annars er gott að liðin séu að styrkj- ast en það er mikill munur á efsta og neðsta liðinu og þyrfti að vera önnur deild, þá hefðu örugglega fleiri Iið komið inn í þetta,“ sagði Guðný. Víkingsstúlkur eru næstar í spánni en þær hafa orðið fyrir mikilli blóð- töku, Heiða Erlingsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir eru farnar til Dan- merkur, Vala Pálsdóttir til Belgíu og markvörðurinn Þórunn Jörgens- dóttir til Eyja en að auki missa þær Svövu Ýr Baldvinsdóttur í uppskurð. Landsliðs- hópurinn valinn KRISTJÁN Halldórsson þjálfari kvennalandsliðsins í handknatt- leik hefur valið hópinn sem fer á æfingamót í Atlanta í Bandaríkj- unum 18. október. Ferðin er liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni landsliða sem fram fer eftir áramót. Dvölin stendur yfir í 6 daga og verða leiknir tveir leikir á dag fyrir utan hraðmót einn daginn og æf- ingar. Hver leikmaður fær því að spreyta sig í rúmum fjórum leikj- um. Liðið skipa: Fanney Rúnars- dóttir, Guðný Gunnsteinsdóttir og Herdís Sigurbergsdóttir úr Stjörnunni, Svava Sigurðardóttir, Halla María Helgadóttir og Helga Torfadóttir úr Víkingi, Andrea Atladóttir frá ÍBV, Brynja Steins- en og Helga Ormsdóttir úr KR, Björk Tómasdóttir, Sonja Jóns- dóttir, Gerður Jóhannesdóttir og Kristjana Jónsdóttir úr Val, Auð- ur Hermannsdóttir og Hulda Bjarnadóttir úr Haukum, Þórunn Garðarsdóttir frá Fram og Heiða Erlingsdóttir sem ieikur með danska Iiðinu Vorup. Kristján segir að stefnan sé að fara út með stelpur sem líklegar séu til að komast í landsliðið á næstu árum og séu f imm til sex leikmenn með til að öðlast reynslu. Fjórir nýliðar í hópnum, Helga úr KR og Sonja, Gerður og Kristjana úr Val. Einn leik- reyndasti leikmaður deildarinnar, Guðríður Guðjónsdóttir úr Fram, gaf ekki kost á sér og markvörð- urinn Hjördís Guðmundsdóttir, sem leikur nú í Danmörku, kemst ekki. „Þetta gæti gengið eftir en við ætlum okkar að komast ofar,“ sagði Halla María Helgadóttir fyrirliði Víkinga. „Það kemur svolítið á óvart hvað við erum ofarlega því við erum með ungt og nýtt lið og missum fímm leik- menn. Einnig verður Svava Ýr liklega ekki meira með. Helsti styrkur okkar í vetur er félagið, því í liðinu eru Víkingar í húð og hár en stefnan hjá félaginu er að leggja meiri áherslu á kvennahandboltann og vonandi að það gangi eftir.“ Haukastúlkur, sem höfnuðu í sjö- unda sæti deildarinnar í fyrra, hafa bætt við sig miklum liðsauka og ætla sér langt í keppninni í ár en liðið varð síðast Islandsmeistari 1946. „Við stefnum hátt, allavega á eitt af þremur efstu sætunum en við ætlum okkur annað sætið ef það fyrsta næst ekki,“ sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrirliði Hauka. „Við höfum fengið mikinn mann- skap, Auði Hermannsdóttur og Huldu Bjamadóttur frá Danmörku, Vigdísi Sigurðardóttur og Judit Eszt- ergal frá Eyjum og líklega Thelmu Árnadóttur frá FH svo að hópurinn er breiður. Við byijum líka á að Ieika við lið sem eru ekki mjög hátt skrif- uð og náum þá að fínpússa liðið sam- an.“ Ragnheiður segir að áhuginn á kvennahandboltanum í Hafnarfirði sé mikill og aldrei hafi svona mikil áhersla verið lögð á liðið og umgjörð- in sé mjög góð. Þar spili meðal ann- ars inn í gott kvennaráð og áhuga- samur formaður. „Við höfum verið neðarlega undanfarin ár og nú verð- ur allt lagt 1 sölurnar. Við byijuðum í júní að æfa og fórum meðal annars í æfíngamiðstöðvar, okkur stelpun- um að kostnaðarlausu. Það er ömur- legt eins og verið hefur hjá nokkrum kvennaliðum sem hafa þurft að standa í alls kyns fjáröflunum fyrir Iiðið,“ bætti Ragnheiður við. Bikarmeistarar Fram eru í fjórða sæti í spánni en Guðríður Guðjóns- dóttir þjálfari segir það ekki óvænt. „Miðað við frammistöðu okkar í haust er fjórða sætið ekki fjarri lagi,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari Fram. „Það er greinilega búist við miklu af efstu fjórum liðunum en það er ekki mikill munur og eðlilegt að Stjarnan sé á toppnum. Við höfum fengið marga leikmenn en líka misst, til dæmis er Zelka Tosic hætt, Diana Guðjónsdóttir er farin í FH og Hanna Katrín Friðriksen er ekki enn byijuð að æfa. Við höfum verið of þungar í haustleikjum okkar og ekki náð að stilla saman liðið en það tekur tíma. Það vant- ar líka alveg hjá okkur hægri vænginn.“ Þó að mörg stig í spá skilji að Ijögur efstu liðið frá þeim neðri, skal hafa í huga að um er að ræða spá og ljóst að liðin sem fengu færri stig geta auðveldlega hirt stig af efri liðunum. Þegar spurt verður að leikslokum verða það eflaust stig sem tekin voru sem gef- in, sem breyta röð efstu liða. KNATTSPYRNA Þær leika gegn Frökkum KRISTINN Björnsson, landsliðs- þjálfari kvenna, valdi í þær þær sextán stúlkur sem mæta Frökk- um á Akranesi á morgun kl. 16 í Evrópukeppni landsliða. Hópur- inn er þannig skipaður: Sigríður F. Pálsdóttir, KR og Sigfríður Sophusdóttir, Breiðabliki, mark- verðir. Aðrir leikmenn eri Vanda Sigurgeirsdóttir, Ásthildur Helgadóttir,TVÍargrét Ólafsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir og Erla Hendriks- dóttir, Breiðabliki, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Stjörnunni, Guð- laug Jónsdóttir og Olga Færseth, KR, Jónína Víjglundsdóttir og Ingibjörg H. Olafsdóttir, IA, Guð- rún Sæmundsdóttir, Ásgerður Ingibergsdóttir og Hjördís Símon- ardóttir, Val. Forsala er hafin hjá Eymundsson, íslenskum getraunum og í Spörtu Síðast var uppselt í stúku. Tryggðu þér miða f tíma. Spáin 1. Stjaman ..172 2. Víkingur ..158 3. Haukar ..152 4. Fram ..150 5. ÍBV ..101 6. KR 98 7. Valur ....87 8.FH 52 9. Fylkir 45 10.ÍBA 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.