Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN sýna myndina Brýrnar í Madison-sýslu með Meryl Streep og Clint Eastwood í aðalhlutverkum. Clint er jafnframt leikstjóri og framleiðandi. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók en tekur henni langt fram að mati flestra gagnrýnenda. Ást í meinum á miðjum aldri FRANCESCA (Meryl Streep) og Robert (Clint Eastwood) falla kyiliflöt hvort fyrir öðru. BRÚNUM í Madison-sýslu seg- ir af Robert Kincaid (Clint Eastwood) sem kominn er til Madison-sýslu í Iowa-fylki að taka myndir af hinum sérstæðu, yfir- byggðu brúm sem einkenna hérað- ið. Robert er 52 ára gamall at- vinnuijósmyndari fyrir National Geographic. Hann villist af leið og ekur heim að bóndabæ að spyrja til vegar. Þar er enginn heima nema Francesca Johnson (Meryl Streep) 45 ára gömul húsmóðir á bænum. Maðurinn hennar og stálp- uð böm fóru á landbúnaðarsýningu og eru ekki væntanleg fyrr en eft- ir fjóra daga. Sagan gerist árið 1965. Franeesca er ítölsk stríðs- brúður sem fylgdi manni sínum vestur um haf og hefur annast hann og börnin í 15 ár. Henni gefst sjaldan tími til að hugsa um sjálfa sig og enn sjaldgæfara er að kurt- eis og myndarlegur, ókunnugur maður víki sér að henni. Hún býðst til að fylgja ljósmyndaranum að brúnum og býður honum síðan heim að borða. Úr verður djúp vinátta sem þróast í ástarævin- týri. Það stendur stutt en breytir lífi beggja til langframa. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Robert James Wall- er. Sagan hefur selst meira en nokkur önnur skáldsaga sem gefin hefur verið út í Bandaríkjunum. Árum saman hefur hún verið á metsölulista New York Times og hefur náð dæmalausri útbreiðslu þar í landi; hefur selst í meira en 5 milljónum eintaka. Að auki hefur hún verið þýdd á íjölmörg tungu- mál, þar á meðal íslensku. Þrátt fyrir einstakar viðtökur almennings hefur gagnrýnendum og bókmenntaunnendum flestum þótt lítið til koma. Persónulýsingar Wallers þykja ótrúlega yfirborðs- kenndar, rómantíkin nánast klám- fengin og orðfærið uppskrúfað. Samtöl elskendanna eru oft í eins konar fjallræðustíl, sem orðið hafa tilefni fjölmargra skopstælinga. En í Hollywood er haft fyrir satt að lélegar skáldsögur séu ein- att efniviður í góðar kvikmyndir. Oft er þá vísað til tveggja í hópi mestu stórmynda sögunnar, Á hverfanda hveli og Guðföðurins. Margir bandarískir gagniýnendur vilja nú bæta Brúnum í Madison- sýslu í þennan flokk. Myndin þykir taka bókinni fram um flest. Þegar er farið að gera því skóna að Meryl Streep upp- skeri óskarsverðlaun og myndin þykir-enn ein sönnun þess að fáir bandarískir kvikmyndaleikstjórar taki Clint Eastwood fram. Að auki þykir leikur Clints afbragðsgóður. Clint drepur e'ngan í myndinni. Hann talar, brosir og grætur og fer létt með. Hér á kvikmyndahandrit Ric- hard LaGravenese stóran hlut að máli. í raun endursamdi hann sögu Wallers. Sögusviðið er hið sama og aðalpersónurnar heita sömu nöfnum en LaGravenese hefur ljáð samskiptum þeirra, kringumstæð- um og tilfinningalífi dýpt sem skáldsöguna skorti. Þetta þykir honum hafa tekist án þess þó að svipta söguna því aðdráttarafli sem hún hafði á milljónimar sem féllu fyrir bókinni hvað sem gagnrýn- endur sögðu. Ljósmyndarinn Ro- bert Kincaid var miðpunktur bókar- innar en í kvikmyndinni er það bóndakonan Francesca sem segir söguna. Clint Eastwood þykir hafa valið rétt að hægja á tempói sögunnar og rómantískur og hæglátur frá- sagnarmáti hans þykir lykillinn að því að úr verður góð kvikmynd, sem margir gagnrýnendur segja að beri fremur einkenni franskrar en bandarískrar framleiðslu. Meryl Streep var ein þeirra sem opinberlega höfðu lýst því yfir að sér þætti lítið til bókar Waliers koma. Hún segir að öðru máli gegni um kvikmyndahandritið, sem sé listavel skrifað. Það sem varð til þess að hún stóðst ekki mátið að leika í myndinni var að með því gafst henni tækifæri til að vinna með Clint Eastwood. Eftir samtöl þeirra á milli varð ljóst að hug- myndir þeirra um söguna fóru sam- an. Auk þess fannst Meryl sú fýrir- ætlun Clints að taka atriði myndar- innar upp í þeirri röð sem sagan mælir fyrir um mikilvæg til að tryggja að samleikur þeirra tveggja fengi að þróast með sama hætti og samskipti sögupersónanna. Þá veitti hlutverk Francescu Meryl tækifæri til að tala ensku með ít- ölskum hreim en að tala ensku með erlendum hreim þykir Bandaríkja- mönnum hún gera öllum öðrum leikurum og leikkonum betur og eru myndirnar Out of Africa og Sophie’s Choice hafðar til marks um það. Það þarf ekki að fjölyrða um það að Meryl Streep, sem nú er 45 ára, er virtasta kvikmyndaleikkona Bandaríkjanna. Þann sess hafði hún skapað sér strax um þrítugt með leik í myndum á borð við The Deer Hunter, Kramer vs. Kramer og The French Lieutenant’s Wo- man, sem allar færðu henni óskars- verðlaunatilnefningar. Eins og fyrr sagði þykir frammi- staða hennar í Brúnum í Madison- sýslu orðspori hennar fyllilega sam- boðin og meðal þess besta sem til hennar hefur sést. Alls hefur Meryl átta sinnum verið tilnefnd til ósk- arsverðlauna og tvívegis hefur hún hampað styttunni. Fyrst fyrir Kra- mer vs. Kramer 1979 og 1982 fyr- ir Sophie’s Choice. Ótaldar eru ósk- arsverðlaunatilnefningar hennar vegna myndanna Out of Africa, Silkwood, Ironweed og Postcards from the Edge. CLINT Eastwood hefur leikið aðalhlutverk í 40 kvikmyndum undanfarin 28 ár. 10 þeirra eru vestrar. Hann hefur leikstýrt hátt í 20 kvikmyndum og leikið aðalhlutverk í langflestum sjálf- ur. Ferill Clint Eastwood sem leikara og kvikmyndagerðar- manns er að mörgu leyti óvenju- legur og ekki laus við mótsagn- ir. Sem leikari ávann hann sér frægð og vinsældir í spaghettí- vestrum Sergio Leones þar sem hann lék fáorða einfara sem voru upp á kant við valdhafana, létu byssumar tala og skildu eftir sig dauða og eyðileggingu þar sem þeir fóru um. ímynd einfarans varð samgró- in ímynd Eastwood og aðdáend- ur hans kunnu best við hann í þessu sama hlutverki hvort sem persónan sem hann lék var stór- borgarlöggan Dirty Harry eða nafnlausi kúrekinn í villta vestr- inu. í mörgum þeirra fjölmörgu mynda sem hann hefur sjálfur framleitt og leikstýrt hefur Clint Eastwood hins vegar reynt að bijóta þessa ímynd sína niður og koma sjálfum sér á framfæri sem alvarlegum kvikmyndagerðar- manni og fjölhæfum leikara. 65 ára gömlum hefur honum tekist að fullkomna það ætlunarverk sitt. Clint Eastwood er fæddur í San Francisco árið 1930. Hann hefur alið allan sinn aldur í Norð- ur-Kalifomíu, í innan við 100 mílna fjarlægð frá fæðing- arstaðnum. Hann býr nú í vel- mektarbænum Carmel en eins og frægt varð gegndi hann emb- ætti bæjarstjóra þar um nokk- urra ára skeið. Clint ólst upp á flækingi um N-Kalifomiu. Á kreppuárunum réðist dvalarstaður fjölskyldunn- ar af því hvar faðir hans gat fengið atvinnu hveiju sinni. Alls var hann skráður til náms í 10 skólum. Fyrstu kynni piltsins af leiklistinni vom þegar hann 13áragam- CLINT Eastwood að leikstýra á kornakri í Iowa. Myndin um Brýrnar í Madison-sýslu var tekin á söguslóðunum og stóðu tökur aðeins yfir í 9 vikur. Kúreki og listamaður ali var látinn leika aðalhlutverk í skólaleikriti en ekki tók hann bakteríuna þá. Hann hætti námi að loknum framhaldsskóla og var kallaður í herinn. Að lokinni skyldu fram- lengdi hann herþjónustu sína og starfaði við að kenna nýliðum að synda. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann fann hjá sér löngun til að sækja leik- listarnámskeið og meðfram leik- listarnámi í kvöldskólum fór hann að sækjast eftir smærri hlutverkum í kvikmyndum og sjónvarpi. Clint varð sjónvarpsstjarna í kringum 1960 þegar honum bauðst hlutverk kúrekans Rowdy Yates í myndaflokknum Raw- hide, sem gekk ámm saman við miklar vinsældir. Það var þar sem ítalski leikstjórinn Sergio Leone sá þennan leik- ara sem hann gaf hlutverkið í fyrirhuguðum vestra-þrí- leik sínum árið 1967. James Coburn hafði áður hafnað hlutverkinu en Clint lét ekki bjóða sér það tvisvar og þróaði sjálfur persónu banvæna, ókunna einfar- ans í samvinnu við Leone. Það vom hinir svokölluðu spaghettívestrar Leones — myndir á borð við A Fistful of Dollars, For A Few Dollars More og The Good, The Bad And The Ugly — sem gerðu Clint Eastwo- od að alvöra kvikmyndastjörnu. í kjölfarið fylgdu Hollywood- myndir á borð við Hang ’Em High, Coogan’s Bluff, Where Eagles Dare, Two Mules for Sist- er Sara og Kelly’s Heroes. Allt í raun nánast sama hlutverkið. Árið 1971 kom á markað fyrsta kvikmyndin sem Clint Eastwood leikstýrði. Það var Play Misty for Me sem sló í gegn jafnt þjá áhorfendum og gagn- rýnendum. Þá strax var Clint farinn að reyna að þvo af sér ímyndina. Þetta hlé frá hlutverkinu kunna stóð stutt því strax í kjöl- fe.rið fylgdi fyrsta myndin um Dirty Harry í leikstjórn Don Si- egels sem síðar átti margoft eft- ir að koma við sögu mynda Clint Eastwood. Með Dirty Harry virt- ist leið Clints endanlega vörðuð. Myndir á borð við High Plains Drifter, Magnum Force, The Outlaw Josey Wales, The Enforc- er, The Gauntlet, Sudden Impact, Tightrope, Dead Pool og Pale Rider vora það sem aðdáendur hans vildu sjá. Mörgum þeirra leikstýrði hann sjálfur. Þegar hann reyndi að taka af sér byssu- beltið og leika í og leikstýra myndum á borð við Bronco Billy, Honkytonk Man komu aðdáend- urnir ekki í bíó. Metnaður Clint Eastwood sem skapandi kvikmyndagerðar- manns hefur verið augljós allt frá því hann árið 1988 gerði myndina Bird um ævi saxófón- leikarans Charlie Parker. Bird sópaði að sér verðlaunum á kvik- myndahátíðum og eftir gerð hennar hefur samfélag kvik- myndagerðarmanna borið ósvikna virðingu fyrir Clint sem skapandi kvikmyndagerðar- manni. White Hunter, Black He- art, sem byggð var á ævi leik- stjórans John Hustons var í svip- uðum anda en það var ekki fyrr en með vestranum Unforgiven árið 1991 að kvikmyndahúsa- gestir urðu jafn hrifnir og gagn- rýnendur. Eastwood hlaut fyrir þá mynd sín fyrstu óskarsverð- laun sem leikstjóri og að auki fyrstu tilnefningu fyrir leik í aðalhlutverki. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir leikstjórn á Bird. Undanfarin ár hefur hann leikið í og leikstýrt myndunum A Perfect World, þar sem hann var í aðalhlut verki á móti Kevin Costner og In The Line Of Fire á móti Rene Russo og John Malkovich en sú sló rækilega í gegn árið 1994. Á síðustu óskarsverðlaunahá- tíð hlaut Clint Eastwood verð- laun þau, sem kennd eru við Ir- ving Thalberg, fyrir sitt ævi- starf. Þau verðlaun hafa löngum verið veitt þeim sem taldir eru eiga sín bestu ár að baki. Clint veitti verðlaununum viðtöku með auðmýkt og þakklæti en sneri sér svo að því að gera myndina um Brýrnar í Madison-sýslu eins og til að sýna að liann ætti ýmsu ólokið enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.