Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 28
y28 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HLUTI Múrsins við Jinshanling í þokuslæðingi. ' Eins og ai standa einn í auin íslenskra ðræfa Múrínn mikli í Kína er sá staður þar í landi, sem allir ferðamenn flykkjast til. Margrét Heinreksdóttir segir nánar frá þessu mann- ^ virki, sem er 6.300 km að lengd, á meira en 2000 ára sögu, og því eitt af furðum veraldar. ÞAÐ var undarleg tilfinning að horfa yfir hvítan þokubakka sem allt í einu greindist sundur og leiddi í ljós skógivaxin fjöllin. SVIÐSETNING fyrir ferðamenn. Viðvörunarmerki voru gefin með eldum að næturlagi og reyk að degi til. FYRIR skömmu hafði samband við mig maður í tilefni frá- sagnar minnar af sunnudags- ferð að múrnum mikla í Kína, sem hin opinbera sendinefnd ís- lands á fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fór í boði ís- lensku sendiherrahjónanna í Kína, Hjálmars Hannessonar og Önnu Birgisdóttur. Maður þessi kvaðst hafa saknað ýtarlegri upplýsinga um múrinn í heild, sagði að margir Kínafarar undanfarinna ára hefðu sagst hafa komið að múrnum en svo ekki söguna meir. Vitneskja mín um múrinn er því miður afar fátækleg en Iæt samt hér fylgja nokkrar myndir af ýmsum stöðum á múrnum og svolítið ýtarlegri upp- lýsingar um hann skv. kínverskum heimildum. Er þá fyrst frá því að segja, að múrinn allur er að lengd hvorki meira né minna en 6.300 kílómetr- ar. Hann vindur sig um holt og hæðir, fjöll og eyðimerkur frá Yalufljóti í austurhluta landsins til Jiayuguan í vestri og fer um héruð- in Hebei, Shanxi, Shaanxi og Gansu, um Innri-Mongólíu, sjálf- stjórnarsvæðið Ningxia Hui og að Bejing. Höfðingjar í Kína byijuðu á því þegar á 7. öld fyrir Krist að reisa múra umhverfis byggðir sínar til varnar árásum utanaðkomandi þjóðflokka. Hart var bitist um völd og yfirráð á þessum tímum og eftir því sem þau söfnuðust á færri hend- ur voru varnarveggir tengdir og efldir og varðtumar settir upp. En tilurð múrsins mikla eins og hann er í dag hefur verið rakin til Quins Shihuangdi, þess er fyrstur kallaði sig keisara yfir Kína eftir að hafa sameinað sjö konungdæmi - þess hins sama sem lét gera hina frægu terracotta hermenn, sem forseti Is- lands og fylgdarlið skoðuðu í ferð sinni til Xian og sagt var frá í frétt- um af þeirri ferð. Keisari þessi var einn af mestu harðstjórum sem sög- ur fara af í landinu, en gerði margt merkilegt svo sem að samræma leturgerð kínversku konungdæm- anna sjö, samræma mynt, staðla, mál og vog og skrá lög í ríki sínu. Hann kom á skipulagðri stjómsýslu og lét leggja vegi um ríki sitt til þess að tryggja yfírráð sín sem best. Quin Shihuangdi breytti varn- armúrunum, sem gerðir höfðu verið umhverfis konungdæmin sex og teygði úr þeim og sameinaði til varnar gegn herskáum þjóðflokkum úr norðri. Gerð múrsins kostaði fjölda mannslífa. Títt var að refsifangar væru sendir þangað til starfa í- þrælkunarvinnu og var líkum þeirra sem létust komið fyrir í múmum. Margar þjóðsagnir segja frá þeim hörmungum sem múrgerðarmenn máttu þola en þeirra þekktust er frásögnin af Meng Jiangnu. Maður hennar hafði verið sendur tíma- bundið til vinnu við múrinn. Þegar hann kom ekki heim á tilsettum tíma um haust ákvað hún að leggja land undir fót og færa honum hlý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.