Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RÍKARÐUR GESTSSON + Ríkarður Gests- son var fæddur í Bakkagerði í Svarfaðardal 4. maí 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. sept. síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Gestur Vilhjálmsson, bóndi, Bakkagerði, f. 27.12. 1894, d. 1.3. 1985, og Sigrún Júlíusdóttir frá Syðra-Garðshorni, f. 3.11.1894, d. 13.8. 1976. Ríkarður var þriðji í röð fimm systkina en hin eru: Hlíf, f. 13.5. 1916, Björn, f. 2.5. 1918, Jóhanna María, f. 14.1. 1925, og Kristín, f. 8.1. 1930. Ríkarð- ur stundaði búskap, lengst af í Bakkagerði með foreldrum sín- um, en vann jafnframt síðari árin á Dalvík og nágrenni. Ríkarður verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður frá Tjamar- jl kirkju. EFTIR að systkini Ríkarðs Gests- sonar höfðu öll flust að heiman og stofnað sín eigin heimili og fjöl- skyldur, Hlíf og Jóhanna María í Reykjavík, Bjöm bóndi á Björgum í Hörgárdal og Kristín á Dalvík, var Ríkarður enn í mörg ár með foreldr- um sínum í Bakkagerði enda þótti honum afar vænt um þau og leit alveg sérstaklega upp til móður sinnar, sem hann taldi að væri helst ekkert ómáttugt. Bjuggu þau með kindur og hesta hin síðari ár og stund- aði Ríkarður þó vinnu á Dalvík. Sumarið 1976 and- aðist móðir hans og varð það honum þung raun og stuttu seinna fiutti faðir hans til Kristínar dóttur sinnar á Dalvík. Eftir það hef- ur Ríkarður verið ein- búi í Bakkagerði en vann á Dalvík þar til um 70 ára aldur og síðan hefur hann sýslað við hestana, eins og hann sagði, gefið villiköttunum sem heimsóttu hann í fjárhúsin og dund- að sér við eitt og annað, hafði gam- an af að fylgjast með himintunglum og spá í veðrið. Svo gat hann líka dottið inn úr dyrunum hjá manni og þegið kaffisopa við eldhúsborðið og talað um hvað útsýnið væri fal- legt út um gluggann þó það væri náttúrulega miklu fallegra í Bakka- gerði, sagði hann, þar sem sæist allur Skíðadalurinn og hver bær á austurkjálka, auk næstu bæja við hann. Já, þær eru óteljandi minningarn- ar allt frá árdögum, en skemmtileg- astar af öllu eru minningar þegar íddi, eins og við kölluðum hann alltaf, og félagar komu í heimsókn um jól og spiluðu „brús“ við Villa bróður með svo miklum tilþrifum að hláturinn og fagnaðarópin heyrðust um allt hús og allir skemmtu sér, spilamenn og áhorf- t Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, ÖRNYNGVASON, er látinn. Guðrún Jónsdóttir Bergmann, Steinunn H. Yngvadóttir, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason, Birna Daníelsdóttir og systkinabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI EINARSSON húsgagnasmíðameistari frá Hróðnýjarstöðum, Sporðagrunni 7, lést fimmtudaginn 28. september. Edda Helgadóttir, Nikulás Gislason, Sjöfn Helgadóttir, Hannibal Helgason, Birgir Helgason, Sigrún Guðmundsdóttir, Logi Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, JÓN INGI JÓHANNESSON húsasmi'ðameistari, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. septem- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Kristjana Eliasdóttir, Birgir Jónsson, Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Jónsson, Þórunn Gísladóttir, Steinunn Jónsdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. endur. í þessum spilagalsa átti íddi það til að herma eftir hinum ólíkleg- ustu mönnum og tókst vel, svo auðvelt var að þekkja viðkomandi. íddi var vinsæll og átti marga trausta vini sem heimsóttu hann oft, en tryggastir voru systursynir hans úr Reykjavík sem heimsóttu hann oft og dvöldu hjá honum á sumrin og á veturna komu kunn- ingjar á snjósleðum þegar ekki var fært á bíl. íddi var árrisull og til dæmis á veturna þurfti hann að vera búinn að fara í langa morgungöngu fyrir klukkan hálf átta því hann þurfti þá líka að gefa hestunum um átta- leytið, sagði hann. Það varð líka að hans dómi að fara eftir einhveij- um reglum og hestarnir áttu von á heyi snemma morguns. íddi gat líka átt það til að hringja um hádegið og segja án þess að heilsa: „Var það nokkuð sem þú svafst yfir þig í morgun, kerlingin?" Hlæja svo dátt. Það kom ekki ljós í eldhús- gluggann fýrr en seint og um síðir. Þetta eru minningarbrot frá mínu sjónarhorni sem gott er að eiga núna, og ég veit að honum sjálfum hefði ekki verið á móti skapi að minnast þess. íddi kom í síðustu heimsókn sína til mín 21. þessa mánaðar og var ég að hlusta á út- varpið, en Erla Þorsteinsdóttir var að syngja „Mamma, þú ert elsku- leg, mamma mín, mér finnst gott að koma til þín“. Eftir á finnst mér þetta táknrænt og hefði alveg getað verið hann sem sagði þessi orð. Já, honum Ríkarði var óljúft að vera síðastur af stað þegar fara átti eitthvert og hann gerði það ekki endasleppt, varð fyrstur af barnabörnum ömmu og afa á Bakka til að kveðja. Hver dagur, vika, ár og öld sér á að lokum síðsta kvöld. Að settri tölu á sömu lund vor svo mun koma dauðastund. Oss mun þá, Jesú, ég þess bið með öruggt geð að skiljumst við. Nú sjáum við ekki lengur Bakka- gerðisljósin kvikna klukkan 20 mín- útur fyrir sjö að morgni og slokkna klukkan tíu á kvöldin. íddi minn, við þökkum af hjarta samfylgdina og óskum þér góðs á landi lifenda. Hinsta kveðja frá öllu Bakka- fólki. Helga. Hann íddi frændi er dáinn. Við áttum erfitt með að trúa því þegar okkur var sagt frá því. Hann sem alltaf var svo hress og glaður og fýlgdist svo vel með hvemig gengi í skólanum, leikskólanum, svo ekki sé talað um íþróttirnar og fótbolt- ann hjá Atla Viðari og Kristni Þór. Og hvað hann fann til þegar Andri Freyr fótbrotnaði í vetur og Kristinn viðbeinsbrotnaði nú um daginn, enginn spurði oftar hvernig okkur liði og hvort við fyndum ekki mikið til. Við eigum eftir að sakna þess mikið að geta ekki heimsótt Idda fram í Bakkagerði, hann tók alltaf svo vel á móti okkur. Þar var margt að sjá og gaman að hitta kisurnar og hestana og fara á bak. Og alltaf átti hann eitthvað gott til að gefa okkur í gogginn. Þegar Silja og Andri komu að sunnan til að heimsækja ömmu og afa á Dalvík fannst þeim alltaf sjálf- gefið að ganga að ídda þar vísum og passaði hann okkur líka stundum ef á þurfti að halda. Við eigum eftir að tala oft um þig og rifja upp góðar minningar um. það sem þú gerðir og sagðir og við söknum þín mikið. Elsku íddi frændi, við kveðjum þig og þökkum það sem þú varst okkur. Atli Viðar og Kristinn Þór Bjömssynir, Silja og Andri Freyr Þorsteinsbörn. Með Ríkarði Gestssyni í Bakka- gerði í Svarfaðardal er genginn kær frændi og góður vinur. Ríkarður var einn af þeim mönnum sem settu mikinn svip á umhverfi sitt og mannlíf. Ekki vegna þess að hann væri svo íhlutunarsamur um mál- efni annarra, heldur vegna þess hve hann var sérstæður og hlýr maður og drengur góður. Hann var maður hreinskiptinn og lét engan eiga hjá sér, glaðbeittur og spaugsamur og höfundur að mörgum frumlegum spakmælum og orðatiltækjum sem fyrir löngu eru orðin sveitungum hans munntöm. Hann var vinmarg- ur og gestrisinn. Að heimsækja hann fannst mér eins og að koma inn í hlýja og sólríka stofu þótt um skammdegi væri og var það kyn- fylgja frá foreldrum hans, Sigrúnu Júlíusdóttur frá Syðra-Garðshorni og Gesti Vilhjálmssyni frá Bakka. Þau hjónin hófu búskap í Bakka- gerði árið 1919, landlítilli jörð og rýrri þá. Von bráðar breyttu þau jörðinni í þægilegt býli að ræktuðu landi og húsum. Sigrún og Gestur voru ákaflega samhent og hjóna- band þeirra ástríkt og heimilið gott, enda bera börn þeirra merki hins góða arfs og uppeldis frá foreldrum sínum sem hefur enst þeim vel í lífsbaráttunni. Ríkarður átti alla ævi heimili í Bakkagerði. Hann giftist ekki, vann að búi foreldra sinna en stundaði oft vinnu utan heimilis og síðustu starfsár sín var hann starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Sá sem þessar línur ritar ólst upp á næsta bæ og eru jarðimar Bakka- gerði og Syðra-Garðshom nær samtýnis og bæjarleiðin stutt. Tíð- fömlt var á milli heimilanna ýmissa erinda og varð harðtroðin slóð í túnið milli bæjanna til vitnis um það. Minnisstæð em heimboðin í Bakkagerði um jólaleytið með leikj- um sínum og gleði og gómsætum veitingum og ennþá finn ég bragðið af súkkulaðinu hennar Sigrúnar frænku. Eða þá af jólakökunni hennar og soðna brauðinu sem hún gæddi okkur bræðrunum á þegar við vomm að slá með orfum á Enn- unum hjá Bakkagerði. Ríkarður var félagslyndur og á yngri ámm áhugasamur félagi í Umf. Þorsteini Svörfuði og þótti duglegur að starfa í nefndum. Hann var líka félagi í Hinu Svarfdælska Söltunarfélagi en það er óformlegur félagsskapur nokkurra manna í Svarfdælabyggð sem salta sjálfir kjöt sitt á haustin og slá síðan upp gleðskap með söng og yrkingum því í þeim hópi eru hagorðir menn og söngelskir. Hefur mörg hnyttin bagan lifað frá þeim fundum en þó fleiri farið í glatkistuna. Enn er að geta Jónsmessumót- anna í Bakkagerði sem Ríkarður efndi til á hveiju ári eftir að hann var orðinn einbúi þar og bauð þá vinum sínum úr Hinu Svarfdælska Söltunarfélagi og nokkmm öðrum til veislu. Það voru miklar gleði- stundir með söng og skáldskap og menningarbrag og jafnan hætt teit- inu klukkan tvö eftir miðnætti þeg- ar sólin var runnin upp yfir Látra- íjöllin. Þar var Ríkarður allra manna glaðastur í glöðum hópi. En nú er skarð fyrir skildi og svarfdælskt mannlíf stóram fátæk- ara nú þegar Ríkarður er fallinn frá. En minningin um hann lifir og vermir. Við Þuríður vottum systkinum hans og íjölskyldum þeirra innileg- ustu samúð. Júlíus J. Daníelsson. + Bergey P. Jó- hannesdóttir fæddist í Hlíðarhús- um í Sandgerði hinn 22. desember 1929. Hún Iést á Sjúkrahúsi Suður- nesja í Keflavík 18. september siðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Eiriks- son, ættaður frá Horni í Skorradal, f. 12. febrúar 1895, d. 27. desember 1949, og Ragnheið- ur Helgadóttir frá Uppkoti á Akranesi, f. 18. nóvember 1896, d. 9. janúar 1979. Bjuggu þau hjónin í Hlíðarhúsum lengst af sínum búskap og eignuðust þrjú börn, Sigurjón, sem lést í des- ember 1970, Bergeyju, og Lau- feyju, sem er yngst, og búsett er í Keflavík. Bergey átti einn- ig hálfsystur, Guðrúnu Helgu, sem býr í Reykjavík. Hinn 31. BERGEY, æskuvinkona mín, hefur kvatt okkur og er horfin á fund skap- ara síns, þangað sem okkur öllum er áskapað að fara. Þegar mér var tilkynnt andlát hennar fannst mér sem tíminn stæði í stað. Á þeirri stundu er ég dró fánann við heimili maí 1952 giftist Bergey Bjarna Sig- urðssyni, f. 22. sept- ember 1920, d. 1982, Bergey og Bjarni eignuðust fjögur börn. Elst þeirra er Ragnhejð- ur Hulda, gift Ás- mundi Hilmarssyni, og eru þau búsett í Kópavogi, næstur er Jóhannes, sem býr í Sandgerði, þriðji í röðinni er Sigurður, sem kvæntur er Valdísi Sigurðardóttur. Þau Sigurður og Valdís eiga þijú börn og eru búsett í Sandgerði. Yngst barna Bergeyjar og Bjarna er Anna. Maður hennar er Sævar Bjarnason. Þau Anna og Sævar búa í Sandgerði og eiga fjögur börn. Útför Bergeyjar fer fram frá Hvalsneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. mitt í hálfa stöng streymdu minning- amar fram hver af annarri. Þegar ég ber saman æsku barna minnar kynslóðar við æsku okkar Bergeyjar fmnst mér sá samanburður okkur í vil. Vorin, biðin eftir að komast í eggjaleitina, ferðirnar á Sandhólinn, boltaleikirnir á hólnum, hjólreiða- ferðirnar, veiðin á bryggjunni, eru ógleymanlegar stundir. Bergey, við vildum allt fyrir hvor aðra gera. Eg vildi að vísu ekki ganga í skátafélag- ið með þér, og syngja Rikka Tikka og fleira sem því tengdist. Báðar vomm við svo myrkfælnar og því ekki alltaf sammála hvenær leiðin var hálfnuð, þegar við fylgudmst heim á leið að kvöldlagi. Árin liðu, þú varst etir heima í Sandgerði, en ég fór burt á vetuma. Ungur, lán- samur maður norðan úr Húnavatns- sýslu kom á vertíð í Sandgerði. Þið kynntust og giftust í framhaldi af því. Glæsilegt par þar. Bjarni og Bergey byijuðu sinn búskap í Hlíðarhúsum hjá foreldmm hennar. Síðar reistu þau sér hús skammt þar frá, og bjuggu þar allan sinn búskap. Þegar ég hugsa til þín Bergey, er mér efst í huga hógværðin og æðru- leysið. Orðvarari manneskju en þér hef ég enn ekki kynnst. Þú mæltir aldrei styggðaryrði til nokkurs manns, og gætum við hin margt af þér lært. Elsku vinkona mín, í hjarta mínu er mikil sorg og söknuður. Minningin um þig er mér svo kær að erfitt verður að sætta sig við að vera án þín. En nú þegar þú hverfur til þeirra, sem á undan eru gengnir, er það huggun harmi gegn, að þar átt þú öruggt skjól. Börnum Bergeyjar, systrunum Guðrúnu Helgu og Laufeyju, og öðr- um aðstandendum, sendum ég og mín fjölskylda innilegar samúð- arkveðjur. Guðlaug Kristófersdóttir. BERGEYP. JÓHANNESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.