Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Útlit fyrir að 40 ára húsbréf fái góðar viðtökur á verðbréfamarkaði Áhrif mismunandi binditíma húsbréfa ; Miðað er við 4,75% nafnvexti og 6% ávöxtunarkröfu allra flokka eins og nú eru á 25 ára husbréfum Lánstími Meðaibinditími Gengi Afföll e8þ 15 ár 7,0 ár 91,8% 8,2% 25 ár 10,2 ár 88,2% 11,8% u 40 ár 13,6 ár 84,4% 15,6% Góður kostur fyrir lífeyrissjóði DAVÍÐ Björnsson, forstöðumaður hjá Landsbréfum, segir að húsbréf til 40 ára, sem stefnt er að því að gefa út, verði góður fjárfest- ingarkostur fyrir lífeyrissjóði. „Við höfum ekki áhyggjur af því að þau bréf muni ekki ganga í markaðinn. Okkur sýnist að áhugi fjárfesta á borð við lífeyris- sjóði sé að beinast að bréfum til lengri tíma en verið hefur. Tvennt gæti valdið því. í fyrsta lagi virð- ast fjárfestar eiga von á því að raunvextir eigi eftir að fara lækk- andi á næstu árum. Þá er auðvitað betra að læsa núverandi raun- vaxtastig inni í langan tíma. í öðru lagi er smám saman verið að minnka verðtryggingu og því ekki óeðlilegt að velta þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort verðtryggð bréf verði ril sölu eftir tíu ár.“ Davíð segir hins vegar að því megi slá föstu föstu að ávöxtunar- krafa 40 ára bréfanna verði örlítið hærri en ávöxtunarkrafa 25 ára bréfa. Þetta sjáist af því að spari- skírteini til 20 ára hafi verið seld í útboði á miðvikudag með 5,95% ávöxtunarkröfu en hægt sé að nálgast spariskírteini til 10 ára á Verðbréfaþingi með 5,84% ávöxt- unarkröfu. Eins og sést á meðfylgjandi töflu nema afföll við sölu 25 ára bréfa nú 11,8% miðað við 6% ávöxtunarkröfu en yrðu 15,6% á 40 ára bréfum og 8,2% af 15 ára bréfum. Vegna útdráttarfyrir- komulags á húsbréfum er meðal- binditími 40 ára húsbréfa 13,6 ár en binditími 25 ára bréfa 10,2 ár. Lyfja hf. verður í Globus-húsinu RÓBERT Melax og Ingi Guðjóns- son, lyfjafræðingar sem hyggja á rekstur apóteks í Reykjavík, hafa fest kaup á 300 fermetra rými á jarðhæð Globus-hússins í Lágmúla 5 undir fyrirtæki sitt, Lyfju hf. „Við munum opna þarna apótek um leið og lögin um opnun lyfja- búða taka gildi, annaðhvort núna strax í haust eða 1. júlí á næsta ári,“ sagði Róbert í samtali við Morgunblaðið. „Við skoðuðum hús- næði á nokkrum stöðum en þama var hægt að fá húsnæði sem upp- fyllti skilyrði okkar.“ Þeir Róbert og Ingi standa einir að hinu nýja apóteki og hafa lagt allt sitt undir, þannig að fyrirhuguð frestun á gildistöku lagaákvæða um opnun lyfjabúða kemur illa við áform þeirra. „Það liggur auðvitað ljóst fyrir að svona húsnæði kostar töluvert mikið og ef lögunum verð- ur frestað þurfum við að standa undir þeirri fjárfestingu án þess að fá nokkra peninga á móti. Við töp- um umtalsverðum upphæðum fyrir hvern einasta mánuð sem líður.“ „Við vonumst til þess að umræða snúist ekki upp í pólitískt þjark. Þá fara menn að taka afstöðu eftir pólitískum línum í stað staðreynda málsins. Helstu rök fyrir frestun hafa verið þau að skoða þurfi áhrif EES-samningsins á lyfjamarkað- inn. Staðreyndin er hins vegar sú að EES-samningurinn hefur engin áhrif á smásöluhluta lyfjamarkað- arins heldur fjallar hann um inn- flutning og heildsölu lyfja ásamt skráningu og markaðssetningu." Marco HUSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 11, sími 533 3500 VIÐSKIPTI Mikill áhugi á heimabönkum á sýningunni Tölvur & tækni Viðmótið lykilatriði hjá sýningargestum Viðskiptavinir bankanna hafa brugðið skjótt við HEIMABANKAR eru án efa meðal þess sem er heitast á tölvusýning- unni Tölvur&tækni sem stendur yfir nú um helgina og hefur fjöldi gesta lagt leið sína um bása bankanna á fyrsta degi sýningarinnar. Það var Islandsbanki sem fyrstur bauð við- skiptavinum sínum upp á þann möguleika að sinna bankaviðskiptum sínum í gegnum einkatölvuna en hin- ir bankamir hafa fylgt í kjölfarið. í samtölum við forsvarsmenn bankanna á sýningunni kom fram að sýningargestir hefðu sýnt þessari nýjung gríðarlegan áhuga. Nú þegar eru u.þ.b. 1.600 ísiendingar komnir með þennan aðgang, 1.000 við- skiptavinir íslandsbanka og um 600 viðskiptavinir Landsbankans. Búnað- arbankinn fór hins vegar af stað með Heimilisbanka sinn í gær og Spari- sjóðirnir munu opna Heimabanka sinn á mánudag og vafalítið á fjöldi notenda eftir að bætast við í kjölfarið. Utlitið mikilvægt Að mati flestra þeirra sem Morg- unblaðið ræddi við er það notandavið- mótið sem skiptir mestu máli hjá neytendum, en auk þess velta þeir öryggi þessa kerfis fyrir sér. Hvað útlit varðar verður að segjast að Sparisjóðimir hafi vinninginn, enda þeir einu sem bjóða upp á grafískar vaimyndir. Heimabanki Sparisjóð- anna er hannaður fyrir Windows, á meðan að hugbúnaður hinna þriggja byggir upp á skjáhermi og er um- hverfið þar því nokkuð hrárra. Hins vegar má allt eins gera ráð fyrir því Verðhrun á áli íAsíu Hong Kong. Reuter. ÁL hefur sjaldan fengizt á eins góðu verði í Asíu og nú vegna lítilla kaupa Kínveija á áli síð- an á fyrri árshelmingi. Þar sem Kínveijar keyptu ál umfram þarfir á öðrum árs- fjórðungi 1995 eiga þeir um 100.000 lestir. Þær birgðir bárust til Kína eftir „gráum leiðum“, það er aðallega með smygli, og af þeim voru ekki greidd opinber gjöid. Um það leyti sem birgðimar komu til Kína hófst þar mikil herferð gegn smygli, sem hef- ur sannfært kaupmenn um að verðhrunið kunni að standa í marga mánuði — að minnsta kosti fram í desember og ef til vill til marz á næsta ári. að hinir bankarnir þrír ráðist í ein- hveijar endurbætur á sínum búnaði á næstunni enda hefur atburðarásin á þessum markaði verið gríðarlega hröð að undanfömu. Áþekk verðlagning Verðlagning bankanna á þessari nýju þjónustu er nokkuð svipuð. Annars vegar er um að ræða stofn- gjald sem notandi greiðir fyrir hug- búnað og skráningu. Þar em Spari- sjóðirnir lægstir með 1.000 krónur, íslandsbanki kemur þar á eftir með 1.500 krónur og Landsbankinn og Búnaðarbankinn því næst með 1.900 króna stofngjald. Rétt er þó að taka það fram að innifalið í pakka Lands- bankans og Búnaðarbankans er bók- haldskerfi fyrir heimilið. Hómer Bún- aðarbankans kom á markað fyrr í sumar en Einkabókhald Landsbank- Landsbanka- útibú opnað í Grafarvogi LANDSBANKINN opnaði í gær nýtt útibú á Fjallkonuvegi 1 í Grafarvogi þar sem viðskiptavin- um gefst kostur á afgreiðslú , gegnum bílalúgu. Þetta er eina bankaútibúið hérlendis sem hef- ur yfir slíkum búnaði að ráða en er alþekkt fyrirkomulag erlend- is. Utibúið er Iíka færanlegt því alveg eins er reiknað með því að það verði flutt til síðar. Grafarvogsútibúið er sextánda útibú Landsbankans og mun fyrst og fremst sinna viðskiptum við einstaklinga en getur einnig annast viðskipti við fyrirtæki. í tilefni af opnun útibúsins mun Landsbankinn bjóða öllum íbúum Grafarvogs til sérstakrar fjölskylduskemmtunar í dag. Morginblaðið/Þorkell ans mun vera væntanlegt. Það er þó galli við pakka Búnaðarbankans að þeir viðskiptavinir sem þegar hafa fest kaup á Hómer fyrir 900 krónur geta ekki fengið neinn afslátt eða einungis keypt það sem vantar. Annar kostnaður sem notendur þessarar þjónustu greiða er árgjald og er það óháð notkun í öllum tilfell- um. Þar eru bankarnir svipaðir í verðlagningu, taka um 900 krónur fyrir þessa þjónustu, utan Búnaðar- bankans sem tekur 1.200 krónur á ári fyrir hana. Þær upplýsingar sem notendur fá aðgang að eru í öllum megindráttum þær sömu og því verður ekki farið út í samanburð þar. í grófum dráttum er þar um að ræða aðgang að reikn- ingum, þjóðskrá og kreditkortafærsl- um auk ýmissa fjármálaupplýsinga. Hrávara Góðmálmar hækka lítið eittíverði London. Reuter. GÓÐMÁLMAR hækkuðu lítið eitt í verði í gær eftir tíðindalitia viku. Breytingar á gullverði í vikunni námu aldrei meira en einum dollar, sem er fátítt. Gull seldist á 383,75 dollara únsan við lokun í gær og hafði hækkað um 20 sent síðan í fyrradag. Nokkrar máttlitlar tilraunir til að þrýsta verð- inu upp fóru út um þúfur þar sem framboð jókst jafnóðum Þar sem gullverðið komst ekki í yfir 385 dollara í vikunni telja ýmsir að það muni Iækka í um 380 dollara í næstu viku. Aðrir telja að staða gulls muni eflast vegna líflegra viðskipta með platínum og palladíum. Verðhækkun á þeim málmum hljóti að koma gull- verðinu yfir 385 dollara, sem hefur verið erfiður þröskuldur. Platínum hefur hækkað um 4,5% síðan á mánudag þegar verðið hafði ekki verið lægra í sex mánuði — og treysti sig enn í sessi í gær þegar verðið komst í 425 dollara. Palladíum hefur einnig styrkt stöðu sína og seldist á 144,25 dollara. Lítil hreyfing hefur einnig verið á verði silfurs, sem seldist við lokun í gær á 5,49 dollara, sem var óbreytt verð. Þar sem verðið hefur ekki kom- izt í yfir 5,60, dollara eins og spáð hefur verið mun það líklega lækka aftur í 5,25 dollara að sögn sérfræð- inga. Aðrir segja að ef verð á gull hækki verulega muni silfur einnig hækka í verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.