Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EKKIER SOPIÐ KÁLIÐ ... LÖNGUM hefur verið erfitt fyrir tjónþola í grófum of- beldisbrotum að sækja dæmdar bætur í hendur brota- fólks. Alþingi hljóp um síðir undir bagga með tjónþolum síðastliðið vor. Þá voru samþykkti „lög um greiðslu ríkis- sjóðs á bótum til þolenda afbrota". Markmið þeirra var, samkvæmt greinargerð með frumvarpi, „að styrkja stöðu brotaþola með þeim hætti að ríkissjóður greiddi bætur fyrir líkamstjón og miska vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlögum . . Við greiðslu bótanna á ríkissjóður að eignast rétt tjónþola gagnvart tjónvaldi sem nemur fjárhæð bótanna. Lögin, sem Alþingi stóð einhuga að, áttu að taka gildi 1. janúar 1996 en ná til tjóna sem leitt hafa af brotum allt frá upphafi árs 1993. Þau styrktu stöðu fólks, sem átti um sárt að binda, og vöktu með því eðlilegar vænting- ar. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið! Sam- kvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær er áformað að fresta gildistöku laganna. Frestunaráformin eru liður í sparn- aðaraðgerðum dómsmálaráðuneytisins vegna fjárlaga næsta árs. Erfitt er að sjá hvað hefur breytzt í ríkisbúskapnum frá því í vor, er Alþingi samþykkti þessi lög, sem réttlæt- ir þessa frestun, en árleg útgjöld vegna Iaganna eru áætl- uð á bilinu 20-50 m.kr. Ekki liggur heldur ljóst fyrir hvaða áhrif frestunin hefur á afturvirkni bótaréttarins, sem lög- in gera ráð fyrir. Það er af hinu góða að ríkisstjórn og þingheimur herði útgjaldaólina á tímum hrikalegs ríkissjóðshalla. En hringl af þessu tagi, sem bitnar á þeim er sízt skyldi, flokkast tæpast undir forgangsverkefni í útgjaldaaðhaldinu. RÍKISTÚNIN FRÉTTIR um að ríkissjóður sé stærsti eigandi fasteigna á landinu koma ekki á óvart, enda mun málum svo háttað víða um lönd. Hins vegar er mun athyglisverðara að skoða hvernig eignir ríkisins eru saman settar. Fjár- málaráðuneytið hefur nú gefið út Fasteignaskrá ríkisins, þar sem fram kemur að ríkið á meðal annars 650 einbýlis- hús, 330 íbúðir, 1.500 landspildur (á þeim eru samtals um 10.000 hektarar af ræktuðu landi), 1.150 lóðir í þétt- býli og 500 lóðir í dreifbýli, þar á meðal sumarhúsalóðir. Það er algerlega óhugsandi að ríkið þurfi til dæmis á víðlendum túnum og hundruðum sumarbústaðalóða að halda. Og lóðafjöldi ríkisins í þéttbýli hlýtur að vera miklu meiri en nauðsynlegt er fyrir stofnanir ríkisins. íbúðarhúsnæði er víða hluti af kjörum ríkisstarfs- manna. Slíkt fyrirkomulag getur boðið heim mismunun af ýmsu tagi og í flestum tilfellum er sennilega skynsam- legra að greiða ríkisstarfsmönnum fremur hærri laun og láta þá sjálfa um að útvega sér húsnæði á markaðsverði. Það er augljóslega út í hött að ríkið haldi í þann aragrúa af eignum, sem eru á Fasteignaskrá ríkisins. Það getur ekki talizt hlutverk ríkissjóðs að standa í umsvifamikilli eignaumsýslu af þessu tagi. Aukinheldur er heppilegt fyr- ir ríkið að selja eignir þegar ríkissjóður stendur höllum fæti. Það er jákvætt að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stefnt sé að því að fækka embættisbústöðum og bjóða þá meðal annars embættismönnum til kaups. Ráðherrann segir jafnframt að stefnan hljóti að vera sú að selja þær eignir, sem rík- ið hafi ekki bein not af. Að ýmsu er þó að hyggja í þessum málum. Fjármálaráð- herra bendir réttilega á að ekki megi haga t.d. jarðasölu þannig að verðfall verði á jörðum. Slíkt gæti torveldað bændum, sem vilja hætta búskap, að fá sæmilegt verð fyrir jarðir sínar og væri aukinheldur ekki í þágu skatt- greiðenda, sem eru nú eigendur jarðanna. Við sölu ríkis- jarða þurfa jarðamál ríkis og kirkju sömuleiðis að vera frágengin. Um sölu ríkiseigna þurfa jafnframt að gilda skýrar, almennar reglur — enda eru dæmi þess í fortíð- inni að menn hafi vegna pólitískra eða persónulegra tengsla getað keypt ríkiseignir fyrir lítið verð. FISKVEIÐAR Allir vilja aukinn hlut úr rækjunni Líklega verðum við að búa við sóknarstýríngu á Flæmska hattinum á næsta ári, en næsta haust gefst kostur á því að breyta stjómun- inni. Hjörtur Gíslason hefur kannað gang máisins og telur að bezt sé að hefja undirbún- ing næsta ársfundar strax frekar en að deila um hveijum það sé að kenna að aðrar þjóðir vilji heldur sóknarmark en kvóta eins og við. SAMKOMULAG um sóknar- stýringu á rækjuveiðum á Flæmska hattinum hefur valdið töluverðum deilum hér á landi. Við eigum þar mikilla hagsmuna að gæta og mestu skiptir að hlutur okkar í þessum veiðum skerðist ekki vegna aukinnar þátttöku annarra þjóða eða ofveiði. íslenzk stjórnvöld höfðu lagt fram tillögu um að settur yrði heildarkvóti á veiðarnar og honum svo skipt milli veiðiþjóð- anna. Sú leið var felld í fyrra og sókn- arstýring samþykkt í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu nú í haust. Deilt er um hvort undirbúningur okkar fyrir fundinn hafi verið slakur og hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir sóknarstýringu. Að fundinum loknum er lítið annað hægt að gera en draga af þessu nokkurn lærdóm. Við hljót- um að verða að fara að þessari niður- stöðu í ljósi þess að við viljum að veiðistjórnun verði tekin upp á Reykjaneshrygg og í Síldarsmugunni. Það er ekki bæði sleppt og haldið. Miklir hagsmunir Hagsmunir okkar vegna veiðanna á Flæmska hattinum eru miklir. Árið 1993 veiddum við þar 2.400 tonn að verðmæti 420 milljónir króna. Árið 1994 2.220 tonn að verðmæti 380 milljónir króna og í lok ágúst í ár er aflinn orðinn 4.260 tonn og má áætla verðmæti hans allt að 800 milljónum króna. 18 íslenzk skip stunduðu veið- arnar á þessu ári. Rækjuveiðar á Flæmska hattinum hófust ekki fyrr en í apríl 1993 þrátt fyrir að vitað væri um rækjuna þar. Tvö þanadísk skip urðu fyrst til, og var ísland meðal þeirra þjóða, sem fyrstar fylgdu í kjölfar þeirra. Flest urðu skipin 50 það ár, svipaður fjöldi það næsta, en í ár hafa þau flest orðið 71. Aflinn 1993 varð alls um 27.000 tonn og stunduðu 7 þjóðir veiðarnar þá. Árið eftir stunduðu 12 þjóðir veiðarnar og varð aflinn 24.000 tonn. Á þessu ári eru veiðiþjóðirnar 11 og aflinn til ágústloka 23.000 tonn. Litlar rannsóknir Veiðum á þessu svæði, sem gengur undir nafninu 3M, var ekkert stjórnað fyrsta árið, en í fyrra var notkun fiski- skilju skylduð. Rannsóknir hafa verið stundaðar í litlum mæli á þessu svæði, en upplýsingar aftur til ársins 1988 liggja fyrir. Samkvæmt skýrslu frá vísinda- nefnd NAFO var árgangurinn frá 1988 mjög stór og stóðu hann og afkomendur hans undir aflanum í fyrra og hitteðfyrra. Þessi árgangur er nú talinn hættur að gefa af sér og segir í skýrslu vísindanefndarinnar að veiðarnar byggist nú á veiði tveggja ára hængs. (Rækjan er karl- kyns á fyrstu æviárum sínum en breytist síðan í hrygnu.) Það sé stofn- inum óhollt, bendi til ofveiði sem geti takmarkað nýliðun. Hrygningarstofn- inn sé nú minni en í upphafi þessa áratugar og hætta sé á að svo verði áfram, sé haldið áfram að veiða rækj- una áður en hún hafi kynskipti og hrygni. Niðurstöður vísindanefndarinnar eru því þær, að óbreytt áframhald- andi sóknarmynstur sé óviðunandi og geti dregið úr mögulegum afrakstri stofnsins. Nauðsynlegt sé að draga úr veiðum á karlkyns rækju og bezta leiðin sé að banna veiðar á næsta ári, til að koma í veg fyrir mögulega áhættu. Lélegur pappír Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá LÍÚ, segir að tillögur vísindanefndar NAFO hafi verið „lé- legur pappír". Tillaga um veiðibann hafi byggzt á röngum og hæpnum forsendum. Staðreyndin sé sú, að vísitala um stofnþyngd rækju í ár sé þrisvar sinn- um hærri en áður en veiðar hófust. Sterkur árgangur hafi komið fram 1988 og stofninn sé nú metinn þrisv- ar sinnum stærri en áður. Niðurstaða vísindanefndarinnar sé rökstudd með því að rækja sé nú smærri og hærra hlutfall karlkynsrækju sé í aflanum en áður. Þetta sé einfaldlega eðlileg breyt- ing, þegar byijað sé að veiða úr áður ósnertum stofni og sé miklu fremur vísbending um góða nýliðun og vax- andi stofn, en hið gagnstæða eins og vísindanefndin haldi fram. Búizt við átökum Á síðasta ársfundi var búizt við nokkrum átökum, þar sem vitað var um tillögur um algjört rækjuveiðibann á Flæmska hattinum. Þá fóru héðan tveir fulltrúar, einn frá sjávarútvegs- ráðuneytinu og annar írá LIÚ, til að fylgja eftir málum okkar. Á fundinum í fyrra var samþykkt að loka nokkrum veiðisvæðum fyrir rækjuveiði. Island var meðal þeirra ríkja, sem ekki vildu að slík lokun, sem samþykkt var fyr- ir árið 1994, yrði framlengd fyrir árið 1995. Ljóst var talið að Kanada myndi sækja það mjög hart að þessi svæði yrðu áfram iokuð fyrir rækju- veiðum, vegna hættu á aukaafla, þrátt fyrir notkun seiðaskilju. Fyrir fundinn í haust var talið að aðalmálið yrði að fá þessi veiðisvæði opnuð á ný. Lögðu til kvóta Á síðasta ársfundi lagði ísland til, ásamt nokkrum öðrum ríkjum, að kvóti yrði settur á rækjuveiðarnar á Flæmska hattinum. ísland lagði jafn- framt til að kvótanum yrði skipt upp á milli aðildarríkjanna, einkum á grunni veiðireynslu. Ekki náðist sam- komulag um þessar tillögur, heldur voru þær felldar. Þau ríki, sem ekki vildu að veiðarnar yrðu kvótabundn- ar, rökstuddu mál sitt einkum með því, að vísindalegur grunnur slíkrar ákvörðunar væri ótraustur. Fiskveiði- nefndin óskaði þess að vísindanefnd NAFO legði fram tillögur um þennan stofn á ársfundinum í haust. Sú ráð- gjöf lá ekki fyrir fyrr en á fundinum sjálfum og af hálfu Islands var ekki gert ráð fyrir því að vísindanefndin legði fram tillögur um veiðitakmark- anir nú, frekar en í fyrra. Á ársfundunum 1993 og 1994 komu tillögur um stjóm rækjuveiða á Flæmska hattinum ekki fram fyrr en á ársfundinum sjálfum og þurfti því að bregðast við þeim á stundinni og staðnum. Skýringin á þessu er væntanlega sú, að veiðarnar á þessum slóðum hófust ekki fyrr en 1993. Ekkert var því um þær fjallað á fund- um nefndarinnar fyrr en um haustið fyrir tveimur árum. Minnisblað sent hagsmunaaðilum í minnisblaði, sem fulltrúi sjávarút- vegsráðuneytisins á fundinum sendi frá sér til hagsmunaaðila fyrir fund- inn nú í haust segir meðal annars svo: „Nú fyrir fundinn eru ekki komn- ar fram neinar tillögur um veiðistjórn fyrir rækjuna, en eins má búast við því að þær komi fram, þegar vísinda- menn hafa fjallað frekar um rækj- una. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum, að setja sóknarkvóta innan nokkurra tímabila. Ákveða þarf hver afstaða skuli vera til kvótasetningar á 3M rækju, og hvort sóknarkvóti skuli vera inni í myndinni." Þessir minnispunktar eru dagsettir föstudaginn 8. september, en árs- fundurinn hófst mánudaginn 11. Míkil gagnrýni Starfsemi NAFO er með þeim hætti að vísindanefndin starfar meðan á ársfundinum stendur og kemur síðan með tillögur sínar um veiðistjómun inn á hann. Á öðrum fundardegi var ráð- gjöf vísindanefndarinnar fyrir rækju- veiðar á svæði 3M, Flæmska hattinum, lögð fyrir ársfundinn. Tillagan kom fundarmönnum töluvert á óvart sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, en lagt var til að engar veiðar yrðu leyfð- ar á næsta ári. Á fundinum kom fram mikil gagn- rýni á ráðgjöfina og einkum þess efn- is að grunnur hennar væri afar ótraustur. Formaður vísindanefndar- innar sagði ómögulegt fyrir nefndina að leggja fram tillögur sínar á reglu- legum fundi nefndarinnar í júní þann- ig að aðildarþjóðirnar hefðu tíma til að yfirfara þær og móta afstöðu sína fyrir ársfundinn í september. Ástæðan væri sú, að á þeim árs- tíma lægju ekki fyrir nægilegar upp- lýsingar um veiðina. Árlegur rann- sóknarleiðangur Evrópusambandsins á svæðið væri ekki farinn fyrr en í júlí, en tillögur nefndarinnar væru að miklu leyti byggðar á niðurstöðum hans. Þá er megnið af rækjunni veitt yfir sumarmánuðina. ísland varð undir Fuiltrúar íslands, Danmerkur (Grænlands og Færeyja) og Noregs komu saman að kvöldi þessa dags til að móta afstöðu sína til veiðibanns. Samkomulag varð þeirra á milli, um að reyna að koma í veg fyrir veiði- bann, að koma í veg fyrir að ný ríki kæmust inn í veiðarnar og reyna að koma stjórn á þær. Ágreiningur varð um hvaða leiðir til stjórnunar skyldu farnar og varð sjónarmið íslands um kvóta undir. Niðurstaðan varð sú, að Danmörk og Noregur fluttu tillögu um sóknark- vótann ásamt Eystrasaltslöndunum. Kanada studdi þá tillögu gegn því að tillaga Dana um opnun rækjuveiði- svæða í hólfunum 3L og 3N yrði dreg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.