Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 31
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 31 I I I I I I 1 j l I 1 :: 3 Í i d Í í Í i í i i i i i i i i i AÐSENDAR GREINAR . ttiSSSBIIlSltlíP HMte ■h Skelecjg samkeppni Akureyri - Akur- eyringar - akureyrskan Hugleiðing um höfuð- stað Norðurlands að gefnu tilefni VEÐRIÐ hafði verið ljúft um sum- arlanga tíð þarna á Akureyri og enn hélzt sumarið — þótt væri komið fram í september. „Hví er sá sem öllu ræður svona gjöfull við þennan margumrædda stað? Hvað veldur þessu,“ spurði reykvískur ferðalangur greinarhöf- und fyrir utan Hótel KEA. „Það er alls óþarfi fyrir ykkur að vera alltaf að fara til Mallorca og liggja þar við óhrein skilyrði," segir sá, sem þetta ritar. Morgunninn eftir komuna til Ak- ureyrar var tekinn gríðarsnemma í akureyrskum stíl. Nú lá leiðin í hina klassísku sundlaug Akureyrar við andapollinn. Sólin var komin upp fyrir Vaðlaheiði og skein glatt. Þetta var engin dagmálaglenna. Þetta var meira en fyrirheit, þetta var veruleiki. Hinir innfæddu tíndust hver af öðrum inn um höfuðdyr sundhallar- innar. Vestibúllan var vinaleg og þama inni ríkti eitthvað, sem líktist góðu skapi og ferskleika. Þama var gott að koma. Nú tíndi maður af sér allskyns dót, gullúrið frá mafíunni, silfurhringinn með jaspis, verndar- gripi tvo í keðju. Raunar allt, sem talist gat fémætt, var tekið úr vösum maiins og sett í öskju. Svo var af- greiðslustúlkan beðin að geyma austurrískan frakkann, arabíska stafinn og sitthvað fleira. Og nú var gengið til baðs og klæðst út: Wild West-hatturinn og kúrekaskórnir settir í neðra hólf skápsins. Næst var þrammað á Adamsklæðum „hvergi smeykur hjörs í þrá“ beint undir sjóðandi heita sturtu, sem skall á hömndi einsog haglél. En þannig átti þetta að vera. Og nú var maður ávarpaður Steini eins og í gamla daga. Aldrei á lífsfæddri ævi hefur maður fengið aðrar eins móttökur eins og þarna á AK á þessum sept- embermorgni. Þetta gaf kraft. Óhemjulegan kraft. Líklega er það heilsan, sem er það besta í lífinu, það besta, sem guð hefur upp á að bjóða. Eins og dugandi einstaklings- hyggjumaður sagði við mig nýlega þá er heilsan númer eitt, númer tvö og númer þijú. Það munu vera liðin tvö ár síðan ég hitti Stefán Jasonar- son, íþróttaleiðtoga og hugsjóna- mann úr Gaulverjabæ, hann var þá sennilega nálægt áttræðu. Hann spurði: Hlakkar þú ekki alltaf til hvers nýs dags, Steingrímur? „Svo sannarlega,“ segi ég. Þegar við Stefán hittumst í Stað- arskála á landamærum Norðurlands og Suðurlands var hann að leggja til atlögu við hringgöngu sem hann tók fislétt. Skömmu eftir þennan fund fór sá er þetta ritar að stunda hjólreiðar af lífs og sálar kröftum og hafði gott af. Hjólhestareið, tutt- ugu og eins gíra — forláta íhalds- blátt reiðhjól nefnist Jazz, amerískur gæðingur fenginn að tilvísan for- stjóra Arnarins hf., herra Jóns af Gautlandakyni. Jazz-reiðhjólið er gæðingur sem virðist þola meira en önnur hjól og nýtur ástar eigand- ans. Honum tengist krass-hjálmur níðgulur á lit með sólskyggni eins og spænska umferðarlöggan notar. Það er alltaf tilhlökkunarefni að stíga á bak gæðingnum og þeysa til að mynda um EUiðaárdalinn. Nú hefur sundið bæst við á hveijum degi og heilsan samkvæmt því. Þess- ir akureyrsku karakterar sem hittast á hvetjum drottins degi nákvæmlega korter fyrir sjö allan ársins hring, hvernig sem viðrar, eru sumir hveij- ir hraustir sem hel, sem þeir þakka akureyrsku andrúmslofti, aku- reyrsku hugarfari, akureyrsku hefð- unum (sem eru strangar en sjarmer- andi). Þarna voru Kennedyarnir, sem eru engin meðalljón og fáir þekkja í raun. Amarófólkið, sem er aðall í framkomu, og rekur eina glæsileg- ustu verslun landsins. Eigendur nýju blómaboutique eru oftast mættir í sundið. Þau eru flöristar af guðsnáð og listrænt fólk. Hvergi er betra að versla en hjá þeim. Svo er það Baut- inn og Smiðjan, besta resturant á Akureyri. Nautasteikin með bakaðri kartöflu minnti á steik á Savoy eða Waldorf. Á öðrum degi pílagrímsferð- ar höfundar til Akureyrar var farið í heimsókn í Gaggann sem er stein- snar frá sundhöllinni. Gamall læri- sveinn, úrvalsnemandi úr MA nú konrektor við Gaggann, Magnús Morgunninn eftir kom- una til Akureyrar, segir Steingrímur St. Th. Sigurðsson, í síðari grein sinni, var tekinn gríðarsnemma í akur- eyrskum stíl. HIN annálaða sundlaug Akureyrar, sem er bæði hrein og skemmtileg. Aðalbjörnsson, sýndi skólann hátt og lágt. Þett var á sunnudegi — það var ánægjuleg stund. Þaðan barst leikur- inn í kaþólska guðshúsið við Eyrar- landsveg þar sem irska ráðskonan útdeildi sakramennti. Ný vika var að renna upp með nýjum atvikum. Gistiheimilið Ás, Skipagötu á Akureyri að haustnóttum 1995. ______________________________________ ( * Höfundur er listmálari og rithöf- undur, alinn upp á Akureyri. Á stööinni fæst að sjálfsögðu auk alls þess fjölbreytta vöruúrvals og fyrsta flokks þjónustu sem býðst á næstu Shellstöö. Skeljungur hf. Þu kemur til okkar hvenær sem er solarhringsins, dælir sjálfur í MX sjálfsala - og færö 1,20 kr. í afslátt iyriv kori ocj seöla MX Sjalfsalí l\lý glæsileg —; Shellstöö viö Birkimel í Reykjavík Á Birkimelnum hefur Skeljungur þjónað Vesturbæingum og öörum sem þar hafa átt leið um í yfir 30 ár. 1 tilefni opnunar nýju stöðvarinnar verður boðið upp á kaffi og konfekt ogjsitthvað fleíra í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.