Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A" Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands ÐSPURÐUR um hvaða vopn verkalýðshreyfingin hafi í höndunum ef úrskurður Kjaradóms stendur óbreyttur sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, erfitt að skilgreina það í einstökum atriðum, en ef svo illa færi sem hann ætti alls ekki von á, þá myndi það verða mat hvers verka- lýðsfélags eða sambands fyrir sig hvemig við yrði brugðist. „Við gerum okkur auðvitað vonir um það að til einhvers slíks þurfi ails ekki að grípa heldur verði ráðin bót á þessu misrétti sem þarna er að birtast með öðrum hætti. Að vísu gerum við okkur ljóst að það er ekki hægt að skjóta málinu til neins lög- formlegs aðila annars en Alþingis. Það er enginn yfirdómstóll fyrir hendi annar en alþýðan sem hefur kveðið upp sinn dóm ef svo má segja. Niðurstaðan er einróma og Alþingi ber auðvitað að taka tillit til þess. Það var gert 1992. Þá voru sett sér- stök ný lög um hvemig dómur skyldi starfa og hinn nýi dómur, sem þá var uppkveðinn, var í samræmi við það sem menn töldu þá vera nauð- synlegt miðað við ástand efnahags- og kjaramála. Við hefðum talið að núna væri kannski ennþá brýnna að tekið væri, eins og raunar er gert ráð fyrir í lögunum um Kjaradóm, tillit til almennra kjarabreytinga og ástandsins á vinnumarkaðnum," sagði Benedikt. Hann sagði að lögin beinlínis segðu að dómurinn ætti að taka mið af þessu tvennu, en þeim sýndist að það hefði dómurinn ekki gert. Þess vegna væri mjög slæmt að ekki væri til einhver lögformlegur mál- skotsaðili sem hægt væri að fá yfir- dóm hjá vegna þessa úrskurðar. Hann vísaði í þessu sambandi til 5. greinar laganna um Kjaradóm en þar segir að dómurinn skuli taka tillit til þróunar kjaramála á almennum vinnumarkaði. Það hafi dómurinn ekki gert, auk þess sem segi í lögun- um að hann skuli kveða á um heildar- kjör en ekki bara laun tiltekinna hópa, eins og til dæmis þingmanna. Þrátt fyrir það hafi dómforsetinn sagt frá því að dómurinn hafi ekki vitað um ákvarðanir annarra varð- andi kjör þingmanna. „Nú vitum við það að minnsta kosti, þó dómurinn viti það kannski ekki, að það var verið að breyta kjörum þingmanna mjög verulega að minnsta kosti mið- að við það sem gerðist á almenna markaðnum, því þar var verið að ákveða sérstaka 40 þúsund króna aukagreiðslu sem dómurinn segist ekki vita um,“ sagði Benedikt. Aðspurður hvort í þessu Ijósi væru þá ekki næg rök fyrir dóminn til að endurskoða úrskurð, játti Benedikt því og rifjaði upp að forsætisráð- herra hefði farið þess á leit við dóm- inn 1992 að hann tæki málið upp að nýju en því hefði verið hafnað. Þess vegna hefðu verið sett bráða- birgðalög sem síðan hefðu verið stað- fest á Alþingi um nýja skipan dóms- ins. í bréfi forsætisráðherra til dóms- ins, sem hefði verið kynnt á Alþingi, hefði sagt: „Ljóst er að niðurstaða Kjaradóms stangast í veigamiklum atriðum á við þá þróun sem orðið hefur á hinum almenna launamark- aði og er ekki í takt við framvindu íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Það er mat ríkisstjórnarinn- ar að hinn nýfallni Kjaradómur sé til þess fallinn að skapa mikinn óróa í þjóðfélaginu og —— gæti hæglega rofið þá samstöðu sem náðst hefur um að þjóðin vinni sig sameiginlega út úr þeim efnahags- legu þrengingum sem nú er við að glíma. Því beinir ríkisstjórnin því ein- dregið til kjaradóms að hann taki úrskurð sinn þegar til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð sem ekki sé líklegur til að hafa þær afleiðing- ar sem að framan er lýst.“ Benedikt sagði að það væri mat Alþýðusambandsins að ástandið væri ennþá viðkvæmara í dag en það var fyrir þremur árum. Þá hefði þessi tilraun til að koma einhverju skikki á efnahagslífið aðeins staðið í um tvö ár. Nú væru liðin 5-6 ár og nú sæju menn fram á einhvem árangur, því samkvæmt spám væru líkur til þess Almennur ófriður þó samningar séu í gildi Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir að það sé engin önnur leið til fyrír Alþingi en að snúa af þeirri braut sem endurspeglast í úrskurði Kjaradóms og ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Ef það geríst ekki kunni að verða ófriður á vinnumarkaði þrátt fyrír að kjarasamningar séu lögformlega í gildi. Þing- Ráð- menn herrar Heimild: Handeild ASi Óþolandi að með stjórnvalds- aðgerðum sé sköpuð spenna að kaupmáttur lægstu launa gæti aukist á næstunni. Ef hins vegar úrskurður Kjaradóms stæði og ákvörðun forsætisnefndarinnar um sérstakar greiðslur til þingmanna væru allar líkur á að þessi árangur væri glataður. Hann segir að það sé nánast óskiljanlegt að þessar uppá- koma í sambandi við Kjaradóm skuli hafa endurtekið sig og stjómmála- mennirnir, sem eigi að stjóma hér efnahagslífinu, hljóti að hafa af þessu verulegar áhyggjur. Bæði sé hættan ekki minni núna á að illa fari, auk þess sem nú sé jafnvel enn lengra seilst í að auka misréttið af hálfu dómsins og Alþingis. Óhæf vinnubrögð á stéttarfélagsgrundvelli Benedikt sagði að Alþýðusam- bandið hefði farið þess á Ieit við for- sætisráðherra í kjölfar neitunar for- seta Kjaradóms að hann hlutaðist til um að þau gögn sem dómurinn legði til grundvallar úrskurði sínum yrðu gerð opinber. „Ef það er ekki hægt held ég að það sé bara staðfesting á þvi að dómendur geri sér grein fyrir að þeir hafi farið út fyrir þær reglur sem þeir áttu að starfa eftir. Það er líka athyglisvert að í lögunum er beinlínis tekið fram í 13. grein að Kjaradómur og kjaranefnd skuli eigi sjaldnar en árlega meta það hvort tilefni sé til breytinga á starfs- kjörum sem þeir ákveða. Maður skyldi ætla að þetta hafí verið gert og dómurinn ekki talið ástæðu til að gera breytingar á undanförn- um árum. Nú sé hann þess vegna bara að meta ástandið vegna eins árs i raun, enda er mjög óeðlilegt auðvitað að dómurinn fari að kveða upp úrskurð ofan í fyrri úrskurð, sem gilti frá 1989-92. Hann úrskurðar samt sem áður um það tímabil líka. Ég er að vísu «kki lög- lærður maður og kann ekki vinnu- hætti lögmanna, sem þessi dómur samanstendur fyrst og fremst af, en svona á stéttarfélagagrundvelli hefðu þetta verið dæmd óhæf vinnu- brögð,“ sagði Benedikt. Aðspurður hvort staðreyndin væri ekki eftir sem áður sú að verkalýðs- hreyfingin væri með bundnar hend- ur, þar sem í gildandi kjarasamning- um væri ekki að finna neina skuld- bindingu um tiltekna launastefnu Benedikt Davíðs- son, forseti Alþýðu- sambands ísiands. Launahækkanir nokkurra hópa frá 1989 Meðajtal Launa- ASI visitala Hagst. Isl. sagði Benedikt að það væri alveg rétt að samningarnir væru mjög af- gerandi varðandi uppsögn þeirra. Þær forsendur sem samningamir byggðust hins vegar á og gengið hefði verið út frá við gerð þeirra væru yfirlýsingar ríkisstjórna. Þær hefðu meðal annars verið gefnar við afgreiðslu fjárlaga í ár, en þar segði meðal annars í yfirlýsingu frá 10. desember síðastliðnum: „Framundan er það meginverkefni að nýta efna- hagsbatann til að tryggja áframhald- andi stöðugleika um leið og leggja ber áherslu á jöfnun lífskjara með því að bæta kjör hinna lægstlaunuðu og verst settu. Undir engum kring- umstæðum má hverfa aftur til tíma óstöðugleika, óðaverðbólgu og er- lendrar skuldasöfnunar. Reynslan sýnir að slíkt ástand kemur verst við þá sem lakast eru settir.“ Benedikt sagði að þetta hefði ver- ið sú meginlína sem fylgt hefði ver- ið, en auðvitað hefði verið um nokk- ur frávik að ræða vegna þess að ein- stök félög og sambönd hefðu í sínum sérkjarasamningum verið að semja um sérstakar hagræðingar eða breytingar sem greiðsla hefði komið fyrir. Þannig hafi það til dæmis ver- ið hjá Sambandi byggingarmanna. Þar hafí svokallaðri flutningalínu verið skipt út fyrir tilteknar greiðsl- ur. „Þannig eru til tilvik um aðrar krónutölur en 2.700 og 3.700 krónur en það er ekkert í stíl við það sem Kjaradómur er að gera eða forsætis- nefnd þingsins. Ég vil þess vegna meina að þetta sé hinn efnahagslegi og félagslegi grundvöllur sem samn- ingurinn byggir á og við töldum að þetta væri enn staðfest þegar ný rík- isstjóm var mynduð í apríl eftir að samningamir höfðu verið gerðir,“ sagði Benedikt ennfremur. Hann vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjómarinnar, en þar segir: „Með myndun ríkisstjómar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks hefst ný framfarasókn þjóðarinnar. Undir- stöður velferðar verða treystar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu heimila í landinu og áhersla verður lögð á samheldni þjóðarinnar, sam- vinnu vinnuveitenda og launþega.“ Benedikt sagðist vilja leggja sér- staka áherslu á niðurlagið. „Því spyr ég, hefur þessi nýja ríkisstjóm horfið frá þessari grundvallarstefnu? Ætlar hún að verja það sem Kjaradómur hefur nú gert, sem fer í allt aðra átt, og/eða þingið, því þar er hvorki verið að tala um 2.700 eða 3.700 króna greiðslu í krónutölu til að jafna kjörin, heldur er verið að tala um á bilinu 26 til 100 þúsund króna greiðslu á mánuði fyrir þessa aðila sem þama eiga hlut að máli og hæst til þeirra sem hæst höfðu launin fyr- ir. Þannig að þetta stangast gjörsam- lega á og mér finnst að ríkisstjórnin og þingið verði að skýra afstöðu sína til þessa.“ Ekki ágreiningur milli ASÍogVSÍ Benedikt sagði að hann teldi ekki að neinn ágreiningur væri milli Al- þýðusambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins í þessum efnum. Að- spurður sagði hann að það væri al- veg rétt að þeir væru bundnir af frið- arskyldu vegna kjarasamninganna, „en ég vek athygli á samþykktum eins og Dagsbrúnar í gær [í fyrra- dag] og Dagsbrún er ekkert eins- dæmi í þeim efnum. Það eru fjöl- margar samþykktir einstakra félaga og sambanda sem hafa komið hér inn til okkar í sama dúr og Dagsbrúnar. Það má vel vera að tæknilega séð verði ekki hægt, að segja upp samn- ingum, ef verðbólga verður ekki komin úr böndunum í lok nóvember þegar á að meta þetta. Það má vel vera, en það er auðvitað óþolandi fyrir dtvinnulífið, að með stjórnvalds- aðgerðum sé sköpuð slík spenna á vinnumarkaðnum að þrátt fyrir að kjarasamningar séu lögformlega taldir í gildi verði almennur ófriður á vinnumarkaði. Þá verður í raun sköpuð sú staða að ekki verður hægt að komast að gerð nýrra kjarasamn- inga hvenær sem það verður, öðru- vísi en það verði einhver almenn sprenging í þjóðfélaginu,“ sagði Benedikt. Hann benti á að þar með væri allur sá árangur sem náðst hefði glataður og það sem verst væri ef til vill að tiltrú manna á að hægt væri að vinna sig út úr efnahags- vanda eftir skynsemisleiðum myndi eyðileggjast. Aðspurður hvort reynsl- an af síðustu tveimur úrskurðum Kjaradóms sýndi að það kerfi gæti ekki sinnt hlutverki sínu, sagði hann að ef það væri mat lögfróðustu og færustu manna að dómurinn hefði starfað nákvæmlega samkvæmt þeim reglum sem Alþingi hefði sett honum væri niðurstaðan sú að þetta kerfi væri ónýtt. Ef dómendurnir hefðu hins vegar farið út fyrir það verksvið sem þeim væri sett í lögun- um og greinargerðinni með þeim þá þyrfti það ekki að þýða að kerfið væri ónýtt. Hann bætti því við að honum sýndist hins vegar að Alþingi væri að grípa inn í hlutverk dómsins með ákvörðun forsætisnefndar um sérstaka 40 þúsund kr. launagreiðslu eða sem næmi um hálfum verka- mannalaunum. Hann vildi ekki kalla þetta annað en launagreiðslur og það hefði nú verið viðurkennt af forsætis- nefndinni, þar sem gefa ætti þessar greiðslur upp til skatts. Hann sagði það vandasamt að vinna sig út úr því óefni sem málið væri komið í. Það væri þegar búið að valda gífurlegum óróa „þessari gífurlegu réttlátu sprengingu, vil ég segja, i þjóðfélaginu og gagnrýni á hvernig þarna er haldið á málum,“ sagði Benedikt, en það væri ekki um annað að ræða fyrir Alþingi en snúa af þessari braut. Islendingnr stunginn í Hamborg Deildi við Norður- Afríkubúa Hamborgarlögregl- an hefur engar vísbendingar LÖGREGLAN í Hamborg hefur eftir sjónarvottum að maðurinn, sem stakk Íslending í tvígang með hnífí í Hamborg aðfaranótt sunnu- dags, sé frá Norður-Afríku, en hún hefur engar frekari vísbendingar í málinu. íslendingurinn heitir Valdimar Hannesson og að sögn lögreglunn- ar tók hann tal saman við Afríku- manninn á knæpunni Mary Lous Orkan í St. Pauli-hverfinu og sinn- aðist þeim. Rifrildinu lyktaði með því að Afríkumaðurinn dró upp hníf og stakk íslendinginn tvisvar, í bak og kvið. Sá, sem framdi verknaðinn, flúði því næst af vett- vangi, en Valdimar var fluttur á sjúkrahús. Sár hans voru talin al- varleg, en hann er nú úr hættu. Valdimar er 25 ára Reykvíking- ur, sem búsettur er í Hamborg. Lögreglan kvaðst engar vísbend- ingar hafa í málinu og sagði að það væri ekki ofarlega í forgangs- röðinni á verkefnalista Hamborg- arlögreglunnar. Þó væri litið á þetta sem morðtilræði. Andlát HELGI EINARS- SON HELGI Einarsson, húsgagnasmíða- meistari frá Hróðnýjarstöðum, er látinn á 91. aldursári. Foreldrar Helga voru Einar Þorkelsson og Ingiríður Hansdóttir á Hróðnýjar- stöðum í Laxárdal í Dölum. Helgi fæddist 25. júlí árið 1905 og flutti til Reykjavíkur til að stunda nám að lokinni hefðbundinni bamafræðslu. Hann lærði húsa- smíði hjá Daníel Tómassyni og hús- gagnasmíði hjá Árna J. Árnasyni. Að námi loknu starfaði Helgi við smíðar og rak um þijátíu og fimm ára skeið húsgagnaverkstæði í Brautarholti. Hann lagði niður reksturinn á áttunda áratugnum og opnaði verslunina Loftið á Skóla- vörðustíg 4. Verslaði Helgi með feneyjakristal og sýndi verk lista- manna í versluninni. Þegar Helgi hætti verslunarrekstri opnaði hann innrömmunarverkstæði og vann við innrömmun til dauðadags. Hann giftist Aðalbjörgu Hall- dórsdóttur frá Akureyri árið 1932 og skildu þau árið 1950. Aðalbjörg lést fyrir nokkrum árum. Þau Helgi og Aðalbjörg eignuðust þijú börn. Helgi eignaðst síðar einn son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.