Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 24
24 D FÖSTUDAGUR 29.. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ „íbúðin mín selst ekki, hvers vegna?“ Asíðustu þremur til fimm árum hefur verð á ákveðnum fasteignum staðið í stað. Þetta geta verið stórar eignir jafnt sem smáar eignir. Margt spilar inní þær kröfur' sem kaupandinn setur fyrir sig í dag. Óhentugt skipulag . innanhús s.s. lítil svefnherbergi, eng- ir skápar og íbúðin er á mörgum hæðum. Unglingamir taka meira pláss og leggja undir sig stærsta herbergið í húsinu eða taka undir sig Iqallarann. llir' fasteignasalar kannast við það núna, að hjónin eru komin inní bama- herbergið sem er rétt rúmlega stærra en hjónarúmið og fötin hanga á einni rá í öðru herbergi. ÞeSsi litlu her- bergi eru oft kölluð „skápar“. Inn- réttingar skipta minna máli, það má henda þeim út og setja aðrar í stað- inn, þær kosta ekki svo mikið miðað við heildarverðmæti fasteignarinnar. Þar sem hverfi hafa byggst hratt upp á þenslutímum hefur hvert húsið verið byggt ofaní öðra sem markað- urinn líður fyrir í dag. Á tímabilinu 1986-1991, þegar Byggingasjóðslán- in hækkuðu og lengdust til fjörutíu ára, hefur oft verið kennt við „86 kerfið" það Var á árunum 1986- 1991. Kaupendur fengu þá lánsloforð uppá sem svarar til kr. fjórum til fimm milljónum núna, útborgað í tvennu lagi, restin var greidd við undirskrift kaupsamnings og rest á tólf mánuðum vaxtalaust. Þessi láns- loforð frá húsnæðisstofnun þurfti að nota innan ákveðins frests, annars •féllu þau niður þannig að kapphlaup- ið við tímann jókst. Enginn þurfti að fara í greiðslumat. Færri íbúðir voru þá á markaðnum en nú og hver íbúð var umsetin sem kom í sölu. Verð á ákveðnum fasteignum hefur veríð meira og minna óbreytt nokkur undanfarin ár. Fmnbogi Kristjánsson segir hæpið að segja að verðlækkun hafi átt sér stað á þessum eignum heldur hafí fremur átt sér stað breyting á markaðinum og rekur dæmi um slíkt Það þýddi það að fólk var með alla vasa fulla af peningum sem Hús- næðisstofnun dældi út í þjóðfélagið og verð á fasteignum hækkaði dag frá degi. Nóg var um yfirvinnu til að bæta við tekjurnar ef uppá vantaði. Þetta var góss- entími fyrir marga aðila og upp hófst nýr tími í byggingarsögunni sem heilu hverfin sanna. Húsbréfakerfið tók við af húsnæðislánunum upp úr 1990, sem voru styttri lán og dýrari vextir. Lántökugjald er lagt sérstaklega ofan á fasteignaveðbréfin og innheimt við undirritun kaupsamnings sem áður var dregið af húsnæðisláninu og kaupendur eru settir í sérstakt greiðslumat sem aðeins húsnæðis- stofnun sá um. Allt varð þetta þyngra í vöfum. Lögð var meiri vinna á starfsmenn fasteignasala sem gerðu þá eins og rannsóknarmenn í leit að pappírum á viðskipata- mönnum sínum, ofan í skúffur og vasa þeirra. Nú hafa bankar og við- urkenndar lánastofnan- ir tekið greiðslumatið að sér. Starfsmenn fasteignasala hafa lært að tileinka sér léttari vinnubrögð til að létta skiptamönnum sínum að fara í gegnum við- skiptaferlið og sitja ekki á upplýsingum um húsbréfakerfíð og aðrar fjármögnunarleiðir í fasteignakaupum. Síðustu ár hefur ver- ið nóg framboð af fast- eignum og þá sérstak- lega nýbyggingum. Mikið hefur verið byggt í félagslega kerfinu, hjá Bygg- ingasjóði verkamanna og íbúðum aldraða og enn einn möguleikinn er Búseti, sem er hálffélagslegt kerfí. Allt hefur þetta haft áhrif á verð á fasteignum landsmanna. Ég ætla að víkja hér að raunhæfum dæmum sem ég er kunnugastur til frásagnar. Finnbogi Kristjánsson Þetta era tvær dæmigerðar eignir sem ætti að gefa lesendum innsýn í ástand á markaði síðustu ár. Fyrra dæmið er hús um 350 fm með aukaíbúð, tvöföldum bílskúr og hefur mörg herbergi eins og skápa og risa stofur byggt árið 1967 með flötu þaki. Rúmlega sextug ekkja býr ein í þessu húsi og leigir skólafólki litlu íbúðina. Hún er búin að fá nóg með að þrífa allt þetta hús og leigjend- umir eiga allt önnur áhugamál eins og gengur. Hún hefur samband við fasteignasala og lýsir vandræðum sín- um við hann. Þetta var í byijun árs 1991. Hann kemur í heimsókn og lít- ur á eignina til að taka hana í sölu. Konan er spennt að fá að vita verið á eigninni strax. Fasteignasalin stendur á miðju stofugólfínu og horf- ir út á sjóinn, pírir augun og segir: „Þetta er svona þijátíu til þijátíu og tvær milljónir." Hann tók þetta frekar í hærri kantinum til þess að móðga örugglega engan í virðingarskyni við konuna. Eignin var síðan auglýst í tíu mánuði á þessu verði og margir höfðu hringt í fasteignasöluna en enginn komið að skoða. Konan hefur samband við aðra fasteignasölu og lýsir vandræðum sínum enn frekar. Viðkomandi fasteignasali kemur til hennar og rannsakar hvern króka og kima í húsinu. Ýmsir gallar koma í ljós. Eftir langan, langan fund í borðstofunni með konunni um ástand á markaðinum ákveður fasteignasal- inn að hafa samband við hana næstu daga um verðið á eigninni. Hann hringir í hana og segir henni að nið- urstaða verðmats sé um 24 til 25 milljónir miðað við ástand á mark- aði. Konan hugsar málið og ákveður að láta auglýsa það á þessu verði. Eftir um fjóra mánuði kom tilboð frá einum hjónum og náðust samningar um sölu upp á kr. 22 milljónir, sex milljónir í húsbréfum, fjórar í veð- skuldabréfí til tuttugu og fímm ára og rest á árinu. Aðilar vora mjög ánægðir með þessi viðskipti og konan býr nú í 100 fm sérbýli í dag. Þótt mál hafi æxlast með þessum hætti er ekki hægt að segja um verð- hrun hafí verið að ræða heldur breyt- ing á markaðnum sem menn áttaðu sig almennt ekki á á þessum tíma. Seinna dæmið er 150 fm hæð á mjög góðum stað, byggð um 1945 sem seld var haustið 1993. Hún hafði verið á sölu í rúmt ár á tæpar sextán milljónir. Fyrirspumir um hana vora um sjötíu eftir árið og einn komið að skoða. Þetta var kona um sjötugt og ennþá útivinnandi og fjallhress. Hún kveður til sín annan fasteigna- sala og hann kemur að skoða. Þetta voru fallegar stofur með fiskibein- sparketi, frönskum útskotsgluggum, risa stórt eldhús, lítið og gamalt bað og aðeins tvö lítil herbergi. í bílskúr- inn var hægt að koma litlum japönsk- um bíl. Húsið þarfnaðist lagfæringar að utan en að öðra leyti var það vel byggt. Eftir að þau hafa setið saman í dagstofunni og rabbað saman um sögu hússins og alls hverfisins vildi konan fá verðhugmyndir. Fasteignasalinn virti fyrir sér nán- asta umhverfi og renndi augunum yfir parketið, sá snúna fætur sófa- borðsins speglast í blankskónum sín- um og reyndi að komast undan því að nefna tölur en sagði að lokum: „Þetta eru engar sextán milljónir." Konan lét ekki segja sér þetta tvisv- ar, greip frammí og sagði: „Þetta vissi ég alltaf, ég hef bara ekki þor- að að segja það, börnin hefðu aldrei samþykkt það. En ég ætla að taka af skarið þar sem ég hef keypt íbúð hjá öldraðum og vil helst flytja inn fyrir jól.“ Eignin seldist á um tólf milljónir eins og sambærilegar eignir í nágrenninu. Allir vora ánægðir með viðskiptin, ekki síst dóttir konunnar sem vildi endilega kynna frænku sína fyrir fasteignasalanum eftir leiksýn- ingu í fjóðleikhúskjallaranum um veturinn. Höfundur, sem hefurstarfað við fasteignasölu í um áratug, er lög- gildur fasteignasali. Lagnafréttir Lambakjöt úr steinsteypu Eifflim við að heimta fleiri lóðum úthlutað til að byggja fleiri íbúðir, sem enginn getur keypt eða enginn hefur þörf fyrir og auka þannig skulda- súpu sveitarfélaganna? spyr Sigurður Grétar Guðmundsson í þætti sínum. ALLAR eldri byggingar þarfnast endumýjunar, að utan sem innan. BÖLSÝNI gætir meðal bygginga- manna þessa lands, atvinnu- horfur á næsta vetri og næstu misser- um era dapurlegar, stjómarmenn hjá ríki og bæjum era gagnrýndir fyrir að draga úr framkvæmdum, nýjar jbúðir standa auðar og seljast ekki. Á gagnrýni á ríkisstjórn og sveita- stjórnir rétt á sér, eigum við að halda áfram að reisa opinberar byggingar þó vitað sé að afkomendur okkar verði að greiða kostnaðinn af þeim framkvæmdum? Eigum við að heimta fleiri lóðum úthlutað til að byggja fleiri íbúðir, sem enginn getur keypt eða enginn hefur þörf fyrir og auka þannig skuldasúpu sveitarfélaganna? Þeir era margir sem vilja fara þessar leiðir, framleiða „lambakjöt úr steinsteypu", sem enginn hefur lyst á eða enginn hefur efni á að kaupa og þeir sem þar era fremstir í flokki eru forystumenn byggingar- iðnaðarins, bæði atvinnurekendur og launþegar. Þetta er dapurlegt viðhorf, það eru löngu sannaðar staðreyndir að óarð- bærar framkvæmdir, að framleiða vöru sem enginn vill kaupa til að bjarga atvinnuástandi augnabliksins, er eins og að pissa í skó sinn, fram- tíðin og afkomendurnir verða borga reikninginn. Það verður að gera þá kröfu til ábyrgra forystumanna byggingar- iðnaðarins að þeir skilji þetta, það verður líka að gera þá kröfu til þeirra að þeir hafi þá víðsýni að þeir leiti annarra leiða til að finna ný og arð- bær verkefni, að þeir geri heilbrigðar og framsæknar kröfur til kjörinna valdsmanna. Ekki bara að byggja eitthvað til þess að við höfum eitthvað að gera. Gífurlegt verkefni framundan Beint fyrir framan nefið á okkur er gífuriegt verkefni, en til þess að í það verði ráðist þarf að opna augu margra og koma mörgum til að hugsa á nýjum nótum. Þetta verkefni er endurbygging alls húsrýmis á íslandi, sem er þijá- tíu ára og eldra. Þetta á við um allt húsrými, hvort sem það er í einkaeign eða sameign okkar allra, svokallaðar opinberar byggingar. En kallar þetta ekki á fjármagn? Jú, vissulega, mikið fjármagn og það, fjármagn er fyrir hendi. Fjöl- margir eigendur eldra íbúðarhús- næðis eru einnig komnir vel yfir miðjan aldur, margir eiga þeir íbúðir sínar skuldlausar og jafnvel vænan sjóð á bók eða í bréfum. Því fjár- magni yrði ekki betur varið en til viðhalds fasteignarinnar og þó eng- inn sé sjóðurinn er nú svo komið að bankar og verðbréfasjóðir leita að ávöxtunarleiðum. Það er síður en svo verið að velta óarðbærum fjárfest- ingum yfir á næstu kynslóðir þó lán séu tekin til að endurbyggja eldra húsnæði, það er verið að bjarga verð- mætum frá grotnun og eyðileggingu, bjarga því að arfurinn sé í fullu verð- gildi. Forysta og samhæfing Hvað þarf að gerast til að ráðist sé í þetta verkefni? Það þarf margt að gerast, það þarf samhæft átak allra þeirra sem þetta mál varðar og lykilmaðurinn að þessari samhæfingu er æðsti maður byggingarmála á Islandi, umhverfisráðherra. í því embætti situr sá maður, sem vel er treystandi til þeirrar forystu, en það þarf ekki síður hugarfars- breytingu hjá öllum þeim sem lifí- brauð hafa af byggingariðnaði hér- lendis. Það verður að gera þá kröfu til þeirra að þeir hætti að einblína á verkefni, úrræði og aðferðir gær- dagsins og fari að horfa til framtíðar. Það þarf að vekja byggingariðn- aðarmenn, bankamenn, sveitar- stjórnarmenn, þingmenn, ráðherra, fasteignaeigendur, skólamenn, versl- unarmenn, framleiðendur o.m.fl. Það þarf að skóla byggingariðn- aðarmenn upp á nýtt; ef við tökum lagnamenn sem dæmi þarf að kenna þeim nýja efnisþekkingu, kenna þeim ný vinnubrögð og ekki síst; fágaðri og þjónustliprari framkomu. Á þetta kannske við um alla byggingariðnað- armenn? Það er ekki ólíklegt að það þurfí að breyta lögum, einkum skattalög- um, þannig að það myndist hvati hjá fasteignaeigendum til að ráðast í endurbyggingu eldra húsnæðis og veita þeim ávinning af því að öll við- skipti fari fram löglega og „svartri" starfsemi útrýmt. Það má gera með því að vinnuliður framkvæmdanna sé að einhverju Ieyti gerður frádrátt- arbær frá skattstofni. Það þarf að hefjast handa strax í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.