Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVEÐJUSTUND við Hðfða: „Það var ávallt ætlun þín að koma mér í þessa stöðu,“ sagði Reagan. „Nei, herra forseti," svaraði ég. „Ég er reiðubúinn að fara inn í húsið á ný og undirrita skjal um öll þau atriði sem við erum nú þegar sammála um ef þú fellur frá áform- um þínum um vígvæðingu geimsins.“ „Mér þykir það leitt,“ var svar hans. Við kvöddumst og hann settist inn í bifreið sína.“ Endurminningar Míkhaíls Gorbatsjovs Reykjavíkurfimdurinn markaði tímamót Míkhaíl Gorbatsjov fyrrum Sovétforseti gaf fyrir skömmu út bókina „Endurminningar“ (Erinnerungen) í Þýskalandi. í bókinni segir hann allítarlega frá fundi sínum með Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta í Reykjavík haustið 1986. Hann segir fundinn marka jafnmerk tímamót í sögu eftirstríðsáranna og Tsjemóbýlslysið, Reykjavíkurfundurinn hafí gert mönnum ljóst að mannkynið stæði á vendipunkti. MIKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovét- ríkjanna, rekur feril sinn ítarlega í bókinni „End- urminningar" sem kom út í Þýska- landi fyrir skömmu. í inngangi bók- arinnar segir hann þörfína fyrir að gera upp störf sín og umbótastefnu hafa ágerst eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991. Meðal þess sem Sovétfor- setinn fyrrverandi rekur í bókinni er leiðtogafundurinn í Höfða í Reykjavík í október 1986. Gorbatsjov segir í endurminning- um sínum að sumarið 1986, meðan hann var í sumarleyfi á Krímskaga, hafi borist bréf frá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta þar sem gefið var í skyn að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin að halda viðræðunum við Sovétmenn áfram í kjölfar leiðtoga- fundarins í Genf. Edúard Shev- ardnadze utanríkisráðherra hafði samband við Gorbatsjov símleiðis og tjáði honum að uppkast að svari við bréfí Reagans hefði þegar verið sent til Krímskaga. Það fékk forsetinn í hendurnar daginn eftir á daglegum fundi með persónulegum ráðgjafa sínum í utanríkismálum. Svarið var stutt og staðlað og við lestur þess segist Gorbatsjov hafa fengið það á tilfmninguna að verið væri að þvinga hann inn á braut er væri honum óeðlileg. Hann hafi því ákveðið að undirrita ekki svarið og skrifa í stað- inn nýtt svarbréf upp á eigin spýtur þar sem lagt var til að forsetarnir hittust, annað hvort í Bretlandi eða á íslandi, til að losa afvopnunarvið- ræðurnar úr þeirri sjálfheldu, sem þær væru komnar í. Aðrir helstu ráðamenn Sovétríkj- anna studdu þessa hugmynd í sím- tölum við Gorbatsjov og bréfið var tafarlaust sent af stað. Skömmu síð- ar barst svar frá Reagan þar sem hann lýsti því yfir að hann teldi Reykjavík heppilegan fundarstað þar sem sú borg væri staðsett á milli ríkjanna tveggja. Gorbatsjov segir að eftir því sem að hann velti hlutunum frekar fyrir sér og reyndi að setja sig inn í þanka- gang Bandaríkjaforseta hafi hann orðið sannfærðari um að á fundinum byðist tækifæri til að ná samkomu- lagi. Reagan væri sannfærður um að Sovétmenn væru orðnir örmagna á vígbúnaðarkapphlaupinu og þyrftu að fá andrúm til að byggja upp efna- hag sinn. Hann hafi því á fundi stjórnmálanefndar Kommúnista- flokksins þann 8. október 1986 gert tillögu um að umfangsmiklar en raunsæjar. afvopnunartillögur yrðu lagðar á borðið í Reykjavík. Yrðu þær samþykktar myndi það hafa í för með sér að eðlilegt ástand færi að komast á heimsmálin. Höfnuðu Bandaríkjamenn hins vegar tillögun- um myndu Sovétmenn greina frá því opinberlega og „afhjúpa" þar með stefnu Bandaríkjastjórnar. Komið til Reykjavíkur „Við komum til íslands síðdegis þann 10. október 1986. Leyndar- dómsfull og óþekkt veröld blasti þar við okkur: engar plöntur, þess í stað mosi og grjót. Rigning á hálftíma fresti. Stöðugt er skýjað: sólin brýst í gegn, hverfur, það rignir og hring- rásin hefst á ný. Skyndilega birtist okkur Reykjavíkurborg ... Borgin virðist vissulega vera hulin reyk. En það sem sýnist vera reykur er í raun hveragufa ... Þetta einstæða land heillaði mig og ég hefði gjarnan séð meira af því. Raisa Maximovna var heppnari hvað það varðar en henni stóð sérstök dagskrá til boða. Á meðan á henni stóð einbeittum for- seti Bandaríkjanna og ég okkur að samningaviðræðunum." Gorbatsjov segir Reykjavíkur- fundinn og kjarnorkuslysið í Tsjernóbýl hafa verið áhrifamikla atburði hvorn á sinn hátt. Þegar lit- ið væri til þess hve miklu umróti þeir ollu á eftirstríðstímanum væru þetta sambæriiegir atburðir. „Eftir Tsjernóbýl varð okkur ljóst í hvernig veröld við búum, hvernig sambúð okkar við náttúruna er háttað, við vísindin, hvers virði við sjálf erum og af hverju við eigum að hafa áhyggjur. Og eftir Reykjavík varð öllum lióst að veröldin stóðjiugsan- lega á hinsta vendipunktinum: annað hvort var hægt að bjarga mannkyn- inu eða tortíma því,“ segir hann. Gorbatsjov segir að á fyrsta fundi sínum með Reagan hafi Bandaríkja- forseti lýst þeirri skoðun sinni að Reykjavíkurfundurinn væri enginn lokapunktur en gæti orðið til að undirbúa jarðveginn fyrir næsta fund leiðtoganna í Bandaríkjunum. „Ég gerði forsetanum grein fyrir afstöðu minni og varaði við því að bakslagið, sem hafði komið í viðræð- urnar eftir Genfarfundinn, gæti reynst afdrifaríkt. Að því búnu kynnti ég honum tillögur okkar í almennum dráttum. Reagan brást í raun ekki við þeim heldur las upp minnispunkta sem settir höfðu verið saman fyrir fundinn. Ég reyndi að hefja samræður um það sem ég hafði léð máls á en það tókst ekki heldur. Þá reyndi ég að taka upp sértæk málefni en aftur árangurs- laust. Reagan fletti miðum sínum þar sem á var að fínna áletranir. Þeir rugluðust saman og nokkrir duttu af borðinu. Hann byrjaði að raða þeim upp á nýtt og reyndi að fínna svör við spumingum mínum; tókst það þó ekki. Hvernig átti hann líka að geta það? Forsetinn og ráð- gjafar hans höfðu búið sig undir allt aðrar viðræður." Róttækar hugmyndir Þegar hér var komið við sögu segist Gorbatsjov hafa stungið upp á að utanríkisráðherrar ríkjanna, George Shultz og Shevardnadze, yrðu viðstaddir. Eftir að þeir voru komnir á fundinn bar Gorbatsjov upp tillögur. sá»as-.-.um-.-fækkun lang- drægra vopna á ný. Hann sagði nauðsynlegt að' nálgast vandann úr nýrri átt og lagði til að kjarnavopn- um í kafbátum, langdrægum flaug- um og í sprengjuvélum yrði fækkað um helming. „Hugmyndin á bak við þetta var einföld. Við vildum færa kjarnorku- ógnina niður á annað og takmark- aðra svið. í fyrstu virtist Reagan eyðilagður yfir hinum víðtæku tillög- um okkar þó að við hefðum þarna boðið honum það sem Bandaríkja- stjórn hafði ávallt sóst eftir, þ.e. róttækan niðurskurð langdrægra vopna. Þar sem tilboð okkar tengd- ist einnig öðrum þáttum grunaði forsetann líklega að verið væri að leiða hann í gildru. Utanríkisráð- herrann bjargaði stöðunni. Hann lýsti því yfir að tilboð okkar væri ásættanlegt í grundvallaratriðum. í áframhaldandi viðræðum tókst okk- ur að lokum að verða sammála í meginatriðum um „helmingsniður- skurð“. Bandaríska sendinefndin var greinilega ekki undir svona stefnu- breytingu búin. Við neyddumst oft til að gera hlé á viðræðunum til að gefa kost á viðræðum innan sendi- nefndanna. Hléin urðu stöðugt lengri. Líklega þurftu sérfræðing- arnir í fylgdarliði Reagans á frekara samráði að halda. Bandaríkjamenn- irnir voru í stöðugu sambandi við Washington og fengu send þaðan skjöl. Þar sem tillögurnar voru frá okk- ur komnar þurftum við ekki á jafnm- iklum skýringum að halda." SDI á oddinn Hann segir Rússa hafa komið með annað tilboð um að öllum meðal- drægum flaugum í Evrópu yrði eytt, sem að mörgu leyti byggði á fyrri hugmyndum Bandaríkjastjórnar. Til dæmis voru flaugar Breta og Frakka ekki teknar með í dæmið. Á þetta hafi Bandaríkjamenn hins vegar ekki fallist og telur Gorbatsjov að það hafi fyrst og fremst verið af tilliti til hergagnaiðnaðarins. „Eftir samningaviðræðurnar virtumst við vera að ná málamiðlun. Því miður kom í ljós að erfiðasti kaflinn var enn eftir. Einmitt þegar báðir aðilar virtust vera að ná saman lét Banda- ríkjaforseti staðar numið af óræðum ástæðum." Gorbatsjov segir Reagan hafa sett geimvarnaáætlun (SDl) sína á odd- inn og neitað að fallast á nokkrar takmarkanir á henni. „Eitt lítið skref var eXtk-til að .við.my.ndum ná stór- kostlegum árangri. SDI stóð hins vegar í vegi þess. Segja má að í hinni fjarlægu Reykjavík hafi átt sér stað tilfinningabarátta í anda Shake- speare." Á ráðstefnu í Princeton árið 1993 segir Gorbatsjov að margir af helstu ráðgjöfum Reagans á Reykjavíkur- fundinum hafi lýst yfir undrun sinni á þessu. Hann segir Jack Matlock hafa haft eftir Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafa forsetans, að hann hafí verið furðu lostinn á því að Reagan hafnaði tillögum Sov- étmanna. I tilboðinu hafi falist allt það sem McFarlane hafí ávallt farið fram á. Það hafi að hans mati verið vel ásættanlegt að fresta geimvarn- aráætluninni um tíu ár og fáránlegt að hafna tilboði Gorbatsjovs. Reykjavíkurfundurinn var að líða undir lok án þess að samkomulag hefði náðst og segir Gorbatsjov að Reagan hafi þá reynt að koma á umfangsmiklum hrossakaupum til að ná sáttum. Gorbatsjov segist hins vegar hafa reynt að koma honum í skilning um að einungis yrði að taka eitt skref í viðbót til að hann kæm- ist á spjöld sögunnar sem „friðarfor- setinn". Allar tilraunir til sátta reyndust þó að lokum árangsur- lausar vegna afstöðu Reagans til SDI. Viðræðunum slitið „Viðræðunum var lokið. Við yfirg- áfum húsið, það var þegar farið að dimma. Þegar við kvöddumst við bifreiðar okkar var andrúmsloftið á frostmarki. „Það var ávallt ætlun þín að koma mér í þessa stöðu,“ sagði Reagan._„Nei, herra forseti," svaraði ég. „Ég er reiðubúinn að fara inn í húsið á ný og undirrita skjal um öll þau atriði sem við erum nú þegar sammála um ef þú fellur frá áformum þínum um vígvæðingu geimsins." „Mér þykir það leitt,“ var svar hans. Við kvöddumst og hann settist inn í bifreið sína.“ Fjörutíu mínútum síðar hafði ver- ið boðað til blaðamannafundar með Gorbatsjov. „Fyrstu viðbrögð mín voru þau að ég ætti að fylgja þeirri áætlun sem ákveðin hafði verið í Moskvu. Ef afstaða Bandaríkja- stjórnar yrði til þess að ekki næðust samningar átti að afhjúpa Banda- ríkjamenn og fjandsamlega afstöðu þeirra til mannkynsins. Ég velti þessum hlutum mikið fyrir mér á leiðinni á blaðamanna- fundinn. Ég gat ekki leitt það hjá mér að við höfðum náð saman þrátt fyrir allt, jafnt hvað varðar lang- drægar sem meðaldrægar flaugar. Þar með var ný staða komin upp, átti ég að fórna því öllu vegna skammlífs áróðurssigurs? Samviska mín var því andvíg. Eg var ekki enn búinn að gera upp hug minn er ég gekk inn í hinn risavaxna sal blaða- mannamiðstöðvarinnar þar sem um þúsund blaðamenn biðu sendinefnd- ar okkar. Er ég kom inn í salinri risu blaðamennirnir úr sætum sín- um. Þetta hafði mikil tilfinningaleg áhrif á mig. Ég var hrærður. I and- litum þessa fólks endurspeglaðist allt mannkynið er beið ákvörðunar um örlög sín. Á þessu augnabiiki gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst í Reykjavík og hvernig við yrðum að halda á málum." Markaði tímamót Gorbatsjov segir áð Reykjavíkur- fundurinn hafí þrátt fyrir alla þá spennu er einkenndi hann ekki verið ósigur heldur markað tímamót. í fyrsta skipti hafí báðir aðiiar horft út fyrir sjóndeildarhringinn. „Blaða- maður einn skrifaði síðar: „Þegar aðalritarinn lýsti óförunum í Reykja- vík sem sigri leit Raisa Gorbatsjova, er sat meðal gesta, hrærð á eigin- mann sinn og tár runnu niður vanga hennar." Við tókum þarna tillit til þess andrúmsloft er var að finna í heiminum og björguðum þar með samningaviðræðunum. Við opnuðum nýjar víddir og sýndum fram á að á eftir Reykjavík myndi frekari árang- ur nást. Bráðlega frétti ég að Shultz hefði greint blaðamönnum frá því í her- stöðinni að Reykjavíkurfundurinn hefði farið út um þúfur. Þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna og frétti af mati mínu og almenningsálitinu byijaði hann fljótlega að ræða um „tímamótafund". Ég kunni að meta þetta, með slíkum manni er hægt að vinna.".-—„ ■ ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.