Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 30. SÉPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS I DAG Yetrardagskrá Dómkirkj unnar Frá Hjalta Guðmundssyni ogJak- obi Ágústi Hjálmarssyni: FORMLEGA hefst vetrardagskrá Dómkirkjunni með messu 1. októ- ber kl. 11, sem dómkirkjuprestam- ir sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Agúst Hjálmarsson annast ásamt leikmönnum, Dómkórnum og Marteini H. Friðrikssyni dóm- organista. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar köll- um við sérstakan safnaðardag þar sem enn meira er lagt í messuna en jafnan aðra sunnudaga og lögð áhersla á þátt- töku leikmanna í helgihaldinu. Safn- aðarfélag Dómkirkj- unnar heldur fundi þá daga að messu lokinni yfir léttum málsverði og er það félag opið öllum vin- um Dómkirkjunnar. Á þessum fundum verða auk um- ræðu um safnaðarstarfið flutt fróðleg erindi og mun dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, ríða á vaðið á sunnudaginn er kemur. Árdegismessurnar verða með hefðbundnu sniði en síðdegisguðs- þjónusturnar kl. 14 verða með margvíslegri tilbreytni. Þar ber helst að nefna fjölskylduguðsþjón- ustur með þátttöku m.a. Kórs Vesturbæjarskólans og helgi- stundir við söng Kórs Menntaskól- ans í Reykjavík sem nýstofnaður er og nýtur söngstjórnar dómorg- anistans. Hádegisbænir eru á miðviku- dögum kl. 12.10 með orgelleik á undan og léttum hádegisverði á kirkjuloftinu á eftir. Nýmæli eru lesmessur á miðvikudögum kl. 18. Þær munu annast ýmsir prestar sem ekki gegna safnaðarþjónustu og styðja þeir þannig að starfi þessarar sérstæðu kirkju í mið- . borginni. Þar gefst þeim tækifæri til kirkjugöngu í miðri viku sem ekki gagnast allskostar sunnudag- urinn, s.s. vegna vinnu sinnar eða fjarveru frá heimili. Áður hefur verið greint á þess- um vettvangi frá bama- og ferm- ingarstarfinu en hvort tveggja er hafið. Kirkjuskólar eru í safnaðar- heimilinu kl. 11 og í Vesturbæjar- skólanum kl. 13 á sunnudögum og fermingartímar annan hvorn laugardag. Æskulýðsfélag Dóm- kirkjunnar heldur fundi á sunnu- dagskvöldum og starf fyrir tíu til tólf ára börn er kl. 17 á þriðjudög- um. Mæðrafundir eru í safnaðar- heimilinu á þriðjudögum kl. 14-1 &. Þar gefst mæðrum ungra barna tækifæri til samfunda og fræðslustund verður þá á dagskrá af og til. Öldrunarstarf Dómkirkjunnar felst í helgistundum í um- sjá dómkirkjuprest- anna í félagsmiðstöð aldraðra á Vestur- götu 7, fótsnyrtingu síðdegis á þriðjudög- um, tilfallandi sam- verustundum fyrir aldraða og heim- sóknarþjónustu sem nú er verið að byggja upp. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar heldur uppi hefðbundinni starfsemi til upp- byggingar meðal kvenna í söfnuð- inum og að fjáröflun í þágu kirkj- unnar. I þeirra umsjá er aðventu- kvöld sem jafnan er haldið fyrsta sunnudag aðventu. Dómkórinn undirbýr nú tónlist- ardaga Dómkirkjunnar sem haldn- ir verða í nóvemberbyijun að vanda og er heiðurstónskáld þeirra þetta árið Jórunn Viðar. Kammer- kór Dómkirkjunnar er til reiðu til söngs við útfarir og aðrar athafnir. í sumar leið voru haldin tvö námskeið fyrir börn, nefnd Kirkja og börn í borg og voru þau sótt af um 70 börnum alls. Einnig vaar farin árleg ferð aldraðra að Þing- völlum og staðið að reglulegu helgihaldi í Viðeyjarkirkju sem var mjög vel sótt. Umsjónarmaður barnastarfsins er sr. María Ágústsdóttir, Sonja B. Guðnadóttir menntaskólanemi fer fyrir æskulýðsfélaginu, Jóna Kjartansdóttir, sóknarnefndar- maður er ellimálafulltrúi, Berg- þóra Jóhannsdóttir er formaður Kirkjunefndar kvenna, Jóhannes Bergsveinsson læknir er formaður safnaðarfélagsins, sr. Andrés Ólafsson er kirkjuvörður og Auður Garðarsdóttir er formaður sóknar- nefndar. HJALTI GUÐMUNDSSON, JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON, dómkirkjuprestar. * Islendingar aufúsugestir Ferð Heimsklúbbsins til Vestur-Kanada Frá Ingólfi Guðbrandssyni: í DAG lýkur 2ja vikna dvöl okkar í vesturríkjum Kanada, Alberta og Bresku-Kólumbíu. Ferðin hefur í alla- staði gengið að óskum í fegursta veðri og stórfenglegasta umhverfi, sem hugsast getur, enda lýsti einn þátttakandinn ferðinni í lokahófí í gærkvöldi sem samfelldum sólskins- degi. Segja má að hver dagur hafí verið öðrum fegurri og hitinn um og yfír 20 stig, þannig að landið skartaði sínu fegursta á mörkum sumars og hausts. Móttökur Vestur- Islendinga voru höfðinglegar, glæsi- legur vottur um gestrisni og hjarta- hlýju, en hópurinn þáði tvö heimboð á heimilum mektarfólksaf íslenskum ættum í Calgary, og íslendingafé- lagið í Vancouver hélt stórsamkundu með félögum sínum og bauð öllum hópnum til móttöku. Allt þetta verð- ur lengi í minnum haft, ásamt fjall- afegurðinni i Klettafjöllum, sem öll- um verður ógleymanleg. Banff-þjóð- garðurinn breiddi út faðm sinn í glitrandi sólskini, og fegurðin í „Dal hinna tíu tinda“ við Moraine-vatn og við Lovísuvatn þótti stórbrotin. Eftir tveggja daga járnbrautarferð yfir Klettafjöll var komið til Vancou- ver, þar sem gist var í 5 daga á besta hóteli borgarinnar í þessari fögru borg við Kyrrahaf. Ferðinni lýkur hér í hinni vinalegu Victoriu, höfuðborg Bresku-Kólumbíu, þar sem við meðal annars skoðuðum ein- hveija frægustu blómagarða heims- ins, Butchard Gardens, og virtum fyrir okkur líf og list frumbyggj- anna, indíána í Ducan og Chemain- us. Fararstjórar hópsins voru Ari Trausti Guðmundsson og Ingólfur Guðbrandsson. Sextíu þátttakendur hafa treyst böndin við Kanada og senda bestu kveðjur heim úr ógleym- anlegri ferð. Fyrir hönd Heimsklúbbsins, INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, forstjóri. Farsi C1995 Fareus CnrtooreMist. 6y Unr^ysal Pass Svnaiale UJA/S6t-AZS/COO<-TWOg.T | u Okbur hefur tekjst aágeta. starfcemina, hognýtcu meÁ fseran/egri. skrifstofu ■ “ HÖGNIIIREKKVLSI SKÁK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikúr og vinnur Taflfélag Reykjavíkur tók um síðustu helgi þátt í undanrásum Evrópukeppni taflfélaga í París. Frammi- staða TR var vel viðunandi, þótt þeir töpuðu illa 1-5 fyrir firnasterkri þýskri sveit í fyrstu umferð. Síðan unnu þeir portúgölsku meistarana 3 'A-2 'A og rót- burstuðu þá ensku, h'h-'h. Þessi staða kom í París. Englendingurinn John Ric- hardsson (2.290) var með hvítt, en Magnús Orn Ulf- arsson (2.230) hafði svart og átti leik. 21. - Hxg3+! 22. Rxg3 - Hg8 23. Kh2 - Re4! 24. Bxe4 - Dxh4 25. Khl - Hxg3 26. Hh2 - Rxf3 27. Bxf3 - Hxf3 28. Hae2 - De4! og eftir þessa fallegu drottningarfórn gafst Eng- lendingurinn upp. Stór- glæsileg sóknarlota hjá Magnúsi Erni, sem er ört vaxandi skákmaður. Árang- ur keppenda TR varð sem hér segir: Jóhann Hjartarson 1 ‘A af 3, Hannes H. Stef- ánsson 2 v. af 3, Karl Þor- steins gerði eitt jafntefli, Helgi Ass Grétarsson 2 v. af 3, Þröstur Þórhallsson 2 v. af 3, Benedikt Jónasson 1 v. af 3 og Magnús Öm hlaut 1 v. úr 2 skákum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn ANNA Jónsdóttir hringdi og bar fram eftirfarandi fýrirspurn: Hveijum ber að hreinsa í kringum sumarbústaðinn sem stendur til sýnis við Skú- lagötuna? Það er ótrúlegt drasl í kringum þennan bústað og ekki vanþörf á að taka þarna til hend- inni. Hvort eru það þeir sem eiga og sýna bústað- inn eða bæjaryfirvöld sem eiga að hreinsa þetta svæði? Tapað/fundið Jakki tapaðist SVARTUR úlpujakki með loðkraga tapaðist í Tunglinu föstudaginn 23. september. í vasa jakkans var ilmvatnið CK-1. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 553-7687. Kötturinn Núri týndur KÖTTURINN hvarf frá heimili sínu Tjamargötu 16, sl. laugardag. Hann er af persakyni Chinc- hilla-afbrigði, hvítur með hvítan feld og silfraður í endana. Hann er eyrna- merktur. Geti einhver gefíð upplýsingar um ferðir hans vinsamlega hafíð samband við litlu sorgmæddu eigendurna Jennýju 10 ára og Fann-- eyju 7 ára í síma 551-2055. Batman er týndur FRESSKÖTTURINN Batman er týndur frá Álftanesi. Hann er svart- ur með hvítar hosur, og hvítur undir hökunni. Hann er með bláa ól og e.t.v. með merkispjald, nokkuð máð. Hann er mjög félagslyndur og eigendur hans vona að hann hafi malað sig inn á einhveija góða fjöl- skyldu. Finnendur vin- samlegast hafíð sam- band í síma 565-0758. Kettlingar fást gefins FJÓRIR sjö vikna, gull- fallegir, kassavanir kettl- ingar fást gefins. Uppl. í síma 565-8216. Kettlingur í óskilum SVARTUR og hvítur kettlingur fannst í Hamrahlíð sl. þriðjudag. Hann er svo lítill að finn- endur eru ekki vissir hvort um högna eða læðu sé að ræða. Kannist ein- hver við að hafa týnt kettlingi er hann beðinn að hafa samband í síma 552-1073. Hlutavelta ÞESSIR duglegu strákar, þeir Hreinn Orri Jónsson, Snorri Maríusarson og Hóimgrímur Hólmgrímsson, héldu nýlega hlutaveltu og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð kr. 2.500. Víkveiji skrifar... TÖLUVERT hefur á síðustu vik- um verið rætt um innritun í Leifsstöð vegna ófremdarástands, sem þar hefur myndast þegar marg- ar flugvélár hafa lagt af stað á svipuðum tíma. Þegar Víkveiji hélt af landi brott á dögunum var honum bent á það af afgreiðslustúlku Flugleiða, þegar hún afhenti honum farseðilinn, að tilvalið væri að nýta sér símainnrit- unarþjónustu félagsins. Fannst Vík- veija þetta tilvalin hugmynd og ákvað að kanna hvernig þetta gengi fyrir sig. Kvöldið fyrir brottför hringdi hann í uppgefíð símanúmer og gaf upp hversu margar töskur væru í farangri, hvert ferðinni væri heitið og áframhaldandi tengiflug. í Leifsstöð var líkt og lofað hafði verið að finna innritunarborð seiú merkt var símainnritun og var nokkur röð þar fyrir framan. Vík- veiji skellti sér hins vegar í hana, enda átti hann varla annarra kosta völ eftir að hafa ritað sig inn sím- leiðis. Þegar í röðina var komið kom fljótlega í ljós að fæstir þeir sem í röðinni stóðu höfðu í raun ritað sig inn símleiðis heldur einungis skellt sér í einhveija röð. xxx FYRIR framan Víkveija stóð hópur ungra þýskra ferða- manna sem svo var statt um 0g hafði greinilega lesið á skiltið fyrir utan innritunarborðið. Tvær stúlkur í hópnum færðu rök fyrir því að réttara væri að standa í annarri röð en einn piltur, sem virtist hafa for- ystu fyrir hópnum, sagði það algjör- lega óþarfi. Það væri „aldrei neitt að marka“ merkingar á innritunar- borðum. Flugleiðum til hróss verður að segjast að öllum þeim sem ekki höfðu nýtt sér símainnritunina var kurteisislega en ákveðið vísað frá borðinu. Röðin gekk því mjög hratt fyrir sig og þegar að innritunar- borðinu var komið beið þar brottfar- arspjald og töskumiðar Víkveija. Innritun af þessu tagi flýtir greinilega mjög fyrir afgreiðslu far- þega en leysir því miður ekki annað vandamál (sem betur var það þó ekki til staðar þennan morgun) nefnilega flöskuhálsinn er oft myndast í vegabréfaskoðuninni. xxx RAUNAR er það ótrúlegt hve mishratt innritun gengur fyrir sig á mismunandi flugvöllum. Á sumum flugvöllum fljúga farþeg- arnir í gegnum innritun en á öðrum verða þeir að standa tugi mínútna í biðröð þó svo að örtröðin sé ekki neitt sérstaklega mikil. Virðist Vík- veija sem starfsfólk Leifsstöðvar sé í ágætu meðallagi, að minnsta kosti miðað við evrópska starfs- bræður sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.