Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ STÚLKA, sem spilar og syngur í lest, gengur síðan á milli farþega og biður um pening. ALDliR: 12 ár. Vlnna: Fæglr og ber tíl ílát úr látáni trá klukkan 8 til 17.38, sex daga vikunnar. Laun: 12 rúpíur á dag (31 Ir.) sen tara til heinilisins. SYSTKINI: Tveir eldri hræður sen vinna í sápuverksníiju oi tvær systur sen eru heima. MENNTUN: Gengur í skúla hjá hjálparsamtökum hepar hann getor. Hættur. Líkur á að bann skeri sig, nissi útlinl og hendur bæklist. Elinig hætta á heyrnarskaða, herklun og öðrum lungnasiúkdómon, húðsjúkdómun og krabbaneini. in læra að lesa, reikna og skrifa en á annan hátt en í ríkisskólun- um. Reynt er að kenna með leikj- um og söngvum svo að námið sé skemmtilegt og bömin fýsi að fara i skólann. Þegar komið var inn var erfitt að ímynda sér að stúlkum- ar, sem sátu' þarna prúðar og fín- ar og saumuðu í, væru nýkomar af sorphaugunum. Þær sögðust vinna hluta úr degi og fara síðan í skólann. Kennari úr skólanum fer daglega á sorphaugana og í verksmiðjurnar. Hann talar við börnin og segir þeim frá skólanum. Þeim er boðið að koma og prófa og síðan er smám saman reynt að fræða þau, fá þau til að hætta að vinna og gera þeim grein fyrir að þau geti alltaf byijað að vinna eftir menntunina. Þá eru þau orð- in víðsýnni og geta heimtað úrbæt- ur. Menntunin veitir þeim mögu- leika á að fá vinnu og gerir þau hæfari til að bjarga sér. Það er einnig talað við foreldrana, sem gera sér ekki grein fyrir að þeir séu að skaða barn sitt með því að senda það í vinnu. Fyrir þeim er þetta ofur eðlilegt. Fyrst þau unnu þegar þau voru lítil er ekk- ert athugavert við að börnin þeirra geri það sama. Þeim finnst líka miklu gagnlegra að börnin læri að vinna og fái laun en að þau þvælist um götumar og geri ekki neitt. Útskýrt er fyrir foreldrunum hversu mikilvæg menntun er og reynt að finna leiðir til að spara á heimilinu. Stundum er þeim hjálpað að fá vinnu og ef börnin eru að vinna við eitthvað sem hægt er að vinna heima hjálpast fjölskyldan að svo að þau komist í skólann. Sum samtök greiða börnunum laun fyrir að koma í skóla og þá geta foreldramir ekki mótmælt. Þrældómur og ill meðferð á börnum á Indlandi er ekkert nýtt af nálinni. Svona hefur þetta ver- ið, er nú og mun verða áfram. Það var gott að sjá að fólk er að reyna að breyta þessu, bæði Ind- veijar og fólk frá öðrum löndum en meira þarf ef duga skal. íslend- ingar geta líka hjálpað t.d. með því að styðja Þóru Einarsdóttur í starfi en hún rekur skóla í Ma- dras fyrir stúlkur frá holdsveikra- heimilum. Höfundur stundar nám í kennslu og þróunarlýálp í Dnnmörku. SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 21 SIEMENS Fjárfestu í öryggi og sofðu áhyggjulaus með matarforðan í Siemens frystikistu. GT 27B03 / 250 1 nettó. GT 34B03 / 318 1 nettó. GT 41B03 / 4001 nettó. 47.400,- kr. 53.900,- kr. 58.500,- kr. Takmarkað magn SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 á- i L- w YaJLL' [lLL v^LlC-LLLC^LL LLC, c^cccl D < o Reyoarfjórðun Ratvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyiar ^ Tréverk Hvolsvollur Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Án/irkinn Grindavík: Rafborg Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði o Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgames: Glitnir Borgarfjörður Rafstofan Hvítárskála Hellissandur Blómsturveilir Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur Skipavík Búðardalur Ásubúð isafíörður Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur Rafsjá Siglufíörður Torgio Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda Ríó SAGA hefst d ny laugardaginn 7. október Þeir eru mættir aftur fullir af fjöri, Ágúst Atlason, Helgi Péturs og Óli Þórðar, og fara á kostum í upprifjun á því helsta úr sögu Rió triós. Sigrútt Eva Annannsdóttir slær á létta strengi með þeim félögum, tekur lagið og verður til alls vís. Kvöldið hefst með þríréttaðri, glæsilegri máltíð. Síðan hefst hin óborganlega Ríó saga með tilheyrandi söngi og gríni. Einnig koma fram hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Reynir Jónasson. Að skemmtidagskrá lokinni leikur danshljómsveitin Saga Klass fram á nótt ásamt söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Pantanir og upplýsingar í síma 552 9900. Kynnið ykkur sértilboð á gistingu á Hótel Sögu. -þín saga!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.