Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ l j. INDLAND er næstfjölmenn- asta ríki heims á eftir Kína. Þar búa um 900 milljónir manna og er það næstum sjötti hluti jarðarbúa. Að koma þangað er eins og að koma í ann- an heim. í annan heim, þar sem dýr rölta um strætin frí og ftjáls og fólk býr á gangstéttum. I ann- an heim, þar sem jóga og inn- hverf íhugun eiga rætur sínar og marmarahallir og forn hof gleðja augað. í annan heim þar sem æskan er ekki leikur, nám og gleði heldur hungur, þreyta og þræl- dómur. Alls staðar sem ég kom sáust börn að vinna. í borgum komu þau hlaupandi með bros á vör, svo skein í hvítar tennur á breiðu andlitinu og hrópuðu: „hei mister, viltu kaupa af mér teppi? Mjög -gott verð.“ Litlar tveggja ára hnátur réttu fram lófana í bón um peninga og unglingsstrákar stóðu með kúst í hönd og sópuðu göturnar. Á veitingastöðum þrifu drengir borðin, í búðum afgreiddu börn, á ökrum báru þau upp- skeruna á höfðinu, á götum seldu þau alls kyns hluti eða burstuðu skó og í lestum gengu þau á milli vagnanna, sungu og spiluðu og reyndu þannig að vinna sér inn peninga. Þau sem landið erfa Uppbygging hefur verið mikil á Indlandi eftir að það varð sjálf- stætt ríki 1947. í iðnaði og land- búnaði hafa framfarir verið mikl- ar og heilsugæsluþjónusta hefur batnað mikið. Árið 1947 voru lífs- líkur Indveija 27,4 ár en 1990 voru þær 60 ár. Indland er samt meðal 19 fátækustu þjóða heims. Pjölgun fólks er gífurleg, ríkir verða ríkari og fátækir verða fá- tækari. Um helmingur Indveija býr undir fátækramörkum, 45% kunna ekki að lesa og ekki er vitað hversu margir eru atvinnu- lausir. Hvergi í heiminum eru börn eins hátt hlutfall vinnuafls og á Indlandi. Samkvæmt hjálpar- samtökum stunda 55 milljónir barna 6-14 ára vinnu, þó að opin- berar tölur séu miklu lægri. Börn fæðast í sárafátækt og það er hluti af indverskri menningu að þau fari að hjálpa til við að fæða fjölskylduna um leið og þau geta. Þau bera vatn, passa systkini, ná I eldivið, gæta dýra og vinna í landbúnaði. Oft eru þau jafnvel aðalfyrirvinna fjölskyldunnar. Heimurinn er vefstóll Margar verksmiðjur þrífast á barnavinnu. Þar sem ofín eru teppi er nauðsynlegt að hafa börn. Þau eru snögg í hreyfíngum og hafa smáa fíngur. Um 20% halda áfram eftir tvítugt. Hinum er bara hent út og ung börn fengin í staðinn. Þessi verksmiðjuvinna er mjög skaðleg fyrir heilsuna. Börnin skera sig, jafnvel fingurna af, því þau nota þunga og þeitta hnífa til að skera teppin. Álagið er svo mikið á hendumar að þær verða bæklaðar, því beinin ná ekki að vaxa eðlilega. Augun skemmast, því það verður að vera rökkur í herberginu svo teppin mislitist ekki. Börnin fá gigt í fínguma, þeir bólgna og hávaðamengun er mikil. Andlegi skaðinn er samt verstur því að heimurinn takmark- ast við vefstól. Þegar þau standa uppi atvinnulaus 20 ára kunna þáu ekkert annað en að hnýta hnúta. Þau kunna ekki að lesa, skrifa eða reikna og þótt þau viti allt um teppi dettur þeim ekki í hug að stofna sitt eigið fyrirtæki. Þau vita ekki hvert á að snúa sér eða hvar hægt er að fá efni og húsnæði. Það er hægt að láta skrá sig at- vinnulausan en þau vita ekki af því, eða hvernig á að bera sig að. Það eina sem þau geta gert er að unga út bömum og senda þau í verksmiðjurnar. Þannig gengur þetta kynslóð eftir kynslóð. Fleiri börn en fullorðnir á vinnustað Að koma í verksmiðjurnar var lífsreynsla. í þeirri fyrstu var ver- NEMENDUR og kennarar fyrir utan skólann sinn í einu fátækrahverfinu. Æskaí ánauð Margir fylltust óhug þegar fréttir af morði ungs drengs, sem barðist fyrir afnámi barna- þrælkunar í Pakistan og á Indlandi, birtust á síðum dagblaðanna. Milljónir bama á Ind- landi eru notuð sem þrælar, seld upp í skuld, misnotuð kynferðislega eða send á götuna til að stela eða betla. Margrét Þóra Einars- dóttir er nýkomin úr ferð til Indlands þar sem hún kynnti sér þessi mál. DRENGUR við vinnu sína í sápuverksmiðju þar sem skað- leg efni valda öndunarfæra- sjúkdómum, húðsjúkdómum og krabbameini. ið að framleiða búsáhöld, ílát og diska úr látúni. Þetta var iðnaðar- svæði með 300 litlum verksmiðj- um. Þegar ég kom þarna í hitan- um mætti mér mikill hávaði og þegar stigið var inn fylltust lung- un af lofti menguðu járnörðum. 53% þeirra sem þarna unnu voru börn. Drengirnir sátu þarna lítið klæddir, börðu járnið til, slípuðu, skáru og fægðu. Það var greini- legt að það þurfti lítið út af að bera til að þeir slösuðu sig. Raf- magnshnífur án hlífar, slípirokkur sem snerist eldhratt, þungir hamrar og járnflísar sem skutust út í loftið. Eitt andartak og ef til vill skurður inn að beini eða flís í augað. Við þessar aðstæður er hætta á lungnasjúkdómum, húð- sjúkdómum og heyrnarskemmd- um. 17 krónur í dagslaun í nágrenninu var verið að búa til sápu. Þegar komið var inn mótaði fyrir unglingsstrák huld- um sápuskýi. Hann var með hvíta dulu bundna um vit sér og hellti efnum á milli dunka. í næstu byggingu var farið upp á loft. Þar var ögn hreinlegra um að litast, 10 ÁRA stúika sem vinnur alla daga vikunnar við pappaöskjugerð. hvorki hávaði né óhreinindi í loft- inu. Fjórar litlar telpur sátu á gólfinu ásamt eigandanum og bjuggu til pappaöskjur. Ein af þeim var 10 ára gömul og vann alla daga vikunnar frá 9:00 til 18:00. Dagslaunin voru 8 rúpíur sem er um 17 krónur. Peningarn- ir fóru í að kaupa mat handa fjöl- skyldunni. Hún sagðist ekki vita hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði stór og greinilegt var að þarna var ekki hugsað um nema einn dag í einu. Þessar stúlkur eiga á hættu að fá gigt í fingurna og límið sem er notað er skaðlegt fyrir húð og öndunar- færi. Rottur, hundar, kýr og börn í leit að því sama Ég yfírgaf svæðið með þyngsli fyrir bijóstinu af meðaumkun en næsti staður var ekki skárri; sorp- haugarnir. Mikil fólksflótti er úr dreifbýli Indlands í borgir. Fólk flykkist þangað í leit að vinnu og byggir sér kofa við árbakkana. Þannig myndast fátækrahverfin, án nokkurs skipulags eða hrein- lætisaðstöðu. Þegar enga vinnu er að fá fara konurnar og börnin á sorphaugana og tína rusl sem þau selja í endurvinnslu. Á þessa sorphauga í Madras er komið með þúsund tonn af rusli daglega. Reykur frá brenndum úrgangi og hræjum lá yfir svæðinu. Innan um kýr, skordýr, rottur, hræfugla og hunda sátu börn og konur og tíndu gúmmí, plast, pappa, glerbrot og fleira nýtilegt. Reykjarbræla, óþefur og skítur, hræ, skorkvik- indi og bakteríur var það sem ein- kenndi þennan vinnustað. Lögin banna, menningin leyfir Vinna barna yngri en 14 ára hefur verið bönnuð samkæmt lög- um síðan 1881 en það hefur lítið dugað. Erfitt að beita lögum á barn sem hefur ofan í sig með því að bursta skó og þeir sem hafa völdin í landinu eru þeir sem eiga verksmiðjurnar þar sem þörf er fyrir ódýrt og hlýðið vinnuafl. Börn eru því ólögleg í vinnu sem þýðir að þau hafa engan lagalegan rétt á bótum ef þau slasast á vinnustað. Það er skólaskylda á Indlandi en þegar maginn er tóm- ur er ekki hægt að sitja kyrr á skólabekk. Menntun er sterkasta vopnið í mörgum þorpum og bæjar- hverfum eru hjálpastofnanir, sem vinna með íbúunum við uppbygg- ingu. Þetta eru indversk samtök, trúarleg samtök og erlend samtök. Eitt af þeim er International Labo- ur Organisation (ILO). Þau eru innan Sameinuðu Þjóðanna og beijast meðal annars fyrir afnámi barnaþrælkunar um allan heim. ILO hóf starfsemi á Indlandi 1992 og hefur nú umsjón með 50 verk- efnum. M.P. Joseph, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir að takmark þeirra sé að fá börnin tH að hætta að vinna og fara í skóla og að fræða foreldrana og vinnuveitendurna. Vinnuveitend- urnir eru misjafnir. Sumir taka afskiptum samtakanna afar illa en aðrir taka þá stefnu að hafa engin börn í vinnu. Margir halda að þeir séu að gera börnunum gott eitt með því að veita þeim vinnu og laun, því það er meira en margir hafa. Erfiðast er að eiga við þá sem stjórna stórum verk- smiðjum. Þeir geta tekið höndum saman og lagst gegn barnahjálp og jafnvel hótað foreldrunum. Stundum ná þeir í börnin aftur. Þeir segja að þau komist ekki af án launanna og bjóða þeim hærri laun næsta dag. í sumum tilvikum eru foreldrarnir í skuld við vinnú- veitendurna og börnin sett í þræl- dóm til að borga hana. í þeim til- vikum eru vinnuveitendurnir í of sterkri aðstöðu. Eitt af verkefnum ILO er í hverfínu við sorphaugana. Þar er búið að stofna skóla þar sem börn- ( i I l í I í s I í I I i Á i i i i i i á 1 i u i i < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.