Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGU-R 30. SEPTEMBER 1995 29 AÐSEIMDAR GREIIMAR Um raunhæfar spamaðarleiðir og* einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Páll Torfi Önundarson Á SÍÐASTLIÐNUM vetri háði heilbrigðis- ráðuneytið stríð við lækna um tilvísana- skyldu með það að markmiði að flytja verulegan hluta þjón- ustunnar inn á ríkis- reknar heilsugæslu- stöðvar og göngudeild- ir sjúkrahúsa. Dulbúið markmið var að upp- ræta sjálfstætt starf lækna innan ramma sjúkratrygginga. Látið var í það skína, að ár- legur spamaður sjúkratrygginga yrði 100 milljónir króna. Vandaðir útreikningar leiddu í ljós kostnaðarauka fyrir rík- issjóð. Undir starfslok þáverandi ráðherra og í miðju tilvísanastríðinu skrifaði hann hins vegar undir nýjar fl'árfestingaskuldbindingar að verð- mæti um 1.300 milljónir. Skuldbind- ingarnar voru vegna nýbygginga og fjölgunar heilsugæslustöðva (2 í Reykjavík, 1 í Kópavogi, 1 í Biskups- tungum) og vegna byggingar sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila utan höfuðborgarsvæðisins (Suður- nes, Selfoss, Isafjörður, Fáskrúðs- fjörður, Stöðvarfjörður). Almenn- ingi er þó sagt að fjármagn hafi skort á undanförnum árum, m.a. til þess að reka af fullum krafti þau sjúkrahús sem fyrir eru og bjóða upp á þá sérhæfðu þjónustu sem samfélagið og sjúklingarnir þarfn- ast. Nýr heilbrigðisráðherra hefur nú gert það að sínu fyrsta stefnu- mótandi verki, að reyna að fresta framkvæmdum eða rifta samning- um um sumar hinna fyrirhuguðu framkvæmda, s.s. sjúkrastofnanir á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, stækkun Sjúkrahúss Suðurnesja og uppbyggingu ákveðinna heilsu- gæslustöðva. Sparnaðarleiðir Hallarekstur rikissjóðs hefur ver- ið viðvarandi vandamál í 11 ár. Er nú svo komið að u.þ.b. þriðjungur allra tekna ríkisins fer í afborganir og vexti af lánum vegna eyðslu umfram tekjur. Stór hluti vanda- málsins stafar af röngum fjárfest- ingum en það breytir þó ekki því, að til þess að ná hallalausum fjárlög- um verður að minnka núverandi rík- isútgjöld. Þar sem heilbrigðis- og tryggingamálin taka til sín u.þ.b. 45% af útgjöldum ríkisins (28% vegna heilbrigðisþjónustu og 17% vegna lífeyrisskuldbindinga) er sjálfsagt að taka til skoðunar alla þætti, sem reka má á ódýrari hátt; sérstaklega ef unnt er að halda sömu gæðum þjónustunnar. Þannig kann að vera skynsamlegt að breyta rekstrarformi eða skera niður þá þætti kerfisins, sem óarðbærastir eru og ekki síst starfsemi þar sem kostnaðarvitund er lítil sem engin. Það ætti að vera fjármálaráðu- neytinu verulegt umhugsunarefni að á undanförnum árum hefur kostnaður aukist í öllum miðstýrðum stofnunum heilbrigðisráðuneytisins að undanteknum stóru sjúkrahúsun- um en þar hefur niðurskurði verið beitt og verkefni því flust annað. Kostnaðurinn hefur aukist vegna fjárfestingagleði og launahækkana allra stétta sem starfa inni á ríkis- stofnununum. Kostnaður af einka- rekinni sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa hefur hins vegar staðið i stað í 3 ár og lækkar í ár í kjölfar samninga við sérfræðinga (lækkun rannsókna- og röntgentaxta), sem embættismenn heilbrigðisráðuneyt- isins höfnuðu fyrir nær tveimur árum. Þótt svo geti litið út sem kostnaður af stóru sjúkrahúsunum hafi lækkað á þessum tima eru mikl- ar efasemdir um sparnað af því að að loka deildum þegar fénu er jafn- harðan veitt í strjálbýlispólitísk gæluverkefni og aukna uppbygg- ingu miðstýrðrar heilsugæslu. Hvor- ugur vettvangurinn getur sinnt verkefnum stóru sjúkrahúsanna sem skyldi. Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna raunveruleg rekstrarútgjaldalækk- un hafi aðeins náðst í einkarekna geira sjúkraþjónustunnar, m.ö.o. minnkaður til- kostnaður án þess að þjónusta hafí minnkað? Almennt viðhorf ís- lendinga virðist vera það að ávinningur einkareksturs sé eink- um fyrir rekstraraðil- ann sjálfan sem hagnist óeðlilega, en það virðist gleymast að innbyggt í einkarekstrarformið er nýtni og ha- græðing á flestum sviðum, sjónar- mið sem vill glatast þegar rekstrar- aðilar bera ekki sjáifir tap af ákvörð- unum sínum. Það vill einnig gleym- ast að þjónustuviljinn er meiri og vinnuframlag einstaklinga er að jafnaði meira í litlum einkareknum fyrirtækjum og á það jafnt við lækna sem annað fólk. Áf kostnaðarvitund leiðir lægra söluverð þjónustu. Rekstur á vegum ríkis eða sveitarfélaga á einkum við í þeim tilvikum þar sem ekki verður komið við samkeppni í einhveiju formi, eða þar sem almennur vilji er til þess að tryggja íbúum lágmarksöryggi sem ólíklegt er að einkaaðilar geti tekið persónulega fjárhagslega ábyrgð á. Sjúkrahús og e.t.v. sumar heilsugæslustöðvar eru dæmi um slíkan rekstur. Á hinn bóginn má halda því fram að til þess að forð- ast sóun sé eðlilegast að rekin séu eins fá sjúkrahús eins og unnt 'sé að komast af með og að það sé ekki markmið í sjálfu sér að gera neitt það á sjúkrahúsi, sem unnt sé að gera á fullkominn hátt annars staðar án bakhjarls í almannasjóð- um. Þannig sé hagkvæmast fyrir samfélagið að fækka sjúkrahúsum eins og unnt er; reka færri einingar en með sérgreinaskiptri þjónustu. Jafnframt þarf að hvetja lækna til að sinna sem flestum sjúklingum án innlagnar á sjúkrahús. Hvernig er þá unnt að beina fjár- magni þangað sem þjónustan er veitt í samræmi við þjónustumagnið og þó á þann hátt að ódýrustu kost- ir séu nýttir? Minnkuð miðstýring ákvarðana er líklegust til árangurs á því sviði. M.ö.o. ber að minnka bein áhrif embættismanna og stjórn- málamanna á fjárfestingar- ákvarðanir og rekstur, en flytja ábyrgðina til rekstraraðila og/eða sveitarfélaga. Best af öllu er ef ein- hvers konar markaðslögmál myndar fjármagnið og fjárfestinguna. Þótt heilbrigðisþjónusta verði seint veitt á fijálsum markaði er samt unnt að leyfa fjármagni að leita þangað sem þjónustan er veitt, t.d. með því að tengja greiðslur við aðalútskrift- argreiningu sjúklings (sbr. meðferð lungnabólgu kostaj minna en með- ferð hvítblæðis), en það myndi leiða til þess að brúttótekjur þeirra stofn- ana sem fást við fleiri og sérhæfð- ari vandamál myndu aukast á kostn- að þeirra sem í raun veita litla eða ódýra þjónustu. Sjálfstæð iæknis- hjálp sérfræðinga utan sjúkrahúsa, þ.m.t. fjárfestinga- og launakostn- aður, byggir algerlega á fjármögnun í samræmi við unnin verk. Slíkt „greiningartengt greiðslufyrir- komulag" myndi fljótt skila hlut- fallslega sanngjörnu fjármagni til sjúkrahúsa landsins í samræmi við þá þjónustu sem þar er veitt, öfugt við núverandi kerfi, sem sveltir há- tæknisjúkrahúsin. Einkavæðing heilsugæzlu í þéttbýli myndi einnig byggja á greiðslum í samræmi við unnin verk, en öryggisnet í stijál- býli væri samkvæmt ákvörðun og á kostnað sveitarfélags. Tekjuleiðir Það vita allir, að vandamál ríkis- sjóðs er ekki eingöngu há útgjöld Hvers vegna hefur raunveruleg lækkun rekstrarútgjalda, spyr Páll Torfi Önundar- son, aðeins náðst í einkarekna geira sjúkraþjónustunnar?. heldur einnig skattsvik. Aðeins um þriðjungur skattskyldra stendur undir tekjuskattinum og margt fólk með eigin atvinnurekstur greiðir lít- inn eða engan skatt. Þeir sem greiða skattinn greiða fyrir vikið hærri skatt en ella og standa þannig und- ir menntun og heilbrigðisþjónustu hinna sem svíkja undan. Heilbrigðis- kerfið og menntakerfið geldur fyrir. Ávinningur af því að endurvekja sjúkratryggingar með föstum ið- gjaldagreiðslum allra vinnufærra þegna væri tvíþættur: í fyrsta lagi skapast fastur tekjustofn sjúkra- tryggingasjóðs og í öðru lagi nást tekjur frá þeim sem nú skjóta und- an. Tryggja verður greiðendum ið- gjalda jafnan rétt til bóta úr sjóðum sem þeir mynda, en ekki má tekju- tengja tryggingabæturnar á þann hátt að þeir sem myndi sjóðina njóti ekki bóta. Hver vili greiða iðgjöld bílatrygginga sem ekki fær greiddar bætur vegna tjóns? Önnur tekjuleið sem sjálfsagt er að skoða eru þjónustugjöld í ein- hveiju samræmi við kostnað, en slík gjöld eru nú eingöngu greidd fyrir sérfræðingsþjónustu utan sjúkra- húsa. Þjónustugjöld fyrir sjúkrahús- þjónustu eru einnig leið til þess að hindra ofnotkun sjúkrarúma, sbr. ef innlögn er dýrari fyrir sjúkling en sambærilegt verk utan sjúkra- húsanna. Lokaorð Markmið þessarar greinar er að vekja athygli á raunhæfum sparnað- arleiðum sem ráðuneyti heilbrigðis- mála hefur sýnt takmarkaðan áhuga. Þær fela í sér að 1. miðstýring verði minnkuð, 2. ákveðnir þættir verði einka- væddir, t.d. heimilislækningar í þétt- býli, 3. greiðslur vegna læknisþjónustu innan og utan sjúkrahúsa verði í aðalatriðum í samræmi við unnin verk, 4. allt vinnufært fólk greiði í tryggingasjóð sjúkratryggingaið- gjöld sem frádráttarbær verði frá tekjuskattsstofni. 5. beitt verði þjónustugjöldum til þess að beina sjúklingum að þeim kostum sem ódýrari eru en gefa sama árangur. Ef sjónarmiðum einkavæðingar er beitt er líklegt að raunverulegur sparnaður náist í heilbrigðismálum eins og annars staðar. Umfram allt þarf að draga úr miðstýrðum ákvörð- unum því kostnaðurinn við rangar miðstýrðar ákvarðanir getur reynst skattborgurum dýrkeyptur. Höfundur er blóðmeinafræðingur og gjaldkeri stjómar Sérfræð- ingaféiags íslenskra iækna. ISLENSKT MAL Guðmundur Hrafn Brynjars- son á Akureyri skrifar mér þetta greinargóða bréf sem ég birti með þökkum, að slepptum ávarps- og kveðjuorðum: „Mig langar til að þakka þér fyrir góða þætti, sem ég hef les- ið all-lengi mér til mikillar ánægju. Þar sem ég hlaut þá sérvisku í föðurarf að gagnrýna ekki aðra fyrir það, sem ég get ekki gert betur sjálfur, hef ég yfirleitt verið ánægður og sam- mála þeirri nýyrðasmíð, sem um hefur verið fjallað í pistlum þín- um. I pistlinum laugardaginn 16. september er stungið upp á að nota orðið áhlaupssveit í stað- inn fyrir hraðsveit. Ég verð að játa, að orðið hraðsveit hljómaði hálf-undarlega, og hvarflaði að mér, hvort þessar hersveitir byggju við einhvers konar launa- eða afkastahvetjandi kerfi í vinnu sinni. Svo mun þó ekki vera, heldur er þarna á ferðinni fremur ómarkvís þýðing á orðinu Rapid Deployment Force. Til- urðar þessara hersveita er að leita í Evrópu fljótt upp úr 1990, er brottflutningur bandarísks herafla hófst frá Evrópu í kjölfar þíðu í milliríkjasamskiptum. Var sveitum þessum þá komið á fót, og áttu þær að vera auðfluttar með stuttum fyrirvará til allra heimshluta til þess að geta blandað sér í svæðisbundin hern- aðarátök til varnar en ekki síður til sóknar. Með því að nota orðið áhlaupssveit erum við komin í hálfgerð vandræði, og búin að skilgreina hugtak og hlutverk miðað við sókn og árás. Þar sem orðið Rapid Deployment Force er snúið og torþýtt, þarf þýðing- in samt að benda á þennan tví- virka eiginleika sveitanna. Mér dettur því í hug orðið viðbragðs- sveit eða viðlagasveit þótt hvorugt sé þjált í munni. Ég tel hins vegar, að orðið áhlaups- sveit sé góð þýðing á Assault Team, sem kemur við sögu þeg- ar frelsa þarf fólk úr klóm hryðjuverkamanna. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í nútíma-ensku bjarga menn sér hversdagslega frá vandræðalega samsettum orðum eða hugtökum með því Umsjónarmaður Gísli Jónsson 816. þáttur að nota skammstafanir: Rapid Deployment Force = RDF. Ég er hins vegar ekki að leggja til, að við íslendingar för- um meira en orðið er inn á þær brautir.“ Nú skortir umsjónarmann herfræðiþekkingu að fjalla um efni þessa bréfs og visar þá vandanum, eins og hann er van- ur, á lesendur, ekki síst þá sem skilríkir eru. En sem þetta er skráð, berst mér Economist, og þar sé ég að „hraðsveitir“ í Bosníu eru kallaðar „Rapid Reaction Forc- es“. Orðið reaction er margrætt * í ensku, og merkir meðal annars viðbragð, og sama er að segja um þýsku. Samt þótti mér þetta svolítið fyndið (rapid reaction), því að þegar ég var ungur, lærði ég pólitíska áróðurssöngva, þar sem „die Reaktion“ var höfð í lítilli virðingu, enda þýtt á ís- lensku „Afturhaldið". Vilfríður vestan kvað hrað- hendu, eða þannig: Mikið helvíti er Hallgrímur slunginn, sagði Hringborg, er óx henni þunginn, en reyni hann aftur sá kvennamannskjaftur, þá klíp ég hann smátt, og ekki á besta stað. í þriðja kapítula Guðsgjafa- þulu tilfærir Halldór Laxness þessa vísu: Með sínu lagi. Líknarbelgs við Ijótan skjá lyppar kellíng rám. Grallarann hún grenjar á með grautarask í hnjám. „Til athugunar Iesendum“ er svo þetta: „Vísuna „Líknarbelgs við ljót- an skjá“ hef ég hvergi séð á prenti, það ég man, en lærði hana af Stefáni Stefánssyni „gu- ide“ og er hún eftir því sem ég hef komist næst ort til gamans af hinum merka fjölfræðíngi Páli Þorkelssyni gullsmið. Stef- án „guide“ kvaðst einlægt fara með þessa vísu ef útlendíngar bæðu hann segja eitthvað á ís- lensku, og hefur gefið þar gott fordæmi bæði mér og öðrum. (Stefán var kennari minn i bemsku heima í Laxnesi). Mér er sagt að danir sem heyrðu vís- una hefðu geingið svo hart eftir því að fá hana þýdda fyrir sig að loks hafi henni verið snarað handa þeim þó ótrúlegt megi virðast: Ved fosterhindegluggen grum en uldtæsende kælling hyler sit psalterium imens hun söber vælling." Verður ekki annað sagt en að þessi þýðing á dönsku sé frá- bær, hver sem orti. Jón Samúelsson var svo vænn að sýna mér færeyska málfræði eftir Jeffrei Henriksen, Mállæra til fólkaskúlan. Þetta er stutt bók, gagnorð og skemmtileg, eins og kennslubækur eiga að vera. Hið gagnstæða er því mið- ur ekki fágætt. í færeysku er flest líkara íslensku en ég hafði haldið, en betri og greinilegri nöfn hafa frændur okkar á föll- unum en við: Hvorfall, hvonn- fall, hvorjumfall, hvorsfall. Já, og sumar nafngiftir í setninga- fræði era líka miklu skýrari, t.d. ávirki þar sem við höfum and- lag. Síðara orðið segir ekki neitt án skilgreiningar, og þá man ég eftir góðum dreng sem skrifaði svo stuttar glósur í 3. bekk, að enn er í sögum haft: „Andlag er“. Lokaorð þessa kafla fær Njörður P. Njarðvík skáld: yKæri Gísli: I umræðum um sparnað í heilbrigðisþjónustu hafa orðið til tvær sagnir, sem mér finnst lítil prýði að. Báðar hef ég heyrt fjár- málaráðherra nota, þótt ég viti ekki hvort hann er upphafsmað- ur þeirra. Aðra þeirra a.m.k. hef ég heyrt. úr munni heilbrigðis- ráðherra, og þar að auki era fréttamenn á fréttastofu Ríkis- útvarpsins farnir að éta þær upp eftir stjómmálamönnum. Þetta eru sagnirnar að „forgangsraða“ og að „forgangshraða". Þær urðu uppspretta að eftirfarandi stöku: Fyrst nú á að forgangsraða fólki undir læknishendur, flýtir kannski að forgangshraða fátækum í himinlendur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.