Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ * STUTT IRA hafnar afvopnun ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) hafnaði í gær þeirri kröfu bresku stjórnarinnar að hann afvopnist og lýsti henni sem fáránlegri. „Það er enginn möguleiki á að IRA verði við þessari kröfu,“ sagði í yfirlýs- ingu frá hreyfmgunni. Breska stjómin setur af- vopnun IRA sem skilyrði fyrir aðild stjómmálaarms hreyf- ingarinnar, Sinn Fein, að við- ræðum allra flokka um fram- tíð Norður-írlands. Finni rann- sakar mann- réttindamál ELISABETH Rehn, sem var fyrst kvenna til að gegna embætti varnarmálaráðhera í heiminum og bauð sig fram til forseta í Finnlandi á síð- asta ári, mun gegna sérstöku rannsóknarembætti á vegum Sameinuðu þjóðanna til að rannsaka mannréttindabrot í gömlu Júgóslavíu. Hún tekur við starfinu af Tadeuszi Mazowiecki, fyrrum forsætis- ráðherra Póllands, sem sagði af sér í júlí og gagnrýndi stór- veldin til að sitja með hendur í skauti meðan grimmdarverk væru framin í Bosníu. Einhver bið verður á að Rehn geti byijað að sinna starfi sínu. Fjárskortur SÞ er 'slíkur um þessar mundir að mjög hefur verið dregið úr ferðalögum á vegum stofnun- arinnar. Pete Wilson ekki í framboð PETE Wilson, ríkisstjóri Kali- fomíu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Hann er fyrsti repúblikaninn, sem dregur sig í hlé. Fjárskortur og innanbúðarerjur hafa stað- ið kosningaherferð hans fyrir þrifum. Verð bóka háð mark- aðsöflum ALDARGAMALT samkomu- lag, sem kveður á um lág- marksverð á bókum í Bret- landi, varð undir í baráttunni við markaðsöflin fimmtudag þegar félag útgefenda komst að þeirri niðurstöðu að ekki ríkti lengur nægt samstaða til að það héldi velli. Forsaga málsins var sú að þrjú af stærstu útgáfufyrirtækjum landsins tilkynntu að þau myndu ekki framfylgja sam- komulaginu. Bókaútgáfan HarperColl- ins, eitt af fyrirtækjum fjöl- miðlajöfursins Ruperts Murdochs, og Bretlandsdeild bandaríska útgáfufyrirtækis- ins Random House sögðust ætla að hætta að setja lág- marksverð á bækur. Bókafor- lagið Pearson, sem gefur út Penguin-bækurnar, ákvað að fara að dæmi þeirra. Simpson-málið lagt í kvíðdóm eftir níu mánaða réttarhöld Óttast óeirð- ir í kjöl- far úrskurðar Reuter O.J. Simpson, sem gefið er að sök að hafa myrt konu sína fyrr- verandi og vin hennar, tekur í hönd veijanda síns, Johnnies Cochrans, í réttarsalnum í gær. Los Angeles. Reuter. BÆÐI saksóknarar og veijendur í máli íþróttastjörnunnar O.J. Simpson hafa nú lokið málflutningi sínum og kviðdómurinn átti áð fá málið í hend- ur í gær tit að skera úr um sekt eða sakleysi hins ákærða. Hvorir tveggju höfðuðu til tilfinninga í lokaorðum sínum og varð aðstandendum svo heitt í hamsi að til hvassra orða- skipta kom fyrir utan réttarsalinn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst í gær óttast að úrskurður kviðdóms- ins gæti leitt til kynþáttaóeirða og viðbúnaður fyrir utan dómshúsið í Los Angeles, þar sem réttarhöldin hafa staðið yfir síðan í janúar, var aukinn til muna. Ljóst er að yfirvöld í Los Angeles hyggjast ekki vera óundirbúin eins og þau voru árið 1992 þegar miklar óeirðir brutust út í borginni eftir að fjórir hvítir lögregluþjónar voru sýknaðir af því að hafa gengið í skrokk á svörtum manni, Rodney King. Málflutningí lýkur Christopher Darden saksóknari svaraði lokaorðum veijenda Simp- sons í gærmorgun og sagði að það gæti ekki verið nokkrum vafa undir- orpið eftir málflutning ákæruvalds- ins að Simpson væri sekur. Johnny Cochran, aðalveijandi Simpsons, sem gefið er að sök að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína, Nicoie Brown Simpson, og Ron Gold- man, vin hennar, fyrir ári, brýndi fyrir kviðdómnum að hann yrði að sýkna ruðningsleikarann. Lögregluþjóni líkt við Hitler Það voru hins vegar ásakanir Coc- hrans á fímmtudag um að lögreglu- þjónn með kynþáttafordóma hefði lagt á ráðin um að skella skuldinni fyrir að myrða Simpson og Goidman á skjólstæðing sinn, sem hleyptu öliu í bál og brand. Þegar Cochran líkti rannsóknarlögregluþjóninum, Mark Fuhrman, við Adolf Hitler og sakaði hann um ósannsögli, meinsæri, til- hneigingar til þjóðarmorðs og kyn- þáttafordóma, sem fjölskyldu Gold- mans var nóg boðið. Fred Goldman, faðir Ronalds Goldman, skalf af bræði í sæti sínu og þégar réttarhlé var gert um morg- uninn gekk hann rakleitt að hljóð- nema frammi á gangi og fór hörðum orðum um málflutning Cochrans Goldman sagði að Cochran væri „sjúkur" að nefna nafn Hitlers og kallaði lögfræðinginn „hóru á meðal grandvars fólks“, sem ætti að „stinga í fangelsi". Þegar hádegisverðarhlé var gert síðar sama dag gekk fjölskylda Simp- sons fram fyrir skjöldu og svaraði orðum Goldmans á blaðamanna- fundi. Þar á meðal voru tvö stálpuð böm Simpsons, Arnelle og Jason, systur hans, Carmeltia Durio og Shirley Baker. Móðir Simpsons, Eunice, sat álengdar í hjólastól. Á meðan Darden saksóknari talaði í gærmorgun stóð hópur manns fyrir utan dómshúsið og mótmælti. „Frels- ið O.J.,“ hrópaði 100 manna hópur þegar Johnny Cochran, aðalveijanda Simpsons, bar að garði. „Sekur, sekur, DNA, DNA,“ hrópaði hópur félaga úr baráttusamtökum gyðinga. „Leyfum- kviðdómnum að ráða,“ hrópaði hópur svertingja á móti. Þessi orðaskipti bera því vitni hvemig menn skiptast í tvennt í af- stöðu sinni til Simpson-málsins eftir litarhætti. Svartir og hvítir á öndverðum meiði Samkvæmt skoðanakönnun, sem sjónvarpsstöðin ABC lét gera og birti var í gær, em 68 af hundraði Banda- ríkjamanna þeirrar hyggju að Simp- son sé sekur, en 26 af hundraði telja hann saklausan. Þegar aðspurðum var skipt eftir litarhætti var niðurstaðan önnur. 72 af hundraði svartra segja Simpson saklausan, en 20 af hundraði sekan. Meðal hvítra eru 77 af hundraði þess fullviss að Simpson hafi myrt konu sína og vin hennar, en 18 af hundr- aði eru á því að hann hafi ekki gert það. Kviðdómendurnir í málinu em flestir svartir. _______________________________ Reuter Heym hættir til að mótmæla hækkunum Bonn. Reuter. STEFAN Heym, elsti þingmaðurinn á þingi Þýskalands, sagði í gær af sér þingmennsku til að mótmæla hækkunum á launum þingmanna er samþykktar vora með stjómarskrár- breytingu í síðustu viku. Heym, sem er 82 ára gamall, hef- Ur setið á þingi fyrir Lýðræðislega sósíalistaflokkinn (PDS) arftaka austur-þýska kommúnistaflokksins. Hann er rithöfundur og nýtur tölu- verðrar virðingar í Þýskalandi. „Ég tók þessa ákvörðun þar sem þingmenn höguðu sér mjög heimsku- lega er þeir reyndu að troða auknu fé i eigin vasa,“ sagði Heym á fjöl- mennum blaðamannafundi í Bonn. Jafnaðarmaðurinn Wolfgang Thi- erse, sem tapaði þingsæti sínu í Berl- ín fyrir Heym í kosningum í október í fyrra, sagðist telja að Heym hefði einungis verið að leita að tylliástæðu til að hætta á þingi. Heym hafnar hins vegar ölium staðhæfingum um að einhveijar aðr- ar aðstæður liggi að baki afsögn hans. „Ég er of gamall fyrir fyrir- slátt. Ef einhver önnur ástæða lægi að baki myndi ég greina ykkur frá því,“ sagði Heym. Hann hyggst nú eyða meiri tíma með eiginkonu sinni og sinna ritstörf- um, sem hann segist hafa vanrækt meðan hann sat á þingi. „Ég gat ekki staðið upp á þingi og lýsti því yfir að nú ætlaði ég að lesa upp kafla úr nýjustu skáldsögu minni,“ sagði hann. Spænskt morðmál leyst EINNI viðamestu leit spænsku lögreglunnar á síðustu árum lauk í gær þegar hún fann lík Anabel Segura, 22 ára konu frá Madrid, sem var rænt fyrir tveimur árum þegar hún var að skokka í almenn- ingsgarði. Mannræningjarnir drápu konuna skömmu eftir að þeir rændu henni en hringdu samt í fjölskyldu hennar til að krefjast lausnargjalds. Þýskum sérfræð- ingum tókst að rekja símtölin til þorps í Toledo-héraði og tveir menn og kona voru handtekin þar á fimmtudagog játuðu á sig verknaðinn. Á myndinni aðstoðar einn morðingjanna lögregluna við leitina að líkinu, sem fannst við gamla verksmiðju. Hermenn afhentir Japönum Tókýó. Reuter. BANDARÍSK heryfirvöld á jap- önsku eyjunni Okinawa létu í gær af hendi þijá hermenn, sem ákærð- ir hafa verið um að hafa nauðgað 12 ára gamalli stúlku. Eru þeir nú í gæsluvarðhaldi en þetta mál hefur váldið nokkrum æsingum í Japan og sérstaklega á Okinawa þar sem þess hefur verið krafist, að banda- rísku herstöðinni verði lokað. Bandarísku hermennirnir voru afhentir japönskum yfirvöldum þegar þeim hafði verið birt formleg ákæra í Naha, höfuðstað eyjarinn- ar. Voru þeir fluttir úr herfangelsi í Camp Butler-herstöðinni í jap- anskt gæsluvarðhaldsfangelsi en verði þeir fundnir sekir um nauðgun og mannrán geta þeir átt von á lífs- tíðardómi. Bandarísku heryfirvöldin á Ok- inawa höfðu áður neitað að afhenda mennina fyrr en þeir væru ákærðir en um það er ákvæði í tvíhliða samningi Bandaríkjanna og Japans. Japanska lögi’eglan telur, að menn- irnir þrír, allir ölvaðir, hafi rænt stúlkunni og bundið og flutt hana síðan í bíl sínum á afskekkta strönd þar sem þeir nauðguðu henni. Gerð- ist þetta 4. september sl. Andúð á Bandaríkjamönnum Þetta mál hefur kynt undir andúð á Bandaríkjamönnum í Japan og á Okinawa eru kröfur um, að Camp Butler-herstöðinni verði lokað. Þar eru 24.000 af 44.000 bandarískum hermönnum í Japan. Okinawa, sem hefur 1,26 milljónir íbúa, var undir bandarískri stjórn frá stríðslokum til 1972. Frá þeim tíma hafa banda- rískir hermenn verið sakaðir um 4.000 afbrot, þar á meðal 12 morð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.