Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 27< STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR SIGURÐUR B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar íslandsbanka hf. skrifar grein í viðskiptablað Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag, þar sem hann sýnir fram á, að raunvextir hér eru nú umtalsvert hærri en í iðnríkjun- um. f upphafi greinar sinnar segir Sigurður B. Stefánsson: „Vextir á verðbréfamarkaði á íslandi eru hærri nú á haustmánuðum en í nágrannalöndunum. Þetta á bæði við um skammtímavexti og vexti af skuldabréfum til langs tíma. Markaðsvextir hafa raunar ekki breytzt mikið í sumar. Þeir lækkuðu lítillega í sumarbyrjun en hafa hækkað aftur með haustinu ... Um þessar mundir leikur því ekki vafi á því, að vextir á íslandi eru hærri en sambærilegir vextir í viðskipta- löndunum." Síðar segir Sigurður B. Stefáns- son: „Á íslandi er ekki erfitt að reikna raunvexti af ríkisskuldabréf- um til nokkurra ára. Eins og fyrr segir eru raunvextir af spariskírt- einum nú um 5,7% og raunvextir af húsbréfum liðlega 6%. Ef miðað er við, að verðbólga sé 2% eru raun- vextir af ríkisvíxlum á skammtíma- markaði nú 5,1%. Þannig munar 1,5 til 2,5% á raunvöxtum af ríkis- skuldabréfum á verðbréfamarkaði Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. á íslandi núna og sambærilegum vöxtum í stærstu iðnríkjunum þremur. Vextir annarra lántakenda byggjast á vöxtum af ríkisskulda- bréfum í hvetju landi og því eru aðrir vextir á íslandi hugsanlega einnig sem þessu nemur hærri en sambærilegir vextir eru annars staðar núna.“ Síðan vekur framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf. athygli á því, að verðbólgan kraumi enn undir og segir:„Enginn vafí leikur þó á því heldur, að verð- bólga er enn lifandi og kraumar undir ... Snemma á árinu 1995 var skrifað undir kjarasamninga milli ASÍ og VSÍ, þar sem lagður var grundvöllur að áframhaldandi stöð- ugleika með raunhæfum launa- hækkunum. Þar var reynt að skipta réttlátlega því, sem til skiptanna var og ekki meiru. Síðar á árinu hafa kjarasamningar margra laun- þegahópa verið leiddir til lykta með kauphækkunum, sem eru töluvert hærri og jafnvel eru dæmi um 20% launahækkun ... Kjarasamningar, sem fela í sér launahækkun um 15-20% geta á engan hátt sam- rýmzt stöðugu verðlagi jafnvel þótt hækkunin dreifíst á tvö ár.“ Sigurður B. Stefánsson leiðir síð- an líkur að því, að óvissa um áhrif þessarar launaþróunar hafí haft áhrif á vaxtastigið og segir: „Ef til vill hefur launaþróunin síðustu mánuði leitt til þess að nú er búizt við meiri verðbólgu á næstu misser- um og ef til vill hafa óverðtryggðir vextir á skammtímamarkaði ekki lækkað eins og í öðrum löndum í sumar af þeim ástæðum. Ef til vill skynja menn, að eftirspum hefur farið hratt vaxandi innanlands á árinu og telja að framundan sé vaxandi hætta á þenslu og meiri verðbólgu.“ Þetta eru aðvörunarorð, sem ástæða er til að veita eftirtekt og hafa áhyggjur af. Eins og sjá má af viðtali við Benedikt Davíðsson, forseta ASÍ, hér í blaðinu í gær, boðar hann í raun ófrið á vinnu- markaði, þótt kjarasamningar séu í gildi, takist ekki samkomulag á milli verkalýðshreyfíngar og ríkis- stjórnar í þeim deilum, sem risið hafa á milli þessara aðila í kjölfar Kjaradóms um kjör ráðherra, þing- manna og háttsettra embættis- manna og ákvörðunar forsætis- nefndar Alþingis um kostnaðar- greiðslur til þingmanna. Sá ófriður, ef af honum verður, ýtir ekki undir trú manna á stöðugleika og lága verðbólgu á næstu missemm. íslenzkt atvinnulíf getur hins vegar ekki til langframa búið við hæfra vaxtastig en samkeppnis- aðilar í nálægum löndum. Það er nú orðið grundvallaratriði, að at- vinnuvegir búi við sambærileg rekstrarskilyrði og þau atvinnufyr- irtæki, sem keppt er við í nærliggj- andi löndum. Það á við, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, sem starfa í útflutningi eða á öðrum sviðum. Þess vegna er það eitt helzta verkefni stjórnvalda að tryggja atvinnufyrirtækjunum sambærileg skilyrði. Tvennt veldur mestu um þessa þróun á næstunni; annars vegar niðurstaðan í deilum ríkisstjórnar, Alþingis og verkalýðshreyfingar, hins vegar afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir næsta ár. Þær ákvarðanir, sem þing og ríkisstjóm taka fram til áramóta geta því skipt sköpum um framhaldið. HÆRRIRAUN- VEXTIR EN í IÐNRÍKJUM PLATON • sagði bækur væru einsog mynda- styttur. Þær virtust vera lifandi en þegar þær væru spurðar ein- hvers, svöruðu þær ekki. Þess vegna væru samtöl nauð- synleg. ÉG HEF OFT VERIÐ • spurður um samtöl. Ég hef einnig verið spurður um hvenær ég yrki, um konuna í Sól á heimsenda, um leikritin og sögurnar mínar og hvort þær séu byggðar á minningum og eigin reynslu. Ég hef reynt að svara sumu af þessu. Annað hef ég látið liggja á milli hluta. En víkjum að þessum spumingum. Samtöl eru margslungin; hver mið- ill notar sína tækni. Þannig er segul- band hentugt fyrir útvarp, myndband fyrir sjónvarp og blað og blýantur fyrir samtöl á prenti, þótt bezt sé að nota hvorugt. Það sem þú manst ekki, er ekki þess virði að það sé prentað í Morgunblaðinu, sagði Val- týr einhveiju sinni við mig. Það er ákaflega varhugavert að styðjast við segulband í blaðasam- tölum. Menn eiga ekki að nota þau frekar en óhaltur maður hækjur. Eg hef oft lesið prentað mál, stundum heilu bækumar, og fundið svo sterka plastlykt af textanum að mér hefur verið illmögulegt að halda lestri áfram. Lengsta leið sem ég þekki er úr huga eins manns á blaðið hjá öðrum. Og það hafa margir orðið úti á þess- ari leið. Kjarval leyfði manni ekki einu sinni að nota blað og blýant. Hann gerði kröfu til þess að sá sem ætlaði að skrifa samtal við hann upp- lifði hann með svipuðum hætti og málari upplifír landsiag á lérefti. Að sjálfsögðu er hægt að styðjast við segulband í skrifuðu máli en það er gífurleg vinna og ekki á allra færi að skrifa sig frá band- inu og festa fyrirmynd- ina á blað. En segul- böndin geta verið góð fyrir fréttamenn til að geyma staðreyndir. ÞAÐ ÚTHEIMTIR EKKI- • sízt mikið Jíkamlegt þrek að skrifa góð samtöl. Ég er þeirrar skoð- unar að sá sem skrifar samtalið ráði úrslitum um hvemig til tekst. Það er hægt að skrifa góð samtöl við ósköp venjulegt fólk og það er hægt að skrifa ónýt samtöl við andleg stór- menni. Þetta er einsog í leiklist. Það er hægt að eyðileggja gott leikrit en koma sæmilegu verki vel til skila. Það fer eftir vinnu og listrænni út- sjónarsemi. Ég á erfitt með að skilja skrifandi blaðamenn sem segja: Eg tók fínt samtal við hann... eða: Ég hef tekið samtal við hana... Maður tekur ekki samtal í blöð eða bækur. Maður skrifar samtöl, nei, margskrif- ar þau. Stundum segja blaðamenn jafnvel: Ég tók gott samtal í gær... Þá telja þeir allt sé undir viðmælanda komið. Og segulbandinu(!) Hlutur þeirra sé lítill sem enginn og þess vegna geti þeir talað grobblaust og af ábyrgðarleysi um árangurinn. En þeir sem umgangast verkefni sitt með þessum hætti eru ekki allir í því sem þeir eru að gera. Þeir leggja allt sitt traust á viðmælandann; og hækjuna. Skikkanleg samtöl í blöðum eru ekkert ólík samtölum í skáldskap. Það er engin ástæða til að leggja minna uppúr þeim. Og þá verða menn að hafa í huga, hvað bilið er breytt milli talaðs máls og bókmáls, ekkislzt á íslenzku. Meðalhófíð er því vandrat- að, þegar orð eru fest á pappír. ÞEGAR ATLI MAGNÚS- • son talaði við mig fyrir Tím- ann um Sól á heimsenda, sagði ég honum að í samtalsbókunum hefði ég upplifað margvíslega reynslu og hugarheim annars fólks af óforbetr- anlegri ástríðu þess sem er ungur og finnst allt merkilegt og mikilvægt í lífinu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að hátíðlegar stellingar þurfí ekki að vera hátíðlegar eða mikilvæg- ar, heldur sé hversdagsleikinn hátíð- legastur. Þetta er meginkjarninn í Sálmum á atómöld. Þegar menn skrifa samtöl eiga þeir að hafa mikið takmark og metn- aðarfulla viðmiðun. Keppa helzt við það sem aldrei næst. Hvernig væri t.a.m. að hafa Paganíní að viðmiðun? Hann lék svo vel á fiðluna sína að talið var göldrum líkast. Þess vegna sagði fólk með óttablandinni virð- ingu, að djöfullinn spilaði í gegnum hann! Nú eru menn hættir að bera þessa ótakmörkuðu virðingu fyrir þeim gamla. Sprengjan hefur tekið við hlutverki hans, að mestu. Og allir vita að hún leikur ekki á fíðlu. Auk þess er hún of alvarleg staðreynd til að hafa hana í flimtingum. Nú þykja það víst meðmæli þegar sagt er samtal hafi verið tekið upp á segulband; eða hraðritað. Merkir lík- lega eitthvað svipað og ef sagt væri að djöfullinn hafí skrifað samtalið. En þá ber að forðast feilnóturnar. Það verður ekki gert með djöfullegri tækni segulbandsins. Það verður ekki gert með hraðritun einsog sumir skrifarar Alþingis puðuðu við í gamla daga. Það er heldur ólistrænn texti sem frá þeim kom, enda ekki tilefni til neinna afreka í ritlist. Sem þing- skrifari lærði ég aldrei þessa kúnst. Þingmenn þurftu svo sannarlega á vandaðri vinnubrögðum að halda. Eina ráðið til að forðast feilnótur í samtölum er upplifun sem nálgast æði einsog þegar listmálari festir fyrirmynd á léreft. Þá verður fyrir- myndin aukaatriði. Handbragð og innlifun listamannsins skiptir öllu máli. Og svo vinnan sem er guðs dýrð, einsog segir í mikilli bók. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. september BARÁTTA fyrir breyting- um í þjóðfélagsmálum er yfirleitt mjög hörð og óvægin. Fyrr á öldum var hún gjarnan háð með ofbeldi og umbætur knúnar fram með upp- reisn almúgans gegn ríkjandi valdahópum og það gerist að sjálf- sögðu enn víða um heim, þótt það eigi ekki lengur við í næsta nágrenni við okkur íslendinga. Nú fer umbótabarátta á Vest- urlöndum fram á vettvangi stjórnmálanna og fjölmiðlar eru orðnir helzti vettvangur til að endurspegla þær sviptingar. Að vísu eru fæstir stjórnmálamenn raunverulegir umbótamenn. Flestir þeirra láta sér nægja að halda sjó á meðan þeir sitja á valdastól- um en nokkrir þeirra láta sér það ekki nægja heldur ryðjast fram á vígvöllinn og beijast fyrir breytingum. Um þá stjórnmálamenn stendur styr og þeir verða gjarnan óvinsælir um skeið, þótt það sé ekki einhlítt. Meginástæðan fyrir því að umbótamenn í valdastólum verða umdeildir og stundum óvinsælir er sú, að mikill fjöldi fólks hefur hag af óbreyttu astandi á tilteknum afmörkuðum sviðum. í nútímasamfélagi mynda þessir hópar hagsmunabandalög sín í milli til þess að veijast þjóðfélagsumbótum, sem skerða þeirra hag að eigin mati, þótt þær bæti almannahag. Þessi hagsmunasamtök eru víða orðin- mjög öflug. Sterkust og háþróuðust eru þau í Bandaríkjunum. Þekkt er hvernig samtök bandarískra byssueigenda hafa áratugum saman barizt gegn takmörkunum á byssueign, en al- menn byssueign vestra er ein helzta ástæða fyrir glæpum og ofbeldi þar í landi. Á síðustu misserum hafa hagsmunasamtök tóbaksframleiðenda barizt hart gegn til- raunum Clintons Bandaríkjaforseta til þess að draga úr reykingum, sem löngu hefur verið sannað að valda bæði krabbameini og hjartasjúkdómum. Hið sama hefur gerzt í heilbrigðismálum vestan hafs. Banda- ríkjaforseti hugðist beita sér fyrir alhliða umbótum í heilbrigðismálum, sem eru löngu tímabærar þar í landi en margvísleg hagsmunasamtök innan heilbrigðiskerfis- ins hafa stöðvað þær umbótatilraunir um skeið a.m.k. Það gildir einu, hvort um er að ræða hagsmunasamtök byssueigenda eða tób- aksframleiðenda, þessir aðilar finna alltaf stjórnmálamenn, sem eru tilbúnir til að heyja hina heilögu baráttu fyrir hagsmuna- samtökin gegn stuðningi í einhveiju formi. Stundum er um beinan peningastuðning að ræða, í öðrum tilvikum taka hagsmuna- öflin að sér að veita þeim stjómmálamönn- um alhliða stuðning, sem eru tilbúnir til að reka erindi þeirra og þeir eru margir. { einstaka tilvikum gefast stjórnmálamenn upp fyrir þrýstingi og hótunum um, að viðkomandi samtök muni vinna miskunn- arlaust gegn endurkjöri þeirra. Yfírleitt er návígi stjórnmálanna svo mikið og átökin á orustuvellinum svo hörð að menn sjá ekki fyrr en upp er staðið hvað raunverulega gerðist. Fyrr á árum tókst vinstri mönnum að skapa þá ímynd af sjálfum sér, að þeir væru hinir raunveru- legu umbótamenn á vettvangi stjórnmál- anna á Vesturlöndum en hægri menn væru veijendur hins óbreytta ástands. Þetta er löngu liðin tíð. Þegar horft er yfir vígvöll stjórnmálanna á Vesturlöndum á síðasta einum til einum og hálfum ára- tug er ljóst, að vinstri menn hafa staðið frammi fyrir hugmyndafræðilegu gjald- þroti en hægri menn gengið í endumýjun lífdaga. Mesti umbótamaðurinn í stjórnmálum Vesturlanda á undanförnum áratugum er tvímælalaust Margrét Thatcher. Hún réðst til atlögu gegn tvíþættri arfleifð, sem brezki Verkamannaflokkurinn hafði skilið eftir sig í brezku þjöðlífi eftir tvö valda- skeið frá stríðslokum. Annars vegar á sex ára tímabili eftir lok heimsstyijaldarinnar síðari og hins vegar eftir valdatíma Wil- sons og Callaghans, sem Edward Heath rauf í rúmlega þijú ár. Þessi tvíþætta arf- leifð var annars vegar víðtæk þjóðnýting og hins vegar úrslitavald brezku verkalýðs- hreyfingarinnar yfír atvinnulífínu þar í landi. Margrét Thatcher braut á bak aftur ofurvald verkalýðshreyfingarinnar en til þess þurfti gífurleg átök við þessi sterk- ustu hagsmunasamtök, sem þá störfuðu í brezku samfélagi. Ef menn rifja upp fyrsta kjörtímabil hennar höfðu fæstir trú á því, að hún mundi sitja lengi í embætti en það fór á annan veg. Thatcher beitti sér einnig fyrir ein- hverri mestu einkavæðingu opinberra fyr- irtækja, sem um getur á Vesturlöndum enda má segja, að þjóðnýting þar hafí verið meiri en víðast hvar annars staðar. Einkavæðingin í Bretlandi í tíð Margrétar Thatcher hefur síðan orðið fyrirmynd einkavæðingar annars staðar. Hið mikla umbótaskeið, sem Thatcher hafði forystu um kallaði fram gífurleg átök í brezkum stjórnmálum og hatramma baráttu innan og utan brezka íhaldsflokks- ins. Enda notuðu andstæðingar hennar innan flokks fyrsta tækifærið, sem gafst til þess að losna við hana. Eftir stendur, þegar horft er til baka, að Margrét Thatch- er er einn af mestu stjórnmálaleiðtogum Breta á þessari öld. Umbætur í íslenzku samfélagi ÞAÐ er út af fyrir sig fátt sameigin- legt með þeirri um- bótabaráttu, sem háð hefur verið á vettvangi íslenzkra stjórnmála frá lýðveldisstofnun og því, sem gerzt hefur í Bretlandi, annað en það að hér á íslandi eru hagsmunaöflin, sem beij- ast gegn breytingum ekki síður sterk og áhrifamikil en í Bretlandi og Bandaríkjun- um og raunar á öðrum Vesturlöndum. Stjórnmálabaráttan hér hefur snúizt um vissa grundvallarþætti, ef horft er fram hjá þeirri orrahríð, sem stóð annars vegar um utanríkispólitíkina á tímum kalda stríðsins og hins vegar um baráttuna fyrir útfærslu fískveiðilögsögunnar. Meginþátt- ur í þessari baráttu hefur verið viðskipta- frelsið. Menn eru fljótir að gleyma. Lykil- atriði í fyrstu stefnuskrá Viðreisnarstjórn- arinnar var innflutningsfrelsi en fram að þeim tíma ríktu innflutningshöft. Innflutn- ingsfrelsið gerbreytti íslandi. En innflutn- ingsfrelsið kom í áföngum. Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag börðust gegn stefnuskrá Viðreisnarstjórnarinnar fyrir 1960. Þegar næsta skref var stigið til aukins fijálsræðis í viðskiptum með aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) árið 1970 var Framsóknarflokkurinn ekki tilbúinn til að styðja þá aðild. Að sjálf- sögðu reiknaði enginn með Alþýðubanda- laginu. Verðlagshöft voru ekki afnumin fyrr en löngu seinna. Það er ótrúlega stutt síðan innflutningur á sælgæti var gefinn fijáls. Það er ótrúlega stutt síðan við- skipti með gjaldeyri urðu fijáls. I hvert sinn, sem ný skref voru stigin í baráttunni fyrir viðskiptafrelsi var and- stöðu að mæta. Yfirleitt var sú andstaða af pólítískum toga. Þó gætti þess t.d. við inngönguna í EFTA 1970, að í hópi iðnrek- enda voru menn, sem börðust gegn aðild að EFTA á þeirri forsendu, að hún mundi ganga að ákveðnum iðnfyrirtækjum dauð- um. Og það gerðist en á móti kom að önnur fyrirtæki urðu til við nýjar aðstæð- ur. En pólitísku línurnar í þessari baráttu voru yfirleitt þær, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu fyrir þessum umbótum og naut í flestum tilvikum stuðnings Alþýðu- flokksins en Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag voru á móti. Hið sama gerðist, þegar ákvörðun var tekin um aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu. Þá lögðust hinar pólitísku línur á sama hátt og þær hafa alltaf gert a.m.k. frá upphafi Viðreisnar, þ.e. að Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur stóðu að þeirri ákvörðun en Framsóknarfiokkur og Al- þýðubandalag höfðu aðra afstöðu, þótt ekki væri það alveg einhlítt. Eftir nánast samfellda baráttu fyrir við- i- í LÓNI - Horft til Vesturhorns. Morgunblaðið/RAX skiptafrelsi frá lýðveldisstofnun er það að mestu leyti í höfn. Nú má flytja inn flest- ar vörur eins og mönnum þóknast. Nú er álagning fijáls og viðskiptalífið hefur lært að fara vel með það frelsi. Nú eru gjald- eyrisviðskipti að mestu leyti frjáls. Eftir stendur barátta fyrir umbótum á nokkrum grundvallarþáttum í íslenzku samfélagi og þar eru víglínurnar flóknari en þær hafa verið í áratuga stríði um viðskiptafrelsið. Landbúnað- ur o g sjáv- arútvegur UMBÓTABAR- ÁTTAN á íslandi snýst nú um skipu- lag þeirra tveggja atvinnugreina, sem frá upphafi íslands- byggðar hafa verið undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar. Viðskiptafrelsið nær.ekki til landbúnaðarins. Hinn fijálsi markaður, sem ræður ferðinni á flestum sviðum þjóð- lífsins í dag og menn deila ekki lengur um, hvorki í Reykjavík, London né Moskvu, nær ekki til landbúnaðarins. Nú á þessu sumri hefur í fyrsta sinn frá því að Island varð lýðveldi og sennilega í fyrsta sinn frá því snemma á öldinni, mátt sjá útlenda osta í hillum stórmarkaða í Reykjavík en að vísu á svo háu verði að fæstir kaupa þá. Það er samt áfangi á_ langri leið, að þeir skuli yfirleitt sjást. Á næstu vikum má búast við að einhveijar innfluttar kjöt- vörur verði á boðstólum. í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er skýrt frá því, að innan ríkisstjórnarinnar hafí tekizt samkomulag um tilboð til bændasamtaka um nýjan búvörusamning, sem byggist á því, að 11,5 milljarðar renni á næstu árum úr vösum skattgreiðenda til landbúnaðarkerfísins en að vísu gegn því að markaðslögmálin ráði ferðinni í landbúnaði ekki síður en í öðrum atvinnu- greinum undir lok aldarinnar. Menn getur greint á um, hvort ríkisstjórnin hafi ákveð- ið að greiða of hátt verð fyrir aðlögun landbúnaðarins að nútímanum en alla vega er ljóst, að það er að bytja að sjást fyrir endann á baráttunni fyrir því, að eðlileg markaðslögmál fái að ráða ferðinni í land- búnaði og það hillir undir viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur. Þegar að því kem- ur og menn sjá, að íslenzkar landbúnaðar- afurðir verða ráðandi á markaðnum, þrátt fyrir innflutning, m.a. vegna þess að þar eru á ferðinni vandaðar og góðar matvör- ur, sjá menn liðinn tíma í jafn skondnu ljósi og við sjáum nú það tímabil íslands- sögunnar, þegar hvorki mátti flytja inn sælgæti né bíla. Baráttan fyrir umbótum í landbúnaði og viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur hefur tekið lengri tíma en hin almenna barátta fyrir viðskiptafrelsi m.a. vegna þess, að hagsmunasamtök landbúnaðarins hafa verið gífurlega sterk, vel skipulögð og öflug og hafa átt mikil ítök í flestum stjómmálaflokkum, þ.á m. Sjálfstæðis- flokknum. Þessi miklu ítök hagsmunasam- taka landbúnaðarins í stjórnmálaflokkun- um hafa ekki sízt byggzt á kjördæmaskip- uninni, sem hefur valdið því, að lands- byggðin hefur haft margföld pólitísk áhrif á við það, sem hún hefði átt að hafa, ef vægi atkvæða væri jafnt. Ef gengið er út frá því sem vísu, að með GATT-samningum og væntanlegum nýjum búvörusamningi hafi línur verið lagðar um að flytja landbúnaðinn inn í nútímann á nokkrum árum stendur eftir baráttan um grundvallarumbætur í sjávar- útvegi. Með sama hætti og í landbúnaði er þar við að etja gífurlega sterk hags- munasamtök útgerðarmanna, sem hafa mikil ítök í flestum ef ekki öllum stjórn- málaflokkum þ.á m. í núverandi stjómar- flokkum, Sjálfstæðisflökki og Framsókn- arflokki. Grundvallaratriðin í þeim átökum snúast um lykilþætti í hugmyndabaráttu hægri manna á Vesturlöndum á undan- fömum árum og áratugum, sem hafa hvar- vetna orðið ofan á i átökum við vinstri menn. Það hafa verið vinstri menn, sem hafa flutt þjóðum þann boðskap að hægt væri að fá eitthvað fyrir ekki neitt. Það var Milton Friedman, sem sagði hin fleygu orð: Ókeypis hádegisverður er ekki til. (There is no such thing as a free lunch). Það er að sjálfsögðu alltaf einhver sem borgar. Margrét Thatcher komst að þeirri niður- stöðu, að sjónvarpsrásir væru takmörkuð gæði, sem eðlilegt væri að þeir, sem vildu nýta sér þær, borguðu fyrir. Um leið og sókn á íslandsmið var takmörkuð voru fískimiðin orðin takmörkuð gæði, sem eðli- legt er að þeir, sem nýta, borgi fyrir. Um þessi einföldu sannindi, sem hægri menn á Vesturlöndum hafa boðað, snýst baráttan um greiðslu í almannasjóði fyrir nýtingu á þeirri takmörkuðu auðlind, sem fiskimiðin við íslandsstrendur eru orðin. Hvar er sá stjórnmálamaður, sem ætlar að bjóða hagsmunaöflunum birginn, eins og Thatcher gerði, og táka þessa baráttu upp á hinum pólitíska vettvangi? „Eftir nánast samfellda baráttu fyrir viðskipta- frelsi frá lýðveld- isstofnun er það að mestu leyti í höfn. Nú má flytja inn flestar vörur eins og mönnum þóknast. Nú er álagning frjáls og viðskiptalífið hef- ur lært að fara vel með það frelsi. Nú eru gjaldeyris- viðskipti að mestu leyti frjáls. Eftir stendur barátta fyrir umbótum á nokkrum grund- vallarþáttum í ís- lenzku samfélagi og þar eru víglín- urnar flóknari en þær hafa verið í áratuga stríði um viðskiptafrelsið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.