Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 1
• MARKAÐURINN • SMiÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins BlllllllHBI Föstudagur 29. september 1995 Blað D Margvísleg- ar kröfur MARGT spilar inn í þær kröf- ur sem kaupandinn setur fyrir sig, og átt hafa þátt í sölu- tegðu, skrifar Finnbogi Krist- jánsson fasteignasali. Ohent- ugt skipulag s.s. lítil svefnher- bergi, engir skápar og íbúðin er á mörgum hæðum. / 24 ► Verkefnin eru næg MÖRG verkefni sem þola illa bið eru fyrirliggjandi fyrir byggingamenn, segir Sigurður G. Guðmundsson í Lagnafrétt- um. Segir hann að forystu- menn í byggingaiðnaði verði að horfa til annara verka en sífelldra nýbygginga. / 24 ► Aukið líf í fasteigna- FASTEIGNASALA hefur lifnað við eftir rólegheit sumarsins og segja fast- eignasalar víða um landið að salan sé mikil um þessar mund- ir. í Reykjavík hefur mikið verið um nýjar eignir á sölu- skrám fasteignasalanna og stórar eignir sem h'tið hafa hreyfst undanfarin misseri eru teknar að seljast á ný. Nokkrir fasteignasalar sem rætt var við töldu að þak hús- bréfakerflsins væri of lágt, 5,3 milljónir króna fyrir kaup á eldri íbúðum og 6,4 fyrir ný- byggt húsnæði. Sögðu þeir marga kaupendur ráða við meiri greiðslubyrði og því þyrfti að hækka þakið. Þá sögðu þeir góðan viðbótarkost að fjármögnunarfyrirtækin hafa tekið að bjóða langtíma- lán til fasteignakaupa þótt vextir þeirra væru nokkuð háir. Einn fasteignasalanna sem rætt var við og hefur sérhæft sig í sölu bújarða segir mikinn áhuga vera á búskap og marg- ir sýni áhuga þegar jarðir eru boðnar til sölu. Hugsanlegir kaupendur hafa margs konar áhuga, á hefðbundnum búskap, lífrænum búskap og að byggja upp þjónustu við ferðamenn sem tengja mætti bústörfum. Á Akureyri hefur verið líf- legur markaður síðustu þrjár vikurnar og gott að gera og sagðist fasteignasali þar ekki geta kvartað, það hefði komið góður haustkippur eftir fremur rólegt sumar. / 16 ► Húsbréfaútgáfa minnkar um 3-3,5 milljarða MJÖG hefur dregið úr útgáfu hús- bréfa undanfarin misseri. Þannig er útgáfan orðin 8,6 milljarðar króna það sem af er árinu en hún var allt árið í fyrra um 15 milljarðar. Að mati Bjarna Ármannssonar, forstöðu- manns hjá Kaupþingi er líklegt að húsbréfaútgáfa verði 3-3,5 milljörð- um minni í ár en í íyrra. Þannig muni skapast mikið svigrúm fytgáfu hús- bréfa til 40 ára sem stefnt er að í fé- lagsmálaráðuneytinu. Útgáfan á þessu ári verður vænt- anlega í samræmi við áætlun í fjár- lögum. Á árinu 1994 fór útgáfan hins vegar langt fram út áætlun í kjölfar vaxtalækkunarinnar undir lok árs- ins 1993. Á myndinni hér til hliðar sem Bjarni hefur unnið sést hvern- ig samspilið hefur verið milli ávöxt- unarkröfu húsbréfa og útgáfu bréf- anna á hverjum tíma. Framboðið er reiknað sem meðaltal þriggja mán- aða, einn aftur á bak og einn áfram, til að jafna út sveiflur. Ávöxtunar- krafa er meðalkrafa viðskipta í mán- uðinum vegin með viðskiptamagn- inu. Hafa þessar stærðir að nokkru marki sveiflast í takt gegnum árin. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækk- aði niður í um 5% í nóvember 1993. Krafan hækkaði á ný á árinu 1994 en hefur haldist stöðug um alllangt skeið nálægt 6%. Ýmis teikn eru nú á lofti um krafan eigi eftir að fara lækkandi á næstunni og er því sam- bandi fyrst og fremst horft til minnkandi framboðs og minnkandi umsvifa ríkissjóðs á lánsfjármark- aði. Þá þykir niðurstaða útboðs á 20 ára spariskírteinum á miðvikudag renna stoðum undir þessa skoðun. ALVÍB: —. V Eini séreignarsjóðurinn sem tryggir lífeyri til æviloka Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB með góðum fréttum um lífevrismál. í honum er að finna upplýsingar um nvemig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-AImennra. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslatids • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. ~v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.