Morgunblaðið - 30.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.09.1995, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Raith datt í lukkupott- inn: mætir Bayem! SKOSKA liðið Raith Rovers sem sló Skagamenn út úr Evrópukeppni félagsliða datt í lukkupott- inn þegar dregið var í aðra umferð keppninnar í gær. Þeir drógust gegn „draumaliði“ Ottos Rehhagels, Bayern Mtinchen. Það er því alveg ljóst að þarna verður um verulegan búhnykk að ræða fyrir forráðamenn Raith Rovers. Þegar er farið að tala um að tekjur skoska liðsins af leikjunum verði miklar og hefur verið kastað fram tölum eins um 50 milljónum króna fyrir sölu á sýningarrétti í sjónvarpi og er þá ótaldar tekjur af miða- sölu. Andstæðingar KR-inga í síðustu umferð, liðsmenn Everton, drógust gegn hol- lenska liðinu Feyenoord og Uóst er að þar verður um harða baráttu að ræða. í Evr- ópukeppni félagsliða mætir annað hollenskt félag enksu liði þar sem Leeds og PS V Eindhoven drógust saman. Bæði Everton og Leeds eiga fyrri leikinn heima. Liverpool þarf á hinn bóginn að heim- sa'kja frændur vora, liðsmenn Bröndby, í 2. umferð og leika fyrri leikinn að heiman. AC Milan leikur gegn franska liðinu Strassborg og svissneska liðið Lugano sem sló nágranna AC liðsins, Inter Milan, út úr keppninni drógst á móti tékkneksa liðinu Slavia Prag. Rotor Volgograd sem vann sér það til frægðar í síð- ustu umferð að slá Manchest- er United úr keppninni mætir franska liðinu Bordeaux. Annað franskt lið Paris St. Gremain glímir hins vegar við skosku bikarmeistarana í Celtic. Drátturinn / D3 Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Um 7,7 milljóna kr. hagnaður af HM Leikið af fingrum fram! ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mætir því rúmenska í Evrópukeppninni á morgun en Rúmenar unnu 21:19 í fyrri leik liðanna sem fór fram í Vilcea í Rúmeniu sl. miðvikudagskvöld. Ferðin til Rúmeníu var löng og ströng en piltarnir nýttu „dauða“ tímann og æfðu gripin. A mynd- inni eru Olafur Stefánsson, Guð- mundur Hrafnkelsson, Dagur Sigurðsson, Bergsveinn Berg- sveinsson og Páll Þórólfsson fremsttil hægri á leiðinni frá Búkarest til Vilcea, þar sem þeir léku frjálsan sóknarbolta en þeir verða að sigra með að minnsta kosti tveggja marka mun í Kapla- krika til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina i vor. Skýrsla framkvæmdanefndar HM 95, sem sett var á laggim- ar í ársbyrjun 1993, verður lögð fram á ársþingi Handknattleiks- sambands íslands í dag. Þar kemur fram að hagnaður af framkvæmd- inni nam 7.707.089 krónum en þá hafa 7,5 milljónir króna vegna miðasölu verið afskrifaðar. Tekj- umar voru 241.287.282,50 kr. en gjöld 223.161.143,94 og hagnaður fyrir fjármagnsliði því liðlega 18 milljónir. Kostnaður vegna sjón- varpsútsendinga var um 43 milljón- ir króna en þetta var í fyrsta sinn sem mótshaldari greiðir fyrir slíkt. Fjárhagsáætlun Gunnars K. Gunn- arssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra HSÍ, frá því í desem- ber 1991, gerði ráð fyrir 239.910.000 kr. tekjum og gjöldum að upphæð 182.915.000 kr. eða tæplega 57 millj. króna í hagnað en þá var ekki talið að greiða þyrfti fyrir sjónvarpsútsendingar og kostnaður þess vegna ekki talinn með. Að öðru leyti standast allir meginpóstar, segir í skýrslunni. í skýrslunni kemur fram að sjón- varpsframleiðslan var langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn en í gær var greint frá því að Ríkisútvarpið hefði endurgreitt framkvæmda- nefnd HM 95 ijórar milljónir króna þar sem kostnaður var ekki eins mikill og áætlun RÚV hljóðaði upp á. Aðgöngumiðasalan gaf af sér tæplega 88 milljónir. I skýrslunni kemur fram að ágreiningur sé um framkvæmd miðasölunnar og skil á fjármunum en málið sé í höndum opinberra aðila. Vegna þessa ágreinings voru 7,5 millj. kr. af- skrifaðar af miðasölu. Framlag frá Alþjóða handknatt- leikssambandinu, IHF, nam liðlega 82 milljónum króna, innlendar aug- lýsingatekjur voru um 36 milljónir, styrkir og framlög keppnisstaða 16,5 millj., sala minjagripa 12,5 millj. kr., sala sjónvarpsréttinda til RÚV 4,2 millj. og aðrar tekjur tæp- lega tvær milljónir króna. Tekjur af Heimsmeistarakeppn- inni í Svíþjóð 1993 voru um 144 millj. kr. eða ámóta miklar og af keppninni á íslandi og er vakin at- hygli á því í skýrslu framkvæmda- nefndar HM 95. „Miðasala á HM 93 er hinsvegar tæplega 60% af tekjum keppninnar en á íslandi er hlutfallið aðeins 36%,“ segir m.a. og bent er á að 24 lið voru með í HM á íslandi en 16 lið í Svíþjóð. Hákon Gunnarsson var ráðinn framkvæmdastjóri keppninnar frá og með 1. mars 1993 en með skýrsl- unni hefur hann lokið störfum fyrir nefndina og byijar að vinna hjá Aflvaka hf. eftir helgi. HAIMDKNATTLEIKUR / MÖGULEIKAR ÍSLANDS AÐ KOMAST ÁÓL0GHM/D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.