Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/9 - 30/9. ► BEINAGRIND forn- mannsins sem fannst í forn- leifauppgreftri í Skriðdal er koiiiin í Þjóðminjasafnið. Þar verða beinin þurrkuð og hreinsuð, en eftir á að ákveða hvort beinagrind fornmannsins verður varð- veitt í Reykjavík eða í minja- safninu á Egilstöðum. ►KR-ingar luku þátttöku sinni í Evrópukeppninni að þessu sinni er þeir biðu lægri hlut 3:1 fyrir Everton á Goodison Park í Liverpool á fimmtudaginn. Fyrri leik liðanna lauk með 3:2 sigri Everton. Skoska liðið Raith Rovers sló í A út úr Evrópu- keppni félagsliða á þriðju- daginn. í A vann leikinn sem fram fór á Akranesi 1:0, en Skotarnir unnu fyrri leik lið- anna 3:1 og komast því áfram í keppninni. ►FÉLAGSMÁLARÁÐ- HERRA hefur ákveðið að selja á stofn starfshóp sem á að vinna að starfsþjálfun í fiskvinnslu fyrir fólk í at- vinnuleit. Þetta er gert í framhaldi af umkvörtun Samtaka fiskvinnslustöðva sem telja að verulega sé áfátt kunnáttu fólks sem komið hefur til starfa í fisk- vinnslu undanfamar vikur. ►NETKAUP, nýtt fyrirtæki í eigu eignarhaldsfélags Hag- kaups, hyggst bjóða matvöru til sölu á alnetinu og verður boðið upp á vörar á sama verði og í verslunum Hag- kaups. Geta viðskiptavinir pantað matvörur sínar í gegn- um alnetið og fengið þær sendar heim sér að kostnað- arlausu sé verslað fyrir meira en 4.000 kr. í einu. 11,5 milljarðar til sauðfjárræktar RÍKISSTJÓRNIN hefur veitt samn- inganefnd ríkisins í viðræðum við bændur umboð til að ganga frá nýjum búvörusamningi og verður samning- urinn væntanlega undirritaður eftir helgina. Hefur ríkisstjórnin lagt fram fjárhagsramma fyrir nýjan samning og gerir hann ráð fyrir að rúmum 11,5 milljörðum verði varið til að styrkja sauðfjárrækt á fímm ára gildistíma samningsins. Gert er ráð fyrir að verð- lagning á kindakjöti verði gefin frjáls í áföngum og alfrjáls árið 1998. Flugumferðarstjórar segja upp störfum NÆR allir flugumferðarstjórar á land- inu, 80 talsins, sögðu upp störfum sín- um á föstudag og taka uppsagnirnar gildi um næstu áramót. Samkvæmt dómi Félagsdóms sem féll sl. þriðjudag hafa flugumferðarstjórar ekki verk- fallsrétt, og telja þeir sig því ekki hafa nein önnur úrræði en uppsögn starfa til að hafa áhrif á kjör og öryggismál stéttar sinnar. Verkalýðshreyfingin vill aðgerðir BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, segir að verkalýðs- hreyfingin muni grípa til aðgerða vegna óánægju með ákvörðun Kjara- dóms um launahækkanir þingmanna og embættismanna. Forysta ASÍ átti fund með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra vegna málsins sl. miðvikudag, og hefur verið ákveðið að halda annan fund um málið í næstu viku. Forsætis- ráðherra sagði viðræðuaðila eiga það sameiginlegt að hafa áhyggjur af þeim óróleika sem skapast hefur eftir úr- skurð Kjaradóms, en hann telur for- sendur úrskurðarins varla geta talist leyndarmál og mun hann ræða við for- ystumenn Kjaradóms um málið. Friðarskref í Mið-Austurlöndum STÓRT skref var stigið í átt til friðar í Mið-Austurlöndum þegar Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), komu saman í Wash- ington og undirrituðu samkomulag um sjálfstjóm Palestínumanna á Vestur- bakkanum, sem hefur verið á valdi ísraela frá árinu 1967. Leiðtogarnir fordæmdu báðir ofbeldi og Arafat sagði að „friðarferlinu [yrði] ekki snúið við“. Ekki voru þó allir á því máli. Gyðingar, sem sest hafa að á Vesturbakkanum, mótmæltu harð- lega og sögðust mundu fella stjórn Rabins. Samkvæmt samkomulaginu verður sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum stækkað til muna. ísraelskir hermenn munu hverfa frá sex af sjö borgum og 450 þorpum þar á sex mánuðum og í kjölfarið verður gengið til kosninga á svæðinu. Alþjóð- legt gæslulið mun verða í borginni Hebron og ísraelar munu vemda 400 gyðinga, sem búa þar innan um 100 þúsund araba. * Atök og samningar í Bosníu ENN er hart barist í Bosníu, en í New York hófust hins vegar samningavið- ræður þar sem utanríkisráðherrar Bos- níu, Króatíu og Serbíu/Svartfjallalands samþykktu nokkur grundvallaratriði stjómskipunar landsing og komust að samkomulagi um kosningar. Bill Clin- ton Bandaríkjaforseti sagði að sam- komulagið fæli í sér að Bosnía yrði áfram „eitt ríki, sem nyti alþjóðlegrar viðurkenningar". Króatar voru gagnrýndir fyrir íkveikjur, rán, gripdeildir og dráp í Krajina héraði, sem þeir náðu úr hönd- um Serba í ágúst. Sameinuðu þjóðirnar segja króatísk yfirvöld ekki gera nóg til að stöðva þessi óhæfuverk. ERLENT ►RÉTTARHÖLD hófust í máli Giulios Andreottis, fyrrum forsætisráðherra ít- alíu, á þriðjudag. Andreotti er sakaður um að hafa hald- ið hlifiskildi yfir glæpa- starfsemi mafíunnar í Róm um árabil. Andreotti, sem var forsætisráðherra Ítalíu sjö sinnum, neitar þessum ásökunum. Búist er við að réttarhöldin geti tekið allt að tvö ár. ►MÁLINU á hendur O.J. Simpson, sem sakaður er um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og vin henn- ar, lýkur hins vegar senn. Sæýendur og verjendur i málinu luku málflutningi sínum á föstudag og nú kemur til kasta kviðdómsins að skera úr um sekt eða sýknu iþróttahetjúnnar. ►MÁLALIÐAR rændu völdum á Comoroeyjum undir forystu fransks ævingtýramanns, Bobs Den- ards, sem einnig gerði þar byltingu árið 1978 og er sagður hafa stjórnað bak við tjöldin í 11 ár. Frakkar ihuga ihlutun á eyjunum vegna valdaránsins. ►EFTIR rólega byrjun færðist Iíf í heimsmeistara- einvígið í skák í vikunni. Indverjinn Wisnawathan Anand tók forystu þegar hann sigraði Garry Ka- sparov heimsmeistara á mánudag. Heimsmeistarinn gerði sér hins vcgar lítið fyrir og sigraði tvær skákir í röð og hefur nú eins vinn- ings forskot eftir að 12 skákir hafa verið tefldar. FRÉTTIR Umhverfissjóður verslunarinnar hefur verið settur á fót Nærri 90% matvöru- verslana verða með Morgunblaðið/Ásdís NÝR Umhverfissjóður verslunarinnar verður kynntur í matvöru- verslunum úti um allt land á næstu dögum. Innkaupapokarnir verða í framtíðinni sérstaklega merktir sjóðnum. Myndin er úr Kaupgarði í Mjódd. Verð á innkaupa- pokum hækk- ar í 10 krónur eða um 25% KAUPMANNASAMTÖKIN, Hag- kaup og Samvinnuverslanirnar hafa sett á stofn Umhverfissjóð verslunarinnar. Aðild að sjóðnum eiga um 130 verslanir út um allt land, en þær eru 85-90% af mat- vöruversluninni í landinu. Að sögn Björns Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, er áætlað að tekjur sjóðsins verði 30-40 milljónir á ári. Kaupmenn og Landvernd stofn- uðu svokallaðan Pokasjóð fyrir nokkrum árum, en markmið hans var að vinna að umhverfisvernd og landbótum. Ágreiningur varð á milli Landverndar og kaupmanna, sem leiddi til þess að kaupmenn drógu sig út úr sjóðnum og þar með var kippt grundvelli undan honum., Tekjur nýja sjóðsins koma af sölu 'innkaupapoka. Verslanirnar hafa selt innkaupapoka á 8 kr., en verð þeirra hækkar í dag upp í 10 krónur. Það fjármagn sem fæst með sölu pokanna rennur í Umverfissjóðinn að frádregnum virðisaukaskatti og innkaupsverði pokanna. Björn sagði að verð innkaupa- poka á Norðurlöndunum væri víð- ast hvar hærra en hér á landi eða 15-17 krónur. Björn sagði að kaupmenn kæmu til með að stjóma sjóðnum, en þriggja manna fagnefnd sérfræð- inga á sviði umhverfismála og uppgræðslu yrði stjórninni til ráð- gjafar um hvernig fjármununum yrði varið. Hann sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun um einstök verkefni sjóðsins, en áformað væri að verja fjármunun- um í eitt eða tvö stór verkefni og nokkur smærri. Stofnskrá sjóðsins gerir ráð fyr- ir að sjóðnum verði varið til um- hverfisverkefna, uppgræðslu og fegrunar landsins. Anand bjargaði erfiðri stöðu SKÁK World Tradc Cent- cr, New York HEIMSMEISTARAEIN- VÍGI ATVINNUMANNA 11. sept.—13. október 1995. ANAND náði að halda jafntefli í erfiðu endatafli í tólftu einvígis- skákinni við Kasparov' á föstu- dagskvöldið. Þetta var afar mikil- vægt fyrír Anand sem hafði tapað tveimur skákum í röð. Nú fær hann tvo daga til að jafna sig eftir þessa stormasömu viku í ein- víginu. Eftir að átta fyrstu skák- unum lauk með jafntefli héfur baráttan orðið æsifengin. Næsta skák verður tefld á mánudags- kvöldið. Staðan er nú þannig að Kasparov hefur hlotið sex og hálf- an vinning, en Anand fimm og hálfan. Eftir er að tefla átta skák- ir. Þar sem Kasparov nægir 10-10 til að halda titlinum, þarf Anand að hreppa fimm vinninga gegn þremur úr síðustu skákunum. Ein- víginu á að ljúka í síðasta lagi föstudaginn 13. október. 12. einvígisskákin: Hvítt: Kasparov Svart: Anand Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - b5 í sjöttu og tíundu skákinni beitti Ánand opna afbrigðinu, sem hefur verið hornsteinninn i byrj- anakerfí hans að undanförnu, en sér sig nú knúinn til að breyta til. Hann velur nýja útgáfu af Arkhangelsk-afbrigði spánska leiksins. 6. Bb3 - Bc5 Það er ný uppgötvun að þetta sé ekki slæmt vegna 7. Rxe5 — Rxe5 8. d4, eftir 8. — Bxd4 9. Dxd4 — d6 getur svartur jafnað taflið. Áður var venjulegá leikið strax 6. — Bb7. 7. a4 - Bb7 8. d3 - d6 9. Rc3 - b4 10. Rd5 - Ra5 11. Rxf6+ - Dxf6 12. Ba2 - h6 I skákinni Adams-Lin Weiguo, HM unglinga 1988, lék svartur 12. - Bc8. 13. c3 — bxc3 14. bxc3 — 0-0 15. Be3 - Had8 16. Hbl - Bc8 17. De2 - Be6 Vill ekki fara út í flækjur með 17. — Bg4, en eftir 18. h3 — Bh5 19. g4!? - Bg6 20. g5 - De7 21. gxh6 — Bh5! fengi svartur þó færi fyrir peðið. 18. h3 — Bxa2 19. Dxa2 — Bxe3 20. fxe3 - De6 21. Dxe6! Betra en 21. Dd5? — Dxd5 22. exd5 — e4! 23. dxe4 — Rc4 með fullnægjandi mótspili fyrir peðið. Kasparov fær nú ívið betra enda- tafl vegna yfirráða sinna yfir b- línunni. 21. - fxe6 22. Hb4 - Hb8?! Anand hefði sparað sér mikinn tíma með því að leika strax 22. — Hf7. 23. Hfbl - Rc6 24. Hb7 - Hbc8 Öruggari varnaráætlun var 24. - Hxb7 25. Hxb7 - Hc8 og að færa kónginn til d7. 25. Kf2 - Hf7 26. Ke2 - Hcf8 27. d4 - g5 28. Kd3 - Hg7 29. d5 - exd5 30. exd5 - g4!? Sjá stöðumynd Þegar hér var komið sögu héldu margir að Anand væri að kikna undan þunganum í taflmennsku heimsmeistarans og tapa þriðju skákinni í röð. Hér hefði Kasparov átt að leika 31. hxg4 — Hxg4 32. dxc6 - e4+ 33. Kc2! - gxf3 34. gxf3 -- Hxf3 35. Ha7 með góðum vinningslíkum í hróksendatafli. 31. dxc6? - e4+! Með þessum laglega millileik bjargar Anand sér. Hann fær nú mótspil sem dugar til jafnteflis. 32. Kxe4 — gxf3 33. gxf3 — He7+ 34. Kd4 - Hxf3 35. e4 - Hxh3 36. Hxc7! Lagleg flétta, sem dugar þó ekki til. 36. - Hxc7 37. Hb8+ - Kf7 38. Hb7 - He7 39. c7 - Hxc7 40. Hxc7+ — Ke6 41. Ha7 — h5 42. Hxa6 - Hhl 43. Ha8 - h4 og samið jafntefli, því það verða upp- skipti á peði hvíts og h-peði svarts og eftir það skiptir umframpeð Kasparovs ekki máli. Áheit á taflfélög Skemmtiklúbbur skákáhuga- manna hefur ákveðið að styrkja taflfélag sem heldur alþjóðlegt skákmót fyrir áramót um eitt hundrað þúsund krónur. Skilyrði er að þeir ungu skákmenn sem voru í un Ólympíuliði íslands á Kanaríeyjum í vor fái að vera með og að mótið gefi möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistarat- itli. Kostnaður við að halda slíkt mót er ekki talinn mjög mikill. Umsóknir sendist til Skáksam- bands íslands fyrir 9. október. Ungir og upprennandi skák- menn hafa ekki fengið tækifæri á að tefla á alþjóðlegu móti á ís- landi í ár, þrátt fyrir glæsilegan árangur. I fyrra gátu þeir verið með á bæði Reykjavíkurskákmót- inu og Kópavogsmótinu og árið 1993 á Hellismótinu. Margeir Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.