Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MÓDERNÍSK MUTTER ANNE Sophie Mutter TONLIST Sígildir diskar MUTTER Fiðlukonsertar eftir Stravinsky, Lut- oslawski, Bartók, Moret, Berg og Rihm. Anne Sophie Mutter, fiðla. Philharmonia hyómsveitin/Paul Sacher, BBC Sinfóníuhljómsveit- in)/Witold Lutoslawski, Boston s.h./Seyi Ozawa og Chicago s.h./James Levine. Deutsche Grammophon 445 487-2. Upptökun DDD, London 2/8/1988, Boston 2/1991 & Chicago 6/1992. Lengd (3 diskar): 2.46:40. Verð: 4.099 kr. „MUTTER modern" nefna þeir hjá Deutsche Grammophon Ges- ellschaft þriggja diska boxið, sem skv. yngstu skrifum í plötubækl- ingi virðist hafa komið út 1994, þótt ekki sé það gefið upp. Það eimir greinilega enn svolítið eftir af hjákátlega tímasetningarpukr- inu sem DG og fleiri plötumerki stunduðu í fákeppninni á árum áður, þegar kaupendum kom ekk- ert við, hversu platan var gömul, og upptökur entust von úr viti á búðarhillum. En það er aukaatriði. Mestu skiptir, að á þessum þrem diskum eru saman komnir sjö fiðlukon- sertar frá því um 1930 allt fram til 1992; sumir þeirra tvímælalaust með því merkasta sem skrifað hefur verið fyrir fiðlu og hljóm- sveit á okkar öld - og allt í algjör- um stjömuflutningi. DG hefur sett hvem hinna þriggja kunnustu fiðlukonserta á sinn diskinn: Stravinsky (1931), Bartók (1939) og Alban Berg (1935); gjörólík verk, en öll löngu sígild. En þó erfitt sé að spá, eink- um um framtíðina, þá er enn erfið- ara að ímynda sér annað en að pólsku perlurnar tvær eftir Lut- oslawski eigi einnig eftir að skipa varanlegan sess á festingunni. Bæði verkin, Partita og Chain 2 eru hér frumhljóðrituð, samin með Mutter í huga kringum 1985 (Partítan er raunar tileinkuð henni) og flutt undir stjórn höf- undar. BBC sinfóníuhljómsveitin leikur af einbeittri innlifun, og Anna Soffía setur einfaldlega nýj- an staðal í nútímafiðluleik með 100% óþvingaðri tækni og safarík- um silkitóni, sem minnir oft á Jasc- ha Heifetz. Það er raunar með ólíkindum hvað samtímaverk eins og þessi tvö vinna fljótt á í hlustun - jafnvel að einstæðri spila- mennskú undanskilinni. Hafi gæði eitthvað með tilhöfðun að gera, þá hljóta konsertar Lutoslawskis að vera betur samdir en obbinn af afrakstri 9. áratugar. Ef miðað er við túlkun þeirra Lydiu Mordkovitch og Neemes Járvis á fíðlukonsert Stravinskys, sem um var fjallað á þessum vett- vangi fyrir hálfum mánuði, má geta þess á handahlaupum, að Mordkovitch nær ekki alveg fágun Mutters í sama verki, en er aftur á móti töluvert hrynþyngri. Sama gildir um Járvi, sem er kraftmeiri stjómandi en Sacher, en glatar um leið nokkra af fínlega litaspil- inu sem Sacher tekst að laða. fram í að vísu ívið betri upptöku þeirra DG-manna. Of langt mál væri að tíunda kosti konserta Bartóks og Albans Bergs, sem þykja höfuðverk meðal fíðlukonserta millistríðsáranna. En varðandi „peðin“ meðal stór- virkjanna í þessu veglega safni, En réve (í draumi) eftir Svisslend- inginn Norbert Moret (f. 1921) og Gesungene Zeit (Tímasöngur) eft- ir Wolfgang Rihm (f. 1952) - bæði samin fyrir Mutter - þá næg- ir að nefna í bili, að miðað við hið lítt öfundsverða hlutskipti að lenda andspænis fremstu fiðlukonsert- um aldarinnar, þá spjara þau sig sæmilega, einkum fyrri þáttur Morets, þökk sé frábæru framlagi einleikarans, þótt ekki virðist þau ýkja líkleg til vinsælda. BEETHOVEN Beethoven: Messa í C-dúr Op. 86; Meeresstille und gluckliche Fahrt, kantata Op. 112 og „Ah! perfido" - „Per piet“ Op. 65. Charlotte Margiono (S), Catherine Robbin (A), William Kendall (T), Alastair Miles (B), Monteverdi kórinn og Orchestre Révolutionnaire et Rom- antique u. stj. Johns Eliots Gardin- ers. Archiv 435 391-2,1992. Upp- tökur: DDD, London 11/1989 & 11/1991. Lengd: 62:04. Verð: 1.899 kr. „EN KÆRI Beethoven, hvað í ósköpum hafið þér nú verið að bralla?“ kvað hafa hrokkið úr pantanda C-dúr messunnar, Eszt- erházy fursta, við frumflutning þessarar fyrstu messu tónskálds- ins 1807. Kolleginn J. N. Hum- mel, sem var viðstaddur, er sagður hafa glottið þórðarglotti, því Ludwig þótti hafa brotið ýmsar óbijótanlegar hefðir um tónsetn- ingu hins þúsund ára gamla lat- neska messutexta, enda skrifaði hann forleggjara sínum, Breitkopf & Hártel, og sagðist hafa sett text- ann líkt og hann hefði aldrei fyrr verið settur. Og það stóð vissulega heima. Kaþólska messan var orðin sinfónísk - og þrungin mannlegri tilfinningu í þokkabót. Þessi minniháttar frumlutnings- „skandall" virðist, þótt kalla megi undarlegt eftir á, hafa sett varan- legan blett á tónverkið. A.m.k. hafa eftirlifandi kynslóðir reynzt tregar til að virðurkenna verðgildi C-dúr messunnar að fullu, kannski líka vegna skuggans sem stafar af ferlíkinu „Missa Solemnis", seinni messu Beethovens frá 1821. Mikið vatn hafði runnið í sjóinn 14 árum eftir 1807. Gigantismi rómantískrar hugsunar var farinn að gera vart við sig; gríðarhyggja, er Wagner átti síðar eftir að barm- fylla. En í því ljósi á C-dúr messan sennilega skilda meiri eftirtekt en hún hefur jafnan hlotið. Svo mikið er víst, að hún er fallegt tónverk; lagræn, innileg og á köflum beinlínis upptendrandi. Hins heróíska eldmóðs sem ein- kennir 2. tónsköpunarskeið Beet- hovens (ca. 1802-15) gætir hvar- vetna, og mætti fullyrða, að verk- ið sé um margt heilsteyptari smíð en stóribróðir þess. Meðferð Gardiners hljómar mýkri hér en stjóm hans á Missa Solemnis tveim árum fyrr (1990), þó að einstaka tempó sé eins og fyrri daginn ögn í efri kantinum (t.d. kórfúgan Et vitam venturi), og Monteverdi kórinn virðist finna sig mun betur í vistvænni stærðar- hlutföllum C-dúr messunnar. „Rómantíska byltingarhljómsveit- in“ er snörp og lipur, og einsöng- vararnir sömuleiðis mikið eyma- yndi, en kannski heldur sviplitlir í textatúlkun; atriði sem almennt virðist fara hrakandi á seinni árum, hvert sem litið er. Litla kantatan Meeresstille und gliickliche Fahrt var samin í skyndi fyrir Vínarfundinn 1815 við ljóð eftir Göthe og tileinkuð honum; ljóðrænt verk, en göslar fremur grunnt fyrir Beethovskan staðal. Flutningur er engu að síður fyrsta flokks, og sama gildir um hina löngu Mozartskotnu konsert- aríu Ah! perfido (Ó, þú svikuli (1795)), þótt óneitanlega hefði verið gaman að heyra Maríu Call- as taka þessa aríu um harm og reiði svikinnar konu. Upptakan er, eins og jafnan á Archiv-hljóðritum Gardiners, nálæg og skýr. Ríkarður Ö. Pálsson Ljósmynd/Harpa Þórisdóttir „GALLUP" 1995. Málverk á plöttum og innsetning KRISTINN Már Pálmason opnar sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82 Vitastígsmegin, í dag, laugardag. Kristinn Már er fæddur 1967 í Keflavík og er búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá málunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1994. Sýningin samanstendur af málverkum á plöttum í efri sal og innsetningu í kjallara gallerísins. Verkunum er ætlað að kalla fram spumingar um vestræna menningu, neysluþjóðfélagið og breytni manns- ins, en skírskota einnig til hefða málaralistarinnar. Þess ber að geta að Kristinn Már tekur þátt í samsýningunni „Fram- lengingaráráttan", sem verður opnuð á Sólon íslandus 1. október. Sýningin stendur til 15. október. -----♦ » ♦ Æfingar á Gler- brotum NÚ standa yfir æfíngar á nýjasta leikriti Arthurs Millers, Glerbrotum, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhús- inu í byijun nóvember. Glerbrot er nýjasta verk þessa vinsæla leikrita- höfundar og er efni verksins mjög í anda Millers, snilldarleg og spenn- andi leikflétta þar sem tvinnast sam- an átök í einkalífínu og þau átök sem eiga sér stað í samfélaginu, segir í kynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikendur eru Guðrún Gísladóttir, Sigurður Siguijónsson, Amar Jóns- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Helgi Skúlason. Þýðandi er Birgir Sigurðs- son, höfundur leikmyndar og bún- inga Siguijón Jóhannsson og leik- stjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. LJÓÐASAFN Davíðs Stefáns- sonar í fjórum bindum er ný- lega komið út hjá Vöku-Helgafelli. Gunnar Stefánsson fyallar í inn- gangi um ævi og skáldskap Davíðs. Hinn fijálsi söngvari nefnist ítar- leg ritgerð Gunnars. Gunnar víkur í upphafi að þeirri staðreynd að skáld sem samtíðin hrífst af verða stundum að þola tómlæti eftirkom- enda. Þegar öld er liðin frá fæðingu skáldsins og rúmir þrír áratugir frá láti þess farast Gunnari svo orð: „Það mun koma í ljós hvort þjóð Davíðs er orðin svo fráhverf tilfinn- ingabundnum skáldskap, uppruna- legri ljóðrænni tjáningu, að hún kunni ekki lengur að meta skáldið frá Fagraskógi. Því verður ekki að óreyndu trúað." Nýjung Davíðs Davíð Stefánsson naut mikillar hylli alþýðu manna og bókmennta- menn fögnuðu honum flestir. Fyrstu bækur hans, og þá einkum Svartar fjaðrir, eru óvenjulegur ljóðrænn áfangi og nýjung þeirra var mejri en menn átta sig á nú. Ferskleikinn var aftur á móti bund- inn vissum tíma og framhaldið hjá skáldinu gat ekki orðið alveg eins. Það varð að fá að þroskast eðli- lega, vaxa frá æskunni og snúa sér að öðrum yrkisefnum. Þjóðskáldið Davíð Stefánsson birtist okkur í seinni bókum. Söngv- ari æskunnar er ekki hinn sami og áður. Hylli þjóðarinnar dregur úr Skáld skaphitans Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar er komið út í tilefni aldarafmælis skáldsins á þessu ári. Jóhann Hjálmarsson hugleiðir stöðu Davíðs í íslenskri ljóðlist með hliðsjón af inngangi Gunnars Stefánssonar um „hinn frjálsa söngvara“ og veltir fyrir sér tengslum skáldsins við tímann. flugi hans. Eitt og eitt ljóð minnir þó á tímana þegar eldurinn brann heitast. Það er auðvelt, en kannski svolítið mótsagnakennt, að taka undir með Gunnari Stefánssyni þeg- ar hann skrifar að Svartar fjaðrir séu „í bókmenntasögulegu tilliti merkasta bók Davíðs". Módernisminn Eins og Gunnar bendir á og telur fróðlegt fyrir íslenska menningar- sögu og þjóðfélagsþróun voru jafn- aldrar Davíðs og Stefáns frá Hvítadal í Evrópu að ryðja módern- isma braut á sama tíma og Svartar fjaðrir og Söngvar förumannsins „fóru eldi um hugi íslendinga". Eyðiland Eliots kom út 1922. Það er vissulega rétt að ástæð- urnar eru meðal annars fjarlægð borgarsamfélags á íslandi. Módem- istar voru yfirleitt sprottnir úr slík- um jarðvegi. Hins vegar má íhuga hvers vegna víðförlir menn eins og Davíð Stefánsson og Stefán frá Hvítadal urðu ekki fyrir meiri borg- aráhrifum en raun ber vitni. Davíð ferðaðist til Italíu og Sovétríkjanna, Stefán dvaldist langdvölum í Nor- egi. Kannski voru viðhorf þeirra fyrst og fremst nýrómantísk og þeir ekki móttækilegir fyrir breytt- um tíma. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi: „Krummi er fuglinn minn.“ Fyrsta ljóðabók Dav- íðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919. Með lestinni Athyglisvert er það sem Gunnar hefur að segja um ljóð Davíðs Með lestinni sem birtist í Kvæðum, 1922. I þessu lengsta ferðakvæði bókar- innar „nýtur sín vel léttleiki hrynj- andinnar, hin skýra myndsýn og öri æðasláttur í máli Davíðs". Ferskleiki ljóðsins höfðaði til glöggra bókmenntamanna. Gunnar vitnar í ritdóm Magnúsar Ásgeirs- sonar þar sem hann kemst svo að orði að Með lestinni sé „hrein og bein opinberun í íslenskri ljóðagerð. Davíð er hið fyrsta íslenska skáld sem tekist hefir að sýna hraðann einkenni nútímamenningarinnar, í kvæðum sínum.“ Gunnar segir Ítalíuljóð skáldsins „gagntakandi nýjung fyrir íslend- inga“, á borð við „þjóðkvæði" Svartra fjaðra. Helstu „tilfinningaljóðin“ (Tína Rondóní er meðal þeirra), urðu strax vinsæl, en ljóð eins og Með lestinni urðu ekki nógu mörg hjá Davíð. Miskunnarleysi tímans Gunnari tekst afar vel að sýna fram á hið „frumlæga" hjá tilfinn- ingamanninum Davíð Stefánssyni, upprunaleika og „skaphita“ skálds- ins. „Skaphita Davíðs leggur af öll- um skáldskap hans“, skrifar Gunn- ar og hann telur ekki tiltökumál að sitthvað í skáldskap Davíðs hafí ekki staðist „ágang tímans“. Skýringin er ekki síst fólgin í því að Davíð Stefánsson var skáld tíma sem fljótt leið undir lok, hið nýróm- antíska viðhorf beið ósigur með nýrri heimsstyijöld. Heimurinn var breyttur, líka Island. Og breytingin náði til formsins. Þau skáld sem höfðu túlkað og tjáðu ógnina, óviss- una og ringulreiðina höfðu sterkust áhrif og það var ekki aftur snúið í skáldskapnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.