Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra vill að ríkisstofnanir greiði markaðsverð fyrir afnot af húsnæði Stefnt er að verulegri fækkun fasteigna í ríkiseigu FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir stefnt að því að fækka fasteignum í eigu ríkis- ins. Þegar séu komnar fram tillögur um að fækka embættisbústöðum. Fram hefur komið að ríkis- sjóður á 650 einbýlishús og er fasteignamat þeirra 7,3 milljarðar króna. Rúmlega 400 þeirra eru embættisbústaðir. Þá segir fjármálaráðherra að miðað sé að því að ríkisstofnanir greiði raun- hæft verð fyrir afnot af húseignum. Friðrik segir að undanfarið hafi farið fram markviss skráning og flokkun á fasteignum ríkis- ins og sé það ein af forsendum þess að koma á nýskipan í ríkisrekstri. „Umfang eigna ríkisins hefur ekki legið fyrir. Nú getum við skoðað þró- unina ár frá ári og þannig veitt sjálfum okkur aðhald. Það þarf að skoða rækilega hvort ríkið eigi að standa í svona umsvifamikilli eigna- umsýslu," segir ráðherra. Hann segir að nefnd um fækkun embættisbú- staða á vegum ríkisins hafi skilað skýrslu og verði hún kynnt ríkisstjórninni á næstunni. Nefndin leggi til að á stöðum, þar sem búa fleiri en 1.000 íbúar, verði embættisbústöðum fækk- að. Embættismönnum verði boðið að kaupa hús- in og húsaleiga verði einnig hækkuð í áföngum, þannig að hún verði í samræmi við markaðs- verð. Friðrik segir að unnið sé að gerð tillagna um breytingar á rekstri og viðhaldi eigna ríkisins. Dæmi um að umfangið ráðist af húsnæðinu Aðspurður hvort ætlunin sé að Iáta stofnanir ríkisins taka aukna ábyrgð á rekstri þess hús- næðis, sem þær hafi til umráða, segir Friðrik það þekkta kenningu erlendis að umfang og starfsmannafjöldi stofnana ráðist af stærð hús- næðis. „Það kann að eiga við hér í einhveijum tilvikum," segir Friðrik. „Æskilegt væri að stofn- anir greiddu markaðsverð fyrir það húsnæði, sem þær hafa til umráða. Þannig yrði stuðlað að betri nýtingu húsnæðis ríkisins og stofnanir myndu skoða alla möguleika á markaðnum.“ Stefnan að selja eignir Fram hefur komið að ríkissjóður eigi um 1.500 jarðir og landspildur. Þar á meðal eru 10.000 hektarar af ræktuðu landi. Aðspurður hvort til stæði að þetta landflæmi yrði áfram í eigu ríkis- ins, sagði Friðrik: „Það hlýtur að vera stefnan að selja allar fasteignir ríkisins, sem það hefur ekki bein not af. Hvað varðar sölu ríkisjarða þarf hins vegar að gæta allra hagsmuna og horfa til þess að jarðir falli ekki í verði vegna stóraukins framboðs á stuttum tíma.“ Einvígið á Alnetinu HÆGT er að fylgjast með leikjum í heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Kasparovs og Anands í New York jafnóðum og meistararnir leika leikjum sínum, með því að vera tölvutengdur Alnetinu. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að fylgjast með heimsmeistaraeinvígi með þessum hætti. Margeir Pétursson, stórmeist- ari, segir að með Alnetinu hafi landfræðilegar fjarlægðir milli skákmanna verið yfirunnar og það að vera í skákklúbbi á Alnetinu jafnist á við það að vera í venjuleg- um skákklúbbi, maður geti teflt, fylgst með öðrum skákum og ráðg- ast við aðra um þá leiki sem leikn- ir eru eins og í venjulegum skák- klúbbi. „Skákirnar eru sýndar leik fyr- ir leik og leikirnir koina jafnóðum og þeir eru leiknir. Það er hægt að ræða við aðra skákmenn sem eru að fylgjast með skákinni. Ég ber mig til dæmis mikið saman við norskan stórmeistara, sem er skákblaðamaður eins og ég er, en auk þess eru ávallt nokkrir bandarískir stórmeistarar tengd- ir í þessum klúbbi. Skákin hefur blómstrað á Alnetinu og áhugi á skáklistinni hefur aukist gífur- lega vegna þess hversu vel skákin hentar tölvunum." KR-ingar rotaðir í Liverpool Liverpool. Morgunblaðið. FJÓRIR úr stuðningsmanna- hópi KR, sem fylgdi liðinu í Evrópuleikinn gegn Everton, lentu í slagsmálum á skemmtistaðnum Buzz í Liv- erpool aðfaranótt föstudags. Þrír þeirra voru rotaðir og tveir fluttir á sjúkrahús. Eng- inn er þó alvarlega slasaður, en töluverðir áverkar á andlit- mm þeirra. Dyraverðir tóku þátt Skemmtistaðurinn Buzz er sá stærsti í Liverpool og tekur um fjögur þúsund gesti og var nánast fullt hús þegar atburð- urinn átti sér stað. Fjórmenn- ingarnir segja að dyraverðir skemmtistaðarins hafi tekið þátt í þessum áflogum. Lög- reglan í Liverpool rannsakar málið. Morgunblaðið/Ásdís Fjármálaráðherra um flug’umferðarsijóra Samninga- viðræður hefjist FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir mikilvægt að samn- inganefndir ríkisins og flugum- ferðarstjóra hefji viðræður að nýju og freisti þess að ná samningum. Hann segist vona að uppsagnir flugumferðarstjóra tefji ekki við- ræðurnar. „Það áttu sér stað viðræður á milli flugumferðarstjóra og samn- inganefndar ríkisins á sínum tíma. Viðræðurnar hafa tafist vegna þess að flugumferðarstjórar ákváðu að fara í málaferli til að fá staðfestingu á rétti sínum. Nú liggur sú staðfesting fyrir ríkinu í vil og mér finnst eðlilegt að menn hefji samningaviðræður á ný. Það hefur hver einstaklingur rétt til að segja upp störfum, en í þessu tilviki sýnist mér að það sé verið að nota uppsagnarréttinn til að knýja fram betri kjör. Ég vona að það tefji ekki fyrir eðlilegum samningaviðræðum,“ sagði Frið- rik. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Sljórnmálameiin eiga ekki að skapa óróleika ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að hann sé fullkomlega sammála þeim orðum Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, í Morgunblaðinu í gær, að það sé óþolandi að stjórnvöld skapi þær aðstæður að það kunni að verða ófriður á vinnumarkaði þrátt fyrir að lögformtegir kjarasanmingar séu í gildi. „Það getur ekki verið hlut- verk stjórnmálamannanna að vera aðaluppspretta óróleika og ósættis í þjóðfélaginu og ef þeir lenda í því af einhveijum ástæðum hljóta þeir að verða að bregðast bæði hratt og skynsamlega við til að snúa þeirri þróun við,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að sú staða sem væri komin upp í kjölfar ákvarðana Kjaradóms og forsætisnefndar Al- þingis væri pólitískt en ekki hag- fræðilegt viðfangsefni. 40 þúsund króna starfskostnaðargreiðsla þýddi ef til vill 10-15 milljóna króna út- gjöld fyrir Alþingi og væri út af fyrir sig ekki stórkostlegt áhyggju- efni útgjaldalega séð. „Búvörusamn- ingurinn eða þau firn sem þar ganga á og snúa að hagsmunum skatt- greiðenda eru auðvitað óramiklu stærra hagfræðilegt og efnahags- legt viðfangsefni og vandamál.“ Launabreytingar 7-8% Hann sagði að með ákvörðun for- sætisnefndar þingsins um skatt- greiðslu af starfskostnaðargreiðslu hefði verið staðfest að kjaramálum þingmanna hefði verið ráðið til lykta í tvennu Iagi, annars vegar með ákvörðun þingsins sjálfs og hins veg- ar með úrskurði Kjaradóms. Kjara- dómur segðist ekki hafa heimild til að taka nokkurt tillit til þess sem þingið gerði og vissi raunar ekki um það, eftir því sem upplýst væri. „Við ætlum að samningsbundnar launabreytingar á þessu launatíma- bili öllu verði 7-8% og við erum að vona að heildarlaunabreytingarnar fari ekki yfir 9% með persónubundn- um hækkunum og slíkum þáttum. Þetta greinist mjög misjafnlega. Lægri hópamir eru að taka launa- hækkanir, eftir því sem okkur sýn- ist, frá þetta 9-12%. Hærra launuðu hóparnir liggja hins vegar, að því er okkur sýnist, nær 6%, þannig að það hefur þrátt fyrir allt orðið veru- legur árangur í því að bæta kjör hinna lægst launuðu meira heldur en annarra. Þessi samanburður gef- ur það óneitanlega til kynna að eðli- legar launabreytingar til æðstu emb- ættismanna ríkisins lægju nær lægri tölunum heldur en þeim hærri, en frávikið er ekki slíkt, að mínu mati, að það sé forsenda fyrir því að kalla eftir ógildingu dómsins." ► Umboðsmaður bama er tals- maður allra bama og ungmenna að 18 ára aldri. Umboðsmaðurinn á að bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og rétt- indi þeirra. Þórhildi Líndal er um- boðsmaður bama. /10 Reykjavíkurfundurinn markaði tímamót ► Úr endurminningabók Míkhaíls Gorbatsjovs. /14 Æska í ánauð ► Milljónir barna á Indlandi eru notaðar sem þrælar, seldar upp í skuld, misnotaðar kynferðislega eða sendar á götuna til að stela eða betla ./20 Að láta fólki líða vel ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Láms Gunn- steinsson í Skóstofunni við Dun- haga ./22 B_________________________ ► 1-28 Blátt & gult ►Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður stjómaði tökum á bæði Tári úr steini og Benjamín dúfu og segir frá því hvemig hann glataði bláa litnum og fann þann gula í staðinn og sá rautt þegar hann hlustaði á Heklu eftir Jón Leifs ./1 Með blæðandi leikhúsdellu ►Leikstjórinn Magnús Geir Þórð- arson haslaði sér völl í íslensku leikhúsi aðeins tíu ára gamall. í dag undirbýr hann uppsetningu á nýjasta leikriti Jims Cartwrights, og er þar með orðinn yngsti leik- stjóri sem hefur sett upp sýningu í atvinnuleikhúsi á íslandi. ./6 Skyldi hann vera í akkorði ► Það em liðin 50 ár síðan Guð- mundur Steingrímsson eða Papa Jazz hóf feril sinn sem hljóðfæra- leikari, og hann kom fyrst fram opinberlega sem trommuleikari í hljómsveit. /14 Herðubreið ►Óður Matthíasar og RAX til þessarar drottningar íslensku öræfanna og sýn’nokkurra mynd- listarmanna af fjallinu ./16 BÍLAR ► 1-4 Froskaugun og Björk ►Söngkonan Björk Guðmunds- dóttir fékk lánaðan gerbreyttan Austin Healey árgerð 1970 þegar verið var að gera myndband við lag hennar Army of Me, til þess eins að látast aka yfir hann. /2 Bílasýning ►Um 800 þúsund manns komu til Frankfurt ./3 FASTIR ÞÆTTIR Frettir 1/2/4/6/bak Skák 40 Leiðari 26 Fólk i fréttum 42 Helgispjall 26 Bíó/dans 44 Reykjavikurbréf 26 íþróttir 48 Minningar 30 Útvarp/sjónvarp 49 Myndasögur 38 Dagbók/veður 51 Bréf til biaðsins 38 Mannlífsstr. 8b ídag 40 Kvikmyndir lOb Brids 40 Dægurtónlist 12b Stjörauspá 40 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.