Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 29 i i. i I I I ) ) ) ) ) ; I I I I J I t MINNISMERKI um þjóðsagnapersónuna Meng Jiangnu. ÍSLENDINGAR baða sig í sólinni við Simatai, f.v. Drifa Sigfús- dóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir og Ingunn Guðmundsdóttir ásamt kínverskum samferðamönnum. föt fyrir veturinn. Þegar á staðinn kom var henni sagt að maður henn- ar væri látinn. Sagan segir, að svo mjög hafi hún harmað fráfall hans að táraflóð hennar hafi opnað geil í múrinn þar sem lík hans blasti við. Sögunni er ekki þar með lokið; keisarinn heyrði um þetta, brást hinn reiðasti við og krafðist þess að konan yrði færð á hans fund. Þegar hann sá hve fögur hún var rann honum reiðin og bauð henni að gerast hjákona sín. Hún kaus þó fyrr að láta lífið en gegna því hlutverki og drekkti sér. Öflugustu viðbæturnar við múr- inn voru gerðar á tímum HAN keis- aranna, sem ríktu frá 206 fyrir Krist til 220 eftir Krist - lengd hans komst þá upp í tíu þúsund kílómetra - og Ming keisaranna sem ríktu 1368-1644, - þá var hann orðinn mun styttri en var endur- bættur og styrktur. Múrinn er sagð- ur ákaflega fjölbreytilegur að gerð og efni eftir því á hvaða tímum hann hefur verið gerður og á þess- ari öld hefur hann verið endurbætt- ur talsvert, ekki síst á ferðamanna- stöðum. Það vildi svo til að ferðir mínar á múrinn urðu tvær, með aðkomu á mismunandi stöðum og í afskaplega ólíku veðri, annarsveg- ar í glampandi sólskini við Simatai, þar sem veggurinn hefur verið lát- inn ólagaður, hinsvegar við Mut- ianyu, skammt frá Huairou, í rign- ingu og þokusúld, sem skapaði af- skaplega sérstæða stemningu, - það verður mér líklega ógleymanleg endurminning að standa ein á leggnum milli tveggja varðturna og horfa yfir hvítan þokubakka sem allt í einu greindist sundur og leiddi í ljós skógi vaxin fjöllin framundan. Tilfínningin var ekki ósvipuð þeirri sem grípur þann sem stendur einn í auðn íslenskra öraefa og sér þung- búin ský lýfta sér af skínandi jöklum. Múrinn er líka mismunandi að hæð og breidd. Sumstaðar er hann svo breiður að tíu manns geta geng- ið þar samhliða, varðturnar eru með 300 til 500 metra millibili, sumir tveggja eða þriggja hæða bygging- ar, þar sem varðmenn bjuggu með- an þeir þjónuðu sem slíkir. Þyrfti að gefa merki um aðsteðjandi hættu og óvinaheri var það gert með eld- um um nætur en með reykmerkjum að degi til. Sagt er að efnið í Kína- múrnum mikla mundi duga til að byggja 5 metra breiðan og 35 senti- metra þykkan veg, sem næði þris- var sinnum umhverfis jarðarkringl- una. Múrinn mikli hefur eðlilega mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gefur tækifæri hveijum sem vill reyna á gönguþol sitt og úthald fyrir utan að vera einstakt menn- ingarsögulegt fyrirbæri i fögni umhverfi. Óhjákvæmilega fylgir slíkum stöðum mikil sölumennska, sérstaklega á þeim stöðum sem ferðamönnum er einkum beint að. Geta kaupglaðir gert þar reyfara- kaup á ýmsum smávarningi með því að prútta niður verðinu, það tíðkast á slíkum stöðum. En þeir sem ekki hafa áhuga á viðskiptum verða að standa mjög svo fastir fyrir því að Kínveijar eru býsna harðskeyttir sölumenn. MatnaÉr & náttfatnaður Nýkomin sending PARÍSARbÚðin Austurstræti 8, sími 551 4266 l^j g W Laugavegi 30, s. 562 4225 Ef þú kemur til okkar og kaupir eldhúsínnréttingu, baðinnréttingu, fataskápa, innihurðir, heimilis tæki eða annað fyrir 1. desember n.k. lendir nafn þitt í lukkupotti Eldhúss og baðs. Ef þitt nafn er dregið úr pottinum færðu í vinning, ferð fyrir tvo með Flugleiðum að andvirði 85.000 kr. Heppnir viðskiptavinir taka við Eldhús og bað er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að hönnun, smíði og ráðgjöf á sviði innréttinga. Við höfum langa verðiaunum i reynslu af að leiðbeina fólki við val á innréttingum. Við verðlaunaleik leggjum áherslu á faglega ráðgjöf sem hentar hverjum og £Idhúss & einum, hagstætt verð og góða þjónustu. Komdu við í verslun okkar að Funahöfða 19, það borgar sig, Funahöfði 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.