Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Holl eru heimafengin ráð " Í ÁRANNA rás hafa ætíð togast á sjónarmið gamalla og nýrra tíma. Þeir, sem halda vilja í hið gamla og fara sér hægt í breytingar, eru kallaðir íhaldsmenn eða afturhalds- seggir. Eru orðin þá yfirleitt notuð í niðrandi merkingu. Verr hefur gengið að fínna samsvarandi nafn- gift yfir þá sem taka vilja spretti inn í framtíðina. Helst er að þeim hafí hlotnast nafnbótin draumóra- menn eða eitthvað í þá veruna. Átökin um þessi ólíku sjónarmið eru nú sem endranær í brennidepli. * ) Oft er ekki hægt að varast þá hugs- un að við íslendingar séum í eðli okkar íhaldssamir. Eða eru það ef til vill forystumenn okkar, sem skort hefur víðsýni og kjark til að beina þjóðinni inn á nýjar brautir með skýrt markaðri framtíðarsýn? Hvað sem því líður höldum við sem fastast í það gamla, en erum feimn- ir við að taka djarflegar ákvarðanir sem fleyta okkur inn í heim örra breytinga. Nefnum dæmi: Það er löngu Ijóst að þegar nýjar kynslóðir vaxa úr grasi gera þær kröfur um önnur og meiri lífsgæði en þær eldri. Þegar frumþarfír mannsins hafa verið uppfylltar taka - við ýmsar félagslegar þarfír. Þeim þörfum er erfítt að mæta í örsmáum samfélögum. Þrátt fyrir þetta örlar lítið á stefnubreytingu eða kannski öllu heldur stefnu í byggðamálum landsins. Um leið og ræða á málið vakna upp slík afturhaldsöfl að sér- hver sá, sem vill velta málinu fyrir sér og skoða allar hliðar þess, er umsvifalaust stimplaður landráða- maður. Annað dæmi er umræðan sem nú í lok tuttugustu aldar fer fram um fjárfestingar erlendra aðila. En ' eins og þjóðin hefur ætíð gjörla vit- að er allt slæmt sem frá útlandinu kemur. Nýbúið er að breyta lögum sem bönnuðu alla þjónustu við er- iend veiðiskip. Loks þegar lögunum var breytt sneri íhaldssamt Alþingi á ráðherrann- sem að frumvarpinu stóð. Þingið innleiddi nefnilega þá meginreglu að áfram skyldi varna erlendu skipunum að leita hafnar þegar þau hefðu verið að veiðum úr fískistofn- um sem skilgreindir eru sem sameiginlegir. Auk þess er að sjálfsögðu harðbannað með lögum að nokkur maður, bú- settur á erlendri grund, megi leggja svo mikið sem eina krónu í nokkra starfsemi hér á landi sem byijar á orðunum sjávar- eða físk-. Óttinn við sam- keppni er yfírþyrmandi. Á sama tíma eru íslensk sj ávarútvegsfy rirtæki Gunnar Svavarsson sem betur fer að hasla sér völl á erlendri grund. Þeim finnast fáran- leg þau tilvik þar sem þeim er bann- að að eignast meirihluta. En svona er nú ísland í dag. Hleðsla þingsins á varnarvirki um sjóinn og þá, sem hann sækja, kemst þó ekki í hálfkvisti við þau brögð sem beitt hefur verið á landi. Það voru hreinræktaðir snilldar- taktar sem sáust þegar tókst að koma í veg fýrir að ríkar kellingar og kallar úr útlandinu kæmu sér upp sumarhúsi eða hestabúgarði á íslenskri jörð. Nýja reglan er nefni- lega sú að sá, sem vill eignast land- skika, verður að hafa búið í göngu- færi við skikann í nokkum ára- íjöida. Gefur þá augaleið að þeir, sem í fjarlægð búa, geta verið all- lengi á leiðinni. Það er búið að finna endanlega aðferð til að fjjötra bænd- ur landsins í eigin gaddvírsflækjum. Þau eru til fleiri dæmin um ást þjóðarinnar á fortíðinni. Nefna má þá skelfíngu sem grípur um sig þegar ríkið ætlar að selja eitthvað af eigum sínum. Þá setur að mönn- um beyg ef ymprað er á umræðum um hugsanlega þátttöku þjóðarinn- ar í samfélagi erlendra þjóða. Nei, sem fyrr þurfum við að bregðast tímanlega við óæskilegum og óþörf- um breytingum og skulu hér nefnd til nokkur ráð sem nefna mætti þjóðráð og megi þau duga þjóðinni sem best. Eyðum meira en við öflum. Það er al- gjör óþarfí að tak- marka lífsgæðin við aflafé okkar. Við eig- um að eyða umfram efni og taka lán fyrir mismuninum enda lendir það á öðrum að borga lánin til baka. „Den tid den sorg“ eins og Danskurinn sagði. Hömlum vexti ný- græðinga. Nýjar at- vinnugreinar, sem sprottið hafa upp undanfarna áratugi eru með öllu óþarfar, nánast illgresi. Iðnaður, ferðaþjónusta og verslun þar sem reynt er að pranga inn á saklaust fólk óþarfa varningi, er nokkuð sem við getum vel án verið. Stillum okk- ar gömlu, góðu krónu þannig af gagnvart öllum öðrum heimsins krónum að þeir einir, sem bein draga úr sjó, hangi á horriminni. Ætti þetta ráð vel að duga. Hækkum meðlögin. Sumar greinar atvinnulífsins eru langtum nauðsynlegri en aðrar. Þær eru þjóðþrifagreinar. Þær ber að vernda og að þeim hlúa. Samt hafa þær orðið eins konar ómagar í samfé- lagi við óþurftargreinarnar. Því ber að greiða þeim meðlag. Meðlagið hefur farið heldur lækkandi upp á síðkastið. Þeirri öfugþróun verður að snúa við sem fýrst. Sýnum útlendingum hvar Davíð keypti ölið. Ýmsir landar vorir hafa verið staðnir að því að daðra við menn útlenska og reynt að fá til fylgilags við sig. Er nú svo komið að dæmi eru um að útlendingar hafí komið á fót fýrirtækjum í okk- ar ástkæra landi þrátt fyrir hetju- lega baráttu okkar. Þeir kaupa upp fjöllin og dalina og fiskinn í sjónum. Við þessu þarf að sporna. Setjum Erum við íslendingar í eðli okkar íhaldssamir, spyr Gunnar Svavars- son, o g getur verið að forystumenn okkar hafi skort víðsýni og kjark til að beina þjóðinni inn á nýjar brautir? bann við öllum orðum í íslenskri tungu, sem byija á „útl...“. Eyðum ekki í arðsama hluti. Þær eru makalausar, kröfur peningaeig- endanna að heimta að fé þeirra beri ávöxt. Ekki eru peningar tré, a.m.k. ekki lifandi tré. Því er í hæsta máta óeðlilegt að þeir beri ávöxt. Nær væri að reisa fleiri hús úr steini, byggja brýr og bora göt í landið svo að við getum tekist í hendur þar í gegn. Drepum viljann til verðmæta- sköpunar. Undanfarin ár hefur mönnum orðið vel ágengt í því að jafna kjör landsmanna. Með skatt- lagningu og tengingu launa við bótakerfí hvers konar hefur tekist að draga mjög úr ávinningi þeirra, sem leggja vilja mikið á sig, skara fram úr og gera skattyfirvöldum svo grein fyrir því sem þeir bera úr býtum. En hér má ganga miklu lengra. Menn mega nefnilega ekki falla í þá gryfju að ímynda sér að þeir geti haft það betra en nágrann- inn. Drögum úr framleiðni. Þetta er eitt af hinum nútímalegu, óskiljan- legu orðum. Þess vegna ber að draga úr því. Við þurfum ekki á stórum togurum að halda þegar sækja má fískinn á bátum þar sem hver er sinn eigin herra. Stórvirkar vélar þar sem hlutirnir virðast einna helst gerast af sjálfu sér geta aldr- ei verið af hinu góða. Fólk missir Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson 224 Spilaður var tvímenningur þriðju- daginn 26. september. 22 pör mættu og spilað í 2 riðlum. Úrslit urðu: A-riðill Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 198 Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 185 Bergsveinn Breiðfjörð - Stígur Herlufsen 184 B-riðöl GarðarSigurðsson-JósefSigurðsson 141 Einar Einarsson - Helgi Vilhjálmsson 136 Þórhildur Magnúsdóttir — Sigurður Pálsson 122 Bridsfélag Borgarness Síðastliðinn miðvikudag lauk fyrstu keppni vetrarins hjá félaginu og var það þriggja kvölda tvímenningur með þátttöku tíu para. Úrslit urðu eftirfar- andi: Jón Á. Guðmundsson - Guðjón Stefánsson 363 Jón Þ. Bjömsson - Kristján Snorrason 361 Þórðurlngólfsson-SigurðurBogason 359 Guðmundur Arason - Guðjón Karlsson o.fl. 345 Næstu þijá miðvikudaga verður spilaður tvímenningur eitt kvöld í senn, en 25. október hefst Aðaltví- menningur félagsins sem verður sex kvölda barómeter. Spilað er í Félagsbæ á miðvikudög- um kl. 20. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNIMU JÓNSDÓTTUR frá Flateyri, Túngötu 8, Stöðvarfirði. Guðbjartur Haraldsson, Vilhelmína Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Jón Guðbjartsson, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Haraldur Guðbjartsson, Jónína Maria Sveinbjarnardóttir, Jóhann Grétar Guðbjartsson, Margrét Guðmundsdóttir, Jóhannes Þór Guðbjartsson, Ágústa K. Jónsdóttir, Hafsteinn Guðbjartsson, Lilja Jónbjörnsdóttir, Þorfinnur Þráinn Guðbjartsson, Ólafi'a H. Guðmundsdóttir, Hanna Björt Guðbjartsdóttir, Sæmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Opið bréf til sjálfstæðiskvenna umalltland UNDIRRITAÐAR vilja hvetja flokks- systur sínar um allt land, til að gefa kost á sér í pólitísku starfi innan Sjálfstæðis- flokksins. Ef ekki er gengið til leiks af fullri alvöru, verður engin breyting eða hlutur kvenna meiri en raun ber vitni. Undanfarið miss- eri hafa sjálfstæðis- konur af Reykjanesi og Reykjavík, hist til að ræða stöðu kvenna í Sjálfstæðis- flokknum. Sami hóp- ur sendi út í síðustu viku hvatningarbréf til allra sjálfstæðis- kvenna sem sitja í stjómum flokksins, þar sem stjómarkon- ur voru beðnar um að stuðla að meiri þátttöku kvenna í flokksstarfínu og hafa áhrif á að fleiri konur séu tilnefndar á næsta landsfund. Aukin þátttaka kvenna á landsfundi flokksins 2.-5. nóv- ember nk. er mikil- Katrin . Margret _ væg fyrir framtíð Gunnarsdottir Sigurðardottir BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Bikarkeppni Reykjanesumdæmis VERIÐ ER að hleypa af stokkunum bikarkeppni Reykjanessumdæmis og verður keppt um titilinn Bikarmeistari Reykjaness. Keppnin verður 40 spila útslátt- arkeppni og spilað um silfurstig. Skráning stendur til 13. október ag verður þá dregið í fyrstu umferð en henni skal lokið 18. nóvember. Skráning er hjá Karli Einarssyni í síma 423-7547 eða Siguijóni Harðar- syni í síma 565-1845 Bridsdeild Fél. eldri borgara, Kópavogi Spilaður var tvímenningur föstu- daginn 22. september. 16 pör mættu og urðu úrslit þessi: Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 248 Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 242 Einar Einarsson - Helgi Vilhjálmsson 225 Ásgerður _ Helga Halldórsdóttir Ólafsdóttir vinnuna. Setja þarf bann við inn- flutningi slíkra ómanneskjulegra tækja og tóla. Skiptum landinu upp í 63 kjör- dæmi. Það er með eindæmum hvað ónytjungar úr sveitum landsins hafa hópast saman og sest að á möl- inni. Háværar kröfur þeirra um aukin áhrif á stjórn landsins þar sem áhrifín eiga að taka mið af fjölda hausa, eru með öllu óásætt- anlegar. Skipta þarf landinu strax í 63 kjördæmi, hvert 1.600 ferkíló- metra að stærð, svo að festa kom- ist á þjóðskipulagið. Niður með nýsköpun. Reynslan er ólygnust. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Það er óþarfí að reyna sí og æ að fítja upp á nýjum hlutum eða reyna að sann- færa þjóðina um að gera eigi hlut- ina á annan hátt en tíðkast hefur. Hver hefur þörf fyrir nýja hluti eins og sjónvarp, síma, tölvur og þess háttar tól? Tekjum fólksins má ráð- stafa til nytsamlegri hluta. Drögum úr samkeppni. Það er óhugnanlegt að horfa til þess hvem- ig fyrirtæki á markaði beijast til að ná viðskiptum til sín. Til þess nota þau alls konar meðul, sum allsterk. Þau lækka verðið niður úr öllu valdi og óþarfa auglýsingar bylja á landslýð daginn út og dag- inn inn. Sameina á fyrirtæki á sínu sviði og fela stjórnina fulltrúum, sem kjörnir yrðu til þeirra verka af fólkinu sjálfu. Þannig gæti eitt fyrirtæki hæglega annað allri gos- drykkjagerð í landinu, annað gæfi út dagblaðið, það þriðja sæi um akstur leigubíla og þannig mætti áfram telja. Vörumst skammstafanir. Það er alveg búið að rugla þjóðina með sífelldu blaðri um GATT, EES, EFTA, NAFTA, ESB, FOB og CIF. Skammstafanirnar hafa engum { gagn gert hingað til svo vitað sé. t Oprúttnir stjórnmálamenn hafa jafnvel gengið svo langt að reyna að innlima þjóðina í sumar skamm- stafananna. Er löngu mál að linni, JBH? Höfundur er forsijóri Hampiðj- unnar og varaformaður Samtaka iðnaðarins. Sjálfstæðiskonurnar telja mikilvægt að ganga til leiks af fullri alvöru, segja Asgerður Halldórs- dóttir, Helga Ólafsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir og Margrét Sig- urðardóttir, til að styrkja stöðu kvenna í stjórnmálum. flokksins. Hlutfall landsfundarfull- trúa hefur verið 30% konur - 70% karlar, þessu viljum við breyta við treystum á ykkar stuðning. Skráðir félagar í Sjálfstæðisflokknum eru 32.500 nær helmingur þeirra er konur, því ætti hlutfall landsfundar- fulltrúa að skiptast eins. í stefnuyfíriýsingu ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks segir orðrétt: „Stuðlað verð- ur að jafnari möguleikum kvenna og karla til að njóta eigin atorku og þroska hæfíleika sína.“ Til að fylgja eftir þessu markmiði verður að tryggja virka þátttöku kvenna í stjómmálastarfi svo unnt sé að styrkja stöðu þeirra í Sjálfstæðis- flokknum. Kjörorð okkar er: „Sjálfstæðis- konur látið að ykkur kveða og málefni flokksins ykkur varða.“ Ásgerður er viðskiptafræðingur, Helga framkvæmdastjóri, Katrín fulltrúi og Margrét viðskiptafræð- ingur. AA AAA AfiA Afit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.