Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 8
8- SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MGRGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ég er viss um að þeir gera ekkert í þessu, fyrr en einhver okkar hrapar . . . mm ' ■ OPIIM LDAG r r NYJA BLOMABUÐ AÐ HLIÐASMARA 8 I KOPAVOGI •••••••••«••*•••••••••**»*•••••••••••••••• MIKIÐ ÚRVAL AFSKORINNA BLÓMA NÝSTÁRLEGAR BLÓMASKREYTINGAR t r •• r r NYJAR OG SPENNANDI TREVORUR FRA BALI GOH ÚRVAL GJAFAVÖRU, KERTA OG KORTA gp OPNUNARTILBOÐ 15% AFSLÁTTDR AF ÖLLDM VÖRDM AÐEINS í DAG tei LIFS-PBLOM L I S T I N A Ð S K R E Y T A SIMI: 564 4406 - OPIÐ FRA KL. 10 TIL 21 Söfnun Hjálparstarfs aðventista Helsta verkefnið að styðja mennt- un barna í Súdan Stella Leifsdóttir RLEG fjársöfnun á vegum Hjálpar- starfs aðventista hófst á suðvesturhomi landsins í gær og stendur söfnunin til 15. október. Að sögn Stellu Leifsdótt- ur, sem hefur umsjón með söfnuninni, munu á bilinu 50-100 sjálfboðaliðar ganga í hús daglega með sérmerkta söfnunarbauka og biðja almenning um aðstoð, en bæði heimili og fyrirtæki verða heim- sótt. Hliðstæð söfnun fór fram á landsbyggðinni í ágúst og gekk hún mjög vel, að sögn Stellu. Að- ventistar hafa árlega staðið að hliðstæðum söfnunum hér á landi undanfarin 70 ár, og í fyrra söfnuðust rúmlega 2,3 milljónir króna. Hjálparstarf aðventista starf- ar með Þróunar- og líknarstofn- un aðventista, ADRA, Adventist Development and Relief Agency, sem er fimmta stærsta hjálpar- stofnun heimsins. í þessu sam- starfí er einstaklingum veitt neyðar- og þróunaraðstoð án til- lits til stjórnmálaskoðana, trúar- bragða eða kynþáttar. Meðal fjölda verkefna sem ADRA hefur tekið þátt í er að- stoð við fórnarlömb ijöldamorð- anna í Rúanda. Þar mynduðust stærstu flóttamannabúðir heims og setti ADRA upp sjúkraskýli, bamaheimili og útbýtti fötum, en aðstoðin sem ADRA veitti nam um 10 milljónum á dag. ADRA hefur veitt aðstoð vegna hungursneyðar í Sómalíu, en þar rak ADRA 79 fjöldaeldhús og dreifði það stærsta mat til um 100 þúsund manns á dag. Þá hefur ADRA annast dreifingu matarpakka o.fl. í gömlu Júgó- slavíu, annast byggingu skóla og sjúkraskýla í Albaníu og bmnngröft í Pakistan. - Til hvaða verkefna verður söfnunarféð notað að þessu sinni? „Við erum að safna fyrir ADRA, Þróunar- og hjálparstarf aðventista sem er fímmta stærsta hjálparstofnun í heimi. Helstu verkefnin okkar í ár eru að styðja við menntun barna í Súdan, en vegna borgarastyij- aldar hafa börn þar ekki átt kost á því að ganga í skóla síð- astliðin níu ár. Það er því að alast þama upp heil kynslóð sem hefur ekki hlotið neina menntun, og við styðjum við uppbyggingu tíu barnaskóla í Súd- an. Síðan emm við með herferð gegn at- næmi í Mið-Afríku, en sjúkdómurinn er mjög útbreiddur þar. Helsta leiðin til þess að stemma stigu við hon- um er fræðsla og emm við með leikhópa sem fara á milli staða og flytja fræðslu sína sem leik- rit. Þetta höfðar mjög vel til fólksins og nær til þúsunda manna á stuttum tíma. Síðan rekum við fjöldan allan af skól- um og sjúkrastofnunum víðsveg- ar um heiminn, og þessu þarf öllu að halda gangandi og vinna auk þess að frekari uppbygg- ►Stella Leifsdóttir, um- sjónarmaður söfnunar Hjálp- arstarfs aðventista, er fædd í Reykjavík 1964. Hún stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur starfað við sölumennsku og verið virk í starfsemi aðventista í 15 ár. Hún hefur verið starfsmaður barnaskóla aðventista í Reykjavík í fimm ár og undan- farin tvö ár hefur hún starfað sem bókari á skrifstofu Sam- taka aðventista, en einnig sijórnar hún bókaforlaginu Frækornið. Stella er gift og á þrjú börn. ingu. ADRA fæst þó ekki ein- göngu við neyðaraðstoð heldur einnig við að veita fólki tæki- færi til að þroska hæfileika sína og verða sjálfbjarga." - Fer allt söfnunarféð til hjálparstarfs erlendis? „Já. Hjálparstarf aðventista er ekki með neitt starf héma heima, heldur er innánlands- hjálparstarfið rekið í gegnum systrafélögin Alfa, en það eru líknarfélög Aðventkirkjunnar. Systrafélögin eru með starfsemi á innanlandsvettvangi og em með sérstaka söfnun og styrkta- raðila." - Hvað starfar Hjálparstarf að- ventista í mörgum löndum? „Við emm með starfsemi í 139 löndum, og ADRA miðlaði að- stoð fyrir um 200 milljónir doll- ara á síðasta ári, en ADRA þigg- ur fjárstuðning frá ríkisstjóm- um, félagasamtökum og eiil- staklingum í mörgum löndum. Nú í september var staddur hér á landi John Arthur, fram- kvæmdastjóri Norður- Evrópudeildar ADRA, og fórum við með hon- um á fund með Hilm- ari Þór Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands, en það var fyrsta skref í átt að mögulegu samstarfi milli ADRA pg Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Ég tel alveg möguleika á því að af því samstarfí geti orðið, en þeir munu skoða þetta mál og kynna sér starfsemi okk- ar. Þetta er mjög öflug starfsemi sem ADRA rekur og við höfum verið með mjög mikið framlag frá hinum Norðurlandanna." ADRA er f immta stærsta hjálp arstofnun í heimi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.