Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Uppskrift vikunnar Lítið og ljúffengt af sólríkum ökrum og svellandi móð ALLIR þekkja pizzur og pasta og mörgum þykir hrísgijónapotturinn ri- sotto góður, en kannski kannast færri við litla en ljúffenga rétti sem ítalir fá sér í upphafi máltíðar. Það eru þá antipasti eða forréttir, en annars má fá sér slík smámál hvenær sem er og kalla þau merende. Hefðin fyrir góðgæt- inu er ríkust í Feneyjum. Þar í borg heita smáréttimir reyndar cicchetto og fást á flestum börum. Fólk stendur við skenkinn á öll- um tímum dags en ekki síst síðdeg- is og velur sér bita sem skoiað er niður með glasi af prosecco, þurru ítölsku freyðivíni. Djúpsteiktar sardínur og lítill smokkfískur, oiíu- legnar og ristaðar paprikuræmur og nýjar ansjósur, grilluð eggaldin og steiktir kúrbítar eru algengir á c/cchetto-börum. Þar fást venjulega lika þríhymd- ar samlokur, tramezzini, með tún- fiskmauki til dæmis eða þá tómöt- um, spínati og mozzarellaosti. Út- færslan fer eftir atvikum og þrí- hymdu brauðin, sem em skorin skáhallt yfir venjulegar samlokur, fást víðar en í Feneyjum. Annað algengt fyrirbæri á ítölskum bömm er smápizza eða pizzetta með tóm- ötum til dæmis, hvítlauk og fersku oregano eða tómötum og mossa- rella eða einfaldlega „hvít“ með olíu og örlitlu grófu salti. Rómverskar kúlur með freyðandi glasi Rómveijar gæfu lítið fyrir þessi skrif ef ekki væri getið um supplí, steiktar gijónabollur með osta- hjarta. Hrísgijónin em soðin með hvítlauk og salti og síðan blönduð eggi, rifnum parmesan og svolitlum tómat og stundum krydduð með oregano. Þeim er svo þrýst utan um mozzarellakubba og búnar til kúlur sem velt er upp úr eggi og brauðmylsnu áður en þær era djúp- steiktar í góðri olíu. Létt og fersk hvítvín eða ung rauðvín úr grenndinni era gjama drakkin með góðgætinu og ítalir eiga sér fordrykki með ýmiskonar bitteram í bland við vin. Sódavatni er gjarna bætt í og appelsínusneið eða sítrónu til skrauts. Þessa dag- ana er spritz með mandarínubitt- ernum Aperol, hvítvíni og sóda- vatni vinsæll, en sígilt er að hafa Campari í bland við hvítvín og sódavatn. Annars era litlar flöskur með Campari og sódavatni einn algengasti bardrykkurinn fyrir ut- an vínglas og auðvitað bolla af sterku kaffí sem sannir ítalir sykra rækilega. En það er best einsamalt og slæðist eiginlega óvart í svona smámatargrein. Ristað brauð úr öðru sólkerfi Ristað brauð er ekki síður vin- sælt á Ítalíu en íslandi þótt óneitan- lega sé ólíkt bragð af óiífumauki eða ansjósum ítalanna og ostsneið eða marmelaði á okkar diskum. ítalir kalla ristaða brauðið cros- toni, crostini eða bruschetta eftir stærð sneiðanna. Þeir setja á það ferskar kryddjurtir eða grænmeti, ostbita, ólífur, túnfisk eða hráa skinku. Svo eitthvað sé nú nefnt af því sem gerir harðristað brauð að herramannsmat. Hér fylgja nokkrar tillögur að áleggi og upp- skriftir að fleira ítölsku góðgæti. Helst er að nefna kryddlegnar ólífur, burt með vatnið úr krakk- unni og olía hókus pókus, þistil- hjörtu í sítrónu og olíu, sama lög- mál. ítölsk grænmetiskaka er hér líka: Allir, segi og skrifa, geta bak- að hana og borðað eina eða með öðra. Galdurinn við þessa litlu og ljúf- fengu rétti er einmitt að þeir ganga jafn vel einir sér og margir saman í sólríkri veislu. Grænmetiskaka frá Toscana 225 g kúrbítar, þunnt sneiddir 1 meðalstór laukur, fínsaxaður 125 g hveiti 300 ml mjólk 120 ml ólífuolía, helst græn 1 egg, þeytt Saltið grænmetið svolítið og geymið í sigti. Hitið ofninn í 230C (450F). Setjið hveitið í skál og hrærið mjólk og helmingi olíunnar saman við og síðan þeytta egginu. Smyijið mót eða ofnskúffu með afgangi olíunnar. Blandið grænmetinu í deigið, hellið þunnu lagi í mótið og bakið í um það bil hálftíma. Kryddlegnar ólffur 450 grænar eða svartar ólífur 300 ml græn ólcfuolía (jómfrúr) 1 laukur (ekki mjög stór) í bitum RISTAÐ brauð að itölskum hætti. Þistilhjörtu í olíu og sítrónusafa. Grænmetiskaka frá Toscana. 4-5 hvítlauksrif, afhýdd og gróft skorin _________2 lárviðarlauf________ _______hálf tsk fennelfræ______ 2 blóðbergsgreinar eða hálf tsk _________þurrkað tímían________ 5 sm lengja af appelsinuberki hálf tsk kóríanderkorn Blandið kryddinu í olíuna í tandur- hreinni glerkrukku og bætið ólífun- um í. Lokið og geymið í ísskáp í tvo sólarhringa að minnsta kosti. Þistilhjörtu íbaði 8-10 þistilhjörtu um 100 ml græn ólífuolía safi og rifinn börkur af hólfri sítrónu Hellið vökvanum af þistilhjörtunum, þerrið létt ef þarf og setjið í glerkrukku eða skál. Saltið ef til vill örlítið og piprið. Setjið blöndu af olíu og sítrónusafa yfir og svo rifna börkinn. Látið standa í 4 tíma Kryddlegnar ólífur. að minnsta kosti og snúið hjörtunum öðra hvora ef lögurinn þekur þau ekki. Fjórir brauðhattar á ristað Hver hugmynd dugir fyrir 5-10 sneiðar af ristuðu eða grilluðu brauði, eftir stærð sneiðanna. Parmesan, ansjósur og sól- þurrkaðir tómatar 5 stórir (10 litlir) sólþurrkaðir _________tómgtgr í olíu_______ 10 ansjósur, sem vökvinn hefur lekið vel af 10-20 ræmur af Parmesanosti Skerið tómatana ef þeir eru stórir og setjið á ristaða brauðið, sömuleið- is ansjósurnar, sem fallegast er að setja í hringi ofan á tómat- ana. Parm- esanosturinn --- fer efst. Grænt ólffumauk ______1 hvítlauksrif, sqxqð_____ 1 lítill þurrkaður chilli; frælaus hólf tsk blandaðar þurrar ___________kryddjurtir 225 g steinlausar grænar ólífur ______50 ml græn ólífuolía______ 1 msk brauðmylsna ef vill Fínsaxið hvítlauk, chilli og krydd- jurtir, bætið ólífum við og saxið aft- ur. Bætið olíunni í á meðan áfram er maukað og ef til vill brauðmylsn- unni. Best er að nota matarvél við þetta. Látið svo maukið bíða í ísskáp í klukkustund að minnsta kosti. Egg, sveppir og salat 175 g sveppir í þunnum sneiðum ein og hólf msk græn ólífuolía safi úr fjórðungi af sítrónu 4 harðsoðin egg í sneiðum eða smóbitum knippi af smógerðu salati eins og lambahagasalati svolítill karsi ef vill Dreifíð olíu og sítrónusafa og kannski salti og pipar yfír sveppina og látið bíða í korter. Setjið eggin á brauðið, salatið og loks sveppina. Berið fram strax. Túnfiskur með jurtum og ólffum Dós af túnfiski (gjarnan í vatni) handfylli af ferskri steinselju eða dilli eða smótt skorinni salvíu 2 msk græn ólífuolía 50-85 g svartar ólífur í sneiðum Stappið túnfískinn, sem vökvinn hefur lekið vel af, blandið jurtunum saman við hann og festið með olíunni. Saltið og piprið ef vill, blandið svo ólíf- unum í og setjið á ----brauðið. Þ.Þ. Kynningarfundur í dag Síðasti kynningarfundur ársins verður í dag í kennslustofú Sálarrannsóknarskólans um starfsemi og tilgang hans kl. 14.00. Á fundinum er öllu áhugafólki um sálarrannsóknir, dulræn mál og sambandi okkar við framliðna boðið að koma og kynna sér sérstaklega starfsemi skólans, tilgang og annað, sem áhugafólki um þessi mál fysir að vita varðandi kennsluna í skólanum. (Vegmúli 2 er sama hús og Suðurlandsbraut 16 i Reykjavik). Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegur skóli - Vegmúla 2, sfmi 561 9015 & 588 6050. Betra er að það sé of kalt en of heitt. Mælt er með því að flaskan sé opnuð nokkrum klukku- stundum áður en dreypt er á veigun- um og flaskan látin standa á hlýjum stað í húsinu. Þurr hvítvin og rósavín á að bera fram köld, um 10C. Gott er að geyma þau í kæliskáp í um klukkustund áður en þau eru borin fram. Sæt hvítvín eiga að vera enn kaldari og mega standa eina og hálfa klukkustund í kæli áður en þau eru drukkin. Undan- tekning eru úrvals Sauterne-vín og þýsk Auslese-vín, sem eru sögð vera betri þegar þau eru 14 C heit. Nægilegt er að láta þau vera í hálftíma í kæliskáp áður en þau eru borin fram. Millivín, eins og sérrí eða aðrir lystaukar, eru best þegar búið er að kæla þau lítillega og láta standa í hálftíma í kæliskáp áður en þau eru borin fram. Vínið geymt og undirbúið fyrir dryklqu ÖLL vín, jafnvel hin ódýrustu, ætti að láta standa áður en þeirra er neytt. Berty Phillips, höfundur Handbókar heimilisins heldur því fram að öll vín ætti að kaupa að minnsta kosti tveimur dögum fyr- ir neyslu. Best er að geyma vín í dimmu, því ljós hefur skaðleg áhrif á það. I handbókinni kemur fram að vin- geymslan eigi að vera þurr, vel loftræst og laus við súg. Ekki má vera titringur þar og æskilegast er að hitastig sé 12-15 C. Borðvín, sem á að geyma lengi, er best að stafla lárétt í hillur. Þá kemst raki og þrýstingur að töppunum að innan. Geyma á flöskur með millivíni, t.d. sérríi og púrtvíni, uppréttar. MISJAFNT er eft- ir tegundum hvaða hita- stig er heppi- legast. Hitastig víns Flestar tegundir rauð- vína eiga að vera stofuheit- ar þegar þær eru bomar fram, eða um 18 C. Búrg- undarvín og vín frá Beau- jolais eru sögð vera best þegar þau eru um 16C heit og hið sama á við um létt ítölsk rauðvín. Rauðvín á að ná réttu hitastigi smám saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.