Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 30
SUNNUDAGUR 1. OKTOBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR Frábœrt úrval af Itölskum. frönskum og dönskum úlpum. göllum. fleece peysum. peysum og öðrum vetrarfatnaði á fólk frá 2-12 ára. Frábær fatnaður. Opið laugardaga frá kl. 10-14. BIUJM’S I.K.K.S COMPAGNIE BARNASTIGUR Skólavörðustíg 8, sími 552 1461. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer Sport 4x4, árgerð '92, Toyota Camry DX, árgerð ’91, MercuryTopas GS, árgerð '88 og aðrarbifreið- ar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 3. októberkl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í I.H.C. pallbifreið m/krana, árgerð ’75, og Allis Chalmers gaffallyftara, rafknúinn, 2.000 Ibs., árgerð '75. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA IJJ w HaiAStsendmgar afódýmm „lÁlpuhönskiAm". Verð kr. 1.800—2.500. lAwgverskiA gceða hcmskamir. Verð frá kr. 3.500. MIMMI HOVGAARD + Mimmi Hov- gaard fæddist á Suðurey í Færeyj- um 7. apríl 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 29. ágúst síðastlið- inn og fór útförin fram í kyrrþey. ÞOTT ævi Mimmi hafi verið fremur óvenjuleg og sorgleg er hún trú- lega ekkert einsdæmi og ýmsir þurft að ganga í gegnum svip- aðar eða sambærilegar raunir. Við tengdasonur, dóttir og sonarsonur hennar teljum enga ástæðu til að leyna sorgum hennar og neyð nú þegar hún er fallin frá 73 ára að aldri. Mimmi fæddist 7. apríl 1922 á Suðurey í Færeyjum. Sem ung og efnileg íþróttakona — ein af þeim fremstu í Færeyjum — neyddist hún ásamt manni sínum Pedda Hov- gaard til að yfirgefa eyjarnar á sjötta áratugnum vegna kreppu og atvinnuleysis heima fyrir. Þau hjón- in héldu til íslands árið 1958 ásamt börnum sínum, Torfinn og Sólvág, og settust að í Reykjavík. Ári síðar eignuðust þau dótturina Eyðnu. Fáeinum árum síðar slitu þau Mimmi og Pedda samvistir. Gæfan sneri baki við Mimmi og sömuleiðis draumar hennar um gæfuríkt líf þegar sonur hennar Torfinn lést 1979 um borð í fær- eyska fiskiskipinu Kyijasteini að- eins 36 ára gamall. Hann lét eftir sig 14 ára gamlan son, Stefán, sem fluttist til ömmu sinnar og gekk hún honum í móður stað. Ári síðar lést Pedda 69 ára að aldri í heima- byggð sinni, Vogi á Suðurey. En andstreymi og mótlæti Mimmi átti eftir að vaxa, því dóttir hennar Eyðna lést sviplega árið 1988 að- eins 28 ára að aldri. Hún lét eftir sig soninn Samúel 9 ára að aldri. Skömmu síðar varð Mimmi -sjálf fyrir alvarlegu heilsuáfalli er hún fékk heilablóðfall 1989 og var bund- in við hjólastól æ síðan. Hún hafði hafið sambúð með Guðmundi Árna- syni frá Bolungarvík eftir skilnað- inn við Pedda og reyndist hann henni mikil hjálp í veikindunum. Hans naut hins vegar ekki lengi við því hann féll snögglega frá að- eins 56 ára gamall 1991. Eftir þetta neyddist Mimmi til að fara á hjúkr- unar- og dvalarheimili, þar sem hún dvaldi til æviloka, en hún lést 30. ágúst sl. Hlutskipti Mimmi varð það að sitja 6 ár ósjálfbjarga í hjólastól án þess að geta talað og spurningar vakna hvort sé betra að lifa eða deyja undir slíkum kringumstæð- um. Þrátt fyrir mikinn innri styrk hennar mátti skilja að hún væri orðin þreytt undir hið síðasta og þráði betra hlutskipti með þeim sem á undan voru farnir. Okkur hin- um er Mimmi sönn fyr- irmynd þess að láta ekki hversdagslegar áhyggjur og amstur valda okkur hugar- angri og vonbrigðum, því þetta eru smámunir í samanburði við þær þjáningar sem Mimmi þurfti að ganga í gegn- um. Það gerði hún af æðruleysi án þess að kvarta nokk- urn tíma yfir því mótlæti sem hún mátti þola. Slíkir eiginleikar í fari fólks eru aðdáunarverðir og ber því mikil virðing. Fjölmargir aðilar eiga miklar þakkir skildar fyrir hjálp og um- hyggjusemi þegar heilsa Mimmi tók að bila og yrði of langt hér upp að telja. Á engan er þó hallað þegar nafnið Jastrid er nefnt í þessu sam- bandi. Sérstakar þakkir eru einnig færðar hjúkrunarfólki Landspítal- ans þar sem Mimmi fékk einstak- lega góða umönnun eftir erfíða og þjáningarfulla sjúkralegu mánuðum saman. Friður sé með minningu Mimmi. Solvág og Jörmund Vágadal, Stefán Hovgaard og Samúel Óðinsson. Mimmi Hovgaard, f. Midjord, var fædd í Færeyjum. Þar ólst hún upp við eftirlæti í glaðværum systkina- hópi, dugnaðarstelpa, mikil hand- boltakona. Hún giftist landa sínum, Peter, dugmiklum sjómanni. Sett- ust þau að á íslandi árið 1958 með böm sín tvö, Torfinn og Solvu. Ári síðar fæddist þeim dóttirin Edna. Nokkru síðar tók Mimmi við hús- varðarstarfí á Gistiheimilinu Snorrabraut 52 og fluttist fjölskyld- an í húsvarðaríbúðina. Sonurinn var þá stálpaður o£ sótti sjóinn eins og faðir hans en dætúrnar enn ungar að árum. Seinna bættist Stefán í hópinn, sonarsonurinn sem Mimmi fóstraði og var hennar augasteinn. Mimmi varð hægri hönd föður míns, Viðars Thorsteinssonar, sem rak Gistiheimilið um árabil. Hafði eftirlit með öllu innan stokks og stjómaði starfsstúlkunum af festu en þó góðmennsku. Hún var gjaf- mild og glaðvær, laðaði gesti að með ljúfu geði. Átti hún stóran þátt í að þeim leið vel og komu gjaman aftur og aftur á Snorra- brautina. Við veikindi föður míns 1971 jukust skyldur Mimmiar og einkum við fráfall hans fimm áram síðar. Þá höfðu þau Peter slitið sam- vistum en sambýlismaður hennar Skóavörðustíg 7,101 keykjavík, s ími 551581ó 1 ^jrirlestur um heimilisofbeldi og ákvörðun um forsjá og umgengni barna. Dr. Marianne Hester, lektor við háskólann í Bristol á Englandi, flytur opinn fyrirlestur um ofangreint efni í Norræna húsinu, mánudaginn 2. október, kl. 16. Fyrirlesturinn byggir m.a. á rannsókn sem Marianne Hester tók þátt í bæði í Danmörku og Englandi, á því hvernig konum og börnum manna sem beita ofbeldi á heimili vegnar eftir skilnað. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum opinn. F élal>smálastofnun Reykj avíkurborgar Guðmundur Árnason tók að sér stjórn Gistiheimilisins. Mimmi var myndarleg kona, lag- leg, dökk á brún og brá. Hún var dugmikil húsmóðir og góð heim að sækja. Landar hennar kunnu vel að meta þessa kosti og var eldhús- ið hennar oft miðstöð stórs hóps Færeyinga í Reykjavík. Mimmi varð fyrir stórum áföllum í lífinu. Sonur hennar varð bráð- kvaddur á besta aldri, yngri dóttirin veiktist hastarlega 28 ára gömul og var látin eftir stutta legu frá ungum syni, Samúel. Eftir nokkra hríð fékk Mimmi alvarlega heila- blæðingu, dvaldist lengi á sjúkra- húsi og var eftir þetta bundin hjóla- stól og átti erfítt um mál. Guðmund- ur stóð eins og klettur við hlið henn- ar og komst hún heim með styrkri hjálp hans og heimahjúkranar. Best leið henni heima en naut þess jafn- framt að sækja dagvist í húsi Sjálfs- bjargar. Solva hafði sest að í Fær- eyjum en studdi móður sína eftir bestu getu. Fluttist Samúel til Solvu og Jörmundar eiginmanns hennar. En fljótt skipast veður í lofti. Guðmundur féll frá 1991 og átti Mimmi nú ekki annarra kosta völ en að fara á sjúkrastofnun. Dvald- ist hún lengi á B-álmu Borgarspítal- ans þar til að hun fluttist á Hjúkrun- arheimilið Eir fyrir tveimur árum. Þar leið henni vel enda naut hún hinnar bestu umönnunar þar .sem og á Borgarspítalanum. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn og sorgirnar legð- ust þungt á hana hélt hún sínum góða húmor, var oftast létt og kát, naut glettni og gamansemi. Jastrid, hin trygga vinkona hennar, stytti henni stundir og studdi á allan hátt. Nýlega veiktist Mimmi alvarlega og var vart hugað líf. Með alúð og kostgæfni starfsfólks á Landspítal- anum, 13-D, náði hún bata um skeið en varð bráðkvödd 29. ágúst sl., nokkram dögum eftir heimkomuna í Eir. Gengin er góð kona. Hún var stoð og stytta föður míns í lífi hans og starfí. Fyrir það og vinsemd í minn garð og fjölskyldu minnar vil ég þakka. Samúðarkveðjur sendi ég Solvu, Jörmund, Stefáni og Samúel. Hildur Viðarsdóttir. HREFNA GEIRS- DÓTTIR T Hrefna Geirsdóttir fæddist í Vesfemannaeyjum 7. des- ember 1913. Hún lést í Borgar- spítalanum 13. september síð- astliðinn og fór útförin fram 22. september. MÉR er bæði ljúft og skylt að rita nokkur kveðjuorð til Hrefnu Geirs- dóttur, sem borin var til hinstu hvílu 22. september. Ég átti því láni að fagna að kynnast Hrefnu og fjölskyldu henn- ar 1957, þegar við Geir vorum bekkjarbræður í Verslunarskóla Islands. Heimili þeirra var að Hraunteigi 19 og var einstaklega snyrtilegt, og þar ríkti mjög svo vingjarnlegt andrúmsloft, sem ég varð aðnjótandi um langt árabil. Hrefna starfaði í Lífstykkjabúð- inni áratugum saman við góðan orðstír. Var hún einkar vinsæl meðal viðskiptavina verélunarinn- ar, enda lipur og þægileg í störfum sínum. Hún var skörungur mikill, sem gekk hreint til verks í hveiju sem var. Þá var hún góðsemin holdi klædd og mörgum hjálpar- hella. Um leið og ég vil þakka hin góðu kynni sem ég hafði af Hrefnu og fjölskyldu hennar, þá bið ég almættið að hjálpa okkur sem eftir lifum að varðveita glæsta minn- ingu. Jafnframt sendi ég Geir og konu hans sem og öðrum ættingj- um mínar bestu samúðarkveðjur. Konráð R. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.