Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 35 SVANLAUGUR GARÐARSSON Svanlaugur Garðarsson var fæddur á ísafirði 11. júlí 1979. Hann slasaðist lífshættu- lega í umferðar- slysi á Þingeyri laugardaginn 23. september og lést á Borgarspítalanum 25. september síð- astliðinn. Móðir hans er Sigríður Sesselja Gunn- laugsdóttir, sljúp- faðir Þröstur Jóns- son og faðir Garðar Svanlaugsson, búsettur í Dan- mörku. Bróðir Svanlaugs er Ellert Olgeirsson, sem er 12 ára gamall. Svanlaugur ólst upp á Þingeyri að mestu. Fjölskyldan bjó nokkur ár á Selfossi, en fyrir rúmu ári fluttu þau til Grindavíkur. Utför Svanlaugs verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Því var allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustengur brostið og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. (Tóm.Guðm.) Ungur drengur er látinn, aðeins 16 ára. Þegar ég fékk þær fréttir að Svanni hefði lent í bílslysi, og væri ekki hugað líf var eins og tíminn stæði kyrr. í gegn um hug- ann flaug ekki eitt í viðbót, en því miður ekkert var hægt að gera til bjargar. Allt í einu var einu baminu færra í fjölskyldunni, og maður hugsar: Hví eru örlögin svona grimm? Hvers vegna fengum við sem eftir lifum ekki að njóta návist- ar þessa glaða og góða drengs leng- ur? Sjá hann vaxa og þroskast með fjölskyldu sinni og sjá vonir hans og drauma rætast í hópi vina sinna. Öllum þessum spurningum verð- ur ósvarað. Það er ekki margt að segja í minningargrein um ungmenni sem er að byija að feta sig áfram í heimi hinna fullorðnu. En Svanni hafði til að bera þá eiginleika sem öfluðu honum vinsælda. Ekki síst var hann hlýlegur við þá sem aldraðir voru og hjálparþurfi sem er ómetanlegur eiginleiki hjá ungu fólki. Hann var duglegur drengur og ósérhlífinn, og kunni því illa að hafa ekki vinnu, þegar hann átti frí frá skóla. Mörg sumur var hann í sveit á ýmsum stöðum, nú síðast á sumrinu sem er að kveðja okkur. Elsku Sigga , Þröstur og Ellert, megi guð gefa ykkur styrk og leiða ykkur gegnum þetta erfiða tímabil. Föður og öllum öðrum ættingjum . Svanna vottum við okkar dýpstu samúð. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Þú ert blessuð hans í höndum hólpin sál með ljóssins öndum. (B.Halldórs.) Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku Svanni, og þökkum sam- fylgd þína. Amma og afi, Asi. Af hverju þurftir þú að fara svona | snemma? Eg skil ekki af hveiju Guð tekur fólk svona fljótt. Ég mun geyma allar stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf að brasa eitt- hvað með vélar. Og tímunum með þér og skellinöðrunni mun ég seint gleyma. Öllum góðu stundunum gæti ég ekki komið hér fyrir þó ég hefði allt blaðið. Ég vona að þér ; líði vel þar sem þú ert. Mér þykir rosalega vænt um þig og ég mun aldrei gleyma þér. Þinn bróðir, í ' Haustið 1994 fór að birtast ljóshærður koll- ur í félagsmiðstöðinni Þrumunni. Við kom- umst fljótt að því að þarna var á ferð kraft- mikill strákur að vest- an sem var nýfluttur til Grindavíkur. Þeir voru tveir félagarnir að vestan, Rikki og Svanni. í fyrstu áttum við það til að ruglast á þeim og hafði Svanni gaman af því að láta okkur halda að hann væri Rikki og hló svo hátt þegar við áttuðum okkur á því að svo var ekki. Það fór ekki á milli mála að þarna var á ferð strák- ur sem var fullur af orku og fjöri. Það voru ófáar stundirnar í Þrum- unni þar sem Svanni sat mitt á meðal félaga sinna og lék á als oddi. Hann hafði skoðanir á öllu og var ekkert að fara fínt í hlutina. Hann sagði það sem honum Iá á hjarta og við starfsmennirnir höfð- um gaman af því að rökræða við hann um öll heimsins mál. Honum fannst líka ágætt að tylla sér í stól- inn á skrifstofunni hjá okkur, setja sig í sparistellingar og ræða málin. Einhveiju sinni ræddum við lengi um samskipti. Svanni bað um nán- ari útskýringar á þessu fína orði samskipti og þegar við höfðum þul- ið upp nokkur atriði bað hann okk- ur um að skrifa þessar svokölluðu samskiptareglur á blað svo hann gæti lært þær utanbókar. Reglum- ar voru aldrei festar á blað en Svanni stríddi okkur oft á þessu og mkkaði okkur um samskipta- reglumar sem við sjálfar þóttumst kunna svo vel. Það sem okkur þótti strax sér- stakt við Svanna var hversu fljótt honum tókst að vinna hug og hjarta skólafélaga sinna. Oft er það svo að það tekur ungling langan tíma að komast inn í hópinn þegar flutt er á nýjan stað. Svanni varð strax vinur þeirra, með þeim naut hann sín og þau virtu hann og litu upp til hans. Hann tók þátt í félagsstarf- inu í Þrumunni, var ein aðaldrif- fjöðrin í tískusýningunni sem við héldum, mætti prúðbúinn á para- og vinakvöldið og svo mætti tengi telja. Það var engin lognmolla í kringum hann, það gustaði af hon- um og það var mikið líf og fjör þar sem hann var. Það er stórt skarð höggvið í hóp unglinganna í Grinda- vík. En minningin um góðan dreng lifír. Fjölskyldu hans, ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Starfsmenn Þrumunnar, Sólný, Steina og Þórunn. Elsku Svanni. Þú þessi fjörugi, skemmtilegi, uppátækjasami og góði vinur okkar ert búinn að yfirgefa okkur og far- inn á annan stað. Þú sem varst bara rétt að byija lífið. En lífíð er ekki á enda. Við eigum fullt af góðum minningum um þig og þær munum við geyma vel. \ Þótt þú hafir ekki búið^lengi hér í Grindavík varstu strax talinn „einn af hópnum“. Þessi hópur samanstóð af mjög samrýndum unglingum. Eins og þegar þú varst rekinn úr skólanum þá var gripið til margs- konar ráða til að fá þig aftur. Þessi tiltekni hópur brallaði margt sam- an. Eins og þessi fræga bæjarferð sem við fórum öll saman og margt fleira. Ég mun seint gleyma þessu fræga glotti á þér og athugasemd- unum. Stuttu áður en þú lentir í slysinu vorum við farin að bíða þess að þú kæmir heim að vestan, en þú valdir ekki bestu leiðina til þess. Því miður gera slysin ekki boð á undan sér. Svanni, mér þykir rosalega vænt um þig, og ég sakna þín mikið. Sofðu lengi sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennimir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Siguijónsson.) Elsku Sigga, Þröstur og Elli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Þín vinkona, Petra Rós. Elsku Svanni, minn ástkæri vin- ur. Ég kynntist þér sama dag og þú komst til Grindavíkur. Fyrst er ég sá þig hugsaði ég hvaða „nörd“ er þetta, en svo reyndist ekki vera eftir að við sendum þig í klippingu. Svo kynntist ég þér meira og meira með hverjum degi sem leið. Eftir að vera búinn að þekkja þig og umgangast þig næstum því á hveij- um degi í rúmt ár. Varstu löngu orðinn minn besti vinur. Eins og allir vinir þá gátum við rifíst allheiftarlega en alltaf lag- aðist það og gleymdist. Það er ekki margt sem þú fékkst okkur ekki til að gera af okkur með þér. Þú varst þvílíkur prakkari og ég gæfi allt mitt bara til að sjá glottið þitt fræga aftur. Svo laugardaginn þann 23. var hringt til mín og mér sagt frá slysinu. Ég brotnaði alveg niður, en trúði þessu ekki en ég var alltaf að heyra Svanni, þetta var eitthvað svo ótrúlegt. Þú varst allt- af svo hress og kátur. Þann 25. varstu tekinn frá okk- ur, tekinn inn í betra líf, betra en þú lifðir þessa 3 daga en ég veit að allir eiga eftir að sakna þín og allra látanna þinna hér í bænum. Við biðjum fyrir þér og með þér og vonum að þú gerir það sama. En maður veit ekki hvað maður hefur átt fyrr en maður hefur misst. Ég sakna þín, Svanni og mun alltaf gera en þú lifír í minningunni. Sigga, Þröstur og Ellert, ég votta ykkur innilegustu samúð. Guð geymi ykkur. Þinn vinur, Bogi_ Ástkæri vinur. Laugardaginn 23. september bárust mér þau válegu tíðindi að mjög góður vinur minn hefði lent í alvarlegu slysi og myndi sennilega ekki lifa það af. Þá fór ég að hugsa hvort ég sæi þig aftur, þennan svip, þetta glott, þennan dreng sem var svo ánægður með lífið að ánægjan skein úr augum hans. Ég sá þig fyrst fyrir rúmu ári hér í Grinda- vík, þá varst þú nýfluttur frá Þing- eyri. Ég man hvað ég var forvitin að vita hvernig persóna þú værir því þú varst svo áhugaverður á að líta og ekki sé ég eftir því, því að þú varst æðislegur, skemmtilegur, góður og mjög hraustur, þrátt fyrir allan töffaraskapinn. Við urðum mjög fljótt góðir vinir enda ekki vinafár, allir vissu hver þú varst því þú varst alltaf að gera eitthvað spennandi, það sem fæstir aðrir þorðu. Nú kveðjum við þennan ynd- islega dreng sem var í blóma lífs- ins, svo ungur og átti allt lífið fram- undan var tekin svo snögglega frá okkur. Ég mun aldrei gleyma þér, Svanni minn, minningin mun alltaf llfa í mínu hjarta að eilífu. Ástin blómstrar og ástin fölnar. Þín vinkona, _ , .. Erla Rut. Elsku Svanlaugur. Það var laugardaginn 23. sept- ember sem sjokkið kom. Þú lást illa haldinn á spítala. í angist og ör- væntingu biðum við eftir meiri fréttum. Sunnudagurinn rann upp, en ekkert var breytt, þú varst enn- þá í dái. Þessi dagur leið þó hver sekúnda væri sem klukkutími. Það var svo ekki fyrr en á mánudeginum sem við heyrðum það. Þú varst farinn. Ég var sem lömuð. Ég trúði þessu ekki. Ég vildi ekki trúa þessu. Ég vildi ekki hugsa hugsa til fram- tíðarinnar án þín. En lífið heldur áfram og þú varst lífsglaðasti mað- ur sem ég þekkti. Ég man ennþá eftir því, er ég hitti þig fyrst. Þú varst „töffarinn að vestan“. En sú skoðun mín á þér átti eftir að breyt- ast. Eftir því sem ég kynntist þér meira fór þessi blíði strákur að koma betur og betur í ljós. Það sem kom mér mest á óvart var hversu hugulsamur og kærleiksríkur þú ert. Svanni, ég held ég hafi aidrei sagt þér hversu vænt mér þykir um þig og hversu góður og innilegur vinur þú ert. Eg gæfí allt til að heyra hláturinn þinn og sjá fræga glottið þitt, þó ekki væri nema einu sinni enn. Ég mun aldrei gleyma þér. Dalurinn opnast, himinhá, hamra§öll við þér taka. Vinur minn kær, ég kveð þig nú, þú kemur ekki til baka. Elsku Sigga, Þröstur og Ellert. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð, megi Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Þín vinkona, Erla Ósk. Elsku Svanni. Þegar ég fyrst frétti af því að Svanni hefði lent í alvarlegu slysi þá hugsaði ég hvort ég myndi nokk- urn tímann fá að sjá þig og þitt glott aftur og svo reyndist því mið- ur ekki. Þegar ég sá þig fyrst hugs- aði ég: Hver er þetta? Og forvitnin blossaði upp, það var svo nokkrum dögum seinna þegar ég kynntist þér og er ég vissi hve frábær strák- ur þú varst, það var alltaf líf og fjör í kringum þig þú hafði alltaf eitt- hvað spennandi að gera og gast alltaf fundið upp á einhveiju nýju. Minning um góðan dreng mun svo sannarlega lifa og söknuðurinn á eftir að vera mikill, en lífíð heldur áfram og þú gengur þinn veg og ég minn en saman eigum við eftir að vera í minningunni. Elsku Þröstur, Sigga og Elli, ég votta mína innilegustu samúð. Guð geymi ykkur. Þín vinkona, Laufey. Elsku Svanni. Fyrst þegar ég sá þig vissi ég að þú værir sérstakur, ég varð strax hrifín og mikið gekk á áður en ég náði í þig. Loks tókst það. Ég sá að þú varst í blóma lífsins en hvern- ig endaði það? Hörmulegt slys átti sér stað. Af hveiju? Af hveiju þurfti þetta að gerast, þú sem áttir allt lífið eftir. Laugardaginn 23. sept- ember var hringt í mig og sagt að þú hefðir lent í bílslysi. Ég trúði því ekki, ég hugsaði bara Svanni af öllum mönnum, þú sem varst alltaf svo kátur og ánægður með lífíð. Þú lást á spítala í tvo daga meðvitundarlaus. Ég beið og beið eftir að þú rankaðir við þér en ekk- ert gerðist. Svo á mánudeginum varstu allt í einu horfinn. Þessir átta mánuðir sem við vor- um saman voru mér mjög dýrmæt- ir, alltaf þegar ég var með þér leið mér mjög vel. Þú varst mjög blíður og góður og mér þykir afskaplega vænt um þig. Þó ég segði það oft Sérfræðingar í blómaskrcytiiiguni við öll ta-kifa-ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 við þig þá finnst mér nú að ég hafí ekki sagt það nógu oft. Ég þakka þér allar æðislegu stundirnar sem við áttum saman. Þetta voru bestu stundir í lífí mínu, það er erfítt að trúa því að ég eigi ekki eftir að sjá þig framar en ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Svanni, ég get ekki lýst því í orðum hve heitt ég elska þig og hvað ég sakna þín mikið. Ég ætla að kveðja þig með þremur erindum úr uppá- haldslaginu þínu. Æ, ljúfast var að vaka, ástin mín. Vetramætur dimmar við bijóstin þín Þegar kalt er í veðri og vindurinn hvín þá vekur gulur máni bömin sín. Hversu ljúft var að hlæja og gera grín grafa sig undir þitt hvíta lín. Og opna þitt heita hjartaskrín hverfa loks þangað sem ástin skín. í húminu svala ég ligg og læt mig dreyma leyfi sorginni að vaka í mínu hjarta og sakna hlýju þinna handa. Elsku Sigga, Þröstur, Ellert og aðrir ættingjar, ég votta ykkur sam- úð mína, Guð styrki ykkur í ykkar sorS- Guðrún Kristín. Elsku Svanni minn, ég man þeg- ar ég sá þig fyrst í skólanum. Þú komst þarna inn með glottið þitt og settist fyrir framan mig. Ég var fljót að kynnast þér og við urðum fljótt góðir vinir. Það sem við bröll- uðum ekki í skólanum og kennar- arnir oft orðnir þreyttir en alltaf gastu kjaftað þig út úr því. Það var svo gaman þegar við hittumst öll vinirnir, sem var á hveijum degi. Það var alltaf verið að bralla eitt- hvað. Þú varst svo hress og skemmtilegur en þú gast gert mig svo reiða, en það gleymdist alveg strax þegar þú settir upp þennan „sorry“-svip og baðst afsökunar. Þú hafðir þann eiginleika að það var ekki hægt að vera reið út í þig. Þú gast verið svo blíður og góður en það var aldrei langt í grallar- ann. En svo þann 23. september var hringt heim og sagt að þú hefð- ir lent í slysi og værir mikið slasað- ur. Ég trúði þvi ekki og mig grun- aði aldrei að þú myndir fara, en á mánudaginn fórstu alveg frá okkur. Það er skrýtið að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. Þarna missti ég góðan vin og ég mun aldrei nokk- urn tíma gleyma þér, mér þótti svo vænt um þig og myndi gefa allt til að sjá brosið þitt aftur. Vertu bless kæri vinur og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Elsku Sigga, Þröstur og Ellert ég votta ykkur samúð mína og öll- um ættingjum og vinum. Þín vinkona, T , Loa. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. fÆXjj&0 iv , ^ÓGA^ FOSSVOGI Pegar ant ber oj5 höndum Útfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi Sfnti 551 1266 Ellert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.